Fréttablaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 62
46 5. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Guðbjartur Hannesson 2 Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum 3 Þröstur Ólafsson MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. blikk, 6. rykkorn, 8. pása, 9. þukl, 11. utan, 12. eftirsjá, 14. ríki, 16. guð, 17. stykki, 18. kærleikur, 20. tveir eins, 21. högg. LÓÐRÉTT 1. verkfæri, 3. eftir hádegi, 4. hnött, 5. stjórnarumdæmi, 7. leita ráða, 10. leyfi, 13. þangað til, 15. engi, 16. farvegur, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. depl, 6. ar, 8. hlé, 9. káf, 11. án, 12. iðrun, 14. gínea, 16. ra, 17. stk, 18. ást, 20. uu, 21. stuð. LÓÐRÉTT: 1. haki, 3. eh, 4. plánetu, 5. lén, 7. ráðgast, 10. frí, 13. uns, 15. akur, 16. rás, 19. tu. „Ég fæ mér alltaf smoothie. Ég blanda saman ávaxtasafa, helst lífrænum og hreinum, ávöxtum, sojamjólk eða hrísmjólk og hör- fræolíu eða lífrænni kókosolíu. Síðan set ég með grænt duft (thyto food). Ef morgunmatur- inn þarf að endast extra lengi set ég líka próteinduft.“ Auður Ingibjörg Konráðsdóttir mat- reiðslumaður. Minningartónleikar um Rúnar Júlíusson verða haldnir í Laug- ardalshöllinni 2. maí. Synir Rún- ars, þeir Baldur og Júlíus, sjá um skipulagninguna í samvinnu við Bravo. Flestir forkólfar íslenskr- ar dægurlagamenningar hafa boðað komu sína. „Lögin sem pabbi kom nálægt verða auðvitað í forgrunni,“ segir Baldur. „Við höfum úr stórum lagalista að moða. Við erum ekki alveg búnir að telja þetta saman en mér sýnist lögin sem pabbi skildi eftir sig á plötum vera ein- hvers staðar á milli þrjú til fjög- ur hundruð. Við erum að setja saman dagskrá kvöldsins í þess- um töluðu orðum. Það gengur vel. Allir sem við höfum kallað til eru mjög velviljaðir og spenntir fyrir verkefninu.“ Tónleikarnir verða stjörnum prýddir. Páll Óskar, Sálin hans Jóns míns, Hjálmar, KK, Krummi, Jóhann Helgason, Björgvin Hall- dórsson, Bjartmar Guðlaugsson, Áhöfnin á Halastjörnunni, Heiða, Helgi Björns, Lifun og Deep Jimi & The Zep Creams hafa staðfest þátttöku og stórfjölskyldan; synir, barnabörn og María Baldurs munu birtast á sviðinu. Þá munu flest böndin sem Rúnar spilaði með koma fram. Búast má við Hljómum og GCD en Baldur segir ekki enn fullfrá- gengið hver „verði Rúnar“ í þess- um hljómsveitum – „Við erum að velta ýmsum möguleikum fyrir okkur. Í sumum tilfellum þurfa ef til vill fleiri en einn að leysa hann af, bassaleikari og söngv- ari, eða söngvarar,“ segir hann. Trúbrot kemur einnig fram þótt aðeins Gunnar Þórðarson, Magn- ús Kjartansson og Shady Owens séu lifandi af upprunalegu með- limunum. Hin vandfylltu skörð verða fyllt af toppfólki, lofar Baldur. Ráðgert er að hefja miðasölu í mars. - drg Minningartónleikar um Rúnar LANDSLIÐIÐ HEIÐRAR RÚNAR Á stórtón- leikum í Laugardalshöllinni 2. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Tónlistarmaðurinn Morrissey situr ásamt hljómsveit sinni nak- inn fyrir innan í umslagi nýjustu smáskífu sinnar, I´m Throwing My Arms Around Paris. Blaðamaður breska dagblaðsins The Guardian segir ljósmyndina smekklausa með öllu og telur að Morrissey hefði betur leitað til ljósmyndarans sem tók myndirn- ar á plötukápu Sigur Rósar, Með suð í eyrum við spilum enda- laust. „Hefur Morrissey tapað sínum listræna smekk? Eða þarf bara að ýta honum lítillega í rétta átt? Ef svo er get ég bent honum á frá- bæra ljósmynd Ryans McGin- ley sem var notuð með góðum árangri á umslagi nýjustu plötu Sigur Rósar. Ef þú vilt feta þessa slóð er þetta hárrétta aðferðin til að sýna nakta karlmenn á plötu- umslagi,“ sagði hann. Blaðamaðurinn, sem hing- að til hefur hrifist mjög af plötuumslögum Morrissey, er ekki skemmt og heldur áfram: „Sá dagur þegar maðurinn, sem eitt sinn var leiðandi í gerð smekklegra plötuumslaga, leit- aði innblásturs til Red Hot Chili Peppers er dagurinn sem tónlist- in dó. Eða að minnsta kosti fékk hún sér vænan blund með hjálp svefnlyfja.