Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 132. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Takt u en ga áhæ ttu v ið v erk lega r fra mkv æm dir Þar finn ur þ ú m eist ara og fagm enn til v erk sins Samtök iðnaðarins Falleg, fyndin sýning Umsögn um leikritið Fagnaður eftir Harold Pinter Menning Eiga dygga aðdáendur Samtal við Ian Anderson, forsprakka Jethro Tull Menning DÓMSMÁLARÁÐHERRA Brasil- íu, Marcio Thomas Bastos, ítrekaði í gær boð stjórnvalda um að senda alríkishermenn til Sao Paulo til að kveða niður átök glæpagengja við lögreglu. Átökin hafa kostað yfir 80 manns lífið síðustu daga. Hér athugar lögreglumaður bíla sem eru á leið fram hjá lögreglustöð. Lögreglan hefur reynt að hindra símtöl glæpaforingja í fangelsum við liðsmenn utan múra. | 17 Blóðug átök við glæpagengi í Sao Paulo Reuters Kuala Lumpur. AFP. | Gerð verður tilraun í Malasíu næstu árin til að auka þjónustu við foreldra sem eru áfjáðir í að vita meira um frammistöðu og hegðun barna sinna í grunnskólum. Munu í fyrstu 88 skólar senda daglega sms-skeyti eða smáskilaboð í farsíma for- eldranna en síðar mun kerfið ná til alls landsins. Sagt verður frá þáttum eins og mætingu, agavandamálum, heima- vinnu, niðurstöðum prófa og öðru sem gerist í skólanum. „Þetta er raunhæf aðferð fyrir foreldra til að fylgjast með börn- unum sínum í skólanum,“ sagði Hishamuddin Hussein mennta- málaráðherra í viðtali við dagblaðið The Star. Foreldrar barnanna munu greiða fyrir þjónustuna, þrjú ringgit, eins og gjaldmiðill Malasíumanna heitir, á mánuði sem svarar tæp- um 60 krónum fyrir eitt eða tvö börn en tvöfalt meira séu börnin fleiri. Eins gott að haga sér vel STJÓRN George W. Bush Banda- ríkjaforseta hefur ákveðið að taka upp fullt stjórnmálasamband við Líbýu og fjarlægja ríkið af lista Bandaríkjamanna yfir þau sem styðja hryðjuverk. Bandaríkja- menn segja Líbýumenn hafa breytt stefnu sinni með því að hætta sjálf- viljugir þróun gereyðingarvopna og stuðningi við hryðjuverkamenn. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hrósaði í gær stjórn Muammars Gaddafis Líbýu- forseta fyrir „afburða gott sam- starf“ í baráttunni gegn alþjóðleg- um hryðjuverkum síðustu árin. Segir í skýrslu utanríkisráðuneyt- isins í Washington að vonandi verði þessi þróun fordæmi „fyrir ríki með jafnvel enn meira ógnandi áætlanir á sviði gereyðingarvopna- og eld- flaugasmíði“ en reyndin var um Líbýu. Þessum orðum mun ekki síst beint til Írana sem neita að hætta kjarnorkutilraunum. Lýðræðisbaráttu fórnað fyrir olíuhagsmuni? Nokkrir mánuðir munu líða áður en stjórnmálasamband kemst á þar sem fyrst þarf að leita umsagnar nokkurra aðila vestra. Ákvörðunin er niðurstaða ferlis sem hófst fyrir þremur árum þegar líbýsk stjórn- völd tilkynntu að þau væru hætt að reyna að smíða kjarnavopn. Gaddafi var áfjáður í að losa land sitt úr póli- tískri einangrun og jafnframt munu bandarísk fyrirtæki nú hefja fjár- festingar í olíuiðnaði landsmanna. Brot Líbýustjórnar á mannrétt- indum stjórnarandstæðinga töfðu fyrir því að stjórnmálatengslin yrðu endurvakin og embættismenn í Washington tóku fram að þar yrði Líbýustjórn að bæta sig. Talsmenn mannréttinda í Miðausturlöndum voru harðorðir um stefnubreyt- inguna og sögðu að aldrei hefði ver- ið alvara á bak við tal Bush um að ýta yrði undir lýðræði og mannrétt- indi í heimshlutanum. Bandaríkin settu olíuhagsmuni ofar lýðræði. Líbýa og Bandaríkin hafa engin formleg tengsl haft sín á milli frá 1980. Stjórn Gaddafis var m.a. sök- uð um að hafa átt hlut að máli þegar farþegaþota PanAm var sprengd yfir Lockerbie í Skotlandi 1988 og 270 manns létust. Stjórn Gaddafis inn úr kuldanum Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is NÍU ára börn borða grænmeti sem sam- svarar hálfri meðalstórri gulrót á dag en 15 ára börn sem samsvarar hálfum tómat. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Rannsóknarstofu í nær- ingarfræði við HÍ og Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, á mataræði þessara aldurshópa sem kynnt var í gær. Er þetta með því minnsta sem gerist í Evrópu en er þó meiri grænmet- isneysla en í síðustu könnun sem gerð var fyrir rúmum áratug. Í ljós kom að 15 ára unglingarnir drukku að meðaltali 4 lítra af gosi og svaladrykkjum á viku en 9 ára börnin 2,5 lítra. Ingibjörg Gunnarsdóttir, dósent við HÍ, sem gerði rannsóknina ásamt Ingu Þórsdóttur, pró- fessor við HÍ, segir áhyggjuefni að fjórð- ungur orkunnar sem krakkarnir fái úr fæðu komi úr „draslfæði“ eins og gosi og sykr- uðum svaladrykkjum, sælgæti, kökum og kexi. D-vítamínneysla virðist ekki fullnægj- andi og trefjaneysla er lítil. Aðeins 3% 15 ára unglinganna tóku lýsi og vilja höfundar rannsóknarinnar hvetja til lýsisneyslu. Jákvæðar breytingar virðast þó einnig hafa orðið á mataræði, til dæmis hefur vatns- drykkja stóraukist, eða úr 2 dl á dag í 5 dl. Borða græn- meti sem sam- svarar hálfri gulrót á dag Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is  Þurfa að taka | Miðopna Dagskammturinn. VERIÐ er að leggja reiðveg meðfram Leir- vogsá við Mosfellsbæ og er hengd reiðbrú undir brúna á Vesturlandsvegi, í stað þess að gera undirgöng. Leirvogsá er ein besta laxveiðiá landsins, með yfir 800 laxa á stangirnar tvær í fyrrasumar. Við brúna er gjöfulasti hylur árinnar, Brúarhylur, sem gefur allt að helming veiðinnar. Guðmundur Magnússon, formaður Veiði- félags Leirvogsár, segir að sagt hafi verið að reiðbrúin sé bráðabirgðalausn en hann eigi eftir að sjá að það verði raunin. Hann óttast að vegið verði að verðmætunum sem felast í veiðinni en dagsstöngin kostar hátt í 100 þúsund krónur á besta tíma. Tryggvi Jónsson