Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 19 UMRÆÐAN NÚ ER til skoðunar að byggja upp sjávarþorp í austurhluta Viðeyjar. Um 20 hús úr Árbæjarsafni, auk gamalla húsa úr R101 sem eru að þvælast fyrir skipulaginu, eiga að mynda þorpið. Húsin á að búa nútíma þægindum með heitu vatni og net- tengingu auk þess sem ganga á frá yfirborði allra gatna. „Safnið“ á að verða eins nútímalegt og hægt er. Rökin fyrir hugmyndinni eru þau að aðsókn í Viðey hafi minnkað frá því sem áður var og sömuleiðis að- sóknin í Árbæjarsafn. Árbæjarsafn hafi upphaflega verið reist utan byggðar í Reykjavík en nú sé byggð allt í kringum það og möguleikar þess til þróunar takmarkaðir. Hug- myndin hefur hlotið góðar móttökur hjá þeim sem bera hag Viðeyjar fyrir brjósti. Í miðri kosningabaráttu myndast meira að segja þverpólitísk samstaða um hugmyndina. Í umræðunni undanfarið hafa fáir tekið upp hanskann fyrir Árbæj- arsafn og talað máli þess. Sem fyrr- verandi forstöðumaður safnsins og áhugamaður um faglega uppbygg- ingu safnastarfs hér á landi tel ég mig því knúna til að leggja orð í belg og andmæla þessari arfavitlausu hugmynd. Hún ber þess merki að þeir sem að baki hennar standa hafa enga hugmynd um eðli og starfsemi safna eða hver starfsemin er í Árbæj- arsafni og að lóðabraskarar renna hýru auga til lóðanna í Ártúnsholti. Það er eins og menn haldi að lítið gerist á safninu þegar það er lokað almenningi. Hversu oft hafa ekki starfsmenn safnsins fengið spurn- inguna: „Hvað gerið þið eiginlega á veturna þegar safnið er lokað?“ Starfsmenn Árbæjarsafns hafa meira en nóg að gera allt árið um kring við söfnun, skráningu, for- vörslu, varðveislu, kynningu, miðlun og rannsóknir á safnmunum og sögu Reykjavíkur. Það er þetta starf sem gerir Árbæjarsafn að raunverulegu safni og ekki eingöngu að sýningu eða leiktjöldum eins og virðist eiga að byggja upp úti í Viðey. Árbæjarsafn er stærsta og öflugasta minjasafn landsins að Þjóðminjasafni Íslands frátöldu og það yrði menningar- sögulegt slys að leggja það niður. Er mönnum ljóst hvað hér er raun- verulega um að ræða og þvílíkan kostnað slíkur flutningur myndi hafa í för með sér? Á í alvöu að taka niður og flytja Prófessorsbústaðinn frá Kleppi, ÍR-húsið, Lækjargötu 4, Suð- urgötu 7, Líkn, Laugaveg 62, Lauf- ásveg 31, Dillonshús, Þingholtsstræti 9, Smiðshús, Nýlendu, Hábæ og Mið- hús? Að auki þrjár nýjar skemmur, Hólmsheiðarbraggann og Vopna- fjarðarhúsin? Öll þessi hús hafa á undanförnum áratugum verið flutt í safnið og endurreist þar með ærnum tilkostnaði. Mér er sem ég sjái borgaryfirvöld í Osló, Stokkhólmi og Kaupmanna- höfn flytja Norsk folkemuseum, Skansen og útisafnið í Brede eitt- hvert annað. Er þó bæði „þrengt“ að þeim og byggingarlandið undir þeim dýrmætt. Og Danir nýta eina dýr- mætustu lóð Kaupmannahafnar und- ir hringekjur, parísarhjól og rússí- bana í stað flottra glerhýsa. Sennilega er margur lóðabraskarinn í borginni við Sundið alveg í rusli yfir því að halda í Tívolí þarna í mið- bænum. Á næsta ári eru 50 ár liðin frá stofnun Árbæjarsafns. Tilvist þess hefur bjargað mörgum gömlum hús- um úr miðbænum, því hefði þeim ekki verið skapað umhverfi þar sem þau fengju notið sín og grunnur lagð- ur að safni sem sýnir þróun bygging- arlistar í Reykjavík, þá ættum við ekki þessi hús í dag. Aðalbjörg RE5 væri heldur ekki til ef henni hefði ekki verið bjargað frá niðurrifi á síð- ustu stundu og komið fyrir á safninu. Við uppbyggingu í Árbæjarsafni er fylgt deiliskipulagi fyrir safn- svæðið þar sem gert er ráð fyrir þyrpingu stærri borgarhúsa frá alda- mótunum 1900 efst í lóð safnsins, þorpi með elstu húsunum neðar í brekkunni og sveitinni með Árbæ og kirkju. Vopnafjarðarhúsin standa neðst á safnsvæðinu við sjávarkamb- inn og gert er ráð fyri lóni neðan við þau þar sem m.a. Aðalbjörgu RE5 er komið fyrir. Húsin í Árbæjarsafni eru safn- gripir. Þeim verður ekki viðhaldið með stjörnuskrúfjárn og plastmáln- ingu að vopni. Eyða á stórfé í að flytja safnið út í Viðey en ekki er til fé til að sinna nauðsynlegu viðhaldi gömlu húsanna. T.d. hefur Smiðshús verið lokað gestum og gangandi um nokkurn tíma þar sem ekki er til fé til viðhalds þess. Tillögurnar og umræður um þær bera með sér að fæstir sem um hlut- ina fjalla þekkja safnið og sögu þess. Vopnafjarðarhúsin eru eign Þjóð- minjasafnsins þó svo söfnin hafi gert samkomulag sín á milli um afnot Ár- bæjarsafns af þeim. Ef hrófla á við þeim, hvers vegna eru þau þá ekki send til síns heima? Mér skilst að Vopnfirðingar dauðsjái eftir því að hafa ekki haft rænu á að varðveita þau á sínum tíma og vilji gjarnan fá þau aftur. Og „gamla“ kirkjan er í raun aðeins rúmlega 40 ára gömul endurgerð af Silfrastaðakirkju. Að hafa kirkju við Árbæinn án þess ramma sem safnið skapar er út í hött og gróf sögufölsun. Árbær hefur aldrei verið kirkjustaður. Og í ljósi breyttra aðstæðna á Aðalbjörg RE5 e.t.v. best heima á hinu nýja sjó- minjasafni úti á Granda. Byggið upp þorp í Viðey, flytjið þangað gömul hús og búið til iðandi mannlíf en fyrir alla muni látið Ár- bæjarsafn í friði. Safnið á betra skilið en að verða fyrir barðinu á lóða- bröskurum og misvitrum stjórn- málamönnum. Um Viðey og Árbæjarsafn Ragnheiður H. Þórarinsdóttir fjallar um Árbæjarsafn og hugmyndir um byggð í Viðey ’Byggið upp þorp í Viðey, flytjið þangað gömul hús og búið til ið- andi mannlíf en fyrir alla muni látið Árbæj- arsafn í friði.‘ Ragnheiður H. Þórarinsdóttir Höfundur er fyrrverandi borg- arminjavörður og forstöðumaður Árbæjarsafns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.