Fréttablaðið - 05.02.2009, Síða 48

Fréttablaðið - 05.02.2009, Síða 48
32 5. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson „Ég get nú ekki sagt að Idol hafi hjálpað mér mikið. Ég þurfti eigin- lega að vinna mig út úr því. Menn komu til mín steinhissa eftir gigg og sögðu: Þetta var helvíti gott hjá þér, varst þú ekki í Idol? Eftir Idol gerðu eiginlega allir þær kröfur til manns að maður væri alveg vonlaus,“ segir Ingó í Veðurguðunum. Ingó vakti athygli á sér í þriðju syrpu Idol keppninnar og varð sjötti enda „hálf óöruggur í sjónvarpinu“ að eigin sögn. Hann kom sér svo sjálfur á kortið með því að semja og syngja sumarsmell síðasta árs, „Bahama“. „Það gekk ekkert hjá mér að fá athygli hjá útgáfunum eftir Idol þótt ég væri með fullt af frumsömdu efni. En eftir „Bahama“ eru allir orðnir vinir manns og hringja þrisvar á dag til að reyna að gefa út plötu með manni. Í útlönd- um eru umboðsskrifstofur í því að reyna að uppgötva listamenn áður en þeir verða vinsælir, en þessu er alveg öfugt farið hér.“ Ingó og Veðurguðirnir hafa hamrað járnið eftir „Bahama“. Fyrst kom lagið „Drífa“ og fyrir tveimur vikum kom nýtt lag, „Vin- urinn“ – „Það er dálítið öðruvísi en hin lögin, fyrir annan markhóp virðist vera. Allavega kom einn fimmtugur til mín hérna á Selfossi og sagði að þetta væri besta lagið okkar. Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um það. Þetta er þorra- smellurinn í ár, enda í E-moll. Mjög þjóðlegt,“ segir Ingó. Hann segir hljómsveitina nú íhuga alvarlega að gefa út fyrstu stóru plötuna sína í sumar. „Jú það er líklegt, ég get nánast lofað því að það komi plata. Ég á allavega bunka af lögum, mjög ólíkum reyndar, alls konar stílar. Það eru samt allir voða bissí. Við spilum mikið, menn eru að vinna, í skóla og ég í fót- boltanum. En við látum þetta ekk- ert stoppa okkur. Þetta endar með plötu!“ - drg Veðurguðirnir enda með plötu MEÐ ÞORRASMELLINN Í ÁR Ingó segir fyrstu plötu Veðurguðanna líklega koma í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Weirdcore er nafn á raftónlistarkvöldum sem hafa verið haldin í Reykja- vík nokkuð reglulega síðustu misseri. Flestir af fremstu raftónlist- armönnum Íslands hafa spilað á kvöldunum og í kring um þau hefur skapast góð stemning. Seint á síðasta ári settu aðstandendur Weirdcore- kvöldanna saman safnplötu sem fólk getur halað niður ókeypis á slóð- inni www.weirdcore.com. Á plötunni eru ellefu lög með Agzilla, Anon- ymous, Biogen, Bix, Dr. Mister, The Early Exploits of Tras Taylor, Frank Murder, Plastik, Ruxpin, Skurken og Tonik. Þetta er öflug safnplata og það kemur í raun á óvart hvað gæðastandardinn er hár á henni. Þetta er greinilega ekkert afgangs- efni. Platan er fjölbreytt. Biogen og Agzilla eru einna harðastir, Dr. Mister kemur sterkur inn með dub- skotið töffarastykki og hágæða- listamenn eins og Anonymous, Bix, Frank Murder og Ruxpin klikka ekki hér frekar en fyrri daginn. Það hefur farið frekar lítið fyrir útgáfu á raftónlist hér á landi frá því að Thule-útgáfan lagði upp laupana. Þær útgáfur hafa alltént farið mjög hljótt. Maður þarf hins vegar ekki að eyða miklum tíma á MySpace til að komast að því að það er enn fullt af íslenskum tónlistar- mönnum að búa til raftónlist. Frumsýning kvikmyndarinnar Rafmögn- uð Reykjavík í haust hleypti smá blóði í raftónlistarsenuna og Weirdcore- safnplatan er annað jákvætt merki. Vonandi fáum við meira að heyra á næstunni. Það þarf svo auðvitað ekki að taka það fram að Weirdcore-safnplat- an er frábær kostur í kreppunni. Tæpur klukkutími af flottri tónlist fyrir ekki neitt. Ég segi takk fyrir mig. Gæðaútgáfa sem kostar ekki krónu GÓÐ GJÖF Margir af fremstu raftónlistar- mönnum landsins eiga efni á Weirdcore- safninu sem hala má niður af netinu án endurgjalds. Akureyrski tónlistarmaðurinn Rúnar Eff gaf nýverið út sína fyrstu smáskífu í Danmörku. Á henni er Aha-lagið Take on Me og You, sem bæði eru á fyrstu sóló- plötu hans Farg. „Ég veit að þetta er farið í útvarpsspilun á einhverri af stóru stöðvunum,“ segir Rúnar Eff. „Ég er með konu sem sér um öll svona mál úti og hún er alla vega nokkuð bjartsýn.