Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VIÐRÆÐUM LOKIÐ Lokadrög að nýjum stofn- anasamningi milli SFR og Svæð- isskrifstofa fatlaðra voru handsöluð í gærkvöldi. Samningurinn verður lagður fyrir trúnaðarmenn stuðn- ingsfulltrúa í hádeginu í dag og verður hann kynntur fram- kvæmdastjórum svæðisskrifstofa málefna fatlaðra. Samþykki báðir aðilar samninginn verður hann und- irritaður í dag. Samningurinn nær til um þúsund félagsmanna í SFR sem gegna 800–900 stöðugildum á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða víða um land. Fuglaflensa í rénun? Dr. David Nabarro, sem sér um að skipuleggja varnir gegn fugla- flensu á vegum Sameinuðu þjóð- anna, sagði í gær, að svo virtist sem sóttin væri í mikilli rénun í Suð- austur-Asíu. Hefði ekkert tilfelli, hvorki í fugli né mönnum, komið upp í marga mánuði í Víetnam og Taílandi. Haraldur Briem sótt- varnalæknir sagði í viðtali við Morg- unblaðið, að af þessu væri þó ekki unnt að draga miklar ályktanir. Flensan væri mjög árstíðabundin og því eins líklegt, að tifellum ætti eftir að fjölga aftur, til dæmis í haust. Safn í gömlu slökkvistöðina Áhugi er á að endurgera gömlu slökkvistöðina við Tjarnargötu og opna þar minjasafn. Mikið af búnaði stöðvarinnar er enn til, t.d. hluti innréttinga, útkallsborð, símar, bún- ingar, slökkvibílar og fleira. Fjöru- tíu ár voru liðin í gær frá því að Slökkvilið Reykjavíkur flutti höf- uðstöðvar sínar úr Tjarnargötu 12 í Skógarhlíð 14. Af því tilefni hittust slökkviliðsmenn, sem unnu í Tjarn- argötunni, og rifjuðu upp gamla daga. Pilts leitað á Norðurlandi Um 180 björgunarsveitarmenn og lögregla tóku í gær þátt í leit að sautján ára pilti sem í gærkvöldi hafði ekkert spurst til síðan um klukkan fjögur í fyrrinótt. Leit stóð yfir frá því um klukkan 14.30 í gær og leitað var á stóru svæði í nágrenni Grímsstaða á Fjöllum. Var pilturinn ófundinn þegar Morgunblaðið fór í prentun. Dregur sig út úr baráttunni Eyþór Arnalds, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg, segist harma innilega það atvik sem átti sér stað sl. nótt þegar hann var tekinn við ölvunarakstur. Slíkt hafi aldrei hent áður. Hefur hann í framhaldinu ákveðið að draga sig út úr kosningabarátt- unni en nái hann kjöri ætlar hann að taka sér frí frá störfum sem bæj- arfulltrúi í Árborg á komandi kjör- tímabili meðan málið er í afgreiðslu. Jafnframt ætli hann sér að fara í áfengismeðferð. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 24/27 Fréttaskýring 8 Dagbók 30/33 Viðskipti 11 Myndasögur 30 Vesturland 12 Víkverji 30 Menning 16/17 Staður og stund 32 Daglegt líf 14/15 Bíó 34/37 Umræðan 18/23 Ljósvakar 38 Bréf 19 Veður 39 Forystugrein 20 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is GUÐMUNDUR Daðason, fyrrverandi bóndi að Ósi á Skógar- strönd, lést aðfaranótt 12. maí síðastliðins í Holtsbúð í Garðabæ. Guðmundur fæddist á Dröngum árið 1900 og fagnaði því 105 ára af- mæli sínu í nóvember síðastliðnum. Hann var elstur ís- lenskra karlmanna. Guðmundur kvænt- ist Sigurlaugu Maríu Jónsdóttur árið 1933 en hún lést árið 1990. Guðmundur og Sigurlaug eignuðust fimm börn og eru afkomendurnir orðnir margir, en auk barnanna fimm eru barnabörnin 21 og barnabarnabörn- in á fjórða tug. Síðustu fimm árin bjó Guðmundur á dvalarheimilinu Holts- búð og þótt sjón og heyrn væri farin að daprast var hann við góða heilsu og þótti hann mjög ern eftir aldri. Guðmundur fylgdi lengstum Framsókn- arflokknum að málum og sér til dægrastytt- ingar iðkaði hann tafl- mennsku, bridds og kveðskap auk þess sem hann gekk sér til ánægju og heilsubótar. Andlát GUÐMUNDUR DAÐASON TÆPLEGA hundrað börn og unglingar komu fram á vortón- leikum – uppskeruhá- tíð krakkakórs, barna- og unglinga- kórs Grafarvogskirkju – sem haldnir voru í gær. Barnakórinn flutti söngleikinn Litlu-Ljót eftir Hauk Ágústsson og kór- arnir sungu svo hver í sínu lagi og allir sam- an. „Þetta voru skemmtilegir og léttir tónleikar. Þau sungu m.a. gospellög og vor- og sumarlög,“ sagði sr. Vigfús Þór Árna- son, sóknarprestur í Grafarvogi að tón- leikum loknum. „Þetta var feikilega vel sótt og mikil vor- stemning í fólki.