Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TÍMI TIL AÐ LEGGJA FJÖGURRA AKREINA SUNDABRAUT Í EINUM ÁFANGA - ALLA LEIÐ UPP Á KJALARNES Skipulagsstefna Sjálfstæðisflokksins og önnur stefnumál á betriborg.is Óli minn, er það ekki alveg Dag-satt að ég er alvöru forsetafrú? Fólk sem ferðast áhjóli eða gangandisparar samfélag- inu gríðarlega fjármuni með ferðamáta sínum og bætir heilsufar sitt til muna auk þess sem það skapar verðmæti á ýmsum sviðum. Þá verður það fyr- ir mun minni mengun en fólk sem ferðast inni í bíl- um, þar sem bílarnir sjúga inn mengunina beint úr bílnum fyrir framan sig. Hins vegar fer fjarri því að skattlagning og gjöld vegna bifreiðanotkunar endurspegli þann kostnað sem bíl- stjórar valda, bæði hvað snertir uppbyggingu og viðhald umferð- armannvirkja og hækkandi heil- brigðiskostnað vegna mengunar og offitu. Þannig má segja að hjól- andi og gangandi vegfarendur, sem og þeir sem nýta sér almenn- ingssamgöngur taki þátt í að nið- urgreiða notkun einkabílsins. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli dr. Carlos Dora, lækn- is og vísindamanns hjá WHO á „Látum hjólin snúast“, ráðstefnu um heilbrigðar samgöngur sem haldin var á Grand Hótel Reykja- vík á fimmtudag. Dr. Dora sagði mörg vandamál tengjast gegnum samgöngur, t.d. heilsufarsleg, skipulagsleg, fjár- hagsleg og fleira. Sagði hann m.a. aukna bílanotkun leiða til minni stuðnings innan samfélaga og minni tengsla milli fólks. Auknar hjólreiðar og gönguferðir ykju samfélagstengsl og hjá börnum leiddu þau til aukins sjálfstæðis, enda leiddi sú þróun að börn væru keyrð flestra sinna ferða, til meira ósjálfstæðis og hreyfingarleysis þeirra. Sagði hann einnig að börn yrðu meira fyrir mengun en full- orðnir og öndunarfærasjúkdómar væru algengari hjá þeim vegna mengunar frá bílaumferð. Ekki markmiðið að „útrýma“ einkabílnum Meðal annarra fyrirlesara á ráðstefnunni var Thomas Krag, efnaverkfræðingur frá Dan- mörku, en hann sagði m.a. hjól- reiðar nýta mun betur það rými sem undir þær færi og væri pláss- þörf slíkra samgangna mun minni. Sagði hann nauðsynlegt að breyta umferðarmenningu, en eins og önnur menning væri hún ekki föst, heldur síbreytileg og sveigj- anleg. „Íslenska samgöngumenn- ingin getur breyst og það er æski- legt að breyta henni,“ sagði Krag m.a. og bætti við að það væri ekki meiningin að skipta út einkabíln- um fyrir reiðhjól, heldur að skipta út bílferðum fyrir hjólaferðir, sér- staklega hvað varðar styttri ferð- ir, en á Íslandi er um helmingur allra ferða styttri en þrír kíló- metrar, en slíka leið er hægt að fara á um fimmtán mínútum á hjóli. „Við viljum ekki útrýma einkabílnum, heldur auka fjöl- breytni ferðamáta fólks, að það líti á það sem valkost að fara á hjóli, því fækkun ferða á einkabílum minnkar bæði mengun og álag á umferðarmannvirki. Einkabílar eru góðir fyrir lengri ferðir og fjölskylduferðir, en fyrir t.d. ferð- ir í vinnuna eða skreppitúra er reiðhjólið mun betri kostur.“ Krag sagði Íslendinga mikla fyrir sér veðrið og hæðótt lands- lag, en Reykjavík væri t.d. ekki hæðótt miðað við margar borgir þar sem hjólreiðar eru afar vin- sælar, t.d. Brüssel. Ennfremur væri ekki mikill munur á veðurfari hér og í mörgum öðrum norræn- um borgum þar sem reiðhjól væru vinsæll ferðamáti. T.d. hjóluðu menn í borginni Oulu í Finnlandi í 20 gráðu kulda og úrkoma og vindar væru svipuð í Kaupmanna- höfn og hér á landi. „En hins veg- ar skulum við ekki líta neikvætt á þetta og segja það slæmt að menn hjóli ekki mikið á veturna, heldur skulum við gleðjast yfir því að hjólreiðaferðum fjölgi í góða veðr- inu og við þurfum að leggja rækt við það,“ sagði Krag m.a. og benti á margar leiðir sem stjórnvöld gætu farið til að gefa fólki já- kvæða hvatningu til að nýta sér reiðhjól sem samgöngumáta. „Það er staðreynd að fólk sem hjólar lif- ir lengur og betur og fjölgun reið- hjólaferða þýðir fækkun slysa. Fólk í bílum andar að sér meiri mengun, þar sem bílarnir dæla út- blæstri og svifryki hver upp í ann- an.