Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 15 DAGLEGT LÍF Í MAÍ FJÁRFESTU Í GÓÐRI HEILSU Kringlunni, Smáratorgi, Skólavörðustíg og Selfossi. „Gríðarlega mikilvægt er að halda meltingunni í jafnvægi, ef meltingin starfar rétt þá er hægt að leiðrétta marga kvilla sem hrjá marga í vestrænu þjóðfélagi. Kvillar eins og höfuðverkur, þreyta, útbrot, leiði, ofnæmi og óþol geta verið merki um slæma meltingu. Íhugaðu mataræðið þitt og lífsstíl, það er ein besta fjárfesting lífs þíns.“ Dr. Gillian McKeith. Ef keypt er eitt glas af Living Food Energy næringardufti frá dr. Gillian McKeith þá fást í kaupbæti 12 stk (1 kassi) hampfræbitar að verðmæti kr. 3720, á meðan birgðir endast. Næringarduftið hennar Gillian er súperfæða, troðfullt af öllum helstu næringarefnum, ensímríkt og frábært fyrir meltinguna og orkuúthaldið. Hampfræbitinn er algjört nammi, stútfullur af fjölómettuðum fitusýrum og næringarefnum. Hentar vel í staðinn fyrir máltíð eða millimátíð, snilld í fjallaferðina. Tilboð í Heilsuhúsunum: Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350 Svíar, Bandaríkjamenn ogÁstralar byrjuðu að gerastarfsemisbætandi hand-arskurðaðgerðir upp úr 1970. Erik Moberg prófessor í handarkírúrgíu í Gautaborg var einn af þeim fyrstu í heiminum sem framkvæmdi svona handaraðgerðir og í Bretlandi er þessi tegund að- gerða kölluð „Moberg operations“, segir Páll Ingvarsson sérfræðingur í taugasjúkdómum, sem vinnur með mænuskaðateyminu hér á Íslandi. Hann vann áður m.a á mænuskað- adeildinni á Sahlgrenska sjúkra- húsinu í Gautaborg þar sem aðgerð- in var gerð á Adda. „Frá því ég kom hingað heim hefur eitt af mark- miðum mínum verið að gefa Íslend- ingum kost á að komast í svona handarskurðaðgerð og því finnst mér það mikilvægur áfangi fyrir ís- lenska einstaklinga með hálsmænu- skaða, að Addi skuli hafa brotið ís- inn og farið í aðgerð.“ Skraddarasaumuð aðgerð Páll segir ástæðu þess að enginn Íslendingur hafi farið fyrr í svona aðgerð, meðal annars vera þá að heilmikið mál sé að gera svona sér- hæfðar aðgerðir á þetta fáum ein- staklingum. „Hver einstök aðgerð er skraddarasaumuð eftir þeirri hendi sem á að skera. Það er svo margt sem þarf að huga að. Þó svo að heimsins besti skurðlæknir sé til staðar, er nánast útilokað að ná ár- angri nema heilt samtvinnað teymi taki þátt í mati og meðferð fyrir og eftir aðgerð. Til dæmis fóru bæði sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi út héðan með Adda, til að kynnast þessu sér- hæfða teymisstarfi betur og líka til þess að geta sinnt hluta af eft- irfylgdinni hér heima, en með því er hægt að fækka eftirfylgdarferðum út.“ Jan Fridén kemur hingað til lands Páll segir að í raun séu fáir sjúk- lingar hér á landi sem kæmu til greina í svona aðgerð. „Á Íslandi eru að meðaltali 3–4 nýir mænu- skaðasjúklingar á ári. Af þeim er helmingur hálsmænuskaðar og að- eins þriðjungur eða helmingur af þeim hefur gagn af svona aðgerð. Í dag gætu 15–20 Íslendingar komið til greina fyrir svona aðgerð. Það er vilji fyrir hendi og verið er að vinna að því að fá Jan Fridén, skurðlækn- inn sem gerði aðgerðina á Adda, hingað til lands á þessu ári, til að meta hverjir í þessum hópi gætu farið í aðgerð. Það er augljóslega ódýrara að fá hann hingað einu sinni í þrjá daga, heldur en að senda tuttugu hjólastólabundna ein- staklinga með fylgdarmanni út til hans. Næsti Íslendingur til að fara í svona aðgerð ætti því að geta farið í vetur.“ Fjórþætt aðgerð hjá Adda Páll segir þessa starfsemisbæt- andi handarskurðaðgerð vera mjög sérhæfða og flókna. „Þetta snýst um að umtengja. Heilbrigðir vöðvar og sinar sem hafa tengingu við taugakerfið, eru tengdir við sina- festingar þeirra vöðva sem eru lam- aðir. Hjá Adda var þetta fjórþætt aðgerð. Fyrst var olnbogabeygingavöðvi tekinn og tengdur við beygingarsin í þumalfingri, til að Addi fái svokall- að lykilgrip, með þumal upp að hlið vísifingurs, eins og þegar haldið er á lykli. Þvínæst var helmingur þessarar beygingarsinar færður frá neðri hlið, upp á efri hluta á ytri þum- alfingurskjúku, til þess að forðast of mikla beygju í þumalfingursliðnum og þannig bæta lykilgripið. Í þriðja lagi var einn af nokkrum úlnliðsréttingarvöðvum færður fram og festur í beygingarsin hinna fingranna fjögurra til að Addi geti beygt þá. Í fjórða lagi var „apasinin“ tengd við réttingarvöðva vísifingurs og löngutangar, til að koma í veg fyrir ofréttingu fingra, eða það sem kall- að er klóhönd.“ Mikilvægur áfangi fyrir Íslendinga með hálsmænuskaða Morgunblaðið/Jim Smart Páll Ingvarsson, sérfræðingur í taugasjúkdómum er bjartsýnn á fleiri að- gerðir í nánustu framtíð. NÝ getnaðarvarnarpilla er nú í lögbundnu skoðunarferli innan Evrópusambandsins og ef hún stenst skoðunina verður hún fyrsta samsetta pillan á mark- aðnum sem taka skal alla daga ársins og stöðvar blæðingar, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá bandaríska lyfjafyrirtækinu Wyeth Pharmaceuticals. Fyrirtækið kynnti nýlega niðurstöður tveggja rannsókna á virkni og áhrifum nýrrar getnaðarvarn- arpillu, Anya. Nýja pillan er frábrugðin þeim sem fyrir eru á markaðnum að því leytinu að hún er tekin alla daga ársins án þess að hlé sé gert á töku henn- ar , að því er fram kemur í tilkynning- unni. Daglegur horm- ónaskammtur Anya veldur því að blæð- ingar stöðv- ast. „Einkenni sem fylgja horm- ónabreytingum og verða í líkamanum á tíðahring, eins og t.d. krampar og fyrirtíðaspenna, minnka eða hverfa alveg,“ segir í tilkynningunni. Rannsóknin leiddi í ljós sambærilega virkni Anya og hefðbundinna getn- aðarvarnarpillna.  HEILSA Getnaðarvarnarpilla alla daga ársins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.