Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 21 markmiðum stóriðjustefnunnar. „Stefnu, sem mótuð var á Íslandi sem var svo gjörólíkt nútím- num að menn trúa varla minningum sínum,“ agði Magnús m.a. „Fortíðin er framandi land, efur verið sagt, en vantrúin á hugmyndaauðgi g anda hinna mörgu bráðsnjöllu einstaklinga em byggja þetta land og óttinn við, að ef patent- ausnin verði ekki fundin, leggist hér allt í eyði, efur engu að síður skilað sér inn í samtímann.“ Magnús vitnaði þar í orð Halldórs Ásgrímssonar orsætisráðherra þegar hann sagði í kvöld- réttum Ríkisútvarpsins í janúar að ljóst lægi yrir að ef Íslendingar nýttu ekki orkulindir andsins myndi hagvöxtur dragast verulega sam- n strax á árinu 2007 og atvinnuleysi aukast. Magnús fjallaði einnig um orðræðugreiningu g þá hugmynd að stjórnmálamenn þurfi, til að á árangri, að tala innan þess ramma sem gera megi ráð fyrir að mikill meirihluti kjósenda skilji. agði hann bók Andra Snæs hafa hitt inn í póli- skan orðræðuramma sem ný kynslóð Íslend- nga skilur. „Hún gefur okkur dæmi um hvernig hálendið allt getur nýst þjóðinni sem annað og meira en „Lowest Energy Prices“. Hún er þegar orðin e.k. manifesto nýrrar og sjálfsöruggrar kynslóðar út úr frumframleiðslu- og patentlausn- ahugmyndafræðinni sem hér hefur ríkt.“ Í erindi sínu, „Lýðræði hrundið í fram- kvæmd“, skýrði Kristrún Heimisdóttir lögfræð- ingur frá því sem hún kallaði óþolandi ástand á Íslandi, en hún kvað það felast í því að íslenskt samfélag hefði þróast gríðarlega undanfarin ár og atvinnulífið væri allt að færast til meira frjáls- ræðis, fjölbreytni og nýsköpunar, en yfir því lægi enn úrelt og afdankað stjórnmálalíf. „Það er sport að sparka í sérfræðinga og ráðast á æru þeirra,“ sagði Kristrún m.a. Eiríkur Bergmann skýrði frá ferð sinni til Litháens, sem hann sagði merkilega líkt Íslandi fyrir nokkrum áratugum. Landið væri nýfrjálst og sjálfsmynd þeirra sem þjóðar væri jafn- brothætt og Íslendinga. Spurningin „How do you like Lithuania?“ væri jafnalgeng þar og hin al- ræmda spurning Íslendinga hefði eitt sinn verið. Sagði Eiríkur Draumaland Andra Snæs eiga við alls staðar í mannlegum veruleika, því það sner- ist um að losa fólk undan óttanum við hið óþekkta og framtíðina og virkja eigin möguleika. Snæfríður Baldvinsdóttir aðjúnkt velti fyrir sér tvíhyggju í verki Andra Snæs og spurði hvort ekki væri hægt bæði að vernda og virkja, hvort landið yrði annaðhvort byggt hugvits- og há- tæknimönnum eða verksmiðjuþrælum. Kvað hún spurningar vakna um gildi raka Andra Snæs og hvort hægt væri að stilla upp slíkum andstæðum. Þá fjallaði Gunnar Ólafur Haraldsson dósent um sjálfsmynd Íslendinga, bæði hvað varðar við- skiptalíf og iðnvæðingu samfélagsins. Sagði hann ríkidæmi Íslendinga sem þjóðar nokkuð ýkt, hér skorti mjög á ýmiss konar innviði sem önnur lönd hefðu. Þá væri iðnvæðing landsins skammt kom- in. Þótt fjárfestingar Íslendinga erlendis yxu mjög hratt væru eignir landsmanna erlendis ekki sérstaklega miklar. Íslendingar væru ung þjóð sem ætti enn langt í land að ná öðrum þjóðum efnahagslega. Virkjanaframkvæmdir og stór- iðjuuppbygging væru eðlilegur hluti af hagsögu þjóðar. Ekki væri auðvelt að svara því hvort ger- legt væri að hoppa yfir iðnvæðingu samfélagsins og beint yfir í þekkingarsamfélagið. Sagði hann þá kenningu að nýting náttúruauðlinda og frum- framleiðsla væru dragbítar á þjóðfélagið í besta falli mjög ónákvæma. „Flestar þær þjóðir sem hafa búið við mesta velsæld hafa notið nátt- úruauðlinda og annarra utanaðkomandi að- stæðna, s.s. landfræðilegrar staðsetningar og byggt velferð sína á henni,“ sagði Gunnar. „Það er ekki starfsemi Granda í Reykjavík sem kemur í veg fyrir það að fólk skrifi bækur, hanni hug- búnað, leiki Lýsiströtu eða læri hebresku.