Fréttablaðið - 05.02.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 05.02.2009, Síða 16
16 5. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Minnihlutastjórnir á Norðurlöndum Fjárfestingarfélagið Baugur hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Félagið er alþjóðlegt fjárfestingarfélag með áherslu á smásöluverslun og tísku- fyrirtæki í Bretlandi, Skandinavíu og Bandaríkjunum. Það á rætur sínar á Íslandi eins og Íslendingar vita. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn aðal eigandi Baugs, hefur sagt að hann telji að Davíð Oddsson seðla- bankastjóri hafi sett greiðslustöðvun Baugs sem skilyrði fyrir starfslokum sínum. ■ Hver er saga Baugs? Saga Baugs nær aftur til ársins 1989 þegar matvöruverslunin Bónus var stofnuð í Reykjavík af feðgunum Jóhannesi Jónssyni og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Verslunin náði fljót- lega miklum viðskiptum og innan þriggja ára voru komnar Bónusversl- anir um allt land. Árið 1992 eignað- ist Hagkaup helmingshlut í Bónus og árið 1993 settu Bónus og Hagkaup á laggirnar innkaupa- og vörudreifingarstöðina Baug. Árið 1998 sameinuðust Bónus og Hagkaup undir nafni Baugs. Baugur yfirtók rekstur matvöruversl- ana Hagkaupa, Nýkaupa, Bónuss og Hraðkaupa ásamt Aðföngum. Árið 2003 breyttist nafn Baugs í Baugur Group hf. og árið 2003 var Baugur afskráð úr Kauphöllinni. Félagið fór í framhaldinu í fjárfestingar erlendis og eignaðist til dæmis leikfanga- verslanakeðjuna Hamleys, dönsku stórverslunina Magasin Du Nord, tískuverslanirnar French Connect- ion, Jane Norman, stórverslunina Debenhams og safafyrirtækið Merlin svo dæmi séu nefnd. Baugur hefur átt hlut í Fréttablaðinu frá 2003. Árið 2008 hlaut Baugur Útflutningsverð- laun forseta Íslands. ■ Hversu margir eru starfs- mennirnir? Baugur er kjölfestufjárfestir í fjöl- mörgum fyrirtækjum og í þeim starfa um 50 þúsund manns í yfir 3.500 verslunum, fyrst og fremst í Bretlandi. Velta fyrirtækjanna nam á síðasta rekstrarári fimm milljörðum punda, eða 835 milljörðum íslenskra króna. FBL-GREINING: SAGA FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS BAUGS: Starfsemin nær til fimmtíu þúsund mannaSnertu á nýjum ævintýrum TM Fylgdu þeim fremsta! Garmin Oregon GPS með snertiskjá. Oregon GPS handtæki með snertiskjá gerir alla útivist einfaldari. Þetta sterkbyggða og vatnshelda leiðsögutæki er afar einfalt í notkun og færir þér björt þrívíddarkort, hæðarmæli með loftvog auk áttavita á silfurfati. Hvort sem þú ert í fjallgöngu, á hjóli, í bílnum eða bátnum, það eina sem þarf að gera er að snerta skjáinn og halda af stað. Útivistin verður bara skemmtilegri. Þú getur deilt leiðum og upplýsingum með vinum þínum eða sett aukakort fyrir það svæði sem þú ætlar að fara, hvort sem þú fylgir vegi, vatni eða ert í óbyggðum. Garmin Oregon kemur þér í snertingu við ævintýrin. www.garmin.is | Garmin Iceland | Ögurhvarf 2, 203 Kópavogur | Sími: 577 6000 NORRÆNIR FLOKKAR Kosningaúrslit í Danmörku, nóvember 2007 Flokkar % atkvæða þingsæti Frjálslyndi flokkurinn 26,2 46 Sósíaldemókratar 25,5 45 Danski þjóðarflokk. 13,9 25 Sósíalíski þjóðarflokk. 13,0 23 Íhaldssami þjóðarflokk. 10,4 18 Frjálslyndi miðjuflokk. 5,1 9 Nýtt bandalag 2,8 5 Einingarlistinn 2,2 4 Kristilegir demókratar 0,9 0 Alls: 175 Kosningaúrslit í Finnlandi, mars 2007 Flokkar % atkvæða þingsæti Miðflokkurinn 23,1 51 Þjóðarbandalagið 22,3 50 Sósíaldemókratar 21,4 45 Vinstra bandalagið 8,8 17 Græn hreyfing 8,5 15 Kristilegir demókratar 4,9 7 Sænski þjóðarflokk. 