Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 24.200 Vika í Danmörku kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 25 46 05 /2 00 6 Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá „HELGIN gekk rosalega vel, það var kjaftfullt báða dagana enda lék veðrið við menn,“ segir Gísli Páll Jóns- son vallarstjóri á Grafarholtsvelli sem slær hér flötina á 1. holu þegar hann var að undirbúa opnun vallarins fyrir helgi. „Við opnuðum á laugardagsmorgun kl. 8:00 og það var fullt allan daginn. Í gær var opnunarmót Grafarholts og mikið af fólki.“ Gísli hefur mikla trú á því að aðsóknin verði góð í sumar, eins og undanfarin ár, svo lengi sem veðrið leik- ur við golfáhugafólk. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Slær flötina á 1. holu SIGURÐUR Guðmundsson land- læknir hefur áhyggjur af þróun mála á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi (LSH) en segir að vandamálin sem þar séu uppi séu ekki ný af nálinni heldur hafi þau verið langvinn. Hann hefur því ekki fundið fyrir fjölgun kvartana frá sjúklingum og aðstandend- um en þær segir hann þó vera stöðugar. Hann segir vandann nú vera í umræðunni þar sem starfs- fólk LSH hafi farið að opna sig meira og segir hann það mjög já- kvætt. Sigurður segir gangainnlagnir til dæmis hafa verið vandamál í ára- tugi. „Við fórum síðast yfir það mál fyrir nokkrum vikum og fengum upplýsingar úr atvikaskrá Land- spítalans og eftir því sem mig minnir eru um 60 sjúklingar á göngum einhvern tímann í hverjum mánuði á spítalanum. Það er auð- vitað afskaplega miður fyrir veikt fólk að þurfa að liggja á stað sem er einna líkastur járnbrautarstöð á háannatíma,“ segir hann. „Fráflæð- ið af spítalanum hefur líka verið teppt of lengi. Það hefur verið áætlað, sé litið til nokkurra ára, að 80–120 sjúklingar hafi legið á Landspítalanum sem væru betur komnir í annars konar umönnun.“ Sigurður segir manneklu einnig hafa farið vaxandi undanfarin ár. „Hjúkrunarfræðingaskortur á Íslandi er langvinnur og það eru um sex ár síðan Félag hjúkrunar- fræðinga áætlaði að um 300–800 manns vantaði í stéttina,“ segir hann. „Hagfræðistofnun Íslands gerði nýlega úttekt á fjölda heil- brigðisstarfsmanna og þar ber að sama brunni. Þá er horft bæði til hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða en hér á landi eru þeir færri á hverja hundrað þúsund íbúa en í nálægum löndum.“ Vinnuaðstæður fælandi Sigurður kveðst ánægður með að vandinn sé til umræðu og nefnir fyrst þá lausn að mennta þurfi fleiri hjúkrunarfræðinga og sjúkra- liða. Þá séu um 500 hjúkrunarfræð- ingar við önnur störf og velta megi fyrir sér hvers vegna það sé. „Aðrir eru líklega betri en ég til að svara til um hvort það sé vegna launanna en það bendir því miður margt til þess að vinnuaðstaðan á Landspítalanum sé fælandi,“ segir hann. Aðra lausn segir hann felast í því hvernig megi sinna betur því fólki sem liggi á spítalanum en væri betur komið annars staðar. „Þetta hangir saman við mönnun og veitingu þjónustu í heimahús- um. Þetta er spilaborgarkerfi og ef við getum eflt þjónustu í heima- húsum getur fólk notið þess að vera lengur heima hjá sér og það hefur sýnt sig að þá dregur úr inn- lögnum á sjúkrahús.“ Um hugmyndir þess efnis að sækja starfsfólk út fyrir landstein- ana segir Sigurður það vissulega betri kost en engan. „Við eigum að vera mjög opin fyrir því að fá inn fólk frá öðrum löndum en eigi að síður getum við ekki gert ráð fyrir að byggja stór- an hluta þjónustunnar upp á fólki sem kemur annars staðar frá. Það væri nauðvörn,“ segir hann og á þá einkum við tungumálaörðugleika. „Ef hnökralaus samskipti skipta einhvers staðar miklu máli er það í heilbrigðisþjónustunni og við eig- um að geta menntað fólk hér.“ Sigurður hefur áhyggjur af þró- un mála. „Já, ég hef það og hef haft nokk- uð lengi. Við höfum held ég gott heilbrigðiskerfi og eigum að hafa alla burði til að reka þessa þjón- ustu vel.