Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 14
Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska Daglegtlíf maí Fyrir mér er fötlun hug-tak. Mér finnst til dæm-is þeir sem eru sjálfs-elskir og nískir, vera miklu meira fatlaðir en ég. Að vera í hjólastól er ekki það versta. Ég er til dæmis með kollinn í lagi, en sumir sem lenda í slysi fá heilaskaða. Mér finnst ég vera mjög heppinn í samanburði við marga aðra,“ segir Húsvíking- urinn Aðalsteinn Hallsson, betur þekktur sem Addi Halls, en hann lenti í bílslysi fyrir tuttugu árum sem varð þess valdandi að hann er lamaður fyrir neðan geirvörtur. Hann er með eðlilega hreyfigetu um axlir en allir fingur hans hafa verið lamaðir þar til fyrir tveimur mánuðum að hann fór fyrstur Ís- lendinga í mjög sérhæfða aðgerð til Svíþjóðar, þar sem allir fingur á hægri hönd voru tengdir á nýjan hátt og nú getur hann bæði hreyft fingurna og gripið með þeirri hendi. Kannski vakna ég upp af draumi Addi er í endurhæfingu á Grensásdeildinni og mjög ánægð- ur með árangur aðgerðarinnar. „Strax daginn eftir aðgerðina sá ég að ég gat hreyft fingurna og ég vissi ekki hvort ég ætti að gráta, öskra eða hlæja. Það var ólýs- anlegt að sjá puttanna hreyfast í fyrsta skipti í tuttugu ár og mér fannst tíminn standa í stað. Stund- um finnst mér eins og þetta sé góður draumur sem ég eigi eftir að vakna af.“ Addi segir muna miklu að fá gott grip í höndina. „Þetta gerir mér lífið léttara og ég verð ekki eins háður öðrum. Nú er auðveld- ara fyrir mig að klæða mig, ég get tekið fötin mín út úr skápnum án þess að nota til þess sérstaka töng, ég get skrifað nafnið mitt með annarri hendi undir vísanótur án hjálpar þegar ég fer út að versla, ég get í fyrsta skipti í tutt- ugu ár tannburstað mig og rakað mig með einni hendi en áður þurfti ég að nota báðar hendur til þess, sem var miklu erfiðara. Ég get tekið upp það sem ég missi á gólfið, ég get haldið á kaffibolla eins og maður og drukkið úr hon- um og ég get heilsað fólki með handabandi.“ Svona mætti lengi telja um það sem aðgerðin hefur breytt í daglegu lífi Adda. Addi var tuttugu og fimm ára þegar hann lenti í bílslysinu. „Ég hálsbrotnaði á sjötta og sjöunda hálslið og það blæddi inn á mæn- una sem varð fyrir varanlegum skaða sem er þess eðlis að ég mun aldrei framar geta gengið.“ Í aðgerðinni í Svíþjóð voru með- al annars fjórir fingur Adda tengdir við sérstaka sin sem að- eins sumt fólk hefur í sér. „Ég kalla þetta apasin, því þegar api hangir á fjórum fingrum þá er þetta sú sin sem lokar og stjórnar því gripi. Ég var svo heppinn að vera með þessa sin og segi því stoltur að ég sé greinilega nýkom- inn ofan úr trjánum.“ Sótti fast að komast í aðgerðina Langt er síðan Addi rakst á grein um svona aðgerð á netinu, sem varð til þess að hann var harðákveðinn í að fara sjálfur í slíka aðgerð. „Þetta var fyrir þrettán árum, en enginn læknir virtist hafa skilning eða þekkingu á þessu fyrr en ég hitti Pál Ingv- arsson taugasérfræðing fyrir fjór- um árum, enda hefur hann unnið á þessu sjúkrahúsi í Gautaborg þar sem aðgerðin var gerð. Ég gafst ekki upp með að hamra á því að ég vildi fara í svona aðgerð og hann gekk að lokum í málið fyrir mig. Ég var eiginlega hættur að trúa því að þetta yrði að veru- leika, loksins þegar af því varð núna í mars.“ Fer í haust í aðgerð á vinstri hendi Addi var fjóra tíma á skurð- arborðinu og hann segir fyrstu vikuna eftir aðgerð hafa verið erf- iða, aðallega vegna verkja, því tveir teinar voru settir í höndina. „Ég þurfti að vera í spelkum í fjórar vikur og það er vissulega erfitt að verða aftur svona ósjálf- bjarga og þurfa mikla hjálp. Ég þarf að passa vel upp á höndina og má ekki reyna á hana að fullu fyrr en eftir þrjá mánuði. Ég má til dæmis ekki flytja mig sjálfur í og úr hjólastólnum.“ Addi fór í endurskoðun út til Gautaborgar fjórum vikum eftir aðgerðina og Jan Fridén, lækn- irinn sem gerði aðgerðina, var mjög ánægður með framförina. „Ég mun að öllum líkindum fara í samskonar aðgerð í haust á vinstri hendi, en hún er verr farin en sú hægri, þannig að sú aðgerð verður stærri og meiri.“ Heppinn að búa á Húsavík Addi býr á Húsavík, einn með hundinum sínum, tíkinni Nítu, og sér um sig sjálfur utan þess að hann fær heimilishjálp reglulega og hann á bíl sem er sérhannaður fyrir hann. „Ég hef haft að leið- arljósi þá hugsun að maður getur allt, þetta snýst bara um að finna réttu aðferðina til að gera það. Mér hefur oft tekist að finna lausnir sem eru mjög einfaldar þegar fötlun mín takmarkar að ég geti eitthvað. Og ég er heppinn að búa á Húsavík, því það er mín reynsla að það sé kostur fyrir mig að búa á Húsavík en ekki í Reykjavík. Þar þekkja mig allir og starfsfólkið á sjúkrahúsinu vill allt fyrir mig gera. Ef mér væri boðið að spóla til baka og velja það að hafa ekki lent í þessu bílslysi, myndi ég ekki þiggja það. Af því að þá væri ég ekki sú persóna sem ég er í dag. En ef einhver kæmi til mín í dag og byði mér að ég gæti staðið upp og gengið, myndi ég þiggja það með þökkum.“ Addi er afskaplega þakklátur öllu starfsfólkinu á Grensásdeild- inni sem hann segir vera einstakt í sinni röð og að starfið sem þar er unnið sé ómetanlegt. „Ég nefni sérstaklega Pál, Karen sjúkra- þjálfa og Sissú iðjuþjálfa, því þau hafa fylgt mér í gegnum allt þetta ferli.“  AÐGERÐ | Aðalsteinn Hallsson fór fyrstur Íslendinga í handaraðgerð þar sem fingur voru tengdir á nýjan hátt Gerir mér lífið léttara Olnbogabeygjuvö ðvinn tengdur við beygjuvöðva þum als. Addi skömmu eftir aðgerðina, ásamt því fólki sem kom að aðgerðinni. F.v.: Jan skurðlæknir, Jóhanna iðjuþjálfi (situr), Anika, yfirmanneskja hópsins, Mia sjúkraþjálfari og ónefnd kona sem er handarskurðlæknir í Uppsölum. Búið að sauma og ganga frá eftir aðgerðir á fingrum. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.