4,5 9 Sannir Finnar 4,1 5 Kommúnistaflokkurinn 0,7 0 Finnskir eldri borgarar 0,6 0 Borgarlega bandalagið 0,3 1 Alls: 200 Kosningaúrslit í Noregi, september 2005 Flokkur % atkvæða þingsæti Verkamannaflokkurinn 32,7 61 Framsóknarflokkurinn 22,1 38 Íhaldsflokkurinn 14,1 23 Sósíalíski vinstriflokk. 8,8 15 Kristilegi lýðræðisflokk. 6,8 11 Miðflokkurinn 6,5 11 Frjálslyndi flokkurinn 5,9 10 Rauða bandalagið 1,2 0 Strandarflokkurinn 0,8 0 Lífeyrisflokkurinn 0,5 0 Kristileg samstaða 0,1 0 Umhverfisflokkurinn 0,1 0 Lýðræðissinnar 0,1 0 Listi andstæðinga fóstureyðinga 0,1 0 Alls: 169 Kosningaúrslit í Svíþjóð, september 2006 Flokkur % atkvæða þingsæti Sósíaldemókratar 35,0 130 Flokkur hófsamra 26,2 97 Miðflokkurinn 7,9 29 Frjálslyndi þjóðarflokk. 7,5 28 Kristilegir demókratar 6,6 24 Vinstriflokkurinn 5,9 22 Umhverfisflokkurinn 5,2 19 Sænskir demókratar 2,9 0 Femínistar 0,7 0 Sjóræningjaflokkurinn 0,6 0 Sænskir ellilífeyrisþegar 0,5 0 Júnílistinn 0,5 0 Heilbrigðisflokkurinn 0,2 0 Þjóðernisdemókratar 0,1 0 Eining 0,1 0 Alls: 349 Flokkar merktir með rauðum lit eru þeir flokkar sem mynda ríkisstjórn í hverju landi. Þar sem ekki er meirihluti þingmanna fyrir ríkisstjórn eru aðrir flokkar sem styðja ríkisstjórnina. FRÉTTASKÝRING SVANBORG SIGMARSDÓTTIR svanborg@frettabladid.is Fjórða minnihlutastjórnin sem mynduð hefur verið á lýðveldistím- anum sá dagsins ljós í upphafi viku þegar Samfylkingin og Vinstri græn mynduðu minnihlutastjórn. Framsóknarflokkur hefur lofað að verja stjórnina falli. Þess voru skýr merki við myndun minni- hlutastjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna í síðustu viku, að ekki er vani hér á landi að mynda slíkar stjórnir. Þrátt fyrir að bera Ísland við Norðurlöndin þegar kemur að ýmsum málum, nær það ekki til stjórnarmyndana og flokkakerfisins. Flokkakerfið á Norðurlöndunum, sérstak- lega fimmflokkakerfið sem var við lýði í Noregi og í Danmörku, tók miklum stakka- skiptum eftir 1973, þegar fleiri flokkar eignuðust fulltrúa sína á þingi. Eftirstríðs- árin einkenndust hins vegar af afar sterkri stöðu Sósíaldemókrata. Þær breytingar á flokkakerfinu höfðu þau áhrif að minni- hlutastjórnir hafa frekar verið reglan á Norðurlöndunum en meirihlutastjórnir, líkt og Íslendingar eru vanir. Eins og sjá má á listanum hér til hliðar, þar sem þeir flokk- ar sem fengu meira en 0,1 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum eru taldir upp, eru framboð á hinum Norðurlöndunum nokkuð fleiri en tíðkast hér á landi. Skýrar blokkir „Á Norðurlöndunum eru skýrar blokkir til hægri og vinstri, eða borgaralegar og sós- íalískar blokkir,“ segir Birgir Hermanns- son, stjórnmálafræðingur hjá Háskólanum við Bifröst. „Flokkurinn lengst til hægri er ekki að daðra við flokkinn lengst til vinstri. Það er því meira upp á borðinu hvaða ríkis- stjórnir eru líklegar í spilunum.“ Skýrt er fyrir kosningar hvort flokkarnir á miðjunni teljist til hægri eða vinstri. Birgir nefnir sem dæmi að í Svíþjóð hafa Sósíaldemókratar yfirleitt stjórn- að með stuðningi Vinstriflokksins. Á síð- ustu árum hafi svo Umhverfisflokkurinn bæst við stuðningshópinn. „Um tíma, þegar Göran Persson var við völd, en það var allt- af í minnihlutastjórn, var stuðst við Mið- flokkinn, sem er borgaralegur flokkur,“ segir Birgir. Það hafi verið á meðan verið var að koma böndum á fjárlög ríkisins með niðurskurði. Samstarfsaðilar fundnir eftir málaflokkum Þrátt fyrir að flokkar innan sömu