Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.02.2009, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 05.02.2009, Qupperneq 56
40 5. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Valsmenn hafa ekki sagt sitt síðasta orð á leikmannamarkaðnum en í gær gengu þeir frá samningi við miðvörðinn Guðmund Viðar Mete sem leikið hefur með Keflavík. Það verður því hart barist um miðvarðastöðurnar á Hlíðarenda í sumar en þar eru fyrir Atli Sveinn Þórarinsson, Reynir Leósson, Kristján Hauks- son og Einar Marteinsson. „Ég vissi að ég gæti losnað frá Keflavík í október og við gengum frá starfslokasamningi í síðasta mánuði. Ég bý í Kópavogi og vildi finna mér lið í bænum. Ég var samt ekkert að drífa mig enda búinn að vera slæmur í mjöðminni og ekkert spilað fótbolta í vetur. Hef samt verið duglegur í ræktinni,“ sagði Guðmund- ur sem skrifaði undir eins árs samning við Valsmenn. Af hverju ákvað hann að velja Val sem hefur þegar á að skipa öflugum miðvörðum? „Góður þjálfari, flottur völlur og stuðningsmenn. Umgjörðin í sérflokki,“ sagði Guðmundur sem neitar því að laun hafi nokkuð með ákvörðun hans að gera. „Ég er ekkert með há laun. Ég vil vinna titil og mér finnst mestu möguleikarnir vera á því hjá Val. Ég óttast ekkert samkeppnina. Hún er bara af hinu góða.“ Fréttablaðið hafði í kjölfar þessa samnings samband við Will- um Þór Þórsson, þjálfara Vals, og spurði hann að því hvað hann ætlaði sér að gera með alla þessa miðverði? „Það er auðvitað hæpið að við komum þeim öllum fyrir í byrjunarlið á þessum tímapunkti. Það er samt betra að vera með fleiri en færri. Kristján Hauksson hefur verið að spila bakvörð til að mynda og gert það vel. Það eru stór skörð höggvin í okkar hóp og við erum hægt og bítandi að mynda samkeppnishæfan hóp. Það er mitt prinsipp að láta fótboltalið mótast og þróast á ákveðnum tíma. Þá verður að hafa úr fleirum að moða en bara ellefu. Ég skil samt vel að menn spyrji sig að þessu,“ sagði Willum Þór sem gerir sér vel grein fyrir því að það verði ekki allir hamingjusamir í sumar þegar kemur að því að velja í liðið. „Ég hef aldrei verið í þeim bissness að gera alla hamingjusama. Þjálfarar geta ekki stundað slík viðskipti,“ sagði Willum sem útilokar ekki að lána frá sér einhverja leikmenn. GUÐMUNDUR VIÐAR METE KOMINN Í VAL: FIMMTI MIÐVÖRÐURINN Í LEIKMANNAHÓPI VALS Þjálfarar geta ekki gert alla hamingjusama FÓTBOLTI Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson hefur skrifað undir samning við FC Vaduz til loka maí. Um er að ræða lánssamning frá HK og hvað Gunn- leifur gerir eftir þennan samning er óljóst. FC Vaduz kemur frá Liecht- enstein og er Gunnleifur þriðji Íslendingurinn sem gengur í þeirra raðir á skömmum tíma. Áður höfðu Guðmundur Steinarsson og Stefán Þórðarson samið við félagið. „Það var ýmislegt í deiglunni sem gekk því miður ekki upp. Þetta kom svo snöggt upp, eða síð- astliðinn mánudag, og gekk hratt fyrir sig. Hvað gerist í maí er svo óljóst. Ætli ég fari ekki bara til AC Milan,“ sagði Gunnleifur léttur en hann var ánægður með þessar málalyktir. „Þetta er náttúrlega í gegnum Guðmund Steinarsson. Hann gaf mér fín meðmæli og þeir hringdu svo og spurðu hvort ég hefði áhuga. Úr varð að ég verð lánaður frá HK. Ég er mjög sáttur við samninginn og þetta er vonandi byrjunin á ein- hverju meira,“ sagði Gunnleifur en honum finnst afar ánægjulegt að fá að spila reglulega á þessum tíma. Það muni hjálpa honum við að vera í sem bestu ástandi fyrir íslenska landsliðið þar sem hann er orðinn aðalmarkvörður. Gunnleifur er orðinn 33 ára gamall og er að fara út í atvinnu- mennsku í fyrsta sinn á ferlinum. „Ég hef aldrei prófað þetta áður og það er