Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Fatnaður í sumarfríið PERLAN Ein magnaðasta bygging Reykjavíkur á daginn. Eitt besta veitingahúsið á kvöldin. Perlan · Öskjuhlíð · Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207 · perlan@perlan.is H rin gb ro t Silfurverðlaun á Matur 2006! Til hamingju Björn! Perlan óskar Birni Braga og fjölskyldu hans innilega til hamingu með silfur- verðlaunin í keppninni Matreiðslu- maður Íslands 2006. 1999 - Matreiðslunemi ársins 1999 - Matreiðslumaður ársins (úrslit) 2004 & 2005 - Þjálfari matreiðslunema fyrir Norrænu matreiðslunemakeppnina (bæði árin lentu nemendur skólans í 1. sæti). Mánudagur 15. maí Afrískur pottréttur m. steiktum bönunum Þriðjudagur 16. maí Grænmetislasagne m. pestó Miðvikudagur 17. maí Karabískur pottur í appelsínusósu Fimmtudagur 18. maí Hummus, buff og bakað grænmeti Föstudagur 19. maí Linsubaunabollur og cashewkarrý Helgin 20.-21. maí Engiferpottur og kartöflubakstur Valhöll · Háaleitisbraut 1, 3. hæð · 105 Reykjavík · Símar 515 1735 og 898 1720 · Fax 515 1739 · oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitar- stjórnarkosninganna 27. maí fer fram hjá sýslumönnum um allt land. Í Reykjavík er kosið í anddyri Laugardalshallarinnar alla daga kl. 10 - 22. Erlendis er kosið í sendiráðum Íslands og hjá mörgum ræðismönnum. Einnig er kosið á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum skv. sérstökum auglýsingum þar um. Munið að hafa skilríki meðferðis. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Sjálfstæðisfólk, látið vita um stuðnings- menn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS „AÐ LÆRA tungumálið er forsenda þess að innflytjendur geti verið þátttakendur í landinu,“ segir dr. Unnur Dís Skaptadóttir mannfræð- ingur en hún hélt fyrirlestur á sein- asta umræðufundi Reykjavíkur- Akademíunnar um málefni innflytj- enda nú um helgina. „Ríkið er með ákveðna atvinnustefnu í gangi sem krefst mikils vinnuafls en það setur ekki peninga á móti í íslensku- kennslu. Hér á landi fara innflytj- endur beint út á vinnumarkaðinn þegar þeir koma til landsins og tungumálanámskeið fá þeir borguð að hluta í gegnum verkalýðsfélögin. Ríkið útvegar þeim ekki neina kennslu, á hinum Norðurlöndunum fá innflytjendur miklu meiri tungu- málakennslu en hér á landi. Það vantar kennsluefni, þjálfun á kennurum og fleiri kennslutíma til að bæta tungumálakennsluna hér. Við getum ekki dæmt fólk fyrir að tala ekki málið ef við gerum því það ekki kleift.“ Unnur Dís sagði það mikilvægt í fyrirlestri sínum að ef innflytjendur eigi að vera þátttakendur verði þeir sem búa í landinu að tala við þá. „Ef þú ert að læra annað mál, vinn- ur bara með öðr- um útlendingum og Íslendingarnir á vinnustaðnum tala ekki við þig lærir þú ekki að tala málið vel.“ Unnur Dís sagði það líka mikinn misskilning að innflytjendur vilji ekki læra Ís- lensku. „Bæði rannsókn sem ég gerði og rannsóknir annarra sýna það að innflytjendur vilja læra tungumálið.“ Vítin eru til að varast þau Í fyrirlestrinum talaði Unnur Dís um að Ísland væri fjölmenningar- legt land en ekki fjölmenningarlegt ríki. „Ríkisstjórnin hefur ekki fjöl- menningarstefnu, hún hefur ekki sett sér ákveðna stefnumótum í fjöl- menningarmálum. Við skilgreinum okkur ekki sem fjölmenningarlegt ríki eins og t.d Svíþjóð, Kanada og Bretland. Ríkið er á leiðinni að marka stefnu í þessum málum hvort sem það skilgreinir sig sem fjölmenning- arlegt eða ekki. En það má ekki gagnrýna að ríkið geri ekki neitt í innflytjendamálum því það er mjög margt í gangi á vegum ríkisins og annarra. Það er margt verið að gera en það liggur svolítið á því breyting- arnar eru hraðar.