Fréttablaðið - 05.02.2009, Side 33

Fréttablaðið - 05.02.2009, Side 33
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 5 Tónleikar Óperukórsins í Reykjavík sem haldnir verða sunnudaginn 8. febrúar verða nokkurs konar ættarmót Cortes- fjölskyldunnar. Þar fer fremstur Garð- ar Cortes sem hefur stjórnað kórnum frá því hann stofnaði hann árið 1973. Þá syngja synir hans tveir, þeir Garðar Thór Cortes tenór og Aron Axel Cortes baritón með kórnum. Á dagskránni eru tvö verk eftir Gi- acomo Puccini en í lok síðasta árs voru 150 ár liðin frá fæðingu hans. Verkin eru Messa di Gloria sem Puccini samdi átján ára gamall og Requiem sem samið var seint á árinu 1904 til að minnast þess að fjögur ár voru liðin frá láti tón- skáldsins Giuseppe Verdi. Ekki er vitað til að Requiem Puccini hafi áður verið flutt hér á landi. Tónleikarnir verða í Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti í Reykjavík og hefjast klukkan 17. Miðaverð er 2.500 krónur og eru miðar seldir á midi.is og við inn- ganginn. - sg veljum íslenskt ● fréttablaðið ● Bræðurnir Aron Axel og Garðar Thór Cortes syngja verk eftir Puccini. Cortes-bræður syngja með Óperukórnum Tónlistarhópurinn Trúbatrixur stendur fyrir tónleikum á Paddys í Reykjanesbæ í kvöld. Hópurinn fagnar þeirri grósku sem nú á sér stað meðal íslenskra tónlistarkvenna og eftir röð tón- leika í vetur á Café Rósenberg verður nú troðið upp í Keflavík. Meðal þeirra sem fram koma eru Frumpets, Nanna, Aðalheiður / Girl in a dark room, Heiða Eiríks, Myrra, Elíza Newman, Ragga og Emma og Fríða Dís. Allar flytja konurnar frum- samið efni svo eftir miklu er að sækja fyrir unnendur íslenskr- ar tónlistar. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 20 í kvöld á Paddys, Hafnargötu 38 og er aðgangur ókeypis. Vefsíða Trúbatrix er www. myspace.com/trubatrix. - rat Trúbatrixur í Keflavík í kvöld Elíza Geirsdóttir Newman verður meðal þeirra sem koma fram á Paddys í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdag- ar verður haldin á tímabilinu 6. til 13. febrúar næstkomandi. Hátíðin hefur verið haldin frá árinu 1980. Að tónlistarhátíðinni stendur Tón- skáldafélag Íslands í samstarfi við tónlistarfólk og -hópa með það að markmiði að koma á framfæri nýrri íslenskri samtímatónlist, sem og annari áhugaverðri tónlist hvaðanæva úr heiminum. Myrkir músíkdagar eru vett- vangur fyrir fjölbreytta þróun í tónlist sem átt hefur sér stað á undanförnum áratugum. Ár frá ári hefur hátíðin stækkað og úrvalið aukist. Margt af helsta tónlistar- fólki landsins tekur þátt í hátíðinni en opinber heimasíða hátíðarinn- ar er www.listir.is/myrkir. Þar má fræðast nánar um dagskrá, flytj- endur og tónskáld. - hs Myrkir músík- dagar í febrúar Kjartan Ólafsson, formaður Tónskálda- félags Íslands, hlakkar til hátíðarinnar. MYND/EINAR ÓLASON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.