Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SAGA ÁSDÍSAR Samkvæmt aðalnámskrá grunn-skóla eiga allir skólar að takavið öllum börnum, fötluðum sem ófötluðum. Þetta grundvallar- markmið skólanna er í samræmi við lífsviðhorf og gildismat Íslendinga nú á tímum. En er þetta svo í raun? Því miður ekki og það kemur skýrt fram í umfangsmiklum greinaflokki, sem Morgunblaðið hefur birt þrjár síðustu helgar, eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur blaðamann, sem unnið hefur að könnun þessa máls síðustu mánuði. Í greinaflokknum er rakin saga átta ára stúlku. Um skólagöngu hennar segir m.a.: „Fyrstu tvö árin í grunnskóla fylgdi þroskaþjálfi Ásdísi eftir í kennslu- stundum en í frímínútum var hún lögð í einelti, kölluð illum nöfnum og jafn- vel tekin hálstaki. Foreldrar hennar ákváðu í framhaldinu að láta hana skipta um skóla.“ Nýi skólinn var í öðru sveitarfélagi. Og sveitarfélag Ásdísar var ekki tilbúið til að greiða nýja skólanum þá peninga, sem dugðu fyrir fagaðila, sem Ásdís þurfti á að halda. Síðan segir í fyrstu grein Sigríðar Víðis hinn 30. apríl sl.: „Ásdís var enn skráð í gamla skól- ann en í millitíðinni var búið að ráð- stafa þroskaþjálfanum, sem hún hafði haft. Nú var ákveðið að Ásdís deildi stuðningsfulltrúa með öðru barni, meðan ráðin væri ný manneskja til að fylgja henni eftir í tímum. Það barn var í öðrum bekk og hún því látin fara yfir í hann. Þessar breytingar voru of miklar fyrir Ásdísi. Þær gerðu hana óörugga, sem aftur braust fram í verri hegðun. Stuðningsfulltrúinn réð ekki við tvö börn í einu og í framhaldinu var ákveðið að Ásdís biði heima þar til tækist að ráða nýjan starfskraft. Sjálf átti hún erfitt með að skilja út á hvað allt gekk og spurði reglulega af hverju hún þyrfti að vera heima en mætti ekki vera í skólanum með krökkunum í bekknum sínum.“ Eftir að Ásdís hafði verið heima hjá sér um skeið var ráðinn stuðnings- fulltrúi, sem hafði hvorki fagmennsku né færni til að sinna barninu. Aftur var hún tekin úr þeim skóla, sem hún átti að vera í, og fór í skammtíma- og sérúrræði á vegum sveitarfélagsins. Foreldrar hennar lýsa því úrræði, sem „hálfgerðri einangrun“. Í kjölfarið á þeirri dvöl var sótt um fyrir Ásdísi í sérskóla í enn öðru sveit- arfélagi og höfðu skólamál hennar þá verið í ólestri frá byrjun skólaárs sl. haust. Þótt ekki séu öll mál eins lýsir saga Ásdísar í hnotskurn hlutskipti of margra barna með sérþarfir. Skóli án aðgreiningar er falleg hug- sjón en þessi framkvæmd er fyrir neð- an allar hellur. Það fer ekki á milli mála, að mis- jafnlega er haldið á málum þessara barna. Í sumum skólum er staðið mjög vel að þessum málum. Í sumum sveit- arfélögum er það líka gert. Í öðrum skólum er ekki haldið vel á málum barna með sérþarfir og það á líka við um sum sveitarfélög. Kennarar og skólastjórnendur standa augljóslega frammi fyrir mikl- um vanda. Einn og sami kennarinn getur ekki sinnt öllum nemendum jafnt ef hann þarf hjálparlaust að sinna einum eða tveimur nemendum, sem þurfa á sérstakri hjálp að halda. Margar spurningar vakna, þegar saga Ásdíar er skoðuð. Hvernig stendur á því að ekki er hægt að verja lítið barn fyrir einelti í frímínútum? Er ekki sérstök varzla í frímínútum? Er frambærilegt að ráða stuðnings- fulltrúa til starfa, þegar augljóslega er nauðsynlegt að því starfi gegni sér- menntað fólk? Getur sveitarfélag leyft sér að greiða ekki þá upphæð, sem þarf, til skóla í öðru sveitarfélagi með barni, sem fer á milli sveitarfélaga? Geta opinberir aðilar leyft sér að láta lítið barn og foreldra þess hrekj- ast um í þessu kerfi í heilan vetur án þess að nokkurs staðar sé nokkur að- ili, sem axlar hina endanlegu ábyrgð á því að barnið fái að njóta réttar síns skv. íslenzkum lögum? Greinar Sigríðar Víðis sýna fyrst og fremst, að það ríkir ringulreið í þess- um