Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 33
sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga kl. 10–17. Fyrirlestrar og fundir Askja – Náttúrufræðihús HÍ | Sóley S. Bender dósent kynnir rannsókn sína á ár- angri ráðgjafar um getnaðarvarnir fyrir konur sem fara í fóstureyðingu. Fyrirlest- urinn fer fram 16. maí kl. 16.30–17.30 í Öskju, stofu 132. Nánari upplýsingar er að finna á http://www.hjukrun.hi.is/page/ hjfr_malstofur_vor_2006. Útivist og íþróttir Garðabær | Golfleikjanámskeið fyrir for- eldra, ömmur og afa, unglinga og börn. Námskeiðin eru fimm daga og er farið á golfvöll síðasta daginn. Námskeiðin eru kl. 17.30–19 eða 19.10–20.40. Kennari er Anna Día, íþróttafræðingur og golfleiðbeinandi. Íslenskir fjallaleiðsögumenn | Fjallaleið- sögumenn standa fyrir Esjugöngu öll þriðjudagskvöld í maí. Lagt er af stað frá bílastæðinu við Mógilsá kl 18.30. Leið- sögumaður frá ÍFLM gengur með og gefur góð ráð. Þátttaka er ókeypis og öllum opin. Íþróttahúsið Mýrin, Garðabæ | Vatns- leikfimi í Mýrinni Garðabæ. Fyrir eldri borg- ara kl. 9.30–10.30 mánudaga og miðviku- daga. Fyrir yngra fólk 7.40–8.20 fjórum sinnum í viku. Skráning er hjá Önnu Díu íþróttfræðingi í síma 691 5508. Mýrin er nýtt íþróttahús við Bæjarbraut. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 33 DAGBÓK RONJA RÆNINGJADÓTTIR Lau 20/5 kl. 14 Su 21/5 kl. 14 Su 28/5 kl. 14 SÍÐ. SÝN. Í VOR FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP Fi 18/5 kl. 20 UPPS. Fö 19/5 kl. 20 UPPS. Fö 19/5 kl. 22:30 UPPS.Su 21/5 kl. 20 UPPS. Fi 25/5 kl. 20 UPPS. Fö 26/5 kl. 20 UPPS. Fö 26/5 kl. 22:30 UPPS. Su 28/5 kl. 20 UPPS. Fi 1/6 kl. 20 UPPS. Fö 2/6 kl. 20 UPPS. Fö 2/6 kl. 22:30 UPPS. Má 5/6 kl. 20 Fö 9/6 kl. 20 Fö 9/6 kl. 23 Má 12/6 kl. 20 VILTU FINNA MILLJÓN? Forsýningar miðaverð 1.500 Í kvöld kl. 20 UPPS. Þri 16/5 kl. 20 UPPS. Mi 17/5 kl. 20 UPPS. Fö 19/5 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Su 21/5 kl. 20 UPPS. Fi 25/5 kl. 20 Fö 26/5 kl. 20 Mi 31/5 kl. 10 UPP. Fö 2/6 kl. 20 Lau 3/6 kl. 20 LEIKLESTRAR Norðurlandahraðlestin-sviðsettir leiklestrar. Þri 16/5 kl. 17 Noregur: Svefn e. Jon Fosse Svíþjóð: Kynlíf, eiturlyf og ofbeldi e. Mathias Andersson Mi 17/5 kl. 17 Finnland: Rauðir úlfar e. Kari Hotakainen Danmörk: Aska Gosa e. Jokum Rohde Allir velkomnir-Ókeypis aðgangur MARLENE DIETRICH-Íd Í kvöld kl. 20 Þr 16/5 kl. 20 Mi 17/5 kl. 20 AÐEINS ÞESSAR SÝN. BELGÍSKA KONGÓ Fi 18/5 kl. 20 Mi 24/5 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR NAGLINN Fi 1/6 kl. 20 SÍÐASTA SÝNING TENÓRINN Fi 18/5 kl. 20 Lau 27/5 kl. 20 AÐEINS ÞESSAR SÝN. HLÁTURHÁTIÐ HLÁTURHÁTÍÐARVIÐBURÐIR Fi 18/5 kl. 22:30 LEiKTU FYRIR MIG MIÐAVERÐ 1.000 Leikarar leika eftir pöntun þín uppá- haldsatriði úr Áramótaskaupunum. Fi 25/5 kl. 22:30 BANANABIKARINN MIÐAVERÐ 1.000 Leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur og Leikfé- lagi Akureyrar, keppa í leikhússporti Su 28/5 kl. 20:00 HLÁTURNÁMSKEIÐ MIÐAVERÐ 1.000 Ásta Valdimarsdóttir og Kristján Helgason kenna hláturjóga. Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is MIÐASALA OPIN ALLAN SÓLAR- HRINGINN Á NETINU. Litla hryllingsbúðin – aukasýningar í september! Vegnar gríðarlegrar aðsóknar: Aukasýningar í september! Lau 2/9 kl. 19 AUKASÝNING Sun 3/9 kl. 20 AUKASÝNING Fös 8/9 kl. 19 AUKASÝNING Lau 9/9 kl. 19 AUKASÝNING Fullkomið brúðkaup – Borgarleikhúsinu. Allt að seljast upp! Litla hryllingsbúðin – Íslensku óperunni. Sala hafin!                                      !   " #   $$$     %                                        ! "   #   $     % #    &'()*++,  % #      -.. &//  )().(01 23 -'145(, '&0-60(0        $       #    &'()*++,      &'()*++, 75 ÁRA afmæli. Í dag, 15. maí, er75 ára Karl Jóhann Ormsson, Stargengi 26, Reykjavík. Hann dvelur með ástvinum á afmælisdaginn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is ÁRIÐ 2003, þegar öld var liðin frá útkomu bókarinnar Lýðmenntunar ákváðu Kennaradeild Háskólans á Akureyri og Kennaraháskóli Ís- lands að heiðra minningu Guð- mundar Finnbogasonar höfundar bókarinnar með ráðstefnu um bók- ina og önnur fræðastörf Guð- mundar. Ráðstefnan var haldin í Stórutjarnarskóla, skammt frá fæð- ingarstað Guðmundar, Arnstapa í Ljósavatnsskarði. Á ráðstefnunni voru flutt tíu er- indi og hefur þessi bók að geyma greinar, sem byggjast á erindunum. Í fyrstu greininni segir frá mann- inum Guðmundi Finnbogasyni, ævi- ferli hans og háttum. Höfundur hennar er sonur Guðmundar, Finn- bogi, fyrrum landsbókavörður. Þar er brugðið upp skýrri mynd af þess- um merka og fjölhæfa lærdóms- manni. Næstu þrjár ritgerðir lýsa þeim hugmyndafræðilega grunni, sem G. F. stóð á og í tengslum við það menntunarferli hans og helstu áhrifavöldum. Höfundar þessara rit- gerða eru Jóhann Hauksson, Krist- ján Kristjánsson og Jörgen L. Pind. Þegar þessar ritgerðir hafa verið lesnar, er lesandinn vel í stakk bú- inn til að ná valdi á framlagi Guð- mundar Finnbogasonar til íslenskra fræðslumála. Þar fer fyrst ágæt rit- gerð Lofts Guttormssonar, sem greinir skilmerkilega frá hinni miklu vinnu Guðmundar að und- irbúningi fyrstu fræðslulöggjaf- arinnar, þ.e. námsferðalagi hans til útlanda, ferðalögum innanlands, bókinni Lýðmenntun, skýrslu til Al- þingis og frumvarpi til laga. Þar verður augljóst, að Guðmundur er hugmyndafræðingur nýrrar menntastefnu, sem var svo framsýn að heilli öld síðar geta menn sótt í þá smiðju. Á eftir þessari ritgerð fylgja svo fimm ritgerðir, sem segja má að séu útfærsla á einstökum þáttum mennta- og fræðsluáætlunar hans, eins og hún birtist í Lýðmenntun og raunar fleiri ritum. Þar segir af hug- myndum Guðmundar um kennslu móðurmálsins, kennslu í sögu, landafræði og