bara tilhlökkun hjá mér og fjölskyldunni. Það skemm- ir ekki fyrir að vera með tveim öðrum Íslendingum þarna,“ sagði Gunnleifur sem fór utan í morg- un. Hann mun spila sinn fyrsta leik með Vaduz á laugardag og held- ur svo til Spánar á sunnudag en íslenska landsliðið leikur vináttu- landsleik gegn Liechtenstein á La Manga á miðvikudag og þar hittir Gunnleifur eflaust nokkra af liðs- félögum sínum. „Þetta leggst allt saman mjög vel í mig. Það er spennandi að prófa þetta loksins og ég hef fulla trú á því að þetta eigi eftir að verða ánægjulegur tími. Þetta er allt mjög fínt og nú er bara að fara út og standa sig,“ sagði Gunnleif- ur Gunnleifsson, nýjasti liðsmaður FC Vaduz. henry@frettabladid.is Loksins í atvinnumennsku Hinn 33 ára gamli landsliðsmarkvörður, Gunnleifur Gunnleifsson, hefur verið lánaður til FC Vaduz frá Liechtenstein út maí. Þetta er í fyrsta skipti sem Gunn- leifur reynir fyrir sér sem atvinnumaður. Þrír Íslendingar eru því hjá FC Vaduz. ENN AÐ BÆTA SIG Gunnleifur Gunnleifsson er orðinn 33 ára gamall og hefur aldrei verið betri. Hann reynir nú loks fyrir sér í atvinnumennsku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Opið virka daga kl. 8:00 til 17:00 www.velaland.is VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 577-4500 Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti Er tímareimin komin á tíma? Fast verð hjá Vélalandi Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Verðdæmi um tímareimaskipti: Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000 Heildarverð, varahlutur og vinna: 36.507 kr. Toyota Land Cruiser 90 D4D Árgerð 2000-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 27.171 kr. Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001 Heildarverð, varahlutur og vinna: 35.988 kr. VW Golf 1,6AEE bensín Árgerð 1997-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 46.775 kr. Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutur og vinna: 38.948 kr. Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. > Prinsinn til KR? Hollenski framherjinn Prince Rajcomar gæti verið á leið til Vesturbæjarliðsins KR. Rajcomar gekk nýlega frá starfs- lokum við Breiðablik en þar fékk hann afar fá tækifæri síðastliðið sumar. Hann kom svo hingað til lands í gær til þess að ræða við KR-inga sem eru í framherjaleit enda hefur KR misst Guðjón Baldvinsson til Svíþjóðar og svo er óvíst hvort Björgólfur Takefusa spili með KR á næsta tímabili. Ekki fékkst niðurstaða í viðræðurnar í gær. Enski bikarinn Nott. Forest-Derby 2-3 1-0 Chris Cohen (2.), 2-0 Nathan Tyson, víti (14.), 2-1 Rob Hulse (27.), 2-2 Paul Green (60.), 2-3 Kris Kommons (74.) Aston Villa-Doncaster 3-1 1-0 Steve Sidwell (15.), 2-0 John Carew (19.), 2-1 Jason Price (45.), 3-1 Nathan Delfouneso (61.). Blackburn-Sunderland framlengt. 0-1 David Healy (7.), 1-1 Aaron Mokoena (37.) Everton-Liverpool framlengt. Iceland Express kvenna KR-Keflavík 78-74 (41-34) Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 21 (8 frák.), Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13 (7 stoðs.), Sigrún Ámundadóttir 11 (10 frák.), Helga Einarsdóttir 10 (11 frák., 6 stoðs.), Guðrún Ósk Ámundadóttir 10 (6 stoðs.), Gréta Guðbrandsdóttir 6, Heiðrún Kristmundsdóttir 4, Margrét Kara Sturludóttir 2. