Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VESTURLAND Borgarnes | Landnámssetrið fékk hæsta styrkinn við úthlutun styrkja sl. laugardag í Borgarnesi. Athöfnin fór fram í nýstofnuðu Landnámssetri og hófst með ávarpi formanns menn- ingarráðs; Helgu Halldórsdóttur. Helga bauð gesti velkomna og sagði vel við hæfi að athöfnin færi fram í húsakynnum Landnámsseturs þar sem stórhuga og framsýnt fólk töfr- aði fram frábærar sýningar sem tengjast menningu héraðsins og landsins alls. Helga sagði frá því að samningar á milli sveitarfélaga á Vesturlandi, menntamálaráðuneytis og samgöngumálaráðuneytis hefðu verið undirritaðir haustið 2005 og fimm fulltrúar af Vesturlandi skip- aðir í menningarráð. Þegar styrkir voru auglýstir til úthlutunar í vetur hefði ráðið átt von á góðum við- brögðum og góðum umsóknum. „Sú varð líka raunin,“ sagði Helga, „því sótt var um í sjóðinn til 78 verkefna fyrir um samtals 92 milljónir. Menn- ingarsjóðurinn fær á fjárlögum árs- ins 2006 25 milljónir. Umsóknirnar sýna vel þvílík gróska er í menning- arlífi á Vesturlandi og verkefnin mörg hver mjög metnaðarfull og skemmtileg.“ Helga sagði að ekki væri unnt að úthluta til allra þessara verkefna en úthlutað var úr sjóðnum í ár til 53 verkefna rúmlega 18 millj- ónum. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ávarpaði gesti þar næst og sagði menningarsamn- inginn sýna vilja stjórnvalda til að styðja við menningarstarfsemi á landsbyggðinni og að sveitarfélög- unum væri falið ákveðið vald sem rík- ið hefði haft áður. Þau Þorgerður Katrín og Sturla Böðvarsson sam- göngumálaráðherra afhentu styrk- ina. Landnámssetrið hlaut 1,2 millj- ónir í styrk vegna leiksýningarinnar Mr. Skallagrímsson og sagnamanna á sögulofti. Aðrir háir styrkþegar voru: Fyrirtækið Askur og Embla hlýtur 400.000 kr. styrk til fram- leiðslu á mynd um vesturfara frá Borgarfirði í byrjun síðustu aldar, Byggðasafn Snæfellinga hlaut 400.000 kr. til uppsetningar á versl- unarsýningu í Norska húsinu í Stykkishólmi, Kammerkór Vest- urlands hlaut 400.000 kr. vegna verk- efnisins Bach í Borgarfirði 2006, Verkefnið Matarkistan hlaut 500.000 kr. vegna heimavinnslu afurða og menningartengdrar ferðaþjónustu, Penna sf. fékk 500.000 kr. vegna sumarlistasmiðju fyrir börn og smiðju fyrir myndlist og keramik og fyrirlestra, Leifshátíð á Eiríks- stöðum hlaut 500.000 kr. en Leifshá- tíð leggur í ár áherslu á aðild ungs fólks að hátíðinni. Reykholtshátíð 2006 hlaut 500.000 kr., Markaðs- skrifstofa Akraness hlaut 500.000 kr. vegna leiðsagnar og kynningar á gamla bænum og ströndinni. Hring- horni fékk 500.000 kr. til kynningar á lífsháttum Íslendinga á víkingaöld. Héraðssnefnd Snæfellinga hlaut kr. 500.000 kr. vegna Jules Vernes- hátíðar 2006. Eyrbyggja – Sögu- miðstöðin í Grundarfirði hlaut 500.000 kr. vegna stafrænnar sýn- ingar, Kór Stykkishólmskirkju hlaut 550.000 kr til sumartónleikaraðar 2006. IsNord-tónlistarhátíð í Borg- arfirði hlaut 600.000 kr. Dögg Mós- esdóttir hlaut 600.000 kr. til gerðar stuttmyndar um sjóslys við Grund- arfjörð. Listasetrið Kirkjuhvoll hlaut kr. 650.000 til uppsetningar á mynd- listarsýningum. Fjölbrautaskóli Snæfellinga fékk kr. 750.000 til verk- efnisins listahátíð ungs fólks á Snæ- fellsnesi. Snorrastofa í Reykholti hlaut 850.000 kr. til útgáfu þriggja bóka um sögu og menningu Borg- arfjarðar. All senses Group hlaut 900.000 kr. vegna samstarfs 17 ferða- þjónustuaðila á Vesturlandi. Grunda- skóli á Akranesi hlaut 1.000.000 kr. vegna verkefnisins Ungir og gamlir – tónlistardagskrá. Byggðasafn Akra- ness og nærsveita hlaut 1.040.000 vegna níu sjálfstæðra verkefna sem tengjast safnasvæðinu á Akranesi og ýmsum viðburðum í bæjarlífinu. Veiting styrkja úr Menningarsjóði Vesturlands Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Styrkþegar Menningarsjóðs Vesturlands 2006. Alls styrkir sjóðurinn 53 verkefni í ár. Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur SAMFYLKINGIN í Kópavogi legg- ur höfuðáherslu á málefni eldri borg- ara og skólamál í stefnuskrá sinni fyr- ir komandi sveitarstjórnarkosningar. Guðríður Arnardóttir, oddviti listans, og aðrir frambjóðendur kynntu stefnumálin á blaðamannafundi í gær og sagði hún flokkinn ganga sókn- djarfan til bæjarstjórnarkosning- anna. „Við treystum okkur til að leiða nýjan meirihluta og erum með mjög ábyrga stefnuskrá,“ sagði hún. „Við lítum svo á að við séum raunhæfur kostur til að mynda nýjan meirihluta og taka forystuna.