Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.02.2009, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 05.02.2009, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 5. febrúar 2009 17 SAMFÉLAGSVERÐLAUN Lesendur Fréttablaðsins voru iðnir við að senda inn tilnefningar til Sam- félagsverðlauna blaðsins. Liðlega 300 tilnefningar bárust á tæp 200 einstaklinga og félagasamtök. Dómnefnd um Samfélagsverð- launin hefur nú tekið til starfa og hélt fyrsta fund sinn á mánudag. Dómnefndin er skipuð þeim Ell- iða Vignissyni, bæjarstjóra í Vest- mannaeyjum, Guðjóni Friðriks- syni sagnfræðingi, Hildi Petersen, stjórnarformanni Kaffitárs og Pfaff, Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra og Steinunni Stefánsdóttur, aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins. Elliði og Katrín taka nú sæti í dómnefndinni í fyrsta sinn. „Katr- ín var þingmaður þegar hún tók að sér að sitja í dómnefndinni en varð ráðherra daginn fyrir fyrsta fund hennar,“ segir Steinunn sem er Katrínu þakklát fyrir að ætla að gefa sér tíma til að starfa með dómnefndinni. Að sögn Steinunnar hefur dóm- nefndin úr mörgum vönduðum og vel rökstuddum tilnefningum að vinna. „Fjöldi nafna hefur aldrei verið meiri en í ár því nú var minna um að fólk tæki sig saman um að tilnefna tiltekin einstakling eða samtök. Þetta er ekki kosning þannig að það hefur ekkert upp á sig þótt margir tilnefni einn.“ Forseti Íslands afhendir Sam- félagsverðlaun Fréttablaðsins við hátíðlega athöfn 5. mars. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða afhent 5. mars: Fjöldi áhugaverðra tilnefninga borist DÓMNEFND UM SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS Hildur Petersen, Elliði Vignisson, Guðjón Friðriksson, Steinunn Stefánsdóttir og Katrín Jakobsdóttir. KIRGISISTAN, AP Stjórnvöld í Kirgisistan virðast staðráðin í að bandarísku herstöðinni við Manas-flugvöll, skammt frá höf- uðborginni Bishkek, verði lokað. Herstöðin gegnir lykilhlut- verki í starfsemi Bandaríkjahers í Afganistan. Á þriðjudag skýrði Kurmanbek Bakiyev, forseti Kirgisistan, frá því að herstöð- inni yrði lokað og í gær lagði rík- isstjórn landsins fram frumvarp á þingi um lokun hennar. Bandaríkjamenn segjast þó ekki hafa fengið neina tilkynn- ingu um að herstöðinni verði lokað. Þvert á móti séu stjórn- völd beggja ríkanna að semja um framhaldsfyrirkomulag varðandi hana. - gb Manas-herstöðin í Kirgisistan: Bandarísk her- stöð í uppnámi HERSTÖÐIN Í KIRGISISTAN Bandarískur hermaður á flugvellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVEITARSTJÓRNIR Sveinn Kristins- son, bæjarfulltrúi Samfylkingar á Akranesi, sakar meirihlutann um blekkingar vegna fjárhags- áætlunar eftir að óskað var eftir 53 milljóna króna fjárveitingu vegna framkvæmda sem flytjast á milli ára. „Spurt var ítrekað um þessi verkefni og hvort þau væru inni í frumvarpi að fjárhagsáætl- un fyrir 2009 og var því játað. Nú er hins vegar ljóst að þar var ekki sagt rétt frá. Slík vinnubrögð eru með öllu ólíðandi þar sem verið er að blekkja bæjarfulltrúa með röngum upplýsingum,“ bókaði Sveinn á fundi framkvæmdaráðs bæjarins. - gar Aukafjármunir í framkvæmdir: Bæjarfulltrúi segist blekktur Kýldi mann og stórslasaði Hálfþrítugur maður hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir lík- amsárás, en hann kýldi mann í andlit í Keflavík í fyrra með þeim afleiðing- um að hann datt aftur fyrir sig, hlaut heilahristing og svöðusár á hvirfilinn sem náði inn að höfuðkúpu. Maður- inn rauf skilorð með brotinu. DÓMSTÓLAR Hálfur milljarður í skóla Mosfellsbær hefur fengið 500 milljóna króna lán frá Lánasjóði sveitarfélaga til uppbyggingar grunn- skólamannvirkja og annarra verk- efna. Til tryggingar láninu eru tekjur sveitarfélagsins. SVEITARSTJÓRNIR ALÞINGI Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum, vill að samanlögð fram- lög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka verði lækkuð um tíu prósent; úr 371,5 milljónum í 334,3 milljónir. Nemur mismun- urinn 37,2 millj- ónum. Kristinn segir í greinargerð með frumvarpi þar um að tíu prósenta lækkun á framlögum sé til sam- ræmis við lækkun framlaga til Alþingis. „Þykir nauðsynlegt að stjórnmálaflokkarnir lækki fjár- framlög úr ríkissjóði til starf- semi sinnar við þær aðstæður sem uppi eru nú í íslensku þjóðfé- lagi,“ segir í greinargerðinni. - bþs Kristinn H. Gunnarsson: Flokkarnir fái lægri framlög KRISTINN H. GUNNARSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.