Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING EINGÖNGU verk eftir kórfélaga verða flutt á tónleikum sönghópsins Hljómeykis, sem haldnir verða í Ými við Skógarhlíð í kvöld kl. 20. Tónskáldin sem verk eiga á efnis- skránni er Elín Gunnlaugsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Óttar Sæmund- sen, Rúna Esradóttir, Skúli Hakim Mechiat og Þóra Marteinsdóttir. Alls verða flutt níu verk eftir þessi tónskáld á tónleikunum og er um frumflutning að ræða á sjö þeirra. Ljóst er að mörg tónskáld eru í hópi kórfélaga, en Hljómeyki hefur alla tíð lagt megináherslu á flutn- ing nýrra íslenskra verka. Stjórn- andi kórsins er Marteinn H. Frið- riksson og Örn Magnússon píanóleikari leikur með kórnum í einu verki. Um sönghópinn Hljómeyki Hljómeyki var stofnað árið 1974. Hópurinn starfaði fyrstu árin undir stjórn Rutar L. Magnússon og flutti þá aðallega veraldlega tónlist frá ýmsum löndum. Árið 1986 var tekin upp samvinna við Sum- artónleika í Skálholti og hefur kór- inn síðan þá lagt megináherslu á flutning nýrrar íslenskrar tónlistar. Í Skálholti hefur Hljómeyki flutt ný verk eftir mörg helstu tónskáld landsins, og hefur einnig tekið þátt í óperuuppfærslum; Dido og Æneas eftir Purcell, útvarpsupptöku af Orfeusi og Evridís eftir Gluck og Orfeo eftir Monteverdi. Kórinn hefur gefið út fjóra geisladiska, með verkum eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Báru Grímsdóttur og Jón Nordal. Í samvinnu við Mótettukór Hallgrímskirkju haust- ið 2004 söng hópurinn með Sinfón- íuhljómsveit Íslands og einsöngv- urum verkið Voices of Light eftir Richard Einhorn undir sýningu myndar Carls Dreyers um Jóhönnu af Örk. Hljómeyki hefur frumflutt um 40 tónverk, innlend sem erlend. Kórinn var einn 13 kóra um víða veröld sem pöntuðu og frumfluttu verkið Glory and the Dream eftir Richard Rodney Bennett vorið 2001. Tónlist | Sönghópurinn Hljómeyki með tónleika í Ými í kvöld Frumflytja sjö verk kórfélaga Hljómeyki kemur fram í Ými í kvöld. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20. Í GAGNRÝNI Guðna Elíssonar í Ritinu (2/2004) undir fyrirsögninni „Frægðin hefur ekkert breytt mér“ minnist hann stemningarinnar í Þjóðminjasafninu eins og það var fyr- ir ekki svo löngu. Á æskuárum sínum segist hann alltaf hafa skammast sín þegar hann fór með útlendinga í safn- ið; myrkur og drungi hafi einkennt andrúmsloftið þar, sem ekki hafi ver- ið aðlaðandi. Guðni heldur því fram að í mununum sem Þjóðminjasafnið hafði til sýnis þá „búi birting- armyndir allra eymdartímanna sem Íslendingar gengu í gegnum, alls sem þeir sem framsækin þjóð hafa þurft að fela eða setja í nýjan búning“. Einn af þessum munum er íslenska fiðlan. Hún er afar frumstæð, aðeins tveir strengir sem hljóma ámátlega. Má segja að í henni ómi eymd fyrri alda, myrkur og drungi. En einmitt það gerir hana sjarmerandi, a.m.k. var ákaflega gaman að hlýða á Sigurð Rúnar Jónsson spila á hana á tón- leikum sem hann hélt í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöldið ásamt Steindóri Andersen og Báru Grímsdóttur. Fiðlan skapaði forn- eskjulega stemningu og á tímabili var eins og maður væri kominn langt aft- ur í tímann. Tónleikarnir höfðu yfirskriftina Kliður fornra strauma og á dag- skránni voru lög eins og Stóðu tvö í túni, Krummi svaf í klettagjá og Liljulagið. Alls konar fróðleikur fylgdi tónlistarflutningnum, eins og að það síðastnefnda hefði verið talið áhrifarík vörn gegn draugagangi. Sagan segir að gömul kona hafi sung- ið þetta lag á kvöldin á bæ einum, en þegar hún dó var enginn til að halda siðnum áfram, því aðeins gamla kon- an kunni textann, sem mun sam- anstanda af hundrað erindum. Auð- vitað varð ekki líft fyrir draugum á bænum, og á endanum lagðist hann í eyði. Eitt lagið á dagskránni var Ó, mín flaskan fríða. Sjálfsagt hafa ekki margir vitað það, en lagið var upp- haflega hugsað til helgihalds í kaþ- ólsku kirkjunni. Ekki mátti syngja helgitexta á æfingum og því var sam- inn annar texti í staðinn, drusla, eins og það var orðað. Það var drykkju- textinn margfrægi. Þessir tónleikar voru frábær skemmtun. Vesæll hljómur fiðlunnar var unaðslegur, og einnig var gaman að heyra Sigurð spila fimlega á lang- spil, sem er mun yngra hljóðfæri í tónlistarsögu