Fréttablaðið - 05.02.2009, Síða 37

Fréttablaðið - 05.02.2009, Síða 37
Veitingastaðurinn Basil og Lime opn- aði í byrjun október en þar er hægt að bragða ítalskan mat eins og hann gerist bestur. „Hér er allt heimalagað. Við búum til pasta, brauð, sósur og deserta frá grunni,“ segir eigandinn Óli Gísli Sveinbjörnsson. „Ég kalla þetta heið- arlegan mat sem er auk þess á heiðar- legu verði en ég tók þann pól í hæð- ina að vera mjög varkár í verðlaginu. Flestir pastaréttirnir eru undir tvö þúsund krónum og er því ódýrara koma hingað og fá sér pasta og hvít- vínsglas en að kaupa sér skyndibita,“ fullyrðir hann. Veitingastaðurinn er til húsa að Klapparstíg 39 þar sem Pasta Basta var á sínum tíma. Óli Gísli starfaði þar á tíunda áratugnum og hefur leit- ast við að endurvekja það besta sem staðurinn hafði upp á að bjóða. „Ég er með nokkra rétti af síðasta matseðlinum sem ég gerði á Pasta Basta í kringum 1997 og það er gaman að segja frá því að verðið er nánast það sama og þá. Þá legg ég mikið upp úr því að hafa staðinn hlýjan og kósí og vil að hann höfði til sem flestra. Hingað geta barnafjölskyldur komið á mánudegi og fengið sér lasagna og pasta með heimagerðri tómatsósu alveg eins og pör og saumaklúbb- ar,“ segir Óli Gísli en frá því að hann opnaði hefur verið mikið um að heilu saumaklúbbarnir komi til að eiga góða kvöldstund. Óli Gísli segist lengi hafa gengið með nafnið Basil og Lime í maganum. Bæði hráefnin notar hann í matargerð- ina eftir því sem við á. „Þessi staður er andstæðan við að vera skyndibitastað- ur og hér er hægt að fá rétti í líkingu við þá sem fást á ítölskum sveitaveit- ingastöðum,“ segir Óli Gísli og nefn- ir réttinn Osso buco, sem tekur fjóra til fimm tíma að elda, sem dæmi. Þá var ég að enda við að verða mér úti um ísvél til að geta gert ísinn á staðnum. Eitt af því sem Óli Gísli hyggst end- urvekja frá því að Pasta Basta var og hét er að bjóða gestum að teikna á borðin en það var ein af sérkennum staðarins. „Innan tíðar mun pappírsörkum verða komið fyrir ofan á dúkum og geta gestir dundað við að vaxlita myndir í kring- um diska og glös á meðan þeir bíða eftir matnum.“ vera@frettabladid.is Óli Gísli leggur áherslu á það að halda verðlaginu í skefjum og á milli 17 og 19 er börnum yngri en sex ára boðið að borða frítt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 400 g fusilli pasta (eða pasta að eigin ósk) 3-400 g kjúklinga- kjöt, beinlaust og skorið í bita. 200 g sveppir, skornir í 4-6 bita hver ½ l rjómi 36% Smakkið til með kjúklingakrafti, salti og svörtum pipar úr kvörn. Byrjið á að steikja kjúklinginn á góðri pönnu með smá ólífuolíu. Þegar kjúklingurinn er fallega brún- aður (2-3 mínútur, fer eftir hitanum á pönnunni) setjið þá sveppina saman við og steikið til viðbótar í 2-3 mínútur. Hellið rjómanum saman við og látið sjóða. Smakkið til með kjúklingakrafti. Látið sjóða niður um helming eða þar til rjóminn hefur þykknað smá. Pastað Setjið pastað ávallt út í sjóðandi saltað vatn. Farið eftir uppgefnum leiðbeiningum á pakkanum um suðutíma (getur munað nokkrum mínútum eftir tegundum). Sigtið allt vatnið vand- lega frá og hellið saman við kjúkl- inginn og sósuna. Blandið vel saman svo að sósan þeki allt pastað. Færið upp á disk eða fat. Skreytið með kirsuberja- tómötum eða góðum íslenskum tómötum skornum í bita. Hellið því næst yfir þetta, pestói, ferskum rifnum parmesan og nýmuldum pipar úr kvörn. Berið fram með nýbökuðu brauði, hvítvíni eða rauð- víni og salati ef vill. FUSILLI PASTA með kjúklingi og pestó FYRIR FJÓRA Heiðarlegur ítalskur matur Á veitingastaðnum Basil og Lime er allur matur búinn til frá grunni. Á það við um pastað og brauðið jafnt sem eftir- réttina. Innan tíðar gefst gestum kostur á að skreyta dúka staðarins með vaxlitamyndum. MATVÆLI verða alltaf að vera fersk þegar þau eru fryst. Umbúðir eiga að vera þéttar og merktar síðasta neysludegi. Ekki má þíða mat og frysta hann aftur. G ra fís ka v in nu st of an e hf . H H 08 -0 12 8 Hlíðarvegur 7 | 860 Hvolsvöl lur | s : +354 487 8050 | fax: +354 487 8058 | hotelhvolsvol lur@simnet. is | www.hotelhvolsvol lur . is 07. Febrúar 2009 Blind date Þorrablót einhleypra 25 ára og eldri. Matur, gisting, dinnertónlist og dansleikur og morgunverður. Verð: 10.900 kr. á mann 14. – 15. Febrúar 2009 Valentínusarhelgi Við bjóðum þér og þú býður makanum. Gisting 3. rétta hátíðarkvöldverður, dinnertónlist, dansleikur og morgunverður. Verð fyrir ykkur bæði: 12.900 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.