“ Titilinn á fyrirlestrinum, Vítin eru til að varast þau, dregur Unnur Dís af því að við getum lært mikið af öðrum Evrópulöndum eins og t.d Danmörku og Noregi í innflytjenda- málum. „Þótt það hafi verið neikvæð umræða um innflytjendur í þessum löndum að undanförnu hefur líka verið margt jákvætt gert. Það sem ég vara við í mínum fyrirlestri er þessi hugmynd um að innflytjendur utan Evrópu séu svo öðruvísi að við getum ekki talað við þá og það getur ýtt undir fordóma. Eins og í Dan- mörku er oft mikið gert úr muninum og talað um að innflytjendur séu svo mikið öðruvísi, að þeir stjórnist af menningu meðan við stjórnumst af skynsemi. Fólkið í landinu er búið að ákveða að þeir séu svo ólíkir sér án þess að kynnast þeim.“ Unnur Dís sagði að ekki megi líta á menn- ingu sem óbreytanlegan hlut því ef það sé gert geti málin snúist upp á móti okkur. „Það er mikilvægt að við tölum um vandamálin og forð- umst þau ekki.“ Verðum að gera innflytjendum kleift að tala íslensku Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Dr. Unnur Dís Skaptadóttir KLÚBBURINN Geysir stendur fyrir kynningar- og aðstandendadegi miðvikudaginn 17. maí og mun fé- lagsmálaráðherra skrifa undir samning við klúbbinn um starf í ráðuneytinu fyr- ir einstakling sem hefur glímt við geðsjúkdóma. Klúbburinn er fyrir fólk sem á eða átt hefur við geðræn veikindi að stríða og starf- ar hann eftir hugmyndafræði Fountain house. Dagurinn verður venjulegur vinnudagur í húsinu en aðstandend- um félaga klúbbsins og gestum og gangandi er boðið að koma á staðinn, kynna sér starfsemina og njóta veit- inga af kaffihlaðborði. Félagar munu taka á móti gestum og sýna þeim starfsemina auk þess sem glæru- kynningar verða í gangi. Kristinn Stefán Einarsson, fram- kvæmdastjóri klúbbsins, segir dag- inn haldinn til þess að efla tengsl klúbbsins við aðstandendur félaga. „Aðstandendur vita oft ekki mikið um hvað félagarnir sækja í klúbbinn svo þetta er tækifæri til að kynna sér starfsemina,“ segir Kristinn. Markmiðið að byggja fólk upp Starfseminni í húsinu er skipt í skrifstofu-, viðhalds- og eldhúsdeild og félagar velja sér störf innan þeirra. Vinnudagurinn er eins og á öðrum vinnustöðum og sem dæmi um verkefni sér viðhaldsdeildin um almennan rekstur á húsnæðinu. Í húsinu eru fjórir launaðir starfs- menn en félagarnir vinna sjálfboða- vinnu. „Fólk kemur hingað þegar það er að ná sér eftir geðræn veikindi. Sum- ir eru inniliggjandi á geðdeildum og kíkja til okkar, aðrir eru útskrifaðir og enn aðrir hafa aldrei verið lagðir inn á geðdeild en hefur verið bent á þennan stað af læknum, félagsráð- gjöfum eða hjúkrunarfræðingum,“ segir Kristinn. „Fólk er að byggja sig upp og þetta er gjarnan fyrsta skrefið til að feta sig aftur út í lífið, til dæmis á vinnumarkaðinn eða í nám. Menn ganga í þessi störf en það er enginn neyddur í eitt eða neitt. Við álítum að það að koma á þennan stað, velja sér verkefni og fólk sem maður vill vinna með hafi meðferðarígildi en þetta er ekki meðferðarstöð.