náttúrufræði, teikni- kennslu, líkamsþjálfun og gildi bókasafna. Höfundar eru Þórunn Blöndal, Bragi Guðmundsson, Rósa Kristín Júlíusdóttir, Kári Jónsson og Kristín Indriðadóttir. Ég fæ ekki annað séð af lestri þessarar snotru og vellæsilegu bók- ar en fyrrgreind ráðstefna hafi verið einkar vel skipulögð og hljóti að hafa verið þeim sem hana sóttu til mikillar ánægju og fróðleiks. En auðvitað er rétt að geta þess, að aðaláherslan var lögð á framlag Guðmundar Finnbogasonar til fræðslumála. Sá fjölhæfi lærdóms- maður og menntavinur lagði stund á margt fleira – og er raunar rétt drepið á það á stöku stað. Hann vann t.a.m. hið merkasta starf sem ritstjóri Skírnis um árabil og undir hans ritstjórn varð Skírnir stór- merkt tímarit. Hann var afburðavel lesinn í íslenskum bókmenntum og ritaði margt um þær. Þýðandi var hann mikilvirkur og smekkvís, mál- ræktarmaður mikill og hagvirkur nýyrðasmiður og síðast en ekki síst orðlagður ræðusnillingur. Eftir hann liggja á annan tug bóka, út- gáfur, sem hann stóð að og mikill fjöldi ritgerða. En áleitin hefur mér reynst sú spurning hvort Guðmundur Finn- bogason hafi verið metinn að verð- leikum meðan hann lifði. Kannski, þegar á ævi hans leið og víst átti hann marga vini, velunnara og aðdá- endur. En ekki er að sjá, að hann hafi alltaf notið náðar þeirra, sem með völdin fóru. Oft sinnis var gengið fram hjá honum, ómaklega að mér finnst. Fyrst þegar hann sótti um hinn eftirsótta Hannesar Árnasonar styrk, næst þegar annar hlaut embætti fræðslumálastjóra. Var það raunar furðulegt þar sem allur undirbúningur laganna og frumvarpið sjálft var skilgetið af- kvæmi hans. Þriðja skiptið var svo þegar gengið var fram hjá honum við skipun í prófessorsembætti við stofnun Háskóla Íslands. Loks þeg- ar hann hlaut prófessorsstöðu árið 1918, sem hann gegndi með reisn og sóma, fékk hann ekki að njóta henn- ar nema í sex ár. Hún var lögð niður í sparnaðarskyni. Guðmundur Finnbogason samdi merka doktorsritgerð, Den sympa- tiske Forstaaelse. Þar er meg- instefið skilningur á sálarlífi manna með því að setja sig í spor þeirra. Ég verð að viðurkenna, að mér hef- ur reynst örðugt að setja mig í spor valdhafa fyrri tíma til að skilja gerð- ir þeirra gagnvart þessum fjölhæfa og mikilvirka lærdómsmanni. Mikilvirkur lærdómsmaður BÆKUR Ráðstefnurit Tíu erindi um manninn, fræðimanninn, menntafrömuðinn, sálfræðinginn og bók- fræðinginn Guðmund Finnbogason. Ritstjórn: Trausti Þorsteinsson, Bragi Guðmundsson. Útg.: Háskólinn á Ak- ureyri, Akureyri 2005, 160 bls. Andans arfur Sigurjón Björnsson Guðmundur Finnbogason HVER hefur ekki heyrt ævintýra- legar sögur af körlum í bláköldum raunveruleikanum sem lifa tvöföldu lífi? Sumir eiga jafnvel að ganga svo langt að eiga tvö heimili, tvær konur og jafnvel börn. Farsaleikskáldið Ray Cooney skrifaði Með vífið í lúk- unum til að sýna okkur á