“ Að loknum tónleikum var haldið Pálínuboð, þar sem öllum viðstöddum var boðið til veislu við mikla ánægju. Kór- stjórar voru Guð- laugur Viktorsson og Oddný Jóna Þor- steinsdóttir og undir- leikari var Gróa Hreinsdóttir. Vorinu fagnað syngj- andi Morgunblaðið/Kristinn ALVARLEG líkamsárás var gerð í Hafnarfirði í fyrrinótt. Lögreglan fékk tilkynningu klukkan þrjú að- faranótt sunnudags að maður hefði verið stunginn og að annar hefði orðið fyrir bifreið í suðurbæ Hafn- arfjarðar. Þegar lögregla og sjúkraflutn- ingamenn komu á staðinn var þar fyrir allmargt manna en meintir árásarmenn voru farnir af staðn- um í bifreið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Þeir sem slösuðust voru fluttir á slysa- deild. Sá sem stunginn var hafði misst mikið blóð en var að sögn lækna úr lífshættu í gær. Sá sem varð fyrir bifreiðinni mun ekki hafa verið alvarlega slasaður. Nokkru síðar handtóku lög- reglumenn þrjá menn í bifreið á Kaldárselsvegi og eru þeir grun- aðir um verknaðinn. Þeir sem að málinu koma eru á aldrinum 16 til 19 ára. Rannsókn stóð yfir í gær og miðaði vel, að sögn lögregl- unnar. Tveimur sem handteknir voru vegna málsins var sleppt í gærkvöldi en gærsluvarðhalds krafist yfir pilti á tvítugsaldri til 29. maí næstkomandi. Sá hefur viðurkennt verknaðinn. Hnífurinn sem talið er að hafi verið notaður fannst í gærmorgun og er í vörslu lögreglunnar. Rann- sókn á hnífstungumálinu er mjög langt komin, að sögn lögreglunnar. Enn er unnið að rannsókn á ákeyrslunni. Piltur í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar Einn var stunginn og ekið á annan ÞJÓÐMINJASAFN Íslandsvar eitt þriggja safna sem hlutu viðurkenningu fyrir framúrskar- andi árangur í samkeppni Evrópuráðs um safn Evr- ópu árið 2006. Athöfnin fór fram um helgina í Ayuda- höllinni í Lissabon og afhenti Fabía, drottning Belgíu, verðlaunin. Cosmo Caixa-vísindasafnið í Barce- lóna var valið safn ársins 2006 og ásamt Þjóðminjasafni Íslands fengu listasafn í Ár- ósum í Danmörku og Nátt- úruminjasafnið í Austurríki sérstaka viðurkenningu. sex- tíu söfn voru tilnefnd, 35 komust í úrslit og að lokum voru fjögur söfn sem þóttu hafa náð framúrskarandi ár- angri. Ein mesta viðurkenning sem safnið hefur fengið Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður var viðstödd athöfnina. Hún segir þetta eina mestu viðurkenningu sem safninu hefur hlotnast. „Þetta er mik- il viðurkenning fyrir Þjóð- minjasafnið því með þessu er það sett í hóp bestu safna í Evrópu og þykir hafa náð framúrskarandi árangri. Það var sérstaklega minnst á að við hefðum komið með nýj- ungar sem stuðla að fram- förum í safnastarfi í Evrópu og dómnefndin tók fram að hjá Þjóðminjasafninu væru nýjar áherslur sem brúuðu nútíð og fortíð og sýndu að við værum spegill bæði sög- unnar og samtíma sem bæði vekti umræðu og veitti al- menningi aðgang að menn- ingararfinum með fjöl- breyttum og aðgengilegum sýningum. Okkur var einnig hrósað fyrir aðgengi, að safnið tæki vel á móti öllum gestum og væri með góða þjónustu og faglegt starf almennt,“ segir Margrét. Þjóðminja- safn Íslands eitt besta safn Evrópu Margrét Hallgrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.