Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 27 MINNINGAR Það var fjölskrúðugur og í raun sundurleitur hópur 46 ungmenna á aldrinum 17 til 24 ára sem hóf nám í Samvinnuskólanum á Bifröst haust- ið 1972. Þessir nemendur áttu bernsku sína og uppvaxtarár að rekja til a.m.k. 25 staða á landinu. Fjórir bekkjarfélagar eru fallnir frá, nú síðast Björn Gunnarsson, aðeins 54 ára að aldri. Í augum heimspekilega þenkjandi manns eins og Björns, sem hafði gaman af því að „stúdera“ fólk og margbreytileika þess, hefur þessi hrærigrautur einstaklinga með ólík- an bakgrunn og lífsskoðanir verið einkar áhugaverður. Björn valdist strax til forystu á meðal okkar á Bifröst þegar hann tók að sér að gegna starfi umsjón- armanns 1. bekkjar. Á hinu síðara ári okkar varð hann umsjónarmaður skólans alls eða inspector scholae. Við bekkjarfélagar Björns mun- um enn vel eftir hljóminum í bjöll- unni þegar hann hringdi inn í tíma. Þar skeikaði aldrei sekúndu til eða frá. Nú er bjölluhljómurinn í fjarsk- anum tregablandinn, þegar minn- ingarnar um dvölina á Bifröst og samvistirnar við Björn þjóta hjá. Nánd þessa litla samfélags batt fólk sterkum vináttu- og tryggðaböndum sem aldrei rofna og minningarnar þaðan rísa hátt þegar litið er til baka yfir farinn veg. Björn var fjölfróður maður og fylgdist ótrúlega vel með því sem gerðist, hérlendis sem erlendis. Maður kom aldrei að tómum kofun- um hjá Birni nema ef vera kynni þegar talið barst að íþróttum. Hann átti enda fast og verðskuldað sæti í liði anti-sportista á Bifröst. Tilþrif hans í körfubolta og knattspyrnu eru minnisstæð. Hann hafði mikla ánægju af því að setjast niður í góðra vina hópi til að spjalla um heima og geima. Það var ávallt gott að leita í smiðju til Björns við úrlausn mála. Hann var orðlagð- ur nákvæmnismaður og yfirvegun hans og vangaveltur frá öllum hlið- um eru okkur skólasystkinum hans í fersku minni. Í gegnum árin, þegar eitthvað stóð til hjá hópnum okkar, mátti allt- af stóla á krafta Björns. Hann var hamhleypa til allra verka og einstak- lega ósérhlífinn. Sennilega gat hann aldrei alveg hætt að vera umsjón- armaður bekkjarins. Við bekkjar- systkinin hittumst árlega í kringum 1. maí og rifjum upp liðnar stundir. Það yrði svo sannarlega í anda Björns að hópurinn þjappaði sér enn betur saman við skyndilegt og ótímabært andlát hans. Ef nefna ætti eitthvert eitt atriði, sem einkenndi skapgerð Björns Gunnarssonar, þá var það sennilega óendanlegt umburðarlyndi hans í garð annarra. Manneskjur eru mis- jafnar og mega vera það. Hann var aldrei á mælendaskrá þegar talað var illa um annað fólk, nema til þess að verja það. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Birni Gunnarssyni og njóta samvista við hann í leik og starfi. Genginn er góður drengur sem við öll söknum og minnumst með virðingu og væntumþykju. Við vottum fjölskyldu hans og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning hans. Útskriftarárgangur 1974 frá Samvinnuskólanum á Bifröst. Andlát þitt er mikið áfall fyrir samstarfsmenn og vini þína á Kára- hnjúkum. Við hittumst ekki daglega. Þó sáumst við í búðinni oft þar sem við Egill sonur þinn unnum saman. Þið voruð góðir vinir og félagar, hann talaði oft um veiðiferðirnar ykkar á sumrin. Ég man hvað mat- arveislan síðastliðið sumar var skemmtileg, þú að grilla ofan í