“ Jón Kristjánsson félagsmálaráð- herra verður á staðnum á milli klukkan 14 og 15 og skrifar undir samning sem útvegar Geysi starf í ráðuneytinu fyrir einstakling sem átt hefur við geðsjúkdóm að stríða. Góð leið út í lífið „Þetta er í raun framlenging á samningi sem var gerður til skamms tíma í tíð fyrri ráðherra og þetta er svokölluð ráðning til reynslu. Klúbb- urinn á fimm störf núna úti í bæ hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, hjá Hagkaupum, Glitni og í ráðu- neytinu,“ segir Kristinn. „Við í klúbbnum ráðum í störfin og tryggj- um að það sé alltaf hundrað prósent mæting. Ef viðkomandi starfsmaður forfallast mætir einhver okkar starfsmannanna og sinnir því.“ Þegar félagarnir taka að sér störf utan hússins vinna þeir á venjuleg- um launatöxtum. „Við höfum fjölmörg dæmi um að fólk fer í svona starf, fær meðmæli og gengur vel og stundum ráða við- komandi fyrirtæki fólkið áfram í vinnu hjá sér,“ segir Kristinn. „Sum- ir eru ekki eins heilsuhraustir og geta ekki farið út á vinnumarkaðinn en fyrir þá sem hafa það að mark- miði er þetta góð leið.“ Allir sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi Klúbbsins Geysis eru velkomnir á kynningar- og aðstand- endadaginn og fer hann fram í hús- næði Geysis í Skipholti 29 í Reykja- vík, klukkan 8.30 til 19.00. Klúbburinn Geysir heldur kynningar- og aðstandendadag Byggir upp einstaklinga sem átt hafa við geðraskanir að stríða Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is TENGLAR .............................................. www.kgeysir.is Kristinn Stefán Einarsson KÁRI Ragnarsson hefur reynslu af starfi Geysisklúbbsins. „Eftir að ég hafði verið að þreifa fyrir mér hér og þar samhliða því að ná tökum á lífsmynstrinu var fljótlega stofnuð sjoppa þarna inn- an húss hjá Klúbbnum Geysi, eða kaffitería. Þar fann ég mig vel og smám saman var ég farinn að vinna tæpa átta tíma á dag. Ég var nýkominn af Reykja- lundi þegar ég byrjaði í klúbbnum og átti langt í land með að geta far- ið að vinna úti á vinnumark- aðinum,“ segir Kári. „Haustið 2004 byrjaði ég að vinna hjá Glitni sem þá hét Íslandsbanki. Klúbburinn Geysir og Íslandsbanki, eins og það hét þá, voru og eru í samstarfi sem heitir „Ráðning til reynslu“. Ég vann þar í sex mánuði sem banka- ritari og vann þar einnig sem sum- arafleysingamaður. Ég hóf svo nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla þar sem frá var horfið fyrir nokkr- um árum og hefur gengið fínt.“ Víðast jákvætt viðhorf Í starfinu segir Kári að sjálfs- traust og atvinnuþrek hafi aukist til muna, en það hafi verið alveg farið eftir það sem á undan var gengið. „Það var því rökrétt niðurstaða að reyna að endurheimta hvort tveggja í Klúbbnum Geysi, en fag- fólk á Reykjalundi benti mér á þann möguleika og á heiður skilinn fyrir það. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef ekki hefði verið fyrir Klúbbinn Geysi 2003,“ segir hann. „Þegar menn fara heim af sjúkrahúsi og geta ekki unnið vegna skorts á þreki og/eða sjálfs- trausti færir viðvera í klúbbnum menn nær því að geta unnið í stað- inn fyrir að fólk færist fjær því.“ Kári telur þörf á að opna betur umræðuna um málefni fólks sem á eða hefur átt við geðraskanir að stríða. „Ég held þó að hún sé þokkalega opin í okkar samfélagi í dag,“ segir hann. „Menn eru í ríkum mæli farn- ir að átta sig á gangi mála. Ég hef fundið fyrir mjög jákvæðu viðhorfi víðast hvar.“ Umræðan þokkalega opin Kári Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.