Fréttablaðið - 05.02.2009, Page 22
22 5. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Finnland er ekki í Atlantshafs-bandalaginu af þeirri ein-
földu ástæðu, að Finnar ákváðu
sjálfir að standa utan bandalags-
ins. Ef þeir óskuðu nú eftir aðild,
yrði þeim vafalaust hleypt inn án
tafar. Sama máli gegnir um Svía,
Svisslendinga og Íra. Þessar þjóð-
ir ákváðu á sínum tíma að standa
utan Nató, hver á sínum eigin for-
sendum. Nató er heimili þessara
þjóða í þeim hversdagsskilningi,
að heimili manns er staðurinn,
þar sem verður að hleypa honum
inn.
Hvers vegna kusu Finnar að
gerast ekki stofnaðilar að Nató
1949 eins og Danir, Íslending-
ar og Norðmenn? Finnum þótti
hyggilegt að halda sig utan við
Nató vegna nábýlisins við Rússa
og í ljósi sögunnar. Finnar töp-
uðu vetrarstríðinu 1939-40 fyrir
Rússum með miklu mannfalli
(19.000 manns) og neyddust til
að láta af hendi 42.000 ferkíló-
metra af landi sínu; þetta land,
Karelíu, hefur Finnum ekki tek-
izt að endurheimta. Karelar búa
nú við miklu lakari kjör en þeir
myndu búa við, ef Karelía væri
ennþá hluti Finnlands. Finnar
voru í reynd dyggir bandamenn
vesturveldanna og gengu ásamt
Svíum og Austurríkismönnum
í Evrópusambandið við fyrstu
hentugleika 1994, skömmu eftir
hrun Sovétríkjanna. Svíar kusu
líkt og Finnar að standa utan við
Nató og sögðust vera hlutlausir í
kalda stríðinu, en voru það ekki:
byssukjaftarnir þeirra sneru
allir í austur, þótt kjaftar margra
sænskra stjórnmálamanna vissu
í vestur. Írar voru ekki í Nató
vegna þess, að þeir gátu ekki
hugsað sér að vera þar með Bret-
um, en þeir gengu samt í ESB
1986, þótt Bretar væru þar fyrir.
Af því má ráða hagsbæturnar, og
þá á ég ekki við styrkina, held-
ur félagsskapinn, aðhaldið og
agann, sem Írar töldu sig með
réttu geta sótt til ESB. Svisslend-
ingar lýstu sig hlutlausa í utan-
ríkismálum, en ekki innanrík-
ismálum, enda bjuggu þeir við
lýðræði og markaðsbúskap líkt
og þjóðirnar í kring. Aðild Sviss
að Nató kom því ekki til greina,
og Svisslendingar gerðust ekki
aðilar að Sameinuðu þjóðunum
fyrr en 2002.
Nató færist nær Rússlandi
Eftir hrun Sovétríkjanna 1991
ákváðu Pólland, Tékkland og
Ungverjaland að ganga í Nató.
Þar var þeim tekið tveim hönd-
um, og 1999 voru þessi Evrópu-
lönd komin aftur í þann gamla
félagsskap, sem leppstjórnir
Rússa höfðu hrifið þau úr eftir
síðari heimsstyrjöldina. Það þótti
Rússum slæmt, en þeir fengu
ekki rönd við reist. Nató var þó
ekki enn komið alla leið upp að
landamærum Rússlands, því að
Pólland, Tékkland og Ungverja-
land eiga hvergi landamæri að
Rússlandi. Skömmu síðar, 2002,
voru Rússum líkt og í skaðabóta-
skyni tryggð formleg tengsl við
Nató með tillögurétti án atkvæð-
isréttar á vettvangi Nató-Rúss-
landsráðsins.
Næst gerðist það, að Eistland,
Lettland, Litháen, Búlgaría,
Rúmenía, Slóvenía og Slóvakía
gengu í Nató 2004. Nú var Nató
komið alla leið að landamærum
Rússlands, því að Eistland og
Lettland liggja að Rússlandi.
