Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vinir fara yfir strikið í einlægri viðleitni sinni til þess að hjálpa þér. Forðastu að særa viðkvæmt stolt einhvers. Ef valið stendur um að gera mál úr einhverju eða ekki, skaltu velja síðari kostinn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Að reyna að breyta ástvini er alger tímasóun. Vert þú eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Tækniþekking er mik- ilvæg í vinnunni, en það sem ræður úr- slitum hvað tekjurnar varðar er sam- skipti manna á milli. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Viðkvæmni tvíburans er einstaklega að- laðandi, ekki hika við að leyfa henni að skína í gegn. Einhver sem verður hugs- anlega elskan þín vill að þú þarfnist hans. Hvað fjárfestingar varðar, er ekki víst að það sem vinir hagnast á sé það rétta fyrir þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Fjárhagsleg endurskoðun er yfirvofandi. Búðu til nýjar reglur. Tiltekt í bókhald- inu er líka góð fyrir sálina. Taktu ráð frá steingeit eða meyju bókstaflega og alvar- lega. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ástvinum er hugsanlega sama þótt þeir séu að drukkna í smámunum, en of mikið af smáatriðum ergir ljónið alveg botn- laust. Einbeittu þér að grófu strokunum og leitaðu að einföldum lausnum. Því ein- faldari, því betri. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan er of hörð við sjálfa sig. Hugsaðu um allt það góða sem þú gerir, eins og til dæmis að brosa við ókunnugum, vinka barni og halda hurð fyrir einhvern. Slík- ar athafnir eru eins og steinvölur sem sökkva í kyrra tjörn, gára yfirborðið og valda víðtækum afleiðingum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Tíminn er peningar, ekki eyða um efni fram með því að leyfa öðrum að fylla koll- inn á þér af gagnslausum eða neikvæðum upplýsingum. Skráðu þig í leikfimi, dans eða einhvers konar líkamsrækt- arkennslu. Vinaböndin sem verða til þar færa þér heppni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er engin ástæða til þess að vera með samviskubit. Hér kemur snilldarbragð: Sættu þig við fortíðina til þess að breyta framtíðinni. Líklega ert þú eina mann- eskjan sem ekki er sama um það sem gerðist. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn er með spurningar í hjarta. Kannski eru þær af því tagi sem ekki krefst svars, en ef þú þegir nógu lengi eftir að þú ert búinn að bera þær upp, er hugsanlegt að alheimurinn skynji að þú sért að bíða eftir svari, og komi með það. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sá sem elskar þig þekkir leyndarmálin þín og finnst jafnvel enn meira til þín koma en áður, ekki minna. Þú færð tæki- færi til þess að sýna ástvinum samskonar samúð í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Viltu skera þig úr? Sendu skilaboð á pappír, ekki tölvupóst. Mættu í eigin per- sónu og segðu hæ. Þegar þú ert búinn að gera allt sem til er ætlast, skaltu spyrja hvort þú eigir að gera eitthvað meira. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fjárhagsleg velgengni kemur í kjölfar vináttu við siðmenntað fólk. Kynntu þér fólk frá framandi menningarsvæðum, þú laðar að þér fólk sem bætir viðskiptin og gerir líf þitt enn fegurra. Stjörnuspá Holiday Mathis Tunglið ber með sér til- finningasemi og maður veit ekki hvernig maður á að vera. Til allrar hamingju þarf maður ekki að skilgreina tilfinningar til þess að hefja sig yfir þær. Í augnablikinu er Nep- túnus, sem stýrir sviði andans, í spennu- afstöðu við sendiboðann Merkúr. Þannig að, ef þú átt vont með að ná sambandi við Elvis í dag, ert þú ekki ein/n um það. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ritað plagg, 4 flugvélar, 7 handbendis, 8 slitið, 9 dugur, 11 belt- ið, 13 at, 14 vonda, 15 þorpara, 17 halarófa, 20 agnúi, 22 galdrakerlinga, 23 snákur, 24 sveiflu- fjöldi, 25 nirfill. Lóðrétt | 1 hljóðfæri, 2 bíll, 3 taugaáfall, 4 kaup- tún, 5 seinka, 6 fisk- úrgangur, 10 svipað, 12 veiðarfæri, 13 herbergi, 15 gagnslítil, 16 líffærið, 18 gufa, 19 kaka, 20 karl- fugl, 21 næturgagn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 óforsjáll, 8 karri, 9 reika, 10 pat, 11 plati, 13 asann, 15 garðs, 18 sigla, 21 kóp, 22 lekur, 23 jafnt, 24 vinmargar. Lóðrétt: 2 furða, 3 reipi, 4 jurta, 5 leifa, 6 skip, 7 kaun, 12 tuð, 14 sói, 15 gull, 16 rakki, 17 skrum, 18 spjör, 19 gifta, 20 atti.  