mannskapinn, við stelpurnar alltaf að koma út til að spjalla og hlæja. Svo þorrablótið í febrúar þar sem þið feðgar og Sóley mættuð. Þar var mikið gaman. Elsku Egill minn, Sóley og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur samúð mína. Megi allar góðar vættir styrkja ykkur í sorginni og blessa minningu Björns. Kristín. Faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og lang- afi, BJARNÞÓR KARLSSON Einimeli 19, Reykjavík, andaðist laugardaginn 13. maí. Guðrún Bjarnþórsdóttir, Guðmundur Hermannsson, Karl Bjarnþórsson, Harald P. Hermanns, Þórunn Símonardóttir, Þóroddur Þóroddsson, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTJÁN S. JÚLÍUSSON Barðastöðum 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 12. maí. Edda Ágústsdóttir, Elín Edda Árnadóttir, Sverrir Guðjónsson, Katrín Kristjánsdóttir, Ágúst Rafn Kristjánsson, Ágústa Kroknes, Kristján Kristjánsson, Mihaela Kristjánsson, Marta S.H. Kristjánsdóttir, Guðjón Gestsson, afabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, ÍVA BJARNADÓTTIR, Sóltúni 2, Reykjavík, lést sunnudaginn 14. maí á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut. Jarðarförin auglýst síðar. Dóra Kristín Halldórsdóttir, Kristján Þórðarson, Gyða Halldórsdóttir, Guðjón Reynir Jóhannesson, Viðar Halldórsson, Ragna Bogadóttir, Edda Magndís Halldórsdóttir, Kristinn Jóhann Sigurðsson, Björn Halldórsson, Kristín Bjarnadóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GISSUR ELÍASSON hljóðfærameistari, Laufásvegi 18, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi að morgni sunnudags- ins 7. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 16. maí kl. 13.00. Elías Ragnar Gissurarson, Vera Snæhólm, Þórdís Gissurardóttir, Sverrir Þórólfsson, Hákon Örn Gissurarson, Valdís Kristinsdóttir, Hjördís Gissurardóttir, Geir Gunnar Geirsson, Magnús Þórarinn Gissurarson, Anna Ágústa Hauksdóttir, Ásdís Gissurardóttir, Ragnar Th. Sigurðsson, afabörn og langafabörn. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning ✝ Dagbjört Dav-íðsdóttir fædd- ist í Hrafnsey á Breiðafirði 21. október 1922. Hún andaðist á Grund við Hringbraut 50 laugardaginn 6. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Davíð Guð- mundur Davíðsson og Katrín Júlíana Albertsdóttir. Al- systir hennar er Halldóra G. Dav- íðsdóttir, f. 19. október 1926. Hálfsystkini Dagbjartar sam- feðra eru Kristín B. Davíðsdótt- ir, f. 14. júní 1908, býr í Stykkishólmi, Guðráður Davíðs- son, látinn, og Egg- ert Davíðsson, lát- inn. Dagbjört fór ung að Borgarlandi í Helgafellssveit og ólst þar upp. Fósturforeldrar hennar voru Hann- es Hannesson og Elínborg Magnús- dóttir. Útför Dagbjartar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Mig langar að minnast Dæju frænku minnar með örfáum orð- um. Ég var á aldrinum fimm til ell- efu ára þegar ég fór í sveitina til hennar. Þorgrímur uppeldisbróðir hennar og Ingibjörg bjuggu þar og svo voru alltaf einn til tveir strák- ar að aðstoða á sumrin. Dæja var í Borgarlandi í Helgafellssveit á sumrin. Þetta var ævintýri fyrir mig. Það var mikill gestagangur í Borgarlandi, svo var farið í Stykk- ishólm til Stínu systur hennar. Þar var alltaf mikið af fólki. Á veturna fór Dæja til Reykjavíkur og vann á veitingahúsum. Ég man eftir henni á Kaffi Höll sem kölluð var og var í