Þrjú lönd liggja milli hinna nýju
Nató-landanna og Rússlands:
Hvíta-Rússland, sem er frum-
stætt einræðisríki eins og áður
og gæti átt eftir að sameinast
Rússlandi, Moldavía, fátækasta
land Evrópu, og Úkraína, þar
sem búa 46 milljónir manns.
Úkraína er klofin í tvær fylking-
ar. Önnur fylkingin vill ganga í
Nató og ESB, en hin vill heldur
halla sér að Rússum og virðist
nú sækja í sig veðrið. Svipað-
ur ágreiningur er uppi í Georg-
íu, sem liggur að Rússlandi eins
og Úkraína. Ríkisstjórn Georg-
íu sækist eftir aðild að Nató án
tafar og einnig að ESB. Hefði
Georgía verið komin inn í Nató,
þegar Rússar réðust þangað inn
fyrir nokkru, hefði innrás Rússa
jafngilt árás á Ísland og önnur
aðildarríki samkvæmt stofnsátt-
mála Nató, óháð aðdraganda inn-
rásarinnar. Hefðum við viljað
það?
Hver á að gæta bróður þíns?
Bandaríkjastjórn hefur hug á að
hleypa bæði Georgíu og Úkra-
ínu inn í Nató í fyllingu tímans og
ábyrgjast varnir þeirra, þar eð
ríkisstjórnir beggja landa hafa
óskað inngöngu. Evrópuríkin í
Nató hika þó mörg við að hleypa
þeim inn. Hikið er skiljanlegt.
Undir efanum býr öðrum þræði
tillitssemi Frakka, Þjóðverja og
annarra við Rússa, sem hryllir
við tilhugsuninni um fleiri Nató-
ríki við landamæri Rússlands og
það jafnvel í Kákasusfjöllum, þar
sem allt logar í ófriði. Georgía
er gömul púðurtunna. Finnland
væri annar handleggur.
Stækkun NATO
UtanríkismálÍ DAG |
ÞORVALDUR GYLFASON
UMRÆÐAN
Jónas Fr. Jónsson skrifar um hlut-
verk Fjármálaeftirlitsins
Á síðustu vikum hefur því verið hent á lofti að Fjármálaeftirlitið hafi
„leyft“ bönkunum að verða of stórir og
verið í „hinu liðinu“. Þessu hefur verið
svarað, en einhliða umfjöllun fjölmiðla
veitir útskýringum litla athygli.
Fjármálaeftirlitið hefur það hlut-
verk að gæta þess að eftirlitsskyldir
aðilar starfi samkvæmt lögum. Heimildir þess
til inngripa byggja á því að reglur séu brotnar.
Ákvörðun um stækkun fyrirtækja, t.d. með kaup-
um á dótturfélögum, er rekstrarleg ákvörðun
sem tekin er af stjórnendum fyrirtækjanna og á
þeirra ábyrgð. Ef stækkunin samrýmist lögum
getur Fjármálaeftirlitið ekki bannað slíkt eftir
geðþótta. Það er hvorki hlutverk þess að hvetja né
hefta vöxt fyrirtækja. Ef setja ætti takmarkanir
við slíkum vexti þyrfti að setja sérstakar laga-
heimildir, sem gæti reynst erfitt vegna ákvæða
EES-samningsins. Einnig þyrfti að skoða úrræði
Seðlabankans sem fer með eftirlit á heildar-
áhrifum af fjármálastarfsemi í hagkerfinu, þ.e.
að stuðla að virku og öruggu fjármála-
kerfi.
Bankarnir stækkuðu hlutfallslega
mest á árunum 2004 og 2005, einkum
með kaupum á erlendum fyrirtækjum.
