Fréttablaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 7veljum íslenskt ● fréttablaðið ● „Kettir eru sérhæfðustu kjötætur á jörðinni og ekki til sú kattartegund sem á sér forsögu um að borða fisk, enda þurfa þeir lífsnauðsyn- lega ensím og amínósýrur úr kjöti, sem ekki finnast í fiski,“ segir Þorleifur Ágústs- son, dýralífeðlisfræðingur og stjórnarmaður Murr ehf., sem í mars setur á markað fyrsta kattarmatinn úr ís- lenskum kjötafurðum og sér- sniðinn að líffræðilegri nær- ingarþörf katta. „Íslendingar búa við mikið dýraheilbrigði og hafa aðgang að heilbrigð- um sláturdýrum svo hrá- efnið er afbragð, en afurðir hafa ekki verið nýttar nógu vel til þessa. Við höfum því, í samstarfi við SH-Afurðir á Blönduósi og Norðlenska á Akureyri, nýtt hráefni sem stimplað er til manneldis fyrir ketti og lagt upp með að nota engin viðbætt auka- efni eða E-efni. Því er Murr- kattarmatur lífrænn, nátt- úrulegur og rétt samsettur miðað við daglega orkuþörf dýrsins.“ - þlg Heilnæmur kattarmatur Umbúðir hins nýja Murr-kattar- matar, en murr þýðir að mala. Matvörur frá fyrirtækinu Hollusta úr hafinu ehf. er nú líka hægt að nálgast á netinu en vefverslunin nattura.is hóf nýlega sölu á vörum frá því. Hollusta úr hafinu vinnur matvöru úr þara og á heima- síðu fyrirtækisins kemur fram að þaranum er safn- að í hreinum og ómenguðum fjörum og er áhersla lögð á verkun við bestu aðstæður. Eitt af markmiðum fyrir- tækisins er að endurvekja þjóðlega hefð í matargerð og stuðla að neyslu fólks á hollu sjávarfangi. Einnig má nálg- ast vörurnar í verslunum, meðal annars í Heilsuhúsinu, Heilsubúðinni Góð heilsa gulli betri, Heilsuhorninu á Akur- eyri og Fjarðarkaupum. - rat Hollusta í netverslun Eyjólfur Friðgeirsson með vörur frá Hollustu úr hafinu sem fást nú líka á netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eitt af því heilsusamlegasta sem Ís- lendingar láta inn fyrir sínar varir er lýsi, hvort sem það er sopið af stút lýs- isflösku eða innbyrt í pilluformi. Lýsi er samheiti á fitu sem unnin er úr sjávardýrum, en til eru margar gerð- ir af lýsi, eins og þorskalýsi, loðnu- lýsi, síldarlýsi, túnfisklýsi, háfalýsi, hákarlalýsi og sardínulýsi, og meðan enn voru stundaðar hvalveiðar við Ís- land var einnig framleitt lýsi úr hval. Þorskalýsi er ein besta uppspretta A- og D-vítamína og var lengi notað til að tryggja að almenningur fengi nægi- legt magn af þessum vítamínum. Í lýsi úr fiskum eru fitusýrurnar DHA og EPA í flokki Omega-3 fitusýra. Þykir nánast fullsannað að Omega-3 fitu- sýrur dragi úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, en rannsóknir hafa verið gerðar víða um heim þar sem áhrif DHA og EPA á liðagigt, þung- lyndi, eyrnabólgu í börnum og elliglöp voru skoðuð. Hefur áhugi manna líka vaknað á DHA og jákvæðum áhrifum þess á meðgöngu, fóstur, þroska heila og taugakerfis og ýmsa geðræna sjúk- dóma. - þlg Einhver besta uppspretta A- og D-vítamíns Lýsi gerir augun falleg og hjartanu gott, svo fátt sé upp talið af heilsusamleg- um eiginleikum þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.