gam- ansaman hátt hvernig karl einn hefur komist upp með þetta þar til hann lendir í óhappi en leikurinn snýst um hvernig hann fær nágranna sinn til þess að hjálpa sér að halda sannleik- anum leyndum. Leikritið er mjög vel skrifað, vel þýtt, umgjörðin er stíl- hrein og skýr og leikararnir standa sig afar vel. Ray Cooney vinnur út frá afar ein- faldri grunnreglu í verki sínu, nefni- lega þeirri að allar persónurnar trúa öllu sem aðrir segja. Jafnvel hæpn- asta bulli sem soðið er saman á staðn- um. Þegar leikstjórinn er trúr þess- ari einlægni þá þarf ekki að treysta á gamanleikjabrögðin og ærslin, þau koma af sjálfu sér. Þröstur Guð- bjartsson hefur unnið mjög vel með leikurunum sínum svo einlægnin og trúgirnin skín af hverjum manni og upplýstir nútímaáhorfendur hlæja sig máttlausa að verki sem gengur aðallega út á karlrembu. Vissulega er einnig gert grín að fordómum, eins og gagnvart hlutverki kvenna og ótt- anum gagnvart samkynhneigðum. Nokkrir mjög góðir leikarar héldu uppi stemningunni á frumsýning- unni. Guðbrandur J. Guðbrandsson lék aðalhlutverkið; leigubílstjórann John Smith sem þarf að bjarga sér frá að allt komist upp eftir að hann fær högg á höfuðið. Guðbrandur var mjög nákvæmur og fyndinn í leik sín- um, svo dásamlega aulalegur og mikil gunga. Elva Björk Guðmundsdóttir og Íris Baldvinsdóttir lögðu sig allar í eiginkonur Johns Smiths, þær Mary og Barböru; Elva angistarfull og ná- kvæm, Íris ástsjúk og hlý. Árni Jóns- son var líkamlega fimur gamanleikari og átti nokkra fína spretti, sér- staklega þegar það bitnaði á mann- orði hans að vera vitorðsmaður. Kristján Örn Kristjánsson var pollró- legur og þess vegna fyndið hvernig Troughton lögreglumaður reyndi að beita vitsmunum sínum. Fyndnasti og nákvæmasti gamanleikari sýning- arinnar var svo Vignir Kjartansson í hlutverki Porterhouse lögreglu- manns. Hlutverkið er stórt og Vignir lék sér að því að stela senunni með svipbrigðum og óvæntum við- brögðum, alltaf jafn innilega saklaus, einfaldur og góður. Þegar hann birt- ist með rauðu svuntuna varð til eitt af þessum sjaldgæfu augnablikum í leikhúsinu þegar áhorfendur gleyma stund og stað. Alúð Þrastar leikstjóra gagnvart leikurum sínum kemur einnig fram í góðu viðtali við hann í leikskránni þar sem hann útskýrir hvað þarf til þess að leika gamanleik. Ekki var annað að sjá á frumsýningunni á Bifröst en að honum hefði tekist að sanna kenn- ingu sína. Hefðbundið og fyndið LEIKLIST Leikfélag Sauðárkróks Höfundur: Ray Cooney. Þýðandi: Árni Ib- sen. Leikstjórn og hönnun sviðsmyndar: Þröstur Guðbjartsson. Hönnun lýsingar: Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson. Búningar: Dagbjört Elva Jóhannesdóttir. Frumsýning í Bifröst 30. apríl. Með vífið í lúkunum Hrund Ólafsdóttir Fáðu úrslitin send í símann þinn Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.