Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VIÐ BRÆÐURNIR erum að gera upp bú foreldra okkar. Víólu- leikarinn löngu látinn og móðirin flutt í húsnæði fyrir aldraða. Verk- ið er hvorki flókið né fyrirhafn- arsamt; óbrotið alþýðufólk á Ís- landi, sem haft hefur viðurværi sitt af listum, safnar ekki auði, sem mölur og ryð fá grandað. En eitt og annað leynist þó innan um persónu- lega hversdagshluti. Stafli af nótum fyrir strengjakvartetta, einleiksverk fyrir lág- fiðlu, djassverk fyrir saxófón og stórsveit. Þarna eru til að mynda eftirritanir með eigin hendi pabba. Og jafnvel er hér hluti af sögu stéttarbaráttu hljóm- listarmanna á Íslandi. Tónlistarblaðið frá 1956 liggur þarna innan um nót- urnar. Í þessu blaði er grein, sem ber heitið „Aðbúnaður sinfón- íuhljómsveitarinnar, ábending til ábyrgra aðila“. Og þar er fátt, sem kemur á óvart hálfri öld síðar. „Góðtemplarahúsið í Reykjavík er notað sem æfingasalur fyrir hljóm- sveitina, þrátt fyrir það að þau salarkynni hafa ekkert af því, sem nauðsynlegt er fyrir hljómsveitina; fyrst og fremst enga „acostic“ (eða hljóm); engin upptökuskilyrði; enga hljóðfærageymslu, sem hægt er að nefna því nafni, og enga nótnageymslu, svo nokkur dæmi séu tekin. Hljómurinn í aðalsal Þjóðleik- hússins er algjörlega óhæfur til sinfóníutónleika, eins og þeir hafa eflaust tekið eftir, sem hafa hlýtt á tónleika í hljómleikasölum erlend- is, enda er Þjóðleikhúsið ekki byggt með það fyrir augum, að halda þar sinfóníutónleika.“ Í niðurlagi greinar sinnar undir fyrirsögninni „Það sem koma verð- ur“ segir höfundurinn frá portú- gölskum ferðamanni, sem fær á Íslandi að hlýða á La Bohéme eft- ir Puccini flutta af eintómum Ís- lendingum. Ferðamaðurinn getur ekki orða bundist þegar hann kemur heim til Portúgal og segir frá þessari litlu, stoltu menning- arþjóð norður við heimskautsbaug, sem er svo rík af menningar- auðæfum, að hún á sína eigin óp- eru og sinfóníuhljómsveit. Og Ís- lendingar komast við af hinum erlenda palladómi eins og svo oft áður. En þá segir: „En hver er svo sannleikurinn í því, – sannleik- urinn, sem hinn portúgalska ferða- lang hefur ekki rennt hinn minnsta grun í? Engin þjóð í heiminum, sem vill telja sig til menningarþjóða, býr jafn illa að sinfón- íuhljómsveit sinni og íslensk mennta- yfirvöld sjá sóma sinn í að gera, – aðbúnaður og fjárframlög eru svo léleg, að skömm er að. Það verður að reisa hér tónlistarhöll, þar sem hljómsveitin getur haft sínar æf- ingar, útvarpshljóm- leika og almenna tón- leika alveg eins og ríkið hefur byggt Þjóðleikhúsið fyrir leiklistina, Listasafn Íslands fyrir málaralist og höggmyndalistina og bókasöfn, þar sem íslenskum almenningi gefst kostur á að kynnast íslenskri ritlist.