Íslendinga. Þremenn- ingarnir sungu líka af andríki og raddir þeirra, sem voru magnaðar upp í hátalarakerfi Salarins, hljóm- uðu frjálslega, sem hentaði tónlist- inni fullkomlega. Því auðvitað er þetta að mestu tónlist ómenntaðrar alþýðu, og þykir sumum hún sjálf- sagt hallærisleg í dag, a.m.k. ef miðað er við blómstrandi hámenninguna í Evrópu á sama tíma og hún var sam- in. Engu að síður er hún hluti af arf- leifð okkar og það má ekki gleyma henni. Því eru svona tónleikar nauð- synlegir; ég vona að þeir verði miklu fleiri. Skammar- leg fortíð? TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Sigurður Rúnar Jónsson, Bára Gríms- dóttir og Steindór Andersen fluttu forna íslenska tónlist. Fimmtudagur 11. maí. Kliður fornra strauma Jónas Sen BRASILÍSKI dansflokkurinn Grupo Corpo sýndi tvö dansverk á opnunardegi Listahátíðar. Fyrra verkið Lecuona, samið við tónlist hins kúbverska Ernesto Lecuona, samanstendur af tólf dúettum. Dú- ettarnir eru aðgreindir með lýsingu og mismunandi litum í búningum kvendansaranna. Þær voru klædd- ar í síðkjóla og háa hæla en þeir í síðbuxur og lakkskó. Tónlistin skip- aði stóran sess í verkinu en hún var að jafnaði ástríðufull og ang- urvær eða full af gleði og kátinu. Dansarnir lituðust af viðfangsefni tónlistarinnar sem fjallaði um allt frá hefnd og afbrýðisemi til losta og ástar. Verkið sameinar margs konar suður-amerísk áhrif eins og tangó og latinostíl. Einkenni dans- gerðarinnar voru teygjur út í ystu æsar en stuttu síðar hrokkið saman með snöggri hreyfingu. Herrarnir sáu um lyftur í verkinu en döm- urnar um fettur og brettur. Mest bar á kvendönsurunum og var glæsileiki þeirra ekki síst karldöns- urunum að þakka þar sem þeir fylgdu hreyfingum þeirra eftir í hvívetna. Dúettarnir liðu áfram hver öðrum fallegri. Verkið endaði á dansi þriggja para og voru kvendansararnir klæddir hvítum síðkjólum. Sviðið breyttist í spegla- sal þar sem rómantískur dansinn dunaði. Það var unaðslegt að fylgjast með dansinum. Pörin svifu um svið- ið og túlkuðu eldheitar tilfinningar sem náðu frá fingurgómum fram í tær. Það var gaman að sjá hvað glæsileiki klassíska ballettsins, bak- grunnur dansaranna, naut sín í ástríðufullri dansgerðinni. Í seinna verkinu Onqoto eða Hvar er ég? er viðfangsefnið sköp- un heimsins og tilvist mannsins. Sviðið var rammað inn með harm- onikulagaðri gardínu en dans- ararnir komu og fóru inn um hana á milli atriða. Samtals 19 dansarar klæddir svörtum aðsniðnum bún- ingum birtust á sviðinu. Þeir hreyfðu sig í hnapp með fótahreyf- ingum í ætt við flamengó en þó var dansgerðin af allt öðrum toga. Í öðrum kafla byrjuðu hreyfingarnar með mjúkum mjaðmahreyfingum sem enduðu með snöggum höfuð- og fótahreyfingum. Tónlistin var taktföst við hreyfingar sem stund- um voru forneskjulegar. Eftirminn- legur var kafli þar sem dansararnir voru klæddir í ljósa búninga og skriðu um á gólfinu með abstrakt hreyfingum í ætt við engisprettur. Síðar skelltu þeir sér í gólfið með látum svo að small í líkömunum. Verkið endaði á því að skugga- myndum dansaranna var varpað á sviðsveggina með áhrifaríkum hætti. Það var kóríógrafísk fegurð í þessu dansverki og dansararnir, sem gáfu allt í dansinn, eru með eindæmum færir listamenn. Sýning Grupo Corpo er eftirminnileg og óhætt að trúa öllum þeim fögru lýs- ingarorðum sem notuð hafa verið um flokkinn af gagnrýnendum víðs- vegar um heim. Frá fingurgómum fram í tær DANS Borgarleikhúsið Grupo Corpo Lecuona eftir Rodrigo Pederneiras. Tón- list: Ernesto Lecuona. Sviðsmynd: Paulo Pederneiras. Búningar: Freusa Zech- meister. Lýsing: Paulp Pederneiras og Fernando Velloso. Onqoto eftir Rodrigo Pederneiras. Tón- list: Caetano Veloso og José Miquel Wisnik. Búningar: Freusa Zechmeister. Sviðsmynd og lýsing: Paulo Pederneiras. Föstudaginn 13. maí. Listahátíð í Reykjavík Lilja Ívarsdóttir „Sýning Grupo Corpo er eftirminnileg og óhætt að trúa öllum þeim fögru lýsingarorðum sem notuð hafa verið um flokkinn af gagnrýnendum víðsvegar um heim,“ segir Lilja Ívarsdóttir um sýningu Grupo Corpo á Listahátíð. 20.00 Danshátíð á Listahátíð – Trans Danse Europe. Við er- um öll Marlene Dietrich. FOR í Borgarleikhúsinu. Fyrsta sýning. Mánudagur 15. maí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.