Fréttablaðið - 05.02.2009, Side 11

Fréttablaðið - 05.02.2009, Side 11
FIMMTUDAGUR 5. febrúar 2009 11 Komdu í heimsókn Opið til 21 í kvöld Götumarkaðurinn hefst í dag PALESTÍNA, AP Ísraelsk, palestínsk og alþjóðleg mannréttindasamtök reyna nú að undirbúa málsókn á hendur bæði Ísrael og Hamas vegna stríðsglæpa. Má þar nefna ísraelsku samtökin B‘Tselem, pal- estínsku mannréttindamiðstöð- ina Center for Human Rights, og alþjóðasamtökin Amnesty Inter- national og Human Rights Watch. Þótt ekkert verði af málshöfð- un veitir rannsókn samtakanna þó aðhald, segir Donatella Rovera frá Amnesty International. Ísraelar neita því að hafa framið stríðsglæpi í þriggja vikna árásum sínum á Gasasvæðið í ársbyrjun. Hamassamtökin neita því sömu- leiðis að sprengjuflaugaárásir þeirra á ísraelsk byggðarlög séu stríðsglæpir. „Listinn yfir stríðsglæpi, sem grunur leikur á að hafi verið framdir, er langur,“ segir Jessica Montell frá ísraelsku mannrétt- indasamtökunum B‘Tselem. Meðal annars er fullyrt að Ísraelar hafi skipað 110 almenn- um borgurum að fara inn í vörugeymslu, en skotið síðan sprengjum á húsið daginn eftir. Ísraelar neita því að herinn hafi beint skotum sínum að vöru- geymslunni, heldur hafi bygging- in orðið fyrir skotum í harðvítug- um bardaga við Palestínumenn skammt frá. Mannréttindasamtökin segja reyndar einfaldara að sanna stríðsglæpi af hálfu Hamas en af hálfu Ísraels. „Ísraelsk stjórnvöld neita öllu, þannig að færa þarf sönn- ur á hvað gerðist með aðferð- um sem engin þörf er á varðandi sprengjuflaugarnar frá Hamas,“ segir Rovera frá Amnesty Inter- national. Alþjóðlegi sakadómstóll- inn í Haag getur ekki tekið að sér mál nema að beiðni annaðhvort öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða ríkis, sem á hlut að átökum og hefur viðurkennt dómstólinn. Ísrael hefur ekki viðurkennt dóm- stólinn, en Palestínustjórn viður- kenndi lögsögu hans nú í vikunni til þess að auðvelda rannsókn á stríðsglæpum Ísraels. - gb Erfitt gæti reynst að sækja Ísrael til saka fyrir stríðsglæpi í tengslum við árásirnar á Gasa: Mannréttindasamtök undirbúa málsókn SPRENGJUR FRÁ ÍSRAEL Þessir Palestínumenn skemmtu sér við að taka myndir af sér við ósprungnar sprengjur frá Ísraelsher við lögreglustöð í Gasaborg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEYTENDAMÁL Fjarskiptafyrir- tækið Teymi þarf að greiða þrjár milljónir króna í dagsektir þar til það víkur frá tveimur fulltrú- um sínum í stjórn dótturfélags- ins Tals eins og Samkeppniseft- irlitið (SE) hefur krafist og skipa þeirra í stað óháða stjórnarmenn. SE ákvað þetta í gær. Samkeppniseftirlitið úrskurð- aði um það 27. janúar að full- trúar Teymis í stjórn Tals, Þór- dís J. Sigurðardóttir og Ólafur Þór Jóhannesson skyldu víkja úr stjórninni eigi síðar en 30 janúar. Það var gert vegna þess að rök- studdur grunur leikur á að þau hafi beitt sér gegn samkeppnis- legu sjálfstæði Tals, en Teymi á einnig fjarskiptafyrirtækið Vodafone. SE gerði húsleit hjá fyrirtækj- unum þremur fyrir skömmu. Breytingarnar hafa hins vegar ekki verið gerðar. Í ákvörðun SE segir að óhjá- kvæmilegt hafi verið að leggja dagsektir á fyrirtækið úr því að það virði að vettugi tilmæli SE. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, vildi ekki tjá sig um ákvörðunina í gær en vísaði á Þórdísi J. Sigurðardóttur, stjórn- arformann Teymis og stjórnar- mann í Tali. Hún vildi heldur ekki tjá sig. „Ég bara met það þannig að mínum hagsmunum sé best borg- ið með því að segja sem minnst,“ segir Þórdís. - sh Teymi beitt milljóna dagsektum fyrir að hundsa fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins: Stjórnarmenn sitja sem fastast ÓLAFUR ÞÓR JÓHANNESSON ÞÓRDÍS J. SIGURÐ- ARDÓTTIR NOREGUR Maðurinn frá Snåsa, Joralf Gjerstad, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá lækningum þar sem hann er kominn á aldur. Ákvörðunin hefur valdið úlfaþyt meðal Norðmanna sem margir trúa á lækningamátt hans. Snåsa- maðurinn hefur læknað með handayfirlagningu og gegnum síma í áratugi. NRK greindi nýlega frá því að flestir stórþingmennirnir í Heið- mörk og Upplandi trúi á mátt Snåsa-mannsins en þingmennirn- ir frá Ósló efist. Þingmennirnir hafi sumir leitað til Snåsa-manns- ins og fengið lækningu. Einn þeirra var með slæman bakverk og hringdi. Snåsa-maðurinn sagði að hann yrði orðinn góður eftir eitt ár. Það reyndist rétt. - ghs Snåsa-maðurinn í Noregi: Þingmenn trúa á lækninga- máttinn BRETLAND Egypskur leirvasi sem notaður var sem garðskraut í Dorset á Englandi reyndist vera verðmætur forngripur, um 3.000 ára gamall, að því er segir í frétt BBC. Eigandi vasans erfði hann af ættingja sínum fyrir um 20 árum. Hún lét nýlega meta hann, og þá kom í ljós að hann var lík- lega gerður í Egyptalandi á ára- bilinu 1550 til 1069 fyrir Krist. Vasinn var settur á uppboð, en ekki er búist við því að meira en um 1.000 pund, jafnvirði um 166 þúsund króna, fáist fyrir vasann, enda skemmdur eftir vistina í garðinum í Dorset. - bj Egypskur forngripur fannst: Með 3.000 ára vasa í garðinum EFNAHAGSMÁL Miðstjórn ASÍ fund- aði um efnahagsástandið í gær og ræddi um aðgerðaáætlun rík- isstjórnarinnar. Miðstjórnin var sammála um að ASÍ væri tilbúið til viðræðna við ríkisstjórnina um að fylgja málum eftir. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, bendir á að miðstjórnin hafi ákveðið að halda auka ársfund ASÍ fyrir lok mars. „Þar mun ASÍ leggja upp með stefnu í efnahagsmálum, atvinnumálum og velferðarmál- um. Í tengslum við það mun ASÍ byrja að byggja upp þekkingu og viðhorf varðandi endurnýjun á stjórnarskránni,“ segir hann. - ghs Miðstjórn ASÍ: Heldur auka- ársfund í mars

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.