málum, sem snertir of mörg börn og fjölskyldur þeirra. Það er verið að fara illa með þessi börn. Getur þessi ríka þjóð verið þekkt fyrir að fara illa með börn? Í Morgunblaðinu í gær birtast við- töl við þrjá ráðherra, sem allir bera ábyrgð á þessum málaflokki. Allir tala þeir fallega um mikilvægi þess að vel sé að þessum málum staðið og gera það áreiðanlega af einlægni en enginn þeirra bendir á lausn. Hin endanlega ábyrgð á því að staðið sé við fyrirmæli laga gagnvart þessum börnum og for- eldrum þeirra liggur hjá ráðherrun- um þremur. Enginn þeirra getur skotið sér undan þeirri ábyrgð. Eng- inn þeirra getur vísað eitthvað annað. Hin endanlega ábyrgð er þeirra. Ráðherrarnir hafa vald til þess að brjótast í gegnum það kerfi ringul- reiðar, sem ríkir á þessu sviði. Sveitarstjórnir hafa valdið til þess að koma í veg fyrir að lítið barn í þeirra umdæmi þurfi að líða þær þján- ingar, sem þessi litla stúlka hefur ber- sýnilega orðið að þola allt þetta skóla- ár og ekki bara hún ein heldur mörg fleiri börn. Nú er komið að því, að allir þeir, sem við sögu koma, geri skyldu sína. Skólastjóri, sem stendur frammi fyrir verkefni á borð við það, sem hér hefur verið lýst, má ekki vísa því frá sér. Sveitarstjórn sem ber ábyrgð á þeim hinum sama skóla getur ekki leyft sér að þvo hendur sínar af málinu. Og ráðherrarnir verða að gera ráð- stafanir til þess þegar í stað að einn aðili í kerfinu öllu sjái um að leysa úr þeim vandamálum, sem koma upp við framkvæmd svo vandasams verkefn- is. Sú hugsun má aldrei komast að í þessu samhengi að þessi börn „kosti“ of mikið. Þau eiga sama rétt til skóla- göngu og öll önnur börn. Kostnaður við skólahaldið er heildarkostnaður og honum verður ekki skipt niður á þann veg, að sum börn „kosti“ meira en önnur börn. Það er áreiðanlega svo, að margir stuðningsfulltrúar ráða við þessi verkefni vegna lífsreynslu og mann- gæzku. En auðvitað hlýtur markmiðið að vera, að börn með sérþarfir fái að- stoð frá fólki, sem er menntað til þeirra verkefna. Saga Ásdísar er sögð í von um, að hún verði til þess, að þeir sem ábyrgð bera hrökkvi við og taki til hendi. LÍFLEGAR umræður kviknuðu um orðræð- una í íslensku samfélagi, hagþróun og siðferð- isleg álitamál á málþinginu, þar sem ólík sjón- arhorn á Draumalandið nutu sín vel. Til máls tóku nokkrir fræðimenn m.a. á sviði stjórn- mála, hagfræði, bókmenntafræði og lögfræði og ræddu hinar ýmsu hliðar bókarinnar og þeirrar umræðu sem hún hefur kveikt í sam- félaginu. Þá tók Andri Snær sjálfur virkan þátt í umræðunum, en hann sat ásamt fyrirlesurum við pallborð. Fögnuðu allir fyrirlesarar þeirri umræðu sem bókin hefur vakið í samfélaginu. Í inngangserindi sínu sagði Runólfur Ágústsson, rektor á Bifröst, þá hugsun ráðandi í samfélaginu að Íslendingar þyrftu svokallaða undirstöðuatvinnuvegi á sviði frumframleiðslu, að grunnur að allri velsæld felist í drápi dýra, bræðslu áls eða smíði á vélum. Sagði hann þessa hugsun hafa komið skýrt fram þegar hann var viðstaddur afhendingu nýsköp- unarverðlauna forseta Íslands í vetur, en þá tóku tólf karlmenn við verðlaunum fyrir ný- sköpun og frjóa hugsun meðal háskólanema. „Öll þessi verkefni áttu það sameiginlegt að þar voru verðlaunaðir drengir sem höfðu fund- ið upp einhvern áþreifanlegan og praktískan hlut. Engin óefnisleg hugmynd í viðskiptum, hugvísindum eða listum var verðlaunuð, enda líklega ekki þar um að ræða nýsköpun í góðum skilningi þess orðs. Slíkum hlutum væri ekki hægt að halda á eða framleiða þá,“ sagði Run- ólfur. „Þeir væru bara hönnun eða eitthvað svoleiðis. Á slíku er ekkert að byggja.