“ Gunnar Hersveinn, upplýsinga- fulltrúi Umhverfissviðs Reykja- víkurborgar, tók einnig til máls á málþinginu, en að hans mati eru hjólreiðamenn dálítið utangarðs í umferðinni og oft ekki litið á hjól- reiðar sem alvöru valkost í sam- göngum. Til að bæta aðbúnað hjólreiðamanna þyrfti að gera ráð fyrir umferð þeirra á sérstökum brautum, sem ætlaðar væru undir reiðhjól sem samgöngutæki. Sagði hann einnig skjóta skökku við að happdrætti DAS væri farið að bjóða bensínþyrsta og plássfreka Hummer jeppa í verðlaun mánaðarlega. „Veitir okkur af fleiri svona bílum á göt- urnar, bílum sem ekki er hægt að leggja í eitt stæði,“ spurði Gunnar og bætti við að frekar vildi hann sjá Prius eða einhvers konar spar- neytinn gæðabíl í verðlaun, bíl sem ynni umhverfinu eitthvað gagn. Fréttaskýring | Ráðstefna um hjólreiðar sem valkost í samgöngumálum Hagkvæmar fyrir samfélagið Auknar hjólreiðar létta á umferðar- þunga, draga úr offitu og fækka slysum Hjólreiðar eru ekki bara frístundagaman. Hjólreiðar, göngur og strætisvagnaferðir  Í drögum að samgöngustefnu Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að auka hlut hjólreiða, strætisvagna og gönguferða í samgöngum borgarbúa og minnka þannig hlut einkabílsins að einhverju leyti, til að draga úr umferðarþunga og mengun á álagspunktum. Þannig er mark- miðið að hlutfall hjólreiðaferða aukist úr 3% í 6%, strætóferðum fjölgi úr 4% í 8% og gangandi ferðum úr 16% í 21% á næstu tutt- ugu árum. Gangi það eftir ætti bílferðum að fækka úr 78% í 66%. Eftir Svavar Knút Kristinsson Svavar@mbl.is NOTKUN hraðatakmarkara í bif- reiðum hefur nokkuð verið rædd inn- an Umferðarráðs að sögn Sigurðar Helgasonar, verkefnisstjóra umferð- aráróðurs og fjölmiðlunar hjá Um- ferðarstofu, en slíkur búnaður hefur verið ófáanlegur hingað til. Að sögn Sigurðar er mikið flutt inn af kraftmiklum bifreiðum sem marg- ar hverjar geta náð allt að þreföldum leyfilegum hámarkshraða. Telur Sig- urður ekki mikla skynsemi í því að flytja inn bíla sem séu hættulegir bæði ökumönnum og öðrum vegfar- endum. Hann telur hraðatakmarkara tvímælalaust hafa gildi en nú þegar séu hraðatakmarkarar í stórum vöru- flutningabílum og á Norðurlöndunum hafi það verið rætt að innan fárra ára yrðu völdin tekin hægt og bítandi af ökumönnum. Sigurður nefndi sem dæmi að á Norðurlöndunum væru bílar sumstaðar búnir alco-lás, en með slíkum búnaði ræsist bíll ekki ef ökumaður er ölvaður. Sigurður segir að mörg fyrirtæki á Íslandi hefðu í bifreiðum sínum svo- kallaðan Saga-búnað, en hann skráir alla hegðun ökumanns, s.s. hraða bíls- ins, notkun á stefnuljósum o.s.frv. Þessi búnaður geri það að verkum að ökumenn hagi sér betur og taldi Sig- urður að slíkur búnaður gæti einnig reynst foreldrum vel til að fylgjast með ökuhegðun barna sinna. Rætt um að setja hraða- takmarkara í bifreiðir ÖKUMAÐUR um tvítugt missti stjórn á bifreið sinni á Snæfellsnes- vegi á Mýrum skammt frá bænum Álftá í gærmorgun með þeim afleið- ingum að hann lenti utan vegar og fór tvær til þrjár veltur. Tveir farþegar voru með honum í bílnum. Mennirnir slösuðust ekki alvarlega að sögn lög- reglunnar í Borgarnesi, sýnu mest þó sá sem sat beltislaus í aftursætinu. Tveir mannanna voru fluttir til nánari skoðunar á Sjúkrahúsið á Akranesi. Ekki leikur grunur á að um ölvunar- akstur hafi verið að ræða. Bílvelta á Mýrum ♦♦♦ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.