Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 131 . TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Kynngimáttur sögumanns María Kristjánsdóttir skrifar um Mr. Skallagrímsson | Menning 17 Fasteignir og Íþróttir Fasteignir | Víkingaþorpið stækkar enn  Miðpunkturinn er í Kringlunni Íþróttir | Ólöf sátt við árangurinn  Sigurður Jónsson segir ,,Núma" vera fljótari en Thierry Henry ÞÓTT fuglaflensan hafi stungið sér niður í Evrópu og Afríku, þá virðist sem hún sé í mikilli rénun í Suðaustur-Asíu. Á það eink- um við um Taíland og Víetnam og margt bendir til þess sama í Kína en dálítið erfitt er þó að meta stöðuna þar. Þetta kom fram hjá dr. David Nabarro, sem sér um að skipuleggja varnir gegn fuglaflensunni á vegum Sameinuðu þjóð- anna, en hann segir, að í Víetnam hafi ekki komið upp neitt tilfelli um banvæna veiru- afbrigðið, H5N1, í mönnum eða kjúkling- um á þessu ári. Fram að því var helmingur þeirra manna, sem sýkst hafa, Víetnamar. Í Taílandi hefur ekkert tilfelli fundist í mönnum í tæpt ár og ekki í kjúklingum í hálft ár. Þá þykir það líka góðs viti, að ekki er vitað til, að farfuglar frá Afríku hafi bor- ið smit til Evrópu, þvert á það, sem menn óttuðust. Gæti breyst skyndilega Dr. Nabarro varaði samt við því að fagna of snemma en sagði þó ljóst, að þær aðgerðir, sem gripið hefði verið til, hefðu borið árangur. Hann minnti hins vegar á, að enn geisaði pestin í Myanmar og í Indónesíu þar sem þrír menn létust úr fuglaflensu í síðustu viku. Stjórnvöld í Kína segja, að þar hafi fuglaflensan brotist út í 16 héruðum 2004 en í 12 héruðum 2005. Í einu var hún svo skæð, að slátra varð 2,5 millj. kjúklinga. Síðan hefur tilfellunum fækkað og þau ver- ið miklu minni. Dr. Nabarro sagði þetta ánægjulegt en hafa skyldi í huga, að þessi mynd gæti breyst mjög skyndilega. Fugla- flensa í rénun í SA-Asíu Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is ÞRETTÁN mörk voru skoruð í leikjunum fjór- um í fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu sem hófst í gær. Íslandsmeistarar FH-inga hófu titilvörnina með því að leggja KR- inga að velli, 3:0, í Frostaskjóli þar sem marka- fjörugum leik. Í Eyjum vann ÍBV góðan sigur á Keflavík, 2:1, og í Víkinni töpuðu nýliðar Víkings fyrir Fylki, 2:0. Í kvöld lýkur svo fyrstu umferðinni með við- ureign nýliða Breiðabliks og Vals. hrókurinn Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk en Hafnfirðingarnir hafa haft gríðarlegt tak á vesturbæjarliðinu undanfarin ár. Aðsókn- armet var sett í Grindavík þar sem heimamenn höfðu betur gegn Skagamönnum, 3:2, í mjög Morgunblaðið/ÞÖK FH hóf meistaravörnina með sigri í Frostaskjóli ÁRLEGA deyr margt gamalt fólk í Danmörku af völdum vannæringar og nú kemur það fram í rannsókn, að venjulegur hamborgari er miklu næringarríkari en sá kostur, sem stendur til boða á hjúkrunarheim- ilum fyrir aldraða. Ætlar Eva Kjer Hansen félagsmálaráðherra að boða til sérstaks fundar með fulltrúum sveitarfélaganna vegna þessa máls. Hansen vísaði til þess í vetur er leið, að rannsóknir sýndu, að allt að 60% aldraðra fengju ekki næga næringu og í framhaldi af því sam- þykkti danska þingið sérstaka rannsókn á þeim kosti, sem öldr- uðum væri boðið upp á. Verður nið- urstaðan kynnt innan skamms en dagblaðið BT efndi hins