“ Velviljaður stjórnmálamaður, vinur litla mannsins, lagði til hér fyrr á árum, að sinfóníuhljóm- sveitin yrði lögð niður og listafólk- ið sent út um víðan völl að kenna tónlist. Þótt segja mætti að slík ráðstöfun kynni að leiða til fjör- gvunar tónlistarskólanna í bráð þótti ýmsum, að þetta væri jafn gáfulegt og að efla grunnskólana með því að leggja niður háskólann. Sem betur fer hefur skilningur að þessu leyti aukist. Þó virðist áhug- inn enn vera í tæpu meðallagi á því að tónlistarhús rísi og við í svipuðu fari og fyrir hálfri öld eins og lýst er í ágætri grein Gunnars Egilson klarínettuleikara, sem til er vitnað hér að ofan. Tónlistar- iðkunin er gerð að áhugamáli þröngs hóps og litið er fram hjá öllum þeim skara sem á tónlistina leggur stund um okkar daga. Og einnig er litið fram hjá þess- um óbrotnu alþýðumönnum, sem ruddu brautina og voru jafnvel Vestfirðingar eins og Einar Odd- ur, aldir upp í bókabúðinni á Ísa- firði eða á skútuþilfari fyrir Vest- fjörðum. Margir þessara alþýðumanna öfluðu sér mennt- unar víða um heim til að miðla landsmönnum list sinni við kröpp kjör og af nánast óskiljanlegum brennandi áhuga. Þeir lögðu grunninn að því, sem við búum við í dag. Þær eru furðu lífseigar minning- arnar um Olav Kielland sveiflandi tónsprotanum í Góðtemplarahús- inu, dragandi fram það besta í misjafnlega vel undirbúnum hljóð- færaleikurum og erilsöm af- greiðsla skömmtunarseðla fyrir ýmissi hversdagsvöru á loftinu, ótímabær karlakórssöngur undir súð í litlu íbúðinni í Sigtúni, kvart- ettæfingar á Fjólugötunni, lúðra- blástur í Hljómskálanum og sveifla stórsveitar í Breiðfirðingabúð. Ný lágfiðla, sérsmíðuð fyrir pabba í Englandi, gjöf Ragnars í Smára. Höfðingslund, sem aldrei er frekar höfð á orði og vafalítið Ragnari gleymd áður en leyst er úr næsta vanda listarinnar. Það má vel vera að iðn- aðarráðherrann sé áhugasamari um álver en tónlistarhús en þá er henni illa í ætt skotið. Þeir hafa jafnan leitt sönginn á bjartari nót- um Lómtjörnungar; hann hefur sagt mér af því sögur, hann frændi hennar frá Steinkirkju. Tryggvi Þór Herbertsson er vafalítð glöggur hagfræðingur og ber gott skyn á það sem vel má fara við hagstjórnina. Hann vill fresta tónlistarhúsi. En honum er ekki ætlað að forgangsraða sam- félagslegum verkefnum okkar. Það er stjórnmálamönnum ætlað, sem eðli málsins samkvæmt þurfa að geta litið bæði til brauðsins og draumanna. Og maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Hann lifir alls ekki af brauði. Hann lifir af ævintýrunum. Það var merkilegur dagur í sögu hugmyndanna, þegar Sigurður Nordal komst að þessari nið- urstöðu. Ekki af brauði Sigurbjörn Sveinsson fjallar um menningu ’Og maðurinn lifir ekkiaf brauði einu saman. Hann lifir alls ekki af brauði. Hann lifir af æv- intýrunum.‘ Sigurbjörn Sveinsson Höfundur er læknir. „ÞESSAR sveiflur, þar sem eitt árið er milljarður í gengistap og hitt árið milljarður í gengishagnað er auðvitað algjörlega óviðunandi,“ sagði Finnbogi. „Finnbogi Jónsson, formaður stjórnar Samherja, sagði á að- alfundi félagsins í gær að eitt brýnasta verkefni stjórnvalda í efnahagsmálum væri að sjá til þess að fjár- mögnun þeirra virkj- anaframkvæmda sem fram undan væru á Austurlandi yrði með þeim hætti að jafn- vægi og stöðugleiki ríkti á gjaldeyr- ismarkaði.