“ Breitt yfir erfiðar spurningar Í lokaerindi málþingsins „Siðfræði andstöð- unnar“ ræddi Jón Ólafsson prófessor við fé- lagsvísinda- og hagfræðideild Viðskiptaháskól- ans á Bifröst, orðræðu stjórnmálanna. Kvað hann skorta siðferðilega skírskotun eða sýn í um- ræðu um mikilvæg málefni. Tæknileg orðræða gerði ráð fyrir samstöðu um ákveðin grundvall- aratriði, t.d. um hvað sé í eðli sínu rétt eða rangt. Ein birtingarmynd þess væri spurningin um hvort virkja eigi eða ekki, en hún snúist hjá stjórnmálamönnum einvörðungu um þá spurn- ingu hvort framkvæmdin sé nægilega arðvænleg. Sagði Jón hugsanavillu fólgna í þeirri nálgun að arðsemishugtakið væri nægilega vítt til að geta rúmað allt sem máli skipti við að taka ákvarðanir. Ekki væri hægt að komast að neinni skýrri nið- urstöðu um arðsemi, því það hlyti að velta á þeim forsendum sem menn gæfu sér og þar væru fjöl- margar ólíkar forsendur mögulegar. Tæknileg orðræða skapaði blekkingu lausnarinnar. Þá hugði Jón að því að afleiðingar hinna tækni- legu lausna næðu langt út fyrir hið tæknilega. „Með því að byggðarlag kjósi að láta byggja risa- stórt álver er byggðarlagið að skapa nýjan veru- leika sem mun einkenna líf næstu kynslóða,“ sagði Jón. „Hagur álverksmiðjunnar mun ráða því hvernig afkoma, hagur og menning íbúanna þróast. En þegar fjallað er um kosti og galla ál- versbyggingarinnar er yfirleitt ekki spurt um þetta. Spurningarnar varða þær framtíðarspár sem hægt er að gera um álverð og raforkufram- leiðslu og tengda þætti. Þó að hitt, mannlíf, lífs- stíll, menning, möguleikar sé ekki beint auka- atriði, þá er augljóst að það er undir hinu komið. Hugsunin er einfaldlega sú að ef þessi tegund rekstrar skili hagnaði, verði allt hitt sjálfkrafa eins og best verður á kosið.“ Sagði Jón umræðunni haldið á sviði hins tækni- lega þar sem hún hefur tilhneigingu til að breiða yfir eða hylja spurningar af öðru tagi sem varði umhverfi framtíðarinnar í heild sinni. „Hvers konar umhverfi, menningarlegt og náttúrulegt og hverskonar sjálfstæði er æskilegt? Hversu mikil fórn er færð með því að gera iðnframleiðslu af ákveðnu tagi að grundvelli mannlífsins á þessum slóðum? Hvað er unnið með því? Hvað kemur annað til greina? Það er eins og ekkert mark sé tekið á þessum spurningum – kannski vegna þess að erfitt er að svara þeim á einn veg frekar en annan,“ sagði Jón. „Kannski vegna þess að þær virðast hafa siðferðilegan undirtón.“ Þannig kvað Jón tæknilega umræðu yfir- breiðslu af ákveðinni tegund. „Hún er tilraun til að gera umræðu skýrari og skarpari og það tekst henni að vissu marki, en svo gengur hún of langt. Hún kemur í veg fyrir að við skoðum og rann- sökum möguleika sem við eigum að skoða og rannsaka. Hún lætur okkur halda að þeir mögu- leikar sem eiga sér ekki augljós verkferli og sem ekki er hægt með góðu móti að stilla upp innan hinnar tæknilegu orðræðu séu ekki alvörumögu- leikar og það sé tímaeyðsla að velta vöngum yfir þeim, eða að það sé eitthvað sem helst henti börn- um og heimspekingum.“ Öll erindin á ráðstefnunni verða bráðlega birt á vefsetrinu www.kistan.is Morgunblaðið/Svavar Knútur unólfur Ágústsson, rektor Bifrastar, og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur hlýða á fyrirlestur óns Ólafssonar um siðferðilegar spurningar í stjórnmálum og alræði tæknihyggju. svavar@mbl.is nn á mínútu fresti, en fjöl- garnar. Þeir gestir sem máli um ágæti sýninganna ði við að miðla sögunni og g stemmningu. ð. Landnámssýningin er öll ni notuð til að sýna gestum ýningin er öll unnin með nn þar stórt hlutverk. tamönnum sem lögðu sitt a fyrir. kur Benedikts Erlings- dur og var gerður góður r snarlega yfir Egils sögu, m. s brúðuleikkona brúðu- í nýjum spegli, fyrir gesti etursins, þeir Gísli Ein- ur, fram í fyrsta sinn, en guloftinu í sumar og leggja Morgunblaðið/Svavar Knútur Ása Hlín Svavarsdóttir leiðbeinir feðgunum Baltasar Kormáki og Stormi um notkun hljóðleiðsagnar á iPod-tæki, en þeir hlustuðu saman á barnaleiðsögn um Egils sögu. David Walters, tæknistjóri Landnámssetursins og sýninganna, fylgist með, en hann átti veg og vanda af skipulagningu og vinnslu hljóðleiðsagnarinnar. Sigríður Margrét ásamt systur sinni, Elísabetu, sem fagnaði með henni hinum langþráða áfanga. p og prakt a náð Forsetanum fannst níðstöngin sem Egill reisti norsku konungshjónunum ekki árennileg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.