Á hvoru ári, tvöfaldaðist stærð bank-
anna. Á þessum tíma kallaði þessi vöxt-
ur ekki á miklar athugasemdir í samfé-
laginu. Þvert á móti var það markmið
stjórnmálamanna að stuðla að vexti og
viðgengi fjármálageirans, m.a. að gera
Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð.
Eftir að lausafjárkrísan skall á um
mitt ár 2007, stækkaði enginn af bönkunum þrem-
ur með kaupum á dótturfélögum erlendis. Stærstu
kaupin á erlendu fjármálafyrirtæki gengu til baka,
en það voru kaup Kaupþings á hollenska bankan-
um NIBC. Hefðu þau kaup gengið eftir hefði fjár-
málakerfið orðið 25% stærra.
Eftirlitsstofnanir eins og Fjármálaeftirlitið eiga
að starfa af fagmennsku, hlutleysi og innan laga-
heimilda. Það á hvorki að vera með eða á móti
þeim aðilum sem það hefur eftirlit með. Skilaboð
um annað fela í sér afturhvarf frá málefnalegri
stjórnsýslu og innleiðingu geðþóttavalds.
Höfundur er fráfarandi
forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Í hinu liðinu
JÓNAS FR. JÓNSSON
B
úsáhaldabyltingin ýfði nokkuð umræðuna um Alþingi
og stöðu þess gagnvart framkvæmdarvaldinu. Í öllum
stjórnmálaflokkum endurómuðu þau viðhorf að staða
framkvæmdarvaldsins gagnvart Alþingi væri of sterk.
Ýmsir töldu að þar mætti jafnvel finna rætur þess
vanda sem þjóðin stendur nú andspænis.
Að vísu er villandi að tala um valdahlutföll milli löggjafarvalds
og framkvæmdarvalds. Grundvöllur þingræðisreglunnar er sá að
meirihluti Alþingis á hverjum tíma er einráður um framkvæmd-
arvaldið. Vandinn er sá að stjórnarandstaðan hefur lengi verið í
veikri stöðu gagnvart meirihlutanum á Alþingi.
Sterk tök Alþingis á framkvæmdarvaldinu hafa vissulega gert
minna úr aðhaldshlutverki þingsins. Ein af gömlum venjum fram-
kvæmdarvaldsmeirihlutans á Alþingi er að kjósa forseta Alþingis
úr sínum röðum. Þetta var sterklega gagnrýnt í búsáhaldabylt-
ingunni. Því hefur verið haldið fram að þessi skipan auðveldi
framkvæmdarvaldsmeirihlutanum að keyra mál í gegnum þingið
án þess að stjórnarandstaðan geti veitt nauðsynlegt aðhald. Satt
best að segja er nokkuð til í því.
Í þessu ljósi vekur það nokkra athygli að nýi framkvæmdar-
valdsmeirihlutinn á Alþingi ákvað að víkja þingforsetanum, sem
kjörinn var til loka kjörtímabilsins, frá til að koma eigin manni
að. Ólíklegt er að umræða síðustu vikna hafi ekki náð eyrum
þeirra sem þessu réðu. En af þessu má draga þá ályktun að hún
hafi ekki rist djúpt í hugum þeirra.
Framsóknarflokkurinn hefur gengið lengra en aðrir flokk-
ar í umræðu um aðskilnað löggjafar- og framkvæmdarvalds.
Af þeim sökum kemur nokkuð á óvart að hann skuli í kjölfar
umræðunnar taka þátt í þingforsetakjöri framkvæmdarvaldsins
nú. Þetta bendir einnig til að Framsóknarflokkurinn hafi í reynd
tekið meiri ábyrgð á ríkisstjórninni en að verja hana falli og taka
afstöðu til einstakra mála eftir efni þeirra.
Hvalveiðimálið er annað dæmi um að nýju framkvæmdarvalds-
hafarnir virðast ekki hafa tekið til sín að virða beri þingræðis-
regluna betur en gert var í tíð gömlu valdhafanna. Í því máli ligg-
ur fyrir ályktun Alþingis og skýr meirihluti á sitjandi þingi. Eigi
að síður sendir nýr sjávarútvegsráðherra út viðvörun um að ekki
sé sjálfgefið að framkvæmdarvaldið ætli að virða þingræðið.