“ Rúnar sló í gegn í Danmörku í lok síðasta árs þegar hann tók þátt í raunveruleikaþættinum All Stars. Þá opnuðust honum ýmsar dyr og skrifaði hann meðal ann- ars undir dreifingarsamning í Danmörku. Fyrr í mánuðinum átti hann svo að fara í viðtal í sjónvarpsþættinum Go´Aften Danmark á TV2 á sama tíma og smáskífan kæmi út. Viðtalið var aftur á móti flautað af þegar sending með smáskífunum tafðist í tollinum í heila fimm daga. „Svo kom þetta ekki fyrr en daginn sem ég var að fara heim. Þetta verður að bíða betri tíma,“ segir Rúnar og játar að vera örlítið svekktur enda átti hann einnig að mæta í þáttinn í desember. Ekkert varð af því vegna góðs árangurs danska kvennalandsliðsins í handbolta á sama tíma. Rúnar fær góða heimsókn á næstunni því sænski tónlistar- maðurinn Pontus Stenqvist, sem hann kynntist úti í Danmörku, ætlar að líta við. Þeir félagar ætla að dunda sér við lagasmíðar og einnig halda tónleika. Hafa þeir þegar bókað sig á Akur- eyri 28. febrúar. - fb Gaf út smáskífu í Danmörku RÚNAR EFF Tónlistarmað- urinn Rúnar Eff gaf nýlega út sína fyrstu smáskífu í Danmörku. Þriðja „Songfushion-ið“ er fyrirhugað á Hótel Glym í október. Lagabræðingurinn hefur spurst vel út og mikill áhugi er fyrir næsta lagahöfundamóti. For- sprakkar mótsins segja frábært að sjá hugmyndina blómstra eftir alla vinnuna sem þeir hafa lagt í það. „Ég kom hingað árið 1994 til að vinna við bíómyndina Viking Saga. Ég hélt ég yrði í tvær vikur en varð svo heilluð af landinu að ég var í hálft ár. Á fertugsafmæl- inu mínu skipulagði Gaui litli, sem ég hafði kynnst við kvikmynda- gerðina, veislu á Hótel Glym í Hvalfirði og þá fékk ég þá hug- mynd að gaman væri að gera eitt- hvað menningartengt þar.“ Hér talar Ginny Graham, annar for- sprakki „Songfushion“ sem tvisv- ar hefur verið haldið á Hótel Glym í Hvalfirði. Hinn forsprakkinn er Chesney Hawkes. Chesney söng lagið „The One and Only“ eftir Nik Kershaw, en lagið var í kvikmynd- inni Buddy‘s Song sem Chesney lék aðalhlutverkið í. Nik var ein- mitt einn þátttakendanna í fyrra. Ginny fékk Chesney með sér í verkefnið því þau búa við sömu götuna í úthverfi í London. „Umhverfið í Hvalfirði er nátt- úrulega svakalega hvetjandi. Maður þarf ekki nema líta út um gluggann til að langa til að semja lög,“ segir Chesney. „Nik kallaði mótið „speed-dating“ með gítur- um og það lýsir því ágætlega. Við erum að koma saman lagahöfund- um, bæði frægum og samnings- bundnum og algjörlega óþekktum, og etja þeim út í að prófa nýjar aðferðir og hugmyndir. Umhverf- ið og stemningin á Íslandi er svo það sem til þarf svo að allt gangi upp.“ Á síðustu mótum hafa íslenskir tónlistarmenn verið um þriðjung- ur mótsgesta, Fólk eins og Gummi í Sálinni, Magnús Þór, Dísa og Sverrir Bergmann hafa samið með lagahöfundum eins og Michael Jay og CJ Vanstone. Báðir eru Óskars- og Grammy-tilnefndir lagahöfund- ar í Los Angeles sem hafa samið lög fyrir alls konar poppstjörn- ur. „Allir læra eitthvað nýtt og nýjar víddir opnast,“ segir Ginny. „Þú myndir ekki trúa því hversu margir hafa sagt mótið og Íslands- dvölina hafa breytt lífi þeirra.“ Þriðji bræðingurinn fer fram í október og þau Ginny og Chesney segja gríðarlegan áhuga fyrir mót- inu. „Við höfum lagt hörkuvinnu í þetta og það er gaman að sjá dæmið blónmstra,“ segir Ginny. Hún segir viðræður við ýmsa heimsfræga snillinga standa yfir þótt enn sé of snemmt að segja til um hvaða lagahöfundar leggi leið sína í Hvalfjörðinn í haust. Einn af þeim sem ku vera orðinn verulega heitur fyrir Íslandsferð er enginn annar en Robin Gibb í Bee Gees. drgunni@frettabladid.is Þriðja Songfushion-ið í Hvalfirði í október: Speed-dating með gíturum ÞARF BARA AÐ LÍTA ÚT UM GLUGGANN Ginny og Chesney standa fyrir þriðja Laga- bræðingnum í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > Í SPILARANUM Jóhann Jóhannsson - Fordlandia Morrissey - Years of Refusal Animal Collective - Merriweather Post Pavilion Antony and the Johnsons - The Crying Light Lily Allen - The Fear LILY ALLENJÓHANN JÓHANNSSON Bob Justman - Happiness & Woe ✮✮✮ Það vantar herslumuninn, kannski af því að þrátt fyrir augljósa hæfi- leika og mikinn metnaðhefur Bob enn ekki tekist að búa til sinn eigin hljóm.“ - TJ PLATA VIKUNNAR föstudagur Allt sem þú þarft föstudagur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.