“ Öldrunarráði komið á fót Guðríður sagði að fjölga þyrfti mjög hjúkrunarrýmum í bænum og þrýsta á stjórnvöld að koma að því. Hún sagði Samfylkinguna styðja samstarf við Hrafnistu um byggingu hjúkrunarheimila við Boðaþing en sagði mikilvægt að tryggja að aðstað- an yrði opin öllum, óháð fjárhag. Hún sagði einnig brýnt að verða við hugmyndum Sunnuhlíðarsamtak- anna um stækkun hjúkrunarheimila og fjölgun þjónustuíbúða eins fljótt og mögulegt væri. Bæjarsjóður yrði að leggja sitt af mörkum auk þess sem knýja þyrfti á um aðkomu ríkisins. Hún sagði mikilvægt að efla heima- þjónustu og sagði brýnt að byrja á að tryggja starfsmenn í þau störf sem væru til staðar á því sviði auk þess sem fjölga þyrfti störfum. Flokkurinn leggur einnig áherslu á að efla þurfi tómstundir fyrir eldri borgara og bjóða upp á endurmennt- un. Þá er stefnt að því að koma á fót öldrunarráði sem yrði til ráðgjafar og umsagnar fyrir bæjarstjórn. Í því ættu sæti fulltrúar eldri borgara og myndi það fjalla um málefni sem vörðuðu þann hóp. Skólastefna flokksins er metnaðar- full og sagði Guðríður hann vilja að skólastarf í Kópavogi yrði með því besta í Evrópu. „Við viljum stórefla þróunarstarf í grunnskólunum, færa íþróttir og tóm- stundir inn í grunnskólana og sér- staklega tónlistina,“ sagði hún. „Við viljum ganga til samstarfs við Tónlist- arskólann í Kópavogi þannig að yngstu nemendurnir stundi sem mest sitt tónlistarnám innan veggja grunn- skólans. Við viljum að skólastarfi verði nokkurn veginn lokið þegar börnin koma heim.“ Raddir allra fái að heyrast Svæði hestamannafélagsins Gusts hefur verið til umfjöllunar og sagði Guðríður þá lausn sem hefði verið far- in, að flytja félagið á Kjóavelli, hafa kostað bæjarfélagið milljarð. „Tillaga Samfylkingarinnar fólst í því að Kópavogsbær myndi byggja upp svæðið á Kjóavöllum og afhenda hestamönnum í Gusti sem enn eiga hesthús þar hús gegn húsi en jafn- framt bjóða upp á nægt byggingar- land fyrir hina félagsmenn Gusts sem ekki eiga hesthús,“ sagði hún. „Þessi tillaga okkar hlýtur að teljast sann- gjörn fyrir alla. Leiðin sem farin er kostar yfir þrjá milljarða og okkar lausn hefði kostað að lágmarki millj- arði minna. Samfylkingin hefur stutt hestamenn heilshugar.“ Guðríður sagði jafnframt að Ís- landsmet hefði verið sett í lóðaúthlut- unum í Kópavogi en að flokkurinn horfði helst til Kársnessins varðandi uppbyggingu. Til lengri tíma horfir flokkurinn til Vatnsenda auk þess sem enn séu tækifæri til að byggja á Kópavogstúni. Þá séu óbyggð lönd í hluta Rjúpnahæðarinnar og víðar. Flokkurinn vill virkt íbúalýðræði og sagði Guðríður að kæmi Samfylk- ingin til með að leiða nýjan meirihluta í bæjarstjórn kæmu raddir allra bæj- arfulltrúa til með að njóta sín. Samfylkingin í Kópavogi kynnti stefnumál sín fyrir bæjarstjórnarkosningarnar sem fara fram í lok maí Málefni eldri borgara og skóla- mál í öndvegi Morgunblaðið/ÞÖK Kristín Pétursdóttir, Flosi Eiríksson, Hafsteinn Karlsson og Guðríður Arnardóttir kynntu, ásamt fleirum, stefnu- mál Samfylkingarinnar í Kópavogi í gær. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is RANNSÓKNARSETUR í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands var opnað formlega á föstudag. Meginmarkmiðið með starfsemi setursins er að efla fjölskyldu- og barnavernd á grunni vísindalegra rannsókna og að vera víðtækur vettvangur fræðaþróunar á því sviði. Rannsóknarsetrið er starfrækt á grundvelli samstarfssamnings við stjórnvaldsaðila, hagsmunasamtök og þjónustustofnanir á vettvangi sem samstarf hefur verið við um þróunarstarf, rannsóknir, starfs- þjálfun nemenda og kennslu um árabil. Þessir aðilar eru Velferð- arsvið Reykjavíkurborgar, Barna- verndarstofa, Efling-Stéttarfélag, þjóðkirkjan, Reykjanesbær auk ráðuneyta félags- og heilbrigð- ismála. Morgunblaðið/Jim Smart Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd opnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.