“ Ofangreint er tekið úr grein sem birtist í Morgunblaðinu 4. apríl 2003, á bls. 17. Ætlunin með þess- ari grein er ekki að fella dóma um frammistöðu stjórn- valda í glímunni við gengisstöðugleikann heldur að minna á nauðsyn þess að við göngum til samninga við Evr- ópusambandið um aðild og breyt- um um gjaldmiðil úr krónu í evru. Gengissveiflan nú er langt frá því að vera einsdæmi. Á nýársdag árið 2000 kostaði einn dalur 84,7 krónur, ári síðar 103,6 krónur og á nýársdag 2002 kostaði hann 82 krónur. Margt bendir til þess að krónan eigi eftir að styrkjast fyrr en varir, verð á áli hefur aldrei verið hærra. Þá reynist það okkur hagstætt nú sem fyrr er styrjaldir eða óáran herja í Evrópu, leiðir það til hækkunar á fiskverði og er einsýnt að óttinn við fuglaflensuna mun auka eftirspurn eftir sjáv- arafurðum og þrýsta fiskverði upp, þá má búast við góðu ferða- mannasumri og gjaldeyririnn því að streyma inn og því ekki fjarri lagi að ætla að krónan nálgist fyrri hæðir í lok ársins. Margir vilja kenna íbúða- lánamarkaðinum um neysluaukn- ingu og viðskiptahalla, hagspek- ingar segja það hafa verið misráðið að bæta lánakjör fólksins með þeim hætti sem gert var. Seðlabankinn kallar á vaxtahækk- un og bankarnir hlýða kallinu. Á sama tíma gefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins út rit um lífsgæði og getur þess sérstaklega að átak skuli gert í því að bæta lánskjör vegna fasteignakaupa. Þar er þess getið að á þeim markaði skorti verulega á að sam- keppnin nái yfir landa- mæri og sagt að það verði eitt mikilvæg- asta verkefnið í allra nánustu framtíð að auka húsnæð- islántökur ein- staklinga yfir landa- mæri í þeim tilgangi að bæta lánskjör og auka lífsgæði. Ætlar Seðlabankinn þá að leggja til að við hætt- um í Evrópska efna- hagssamstarfinu? Hvernig stendur á því að KB banki getur lánað sænskum íbúðarkaupendum lán með 3,4% vöxtum en Íslendingnum er gert að greiða 5,35 til 6,85 % vexti? Eru íslenskir lífeyrissjóðir að greiða niður íbúðarlán í Svíþjóð? Eitt sterkasta ákvæði Evrópusátt- málans er algjört bann á mis- munun eftir kyni eða þjóðerni. Það verður að breyta stjórn- arskránni svo þjóðin geti kosið um aðild að Evrópusambandinu. Aðild hefur ekki bara jákvæðar afleið- ingar henni fylgir forræðisafsal og kostnaður, þetta þarf að ræða vel og upplýsa þjóðina um. Fulltrúar sjávarútvegsins verða að taka virkan þátt í umræðunni, vill hann búa við stöðugleika eða halda óstöðugleikanum og hver að tuða áfram í sínu horni? Stöðugleiki á gjaldeyrismarkaði Bjarni Pétur Magnússon fjallar um sjávarútveg Bjarni Pétur Magnússon ’Það verður aðbreyta stjórn- arskránni svo þjóðin geti kosið um aðild að Evr- ópusamband- inu.‘ Höfundur er hagfræðingur. HR. NENAD Pacek, ráð- stefnustjóri. Hr. Tómas Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi. Í dag, mánudaginn 15. maí, er boðið til ráðstefnu í Reykjavík í nafni The Economist og einn af styrktaraðilum ráð- stefnunnar er Alcoa. Undirrituðum barst fimmtudaginn 27. apríl boð frá Alcoa gegnum almannatengslafyr- irtæki um að sitja ráð- stefnuna. Boðið má kalla höfðinglegt því samkvæmt upplýs- ingum sem fylgdu er ráðstefnugjaldið litlar 1.799 evrur á mann. Al- coa býðst af örlæti sínu til að greiða ráðstefnu- gjaldið fyrir undirrit- aðan vilji hann þekkj- ast boð um að vera gestur þeirra á ráðstefnunni. Bjartsýni eða ósvífni Undirritaður verður því miður að afþakka boðið og gerir það hér með. Fyrir