Austurstræti. Þá gaf hún mér vöfflur með rjóma. Hún vann á Askinum þeim fyrsta, Kokkhúsinu og fleiri veitingahúsum. Dagbjört vann síðast á Landspítalanum í býtibúri. Hún kom með gjafir frá Reykja- vík til Akraness þar sem ég átti heima til ellefu ára aldurs. Það varð mikil gleði. Ég fékk að fara með Akraborginni til Reykjavíkur til að vera hjá Dæju og Rósu mág- konu hennar á Nesveginum. Dæja bjó í íbúð sinni í Safamýri 40 frá árinu 1977 þangað til hún fór á Grund 2005. Dæja var vel gefin og víðlesin. Hún þótti glæsileg kona og hafði mjög góðan fatasmekk. Hún ferð- aðist mikið með Ferðafélaginu og vinum og ættingjum. Hún fór nokkrum sinnum til útlanda, m.a. til New York og til Kanada að sjá Niagarafossana árið 1964. Ég fór með henni til Glasgow og í kastalann í Edinborg og svo fór- um við um hálendið í Skotlandi ár- ið 1980. Dagbjört var ein af fjölskyldunni minni sem má tala um í sambandi við hátíðir og þegar eitthvað var um að vera. Hún bar umhyggju fyrir syni mínum. Ég kveð þig, Dæja, elsku frænka mín, enn og aftur og þakka þér fyrir skemmtilegar stundir og ýmislegt sem þú gerðir fyrir mig. Guð blessi minningu Dagbjartar Davíðsdóttur. Arnbjörg Andrésdóttir (Baddý). Jæja, Dæja mín, þá er komið að kveðjustund í bili trúi ég. Ég ætla að þakka þér þessi 55 ár sem við höfum átt samleið. Því við höfum fylgst að alla mína ævi. Og ein fyrsta minning mín er tengd sveit- inni. Ég er varla nema rúmlega eins árs og ég er að koma vestur, hleyp inn ganginn í Borgarlandi og inn í kamersið (herbergi inn af eldhús- inu) og þar var Hannes. Ég á margar góðar æskuminn- ingar um Borgarland og þar réðst þú ríkjum á sumrin, Dagbjört. Já, og það var vel hugsað um mann og allar þarfir manns. Það sem situr helst eftir er glað- værðin sem oft var þar. Tala ekki um þegar gest bar að garði og það var talað og talað langt fram á nótt og sögurnar, vá, maður. Maður var ein eyru. Og alltaf fékk maður að vera með, enda yfirkúasmali. Það var einn morgun man ég og við að skoða myndir, að það hrökk einhver vitleysa upp úr mér og það var hlegið fram að hádegi. Ég vissi svo sem að Dagbjört var að hlæja að því, hvernig smiðurinn sem var að smíða fjósið hló, frekar en að því hvað ég sagði. En svona var oft í sveitinni. Þar var þitt blómatíma- bil og þú naust þess að vera þar. Þótt á ýmsu hafi gengið er það þangað sem þínar tilfinningar og hugur leitaði. Og þegar því lauk fórstu í ferðafélagið og fórst um allar sveitir landsins. Svo kom maður í kaffi og þurfti að fara í gegnum allan myndabunkann. All- ar kirkjurnar og altaristöflurnar, maður fékk nákvæma lýsingu á þessu öllu saman. Enda varstu mjög fróð um allt mögulegt og vel lesin. Oft fór maður til Dæju til að vita um frændsemi eða einhvern mann eða konu og oftast vissir þú eitthvað. Tala ég nú ekki um ef það var sveitafólk. Já, við áttum samleið, þú varst ávallt heima á jólum og öðrum há- tíðisdögum og bara alltaf þegar eitthvað var um að vera í fjöl- skyldu okkar, enda varstu mjög náin okkur og, mætti kalla, okkar önnur mamma. Og aldrei fór mað- ur bónleiður frá þér. Þú varst allt- af tilbúin að hjálpa enda er það svo að partur af lífi mínu í dag er þér að þakka. Já, ég þakka þér aftur, Dæja mín, og mér þykir mjög vænt um þig, elsku frænka. Kær kveðja. Davíð. DAGBJÖRT DAVÍÐSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.