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 29 (9 frák.), Pálína Gunnlaugsdóttir 17, Bryndís Guðmunds- dóttir 7, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 6, Svava Ósk Stefánsdóttir 5 (10 frák.), Marín Rós Karlsdóttir 3, Halldóra Andrésdóttir 2, Hrönn Þorgrímsdóttir 1. Hamar-Haukar 63-72 (35-33) Stigahæstar: Lakiste Barkus 31, Julia Demirer 17 (16 frák.) - Kristrún Sigurjónsdóttir 28, Slavica Dimovska 19, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10. Snæfell-Valur 67-76 (27-38) Stigahæstar: Kristen Green 29, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15 - Ragnheiður Theodórsdóttir 15, Þórunn Bjarnadóttirr 14, Kristjana Magnúsdóttir 12, Berglind Ingvarsdóttir 12. ÚRSLIT HESTAR Fyrsta keppni í hinni árlegu Meistaradeild VÍS fer fram í Ölfushöll í kvöld. Alls fara fram sjö keppnir í Meistaradeildinni og lokakeppnin fer fram 30. apríl í Ölfushöllinni. Sjö lið taka þátt í keppninni að þessu sinni sem hefur slegið í gegn hjá hestaáhugamönnum enda taka flestir bestu knapar og gæðingar landsins þátt í móta- röðinni. - hbg Meistaradeild VÍS: Fyrsta keppni fer fram í kvöld FÓTBOLTI Adriano Galliani, fram- kvæmdastjóri AC Milan, staðfesti í gær að félagið vilji halda David Beckham út tímabilið og jafnvel kaupa hann. Galliani staðfesti enn fremur að lögfræðingar Beckhams væru í viðræðum við forráðamenn LA Galaxy, félags Beckhams, um þessi mál. „Ef Galaxy vill ræða samn- ingamál þá erum við meira en tilbúnir,“ sagði Galliani en Beck- ham hefur slegið í gegn hjá Milan – skorað tvö mörk og leikið virki- lega vel. Lánssamningur Beckhams við AC Milan rennur út 9. mars næst- komandi. - hbg Lögfræðingar Beckhams: Ræða við for- ráðamenn LA FÓTBOLTI Fjórir leikir fóru fram í ensku bikarkeppninni í gær. Stórleikurinn var á Goodison Park þar sem Everton tók á móti Liverpool. Steven Gerrard fór meiddur af velli eftir stundar- fjórðungsleik. Leikurinn var harður en lítið um færi. Hann fór í framlengingu og var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Aston Villa var ekki í vandræð- um með Doncaster og Derby átti ótrúlega endurkomu gegn Forest eftir að hafa lent tveimur mörk- um undir. - hbg Enska bikarkeppnin: Frábær endur- koma Derby BARÁTTA Marouane Fellaini og Jamie Carragher berjast hér um boltann í gær. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI KR-konur hafa verið duglegar að enda sigurgöngu liða á nýja árinu, fyrst ellefu leikja sigurgöngu Hauka í bikarnum og svo tíu leikja sigurgöngu Íslands- meistara Keflavíkur í æsispenn- andi leik í Iceland Express-deild kvenna í gær. KR skoraði 5 síð- ustu stig leiksins og vann 78-74. Hildur Sigurðardóttir, fyrir- liði KR, kórónaði góðan leik sinn með því að skora úrslitakörfuna þremur sekúndum fyrir leiks- lok en hún kom þá KR í 76-74. Keflavík tók innkast en kastaði boltanum beint út af eftir það og Guðrún Ósk Ámundadóttir gull- tryggði síðan sigurinn með því að setja niður tvö víti. Lengi vel leit út fyrir að Birna Valgarðsdóttir ætlaði sér nán- ast upp á sitt einsdæmi að vinna leikinn fyrir Keflavík en hún átti enn einn stórleikinn og skoraði 29 stig. Hildur átti eins og áður sagði mjög góðan leik en auk henn- ar var Helga Einarsdóttir gríð- arlega mikilvæg. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var öflug á báðum vallarhelmingum og Guðrún Ósk Ámundadóttir setti niður stórar körfur í lokin. Það kom ekki að sök að Margrét Kara Sturludóttir fann sig ekki og Sigrún Ámunda- dóttir, sem átti góða spretti, fékk sína fimmtu villu tæpum sex mín- útum fyrir leikslok. Birna var yfirburðamaður hjá Keflavík. Pálína Gunnlaugsdótt- ir reyndi þó sitt og skoraði meðal annars fimm stig á 27 sekúndum á lokamínútunni en það dugði þó ekki til sigurs. Liðin mætast aftur eftir ellefu daga í bikarúrslitaleiknum og ef marka má þennan forsmekk má enginn missa af þeim leik. - óój KR-konur enduðu tíu leikja sigurgöngu Keflavíkur í kvennakörfunni í gærkvöldi: Frábær auglýsing fyrir Höllina MIKILVÆG Helga Einarsdótitr kom aftur inn í KR-liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.