Fáum blandast lengur hugur um nauðsyn þess að ljúka heildar-
endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ein af stóru spurningunum sem
þar þarf að glíma við er gleggri aðgreining valdþáttanna. Önnur
stór spurning lýtur að því einu hvernig á að standa að breytingum
á stjórnarskránni.
Ekki er fullkomlega ljóst hvaða stjórnarskrárbreytingar ríkis-
stjórnin ætlar að setja fram og afgreiða fyrir vorið. Sumar þeirra
geta verið einfaldar. Aðrar eru flóknar og geta haft mikil efna-
hagsleg áhrif og kalla á yfirvegað mat og ítarlega umræðu.
Af yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar að dæma sýnast áform
hennar vera þau að keyra stjórnarskrárbreytingar í gegnum þing-
ið án þess að horfa til þessarar aðgreiningar. Það lýsir takmörk-
uðum skilningi á hlutverki Alþingis og gildi þess að minnihlutinn
geti veitt stjórnarmeirihlutanum eðlilegt aðhald.
Búsáhaldabyltingin leiddi til stjórnarskipta. Hún sýnist á hinn
bóginn ekki hafa haft teljandi áhrif á hugarheim framkvæmdar-
valdshafanna þó að þar sitji nú nýtt fólk.
Umræðan um framkvæmdarvaldið og Alþingi:
Ristir grunnt
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Til varnar Sturlu
Guðbjartur Hannesson var kjörinn for-
seti Alþingis í gær, við mikla óánægju
sjálfstæðismanna. Geir H. Haarde
sagði þetta lýsa „takmarkalausri
valdagræðgi“ Samfylkingarinnar og
talaði um aðför að Sturlu Böðvars-
syni, sem hefði staðið sig vel í starfi
forseta. Þetta þykir Sturlu eflaust vænt
um að heyra og líklega þykir honum
heldur verra að vera ekki lengur for-
seti Alþingis. En hvort ætli honum
hafi sárnað meira: a) að vera
skipt út sem forseta þingsins
af nýrri ríkisstjórn skipaðri pól-
itískum andstæðingum sínum?
eða b) þegar flokksbræður
hans spörkuðu honum úr
ráðherraliðinu eftir síðustu
alþingiskosningar?
Regla eða undantekning?
Það er engin nýlunda að skipt sé
um forseta Alþingis eftir að ríkis-
stjórn springur á miðju kjörtíma-
bili. Guðrún Helgadóttir tók við af
Þorvaldi Garðari Kristjánssyni eftir að
ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sprakk
árið 1988; Oddur Ólafsson tók við af
Gils Guðmundssyni þegar ríkisstjórn
Ólafs Jóhannessonar sprakk 1979;
Gylfi Þ. Gíslason tók við af Eysteini
Jónssyni þegar stjórnin sprakk
1974 og Jón Pálmason tók við
af Emil Jónssyni 1958, svo nokkur
dæmi séu nefnd. „Takmarkalausa
valda græðgin“ sem
Geir Haarde talar
um virðist því
vera regla en ekki
undantekning.
Kristinn úr kuldanum?
Umræður um stefnu ríkisstjórnar-
innar fóru fram á Alþingi í gærkvöldi.
Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir
þar sem jafn margir þingmenn frá
hverjum þingflokki flytja framsögur.
Athygli vakti að Kristinn H. Gunnars-
son var einn af ræðumönnum Frjáls-
lynda flokksins. Kristinn hefur sem
kunnugt er verið upp á kant við aðra
þingmenn flokksins og úti í kuldan-
um á þingflokksfundum.
Ætli þetta sé til marks um
sættir í flokknum?
bergsteinn@frettabladid.is
Sæktu
um núna
á n1.is
-5kr. / -15%