vegar til sinnar eigin athugunar og fékk danskar rannsóknastofur, Steins Laboratorium, til að meta næring- argildið í mat frá sex hjúkr- unarheimilum og síðan í venjuleg- um hamborgara. Niðurstaðan var sú, að hamborg- arinn stóðst prófið sem nægilega næringarríkur fyrir aldrað fólk en enginn hinna matarskammtanna. Þeir voru allir of orkusnauðir. Kom þetta fram í BT og öðrum dönskum fjölmiðlum í gær. Hamborgari fyrir aldraða? „MÉR þykir líklegt, að hér sé fyrst og fremst um að ræða árstíðabundna sveiflu,“ sagði Haraldur Briem sótt- varnalæknir er fréttin um rénandi fuglaflen- sufaraldur í Suð- austur-Asíu var borin undir hann. Haraldur sagði, að fuglaflensuveira af H5N1-stofni hefði fyrst fundist í Kína 1997 og líklega verið komin upp þar áður. Hún hefði því verið á kreiki í um tíu ár og tilfellin mismörg eftir árstíðum. Héldi hún hins vegar áfram að koma upp ár eftir ár ykjust um leið líkurnar á því, að hún breyttist og yrði smitandi á milli manna. Haraldur sagði, að menn hefðu vitað um flensu í fuglum allt frá 19. öld en svo virtist sem sýkingar af þessu tagi hefðu magnast upp í lífríkinu á síðustu áratugum. Það væri því ekki ólíklegt, að flensan ætti eftir að aukast á ný, til dæmis í haust. Líklega nátt- úruleg sveifla LOKADRÖG að nýjum stofnana- samningi milli Stéttarfélags í al- mannaþjónustu (SFR) og Svæðis- skrifstofa fatlaðra voru handsöluð í gærkvöldi. Samningurinn verður lagður fyrir trúnaðarmenn stuðn- ingsfulltrúa í hádeginu í dag og verður hann kynntur fram- kvæmdastjórum svæðisskrifstofa málefna fatlaðra, sem eru sex tals- ins. Ef fundur trúnaðarmanna stuðningsfulltrúa samþykkir samn- inginn kemur ekki til boðaðs setu- verkfalls í kvöld, að sögn Árna Stef- áns Jónssonar, formanns SFR og samninganefndar stéttarfélagsins. Samþykki báðir aðilar samninginn verður hann undirritaður kl. 15.00 í dag. Jón Heiðar Ríkharðsson, fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík, sagði fyrst og fremst ánægjulegt að náðst hefði að stíga þetta skref til að lyfta upp virði þessara starfa. „Ég vona að þetta sé fyrsta skrefið til þess að meta þessi störf að verðleikum,“ gegna 800–900 stöðugildum á sam- býlum og öðrum starfsstöðvum fyr- ir fatlaða víða um land. Endurskoðun stofnanasamn- ingsins átti að ljúka fyrir 1. maí síð- astliðinn. „Það slitnaði upp úr þessu á sínum tíma vegna þess að svo lítið var í spilunum,“ sagði Árni Stefán. „Þessi samningur gildir frá 1. maí síðastliðnum og verður formlega tekinn upp aftur 1. maí 2007 í sam- ræmi við aðalkjarasamning SFR.“ sagði Jón Heiðar. Hann sagði að samningsgerðin hefði verið tíma- frek og margþætt. Vinnumarkaðs- aðstæður og ástandið í þjóðarbú- skapnum hefðu haft sín áhrif á endurskoðun stofnanasamningsins. Að sögn Árna Stefáns náðist það markmið að störf stuðningsfulltrúa og félagsliða í SFR yrðu launuð með svipuðum hætti og hjá sveit- arfélögunum. Samningurinn nær til um þúsund félagsmanna í SFR sem Ákveða í dag hvort verður af setuverkfalli stuðningsfulltrúa Nýr stofnanasamning- ur handsalaður í gær Morgunblaðið/Kristinn Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, og Jón Heiðar Ríkharðsson hjá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík handsala samninginn. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.