blokk- arinnar verji stærri flokka vantrausti, án þess að eiga sæti í ríkisstjórninni, er ekki víst að þeir samþykki öll mál, segir Birgir. Í Svíþjóð sé til dæmis hefðbundið að Sósíal- demókratar hafi leitað til Vinstriflokksins eftir stuðningi við fjárlög, velferðarmál og skattamál. En Vinstriflokkurinn sé andvíg- ur stefnu stjórnarinnar í utanríkismálum og þá sé leitað til borgaraflokkanna. „Flokkurinn sem ver stjórnina þarf að gera það upp við sig til dæmis að fá eitt- hvað fram í fjárlögum gegn stuðningi og að hann sé meira sammála stjórnarflokknum en stjórnarandstöðunni.“ Birgir segir að stuðningsflokknum þyki sjálfsagt að verja ríkisstjórnina falli, þrátt fyrir að fá ekki ráðherra, þar sem stuðn- ingsflokkurinn er sammála meginstefnu ríkisstjórnarinnar, en er ekki tilbúinn til að taka ábyrgð á öllum verkum hennar. Það eigi sérstaklega við þegar flokkar taka mjög skýra afstöðu sem sé á skjön við afstöðu annarra flokka, til dæmis í umhverfismál- um eða utanríkismálum. Með því að eiga sæti í rík- isstjórninni og þurfa því að taka ábyrgð á verkum sem séu andvíg stefnu flokksins væri hann því á einhvern hátt að svíkja kjósendur sína. „Viðhorf, sérstaklega sósíaldemókratanna, til að vera í samsteypu- stjórn, hefur ekki verið mjög jákvætt. Það er til dæmis ekki langt síðan að norski krata- flokkurinn samþykkti sérstaklega á flokks- þingi að vera með öðrum. Fyrir þann tíma var stefnan þessi; við stjórnum einir. Aðrir verða að styðja okkur eða horfast í augu við þá ríkisstjórn sem þá kemur.“ Birgir segir stjórnarkrísu ekki algenga á Norðurlöndunum, þrátt fyrir minnihluta- stjórnir, því það sé alltaf skýrt hvaða mál það eru sem fella ríkisstjórnina. „Það þarf að gera greinarmun á tvenns konar málum: grundvallarmálum og öðrum stefnumál- um sem ríkisstjórnir standa ekki og falla með. Það er augljóst að grunnefni, eins og fjárlög, efnahagsstefna og utanríkismál, eru grundvallaratriði.“ Birgir nefnir sem dæmi að í vinstri stjórn Perssons í Svíþjóð fengu sósíaldemókratar ekki stuðning við að koma breytingu á vinnulöggjöf í gegn og féll því málið. En það hafði ekki þau áhrif að stjórnin hafi fallið. Áhrif á starf þingsins „Menningararfleifð gerir það að verkum að minnihlutastjórnir passa ágætlega við þessar þjóðir,“ segir Birgir. „Það er hefð fyrir sátta- og samráðsstjórnmálum á Norðurlöndunum og talið hluti af norrænu pólitísku módeli.“ Hann bendir á að það sé gert ráð fyrir því að semja um mál á milli flokka, en síðan séu alltaf einhver pólitísk deilumál sem flokkarnir vilja ekki semja um, sem séu grundvallarmál flokksins sem allir viti hver séu. „Slíkir samningar geta átt sér stað milli forystumanna flokkanna, eða í þingnefnd- um. Ríkisstjórnin leggur fram þingmál með það í huga að hægt verði að ná fram breytingum í útfærslu málsins. Ég held að slíkt sé líka meira gert hér á landi en er auglýst.“ Aðspurður hvort það sé, líkt og hér á landi, ríkisstjórnir sem leggi fram flest frumvörpin á Norðurlöndum segir Birgir að það eigi við á öllum Vesturlöndum. „Það er líka í Bandaríkjunum sem helstu laga- frumvörp koma frá framkvæmdarvaldinu. Það er ekki séríslenskt og hefur með margt að gera eins og sérfræðiþekkingu í ráðu- neytum, flókin viðfangsefni og samráð sem þarf að hafa við ýmsa aðila.“ Auðveldað með samræðuhefð BIRGIR HERMANNSSON FINNSKA ÞINGIÐ Hefð er fyrir því að mynda stóra stjórn í Finnlandi, með fleiri flokkum en þarf til að mynda meirihluta. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.