Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN SÝND Í SAMBÍ ÓUNUM KRING LUNNI ee ee - SV, M BL „Pottþ étt skem mtun“ ee ee LIB, To pp5.is MI:3 kl. 6 - 8 og 10 B.I. 14 ÁRA SHAGGY DOG kl. 6 - 8 og 10 SCARY MOVIE 4 kl. 6 - 8 og 10 B.I. 10 ÁRA FIREWALL kl. 5:45 og 8 B.I. 16 ÁRA V FOR VENDETTA kl. 10:10 B.I. 16 ÁRA VERÐUR HANN HUND- HEPPINN EÐA HVAÐ! TIM ALLEN ( THE SANTA CLAUSE/ TOY STORY) SKIPTIR UM HAM Í GRÍNVIÐBURÐI ÁRSINS. SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK SHAGGY DOG kl. 6 - 8 MI : 3 kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára SCARY MOVIE 4 kl. 10 B.i. 10 ára MI : 3 kl. 8 - 10:20 B.i. 14 SHAGGY DOG kl. 8 - 10 eee JÞP blaðið eeee VJV, Topp5.is eee H.J. mbl S.U.S. XFM Margt góðra gesta var við-statt þegar í Listasafni Ís-lands var á föstudag opn- uð sýning á verkum Birgis Andréssonar og Steingríms Ey- fjörð. Sýningin er framlag listasafnsins til Listahátíðar 2006 Verkin sem til sýnis eru spanna allan feril listamannanna. Birgir Andrésson fæddist 1955 og bera verk hans með sér áhuga lista- mannsins á íslenskri þjóðmenningu. Verk Birgis eru í sölum 1 og 2 í safn- inu. Steingrímur Eyfjörð fæddist 1954 og skoðar í verkum sínum heim- speki, vísindi, félags- og mannfræði. Verk Steingríms eru í sölum 3 og 4. Sýningarnar standa til 25. júní. Kristín Árnadóttir, Guðmundur Árnason, Lilja Hilmarsdóttir og Anna Magnúsdóttir voru meðal gesta. Samtímalist í Listasafni Íslands Morgunblaðið/Árni Sæberg Garðar Sigurgeirsson, Brynjólfur Helgason og Hrönn Kristinsdóttir heim- sóttu Listasafnið á opnun sýningarinnar. VESTRAR eru orðnir sjaldséðari en hvítir hrafnar, sem gamall aðdá- andi hlýnaði mér um hjartaræt- urnar við það að sjá auglýs- ingaplakatið eitt; gamla góða vestraletrið og jarðarlitirnir og Salma Hayek og Penélope Cruz, tvær rómanskar kjarnakonur, til að gleðja augað í aðalhlutverkum. Sem reyndar var slæmur fyrirboði, minn- ugur mistakanna Viva María! þegar þær stöllur Brigitte Bardot og Jeanne Moreau þeystu um Mið- Ameríku með mikinn vopnabúnað og enduðu sem byltingarhetjur. Jafnvel Louis heitinn Malle náði ekki að bjarga myndinni frá gleymsku og dái, utan þessa magn- aða leikaravals. Fyrirboðinn reyndist réttur. Að vísu er gamanvestri skásta skil- greiningin á Bandidas, en hann tek- ur sig alvarlega í aðra röndina og það er meira en innihaldið þolir. Enn og aftur erum við komin „suður fyrir landamærin“, til Mexíkó, nú er til staðar ein María (Cruz) og Sara (Hayek). María er bóndadóttir en Sara á forríkan jarð- eiganda að föður. Í stuttu máli verða þær báðar fyrir barðinu á Jackson (Yoakam), bandarískum ódámi sem er kominn til Mexíkó til að sölsa undir sig land og banka með svikum og prettum. Þegar hann hefur rænt og slátrað feðrum þeirra sjá þær María og Sara að við svo búið verð- ur ekki unað og snúa bökum saman. Fá tilsögn hjá Bill Buck (Shepard), gömlum ref frá Texas, um hvernig á að gerast ódrepandi og óskeikull bankaræningi á svo sem tíu sólbök- uðum mínútum. Stöllurnar hefna harma sinna, ræna hvern bankann á fætur öðrum, Jackson fær til liðs við sig Cooke (Zahn), afburðaspæjara, en hann snýst á sveif með stigakon- unum. Mikið hefði ég viljað vera Zahn í þessar vikur sem á tökunum stóð, bannsettur er að kyssa kirsu- berjavarir blómarósanna tveggja nánast alla myndina. Kossaflensið á að vera einn af burðarásum grínsins í myndinni, en vekur aðeins öfund hjá miðaldra karlhlunkum. Þannig fer með flest gamanmálin; stöll- urnar minna meira á Gög og Gokke en Butch og Sundance. Svo mætti ætla að einhvern ádeilubrodd á utanríkisstefnu Bandaríkjanna væri að finna undir yfirborðinu, hann missir þá marks í útliti Yoakams, sem minnir mest á ósvikinn mexíkóskan bandito af öll- um mönnum. Að öðru leyti stendur hann sig vel og er litlu síðri sem bíó- myndaskálkur (Sling Blade) en kántrísöngvari. Þegar öllu er á botninn hvolft er afraksturinn rýr og vestraunnendur verða að bíða enn um sinn eftir ein- hverju bitastæðu. Zahn er eins fyndinn og flatneskjulegt handritið leyfir og stöllurnar fara mikinn. Mörg átakaatriði eru bærilega gerð en Bandidas kemst því miður aldrei upp úr annarri stjörnunni. Kúlnaregn og kossaflens „Kossaflensið á að vera einn af burðarásum grínsins í myndinni, en vekur aðeins öfund hjá miðaldra karlhlunkum,“ segir meðal annars í umsögn gagnrýnanda um Bandidas. KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Regnboginn Leikstjórar: Joachim Roenning og Espen Sandberg. Aðalleikarar: Salma Hayek, Penélope Cruz, Steve Zahn, Dwight Yoakam, Sam Shepard. 93 mín. Frakk- land/Mexíkó/Bandaríkin 2006. Stigakonur – Bandidas  Sæbjörn Valdimarsson Í SAFNI, Laugavegi 37, var á laugardag opnuð sýning á verkum Karin Sander og Ceal Floyer. Verk Sander byggist að miklu leyti á hljóðupptökum en gestir safnsins fá lítinn spilara þar sem hlusta má á 40 listamenn sem sýnt hafa í Safni fjalla um verk sín. Ceal Floyer vinnur með myndbönd og hljóðverk og hefur sett verk í stiga gallerísins og sýnir á efri hæð Safns ljósmyndaverk og myndband. Hlustað á myndlist Það var ekki laust við að gestirnir mynduðu sjálf- ir innsetningu, þar sem þeir röðuðu sér um salinn og hlustuðu þögl- ir á verkið. Morgunblaðið/ÞÖK Gestir á opnun sýningarinnar fengu mp3- spilara lánaða til að hlusta á verk Karin Sander.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.