“ Landlæknir uggandi vegna þróunar mála á Landspítala – háskólasjúkrahúsi „Eigum að hafa alla burði til að reka þessa þjónustu vel“ Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Sigurður Guðmundsson SVEITARFÉLAGIÐ Blá- skógabyggð hefur uppi áform um að endurbyggja Eyfirðingaveg hinn forna á 10 km löngum kafla frá Kerlingu sunnan Skjaldbreiðar upp að Hlöðuvallaskála við Hlöðufell. Hefur sveitarfélagið sótt um fjár- styrk til Vegagerðarinnar og mun hún fjalla um erindið í lok þessa mánaðar. Sótt er um styrk úr Styrkvegasjóði Vegagerðarinnar. Valtýr Valtýsson oddviti Blá- skógabyggðar segir aðalmarkmiðið með ofaníburðinum vera það að hindra akstur utan við grófan slóð- ann og þannig halda umferðinni á slóðanum sjálfum. En til að svo verði þarf að lagfæra hann. Um 5 þúsund rúmmetra af efni þarf til framkvæmdanna sem kosta um 3 milljónir króna. „Þessi slóði er stórgrýttur og víða illa farinn. Þess vegna hafa menn hneigst til að keyra út fyrir hann með þeim afleiðingum að nýj- ar slóðir myndast,“ segir Valtýr. Hann segir slóðann mjög nauðsyn- legan fyrir umferð sem fylgir hestamönnum svo og vegna um- ferðar bænda upp á afrétti. „Þetta er vegslóði sem er inni á kortum og því er ekki um að ræða að verið sé að búa til nýjan veg- slóða, heldur lagfæra þann sem fyrir er. Þetta er liður í því að hindra utanvegaakstur svo menn hætti að krækja fyrir vilpur og stórgrýti.“ Stóraukin umferð sem eykur hættu á utanvegaakstri Sigurður K. Oddsson þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum er alfarið á móti fyrirhuguðum framkvæmdum og sér fyrir sér stóraukna umferð á hinni fornu reiðleið sem Eyfirð- ingavegur er, fari svo að leiðin verði lagfærð. Og það eitt og sér auki hættuna á utanvegaakstri. Auk þess séu jeppaslóðar í ná- grenninu sem hægt sé að nota. „Vegurinn á að halda sér eins og hann er og mér finnst það mjög slæmt að það eigi að fara að bera ofan í veginn og gera hann að ein- hverskonar jeppavegi,“ segir hann. „Það er nóg af jeppaslóðum norðan Skjaldbreiðar og víðar. Það hefur sýnt sig að þegar um- ferð eykst um þessa vegi, eykst áhætta á utanvegaakstri. Mín skoð- un er sú að þessi gamli vegur eigi að vera friðaður og ekki eigi að lagfæra hann.“ Sigurður segist þá mótfallinn því að vegurinn hafi verið merktur inn á kort sem jeppaslóði en segist þó ekki á því að loka eigi veginum al- farið, en heldur ekki að vekja at- hygli á honum og lagfæra hann með tilheyrandi aukinni umferð. Lagfæring Eyfirðingavegar hins forna umdeild Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is                                                                 HLÝJA LOFTMASSANUM sem lá yfir landinu í síðustu viku fylgdi svif- ryk af hættulegstu gerð, enda fínna en vetrarsvifrykið sem við eigum að venjast. Þetta kemur fram á vefsíðu Umhverfisstofnunar. Einar Svein- björnsson veðurfræðingur segir á bloggsíðu sinni (esv.blog.is) að mistrið hafi komið alla leið frá Rúss- landi. Lýsir hann atburðarásinni sem orsakaði hlýja loftið og mistrið á þessa leið: „Óteljandi landbúnaðar- eldar í Rússlandi síðustu daga apr- ílmánaðar mynduðu samfellt og afar víðáttumikið reykjarkóf með miklu magni fíngerðs svifryks. Reykj- armettað loftið barst síðan til vest- urs og síðar norðvesturs og séstakar veðuraðstæður réðu því að reyk- urinn dreifðist ekki betur og þynnt- ist út í háloftunum eins og venjan er. Frjókorn frá Austur- og Norður- Evrópu dreifðust síðan út í loftið áð- ur en það barst á haf út. Þessi meng- aði og hlýi loftmassi beindist síðan fyrir tilstuðlan háþrýstisvæðis í Nor- egshafi alla leið til Íslands, án þess að upprunalegir eiginleikar loft- massans tækju breytingum að nokkru ráði. Hann hélt með öðrum orðum hitastigi sínu og lágu raka- innihaldi ásamt stöðugleika sínum. Afleiðingin hér var síðan óvenjuleg hlýindi, sjaldséð mikil mengun frá meginlandi Evrópu ásamt miklu magni frjókorna þaðan.“ Mistur af hættu- legustu gerð ELDUR kviknaði í pappakössum utan af flatbökum ofan á eldavél í eldhúsi á fyrstu hæð í þriggja hæða húsi við Njarðvíkurbraut í Innri- Njarðvík í gærmorgun. Brunavarn- ir Suðurnesja slökktu eldinn á skömmum tíma. Einn maður og tvö börn voru í íbúðinni en þau komust út af sjálfsdáðum. Miklar skemmdir og eignatjón urðu af völdum elds og reyks. Engan sakaði og ekki þurfti að flytja neinn á sjúkrahús. Eldur í flatbökukössum VESTFJARÐARGÖNGIN lokuðust á fjórða tímanum í gær er maður á sextugsaldri ók bifreið sinni utan í gangavegginn og velti henni. Loka þurfti göngunum á meðan bíllinn, sem er talinn ónýtur, var hífður á vörubílspall. Manninn sakaði ekki og ekki leikur grunur á ölvunar- eða hraðakstri. Bíll valt í Vest- fjarðagöngum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.