“ Runólfur sagði það misskilning að halda að náttúruauðlindir landsins muni endalaust geta staðið undir aukinni velferð, meiri hagsæld og fleiri störfum. „Nútímasamfélagið byggist á þeirri auðlind sem er mikilvægari öllum öðrum en það er mannauðurinn,“ sagði Runólfur og bætti við að háskólar væru í nútímasamfélagi Vesturlanda aðgöngumiði að þekkingarsamfélagi morgundagsins. „Þar verður vöxtur í störfum og verðmætasköpun næstu áratuga. … Við erum að ná hámarki í nýtingu okkar landgæða og fiski- miða og einnig í nýtingu orkunnar, t.d. með stór- iðju eru okkur takmörk sett, m.a. vegna breytts gildismats og alþjóðlegra skuldbindinga. Ein- ungis ein auðlind er ótakmörkuð, það er mann- auðurinn. Sú auðlind sem býr í þekkingu okkar, menntun, huga og þjóð. Þá auðlind þurfum við að virkja umfram alla aðra virkjunarkosti út um landið allt.“ Stjórnmál óttans Magnús Árni Magnússon, aðstoðarrektor Við- skiptaháskólans á Bifröst, gerði óttann að um- ræðuefni í erindi sínu, sem fjallaði m.a. um orð- ræðu og umræðu. Sagði hann óttann vera leiðarstef í orðræðu vestrænna stjórnmálamanna nú til dags. Þannig reyndu þeir að vekja ótta við efnahagshrun, hryðjuverk, ógnun öryggis, verð- bólgudrauga, hækkandi olíuverð og innflytj- endur, til að hræða kjósendur til fylgilags við sig. „Tilhneigingin til að hræða fjöldann til fylgilags er fyrsta skrefið í áttina frá lýðræðinu,“ sagði Magnús og vísaði síðan til þess að eitt stef í bók Andra Snæs er lýsing á beitingu óttans við efna- hagshrun og eymd fyrri alda, til að ná pólitískum m m an sa he og se la he M fo fr fy la an og ná m Sa tís in Umræðuvakning fagnaðarefni Ru Jó Bók Andra Snæs Magnasonar, Draumalandið – Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, var til umfjöllunar á vel sóttu málþingi í Við- skiptaháskólanum á Bifröst. Svavar Knútur Kristinsson sat málþingið og hlýddi á fjölbreytt erindi og líflegar umræður. F jöldi manns var samankominn við Brákarsund í Borgarnesi þegar Landnámssetur Íslands var opnað þar við hátíðlega athöfn á laugardag. Kom þar m.a. fram sönghópurinn Voces Thules, sem fluttu íslenska miðaldatónlist fyrir gesti, auk borg- firskra lúðrablásara sem þeyttu horn sín fyrir utan. Buðu hjónin Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson gesti velkomna og ávörpuðu viðstadda. Þökkuðu þau samstarfsfólki, stuðningsaðilum og velunnurum setursins og fóru í stuttu máli yfir sögu þess. Sögðu þau nú langþráðum áfanga náð, þrátt fyrir stuttan meðgöngutíma setursins. Þá þökkuðu forsvarsmenn Borgarbyggðar sérstaklega fyrir gott samstarf og kváðust hlakka til að sjá framvindu setursins og þau áhrif sem það kæmi til með að hafa á bæinn og mannlíf þar. Meðal gesta voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, en þau opnuðu hvort sína sýninguna, landnámssýninguna og sýn- inguna um sögu Egils Skallagrímssonar, með aðstoð heima- fólks. Fengu þau svo afhentar hljóðleiðsagnir fyrir sýningarnar á iPod spilurum og gengu inn. Gekk greiðlega að lóðsa gesti gegnum sýningarnar með hljóðleiðsögn, en sýningarnar eru hannaðar þannig að einn gestur fer in skyldur geta gengið saman um sýning blaðamaður hitti að máli voru á einu m beggja og kváðu vel hafa tekist til bæð að skapa tilfinningu fyrir fortíðinni og Sýningarnar eru afar ólíkar að gerð hin tæknilegasta og er gagnvirk tækn t.d. bæi og ættartölur, en Egilssögusý handverki og leika tréskurðarlistamen Þakkaði Sigríður hinum fjölmörgu list af mörkum til sýninganna sérstaklega Að opnuninni lokinni var nýr einleik sonar, Mr. Skallagrímsson, frumsýnd rómur að sýningunni, þar sem farið er en skopskyn og sagnagleði ráða ríkjum Í gær lék síðan Hallveig Thorlacius leiksýningu sína um Egils sögu, Egla setursins. Þá komu aðalsagnamenn se arsson og Hjörleifur Stefánsson smiðu þeir munu koma reglulega fram á sög rækt við sagnahefð landans. Feðginin Pablo Santos og Elisabet Narda Santos voru mjög ánægð með heimsóknina í setrið. Landnámssetrið í Borgarnesi opnað með pomp Langþráðum áfanga F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.