Tónlist Digraneskirkja | Vortónleikar Kvennakórs Garðabæjar kl. 20. Stjórnandi: Ingibjörg Guðjónsdóttir. Undirleikur: Kristinn Örn Kristinsson píanó, ásamt tveimur fiðlum og sellói. Miðaverð 1.800 kr. en 1.500 kr. í for- sölu og fyrir lífeyrisþega. Frítt fyrir 15 ára og yngri. Sjá www.kvennakor.is. Ýmir | Sönghópurinn Hljómeyki heldur tón- leika kl. 20. Á tónleikunum verða eingöngu flutt verk eftir tónskáld sem syngja með kórnum. Stjórnandi kórsins er Marteinn H. Friðriksson en auk kórsins kemur fram Örn Magnússon píanóleikari. Myndlist 101 gallery | Steingrímur Eyfjörð – Bein í skriðu. Til 3. júní. Aurum | Sunna Dögg Ásgeirsdóttir sýnir grafíkverkin Pá-lína sem eru prentuð á striga til 15. maí. Bókasafn Garðabæjar | 13 myndlist- arnemar úr Garðabæ með málverkasýn- ingu í húsnæði Bókasafns Garðabæjar. Café Karólína | Gunnar Kristinsson sýnir málverk, teikningar og prjónaskap þar sem sigurlið heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu 2006 er kynnt. Til 2. júní. Energia | Kristín Tryggvadóttir – Rauður þráður. Til 19. maí. Gallerí Galileó | Myndlistarsýning Ernu Guðmarsdóttur til 24. maí. Á sýningunni eru 26 myndverk og myndefnið sótt í ís- lenska náttúru. Gallerí Humar eða frægð! | Sýning með hljóðtengdum myndverkum í tilefni Fjölljóð- ahátíðar. Finnbogi Pétursson, Haraldur Jónsson, Steingrímur Eyfjörð, Kira Kira, Ólafur J. Engilbertsson og listnemar við LHÍ sem sýna bókverk. Gallerí Lind | Listamaður maímánaðar hjá Galleríi Lind er Guðrún Benedikta Elíasdótt- ir, hún sýnir akrílmálverk sem eru að mestu máluð í Frakklandi á síðastliðnu ári. Til 20. maí. Gallerí Úlfur | Gallerí Boreas frá New York sýnir verk eftir Adam Bates. Sýningin „Sög- ur“ stendur yfir til 31. maí. Hafnarborg | Rósa Sigrún Jónsdóttir er myndhöggvari mánaðarins í Hafnarborg. Verkin sem Rósa sýnir nú í kaffistofu Hafn- arborgar ganga undir heitinu „Svarthvítir dagar“. Til 29. maí. Hafnarborg | Örn Þorsteinsson mynd- höggvari sýnir í öllum sölum Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafn- arfjarðar. Til 29. maí. Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí. Hrafnista Hafnarfirði | Eiríkur Smith list- málari sýnir í Menningarsal til 12. júní. Hönnunarsafn Íslands | Sýningin 3x3 er þriðja samsýning leirlistakvennanna Guð- nýjar Magnúsdóttur, Koggu og Kristínar Garðarsdóttur. Öll verk á sýningunni eru ný og unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu. Til 18. júní. Kaffi Sólon | Þórunn Maggý Mýrdal Guð- mundsdóttir sýnir kröftug málverk. Til 9. júní. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til 6. okt. 2006. Kirkjuhvoll Akranesi | Tolli sýnir olíu- málverk til 28. maí. Opið alla daga nema mánud. kl. 15–18. Listasafn ASÍ | Kees Visser sýnir málverk í Listasafni ASÍ. Opið 13–17. Aðgangur ókeypis. Til 28. maí. Listasafn Íslands | Sýning á verkum Birgis Andréssonar og Steingríms Eyfjörð til 25. júní. Ókeypis aðgangur. Listasafn Reykjanesbæjar | Í EYGSJÓN? Sex færeyskir málarar. Myndefnið er fær- eysk náttúra. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýn- ing á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, stein, brons, og aðra málma – og hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sam- starfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands þar sem um 75 nem- endur í útskriftarárgangi myndlistar- og hönnunarsviðs sýna verk sín. Til 25. maí. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Til 3. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja & Emiliu Kabakov sem eru fremstu kons- eptlistamenn heimsins í dag. Á sýningunni vinna þau með ólík þemu úr ævintýrum sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafn- arhússins. Til 5. júní. Listasalur Mosfellsbæjar | Sundrun – sýn- ing á verkum Marissu Navarro Arason stendur nú yfir til 24. maí. Mokka-Kaffi | Nikulás Sigfússon sýnir vatnslitamyndir af íslenskum villijurtum til 15. maí. Næsti bar | Undanfarin ár hefur Snorri Ás- mundsson þróað með sér andlega tækni í málaralist. Orkuflámamyndir hans, sem eru taldar hafa lækningamátt, hafa vakið sterk áhrif hjá áhorfendum. Til 26. maí. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Salfisksetur Íslands | Anna Sigríður Sig- urjónsdóttir – Dýrið. Til 21. maí. Salt- fisksetrið er opið alla daga frá 11–18. Thorvaldsensbar | Marinó Thorlacius með ljósmyndasýninguna „dreams“. Ljósmyndir hans eru alveg sér á báti og hafa þær vakið mikla athygli bæði hérlendis sem erlendis. Til 9. júní. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir Robs Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um Ísland og veita sýn á Ísland nútímans og vitna um samfélagsbreytingar síðustu ára. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu- konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra for- réttinda að nema myndlist erlendis á síð- ustu áratugum 19. aldar og upp úr aldamót- um. En engin þeirra gerði myndlist að ævistarfi. Söfn Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Sigríður Bachmann í Skotinu, nýjum sýningarkosti hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýnir Sig- ríður myndir sem hún hefur tekið af börn- um. Til 7. júní. Veiðisafnið – Stokkseyri | Uppstoppuð veiðidýr ásamt skotvopnum og veiðitengd- um munum. Opið alla daga kl. 11–18. Sjá nán- ar á www.hunting.is. Þjóðmenningarhúsið | Ný sýning í bókasal: Það gisti óður – Snorri Hjartarson 1906– 2006. Skáldsins minnst með munum, myndum og höfundarverkum hans. Aðrar sýningar: Handritin – m.a. Snorra Edda, Eddukvæðin og Íslendingasögur. Þjóðminja- safnið svona var það – þegar sýning þess var í risinu. Fyrirheitna landið – vesturfarar. Þjóðminjasafn Íslands | Boðið er upp á fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.