“ Morrissey átti að herma eftir Sigur Rós MEÐ SUÐ Í EYRUM Morrissey hefði átt að taka Sigur Rós sér til fyrirmyndar í sinni listrænu sköpun, að mati blaða- mannsins. NAKIN HLJÓMSVEIT Morrissey og félagar hylja sitt allra heilagasta með lítilli hljóm- plötu á hinni umdeildu ljósmynd. „Ég hef reifað þessi mál við Guðna [Ágústsson fyrrum formann Fram- sóknarflokksins] og hann tók mjög vel í þetta. Ég hefði viljað hafa hann í forsvari fyrir flokkinn en Guðni vill draga sig í hlé. Það er sárt. Guðni er góður stjórnmála- maður en hafði vit á því að koma sér út af þingi áður en allt hrundi,“ segir Sævar Ciesielski sem stefnir á að taka fyrsta sæti á lista Fram- sóknarflokksins á Suðurlandi í komandi alþingiskosningum. Eða Austurlandi. Fer eftir því hvernig málin leggjast. Nýtt fólk streymir nú í Fram- sóknarflokkinn: Guðmundur Stein- grímsson yfirgaf Samfylkinguna til að ganga til liðs við Framsókn- arflokkinn. Jónína Benediktsdóttir heilsuræktarfrömuður hefur hvatt fólk til að ganga til liðs við endur- reistan Framsóknarflokk og Frétta- blaðið greindi nýverið frá því að Þráinn Bertelsson stefndi ótrauð- ur á að taka fyrsta sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæm- anna. Nú bætist Sævar í hópinn, úr óvæntri átt en þekktastur er hann fyrir að vera einn sakborninga í einhverju þekktasta máli íslenskrar réttarfarssögu: Geirfinnsmálinu. Á Suðurlandi hefur Guðni farið fyrir litríkum flokki manna á borð við Bjarna Harðarson og Ísólf Gylfa Pálmason. Sævar á ættir að rekja til Suðurlands, á tengsl við flokk- inn og segist reyndar æskuvinur Guðna. „Afi, Guðjón Ólafsson, er einn stofnenda Framsóknarflokks- ins. Ég er fæddur á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu. Meðan afi og Ágúst á Brúnastöð- um voru inni í bæ að ræða pólitík lékum við Guðni okkur úti í hlöðu. Vorum góðir vinir.“ Sævar mokaði flórinn sem strák- ur. Nú þarf að moka út og skapa nýtt afl. „Þetta nýja afl verður kjörorð framsóknarmanna í nýjum kosningum. Við munum leiða nýja ríkisstjórn eftir næstu kosningar.“ Helstu mál Sævars eru að standa vörð um þá sem minnst mega sín í samfélaginu. Og honum eru mál- efni íslenskra námsmanna hug- leikin og segist sækja stuðning þangað. „Ég styð íslenska náms- menn og þeir mig því ég er hugs- andi maður.“ Formaður flokksins, Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson, er auðvit- að ánægður með þennan nýja liðs- mann. „Mér líst best á að sem allra flestir gangi til liðs við flokkinn og þetta sem Sævar er að leggja til málanna – eins og þú hefur það eftir – er í mínum anda. En hvað varðar sæti á lista er ákveðið á hverjum stað um sig. Ég tek ekki ákvörðun um það hverjir eru í framboði.“ Sig- mundur hefur síður en svo nokkuð á móti því að litríkir menn gangi til liðs við Framsóknarflokkinn. „Þá er minni hætta á að menn festist í einni hugsun og einni leið að mark- miðinu: betra samfélag. Nýtt Ísland og allt það.“ jakob@frettabladid.is SIGMUNDUR DAVÍÐ : FAGNAR KOMU SÆVARS CIESIELSKI Í FLOKKINN Æskuvinur Guðna stefnir á fyrsta sæti á Suðurlandi SÆVAR CIESIELSKI Lék sér í hlöðunni sem strákur með Guðna Ágústssyni og ætlar nú að taka við kyndlinum af æskufélaga sínum og stefnir á að fara fyrir framsóknar- mönnum á Suðurlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sjónvarpsstjörnurnar Beggi og Pacas eru með samrýndari mönnum eins og sést í síma- skránni þar sem þeir eru skráðir saman. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum er Pacas byrjaður að kokka ofan í starfsfólk og nemendur á leikskólanum Sæborg. Pacas var veikur í gær en leikskólinn þurfti ekki að líða fyrir það því Beggi mætti á svæðið í staðinn og eldaði dýrindis kjötsúpu Þær raddir heyrast að lögin sem eru í undankeppni Euro- vision-keppninnar séu einstaklega rislág og áhugaleysi á keppn- inni sem aldrei fyrr. En ekki á öllum bæjum. Áhuga úr óvæntri átt má telja frá Birgi Erni Steinarssyni, Bigga í Maus, sem lýsir því yfir á Facebook-síðu sinni að hann voni heitt og innilega að lag kvennasveitarinnar Elektru, þar sem þær Hara-systur eru fremstar í flokki, komist áfram. Og undir þau sjónarmið taka félagi Bigga úr Maus, Páll Ragnar sem og Ívar Guð- mundsson útvarpsmaður. Sigurveg- arinn frá í fyrra, Friðrik Ómar leggur einnig orð í belg, kallar Bigga „europíku“ og spáir Elektru sigri. Andri Ólafsson, fréttamaður Stöðv- ar 2, hefur ekki gert lítið úr þeirri staðreynd á sínum vinnustað nema síður sé að vera talinn einn best klæddi karlmaður landsins í tíma- ritinu Nýju lífi. Andri hefur reynt að draga félaga sinn Loga Bergmann með sér í Dressmann en allt kemur fyrir ekki – Logi sér ekki neitt nema Armani og lokar eyrum þegar Andri segir honum að peningar kaupi ekki stíl heldur komi ýmislegt annað til. - drg, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.