því liggja eftirfarandi ástæð- ur. Í mínu starfi hef ég tamið mér að þiggja engin þau boð eða fríðindi hvorki af fyrirtækjum né öðrum að- ilum sem orkað gæti tvímælis fyrir mig, starf mitt og starfsheiður sem stjórnmálamanns. Ráðstefnugjaldið er eins og áður sagði þvílík upphæð að það færi engan veg- inn saman við mínar grundvallarreglur í þessum efnum að þiggja slíkt. Í öðru lagi er upplegg ráðstefn- unnar með þvílíkum endemum, svo einhliða og þröngt að engu tali tekur. Engum eig- inlegum gagnrýn- isröddum, hvort sem heldur er litið til hinna stórfelldu umhverfis- áhrifa stóriðjustefn- unnar eða efnahags- afleiðinga er hleypt að. Ráðstefnan er því sem slík full- komlega óáhugaverð, einhliða trú- boð fyrir stóriðju-útsölustefnunni og tíma mínum betur varið til annarra hluta. Þaðan af síður væri 160–170 þúsund krónum vel varið í að hlusta á trúboðið og jafnvel þó nokkrir kaffibollar fylgi með. Í þriðja lagi finnst mér upphæð ráðstefnugjalds- ins jaðra við siðleysi. Ætlast er til þess að menn borgi 1½ mánaðarlaun tekjulægsta fólksins í landinu fyrir eins dags atburð af þessu tagi. Það er lýsandi fyrir þann hugarheim sem ráðstefnuhaldarar, styrktaraðilar, aðstandendur, ræðumenn og aðrir þátttakendur lifa í. Hér er ekki sett- ur upp fundur þar sem borin er virð- ing fyrir gagnkvæmum sjón- armiðum, hér er ekki efnt til rökræðu og hér er ekki ætlast til þátttöku almennings. Ég tel þetta upplegg til skammar fyrir The Economist og styrktarað- ila sem eru auk Alcoa, Fl-Group, Landsbankinn og Almannatengsla- fyrirtækið KOM sem og setja, að mínu mati, þeir sem leggja nafn sitt við þetta sem ræðumenn eða þátt- takendur verulega niður. Þáttur The Economist Það má þó segja að fyrst taki steininn úr þegar farið er að skoða kynningarefni The Economist fyrir ráðstefnuna. Í blaðagrein, sem birt- ist í Morgunblaðinu föstudaginn 28. apríl sl., gerði ég grein fyrir því með hvaða hætti Ísland er þar falboðið sem land hinnar ódýru hreinu og ótakmörkuðu orku sem jafnvel full- nægi þörfum allrar Evrópu. Það að aðili eins og The Economist, sem væntanlega ætlast til þess að hann sé tekinn alvarlega, skuli láta þvætt- ing af þessu tagi fara frá sér er fyrir neðan allar hellur. Dapurlegt er að takmörkuð orka landsins og um leið náttúra þess skuli falboðin með þessum hætti. Sérstaklega er aug- lýst að hún, þ.e. orkan, sé ódýr og að í kaupbæti séu veittir afslættir á sköttum. Svo seint sem á því herrans ári 2006 er landið enn kynnt með þessum hætti. Forkólfar stór- iðjustefnunnar með forsætisráð- herra landsins í broddi fylkingar hafa bókstaflega ekkert lært. Hr. Nenad Pacek, mér finnst sorglegt að virtur aðili eins og The Economist skuli blanda sér inní mál- efni Íslands á forsendum sem þess- um. Hr. Tómas Sigurðsson – nei takk. Steingrímur J. Sigfússon. Opið bréf til The Economist og Alcoa ’Það að aðili eins og The Economist, sem væntanlega ætlast til þess að hann sé tekinn alvarlega, skuli láta þvætting af þessu tagi fara frá sér er fyrir neðan allar hellur.‘ Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050                       Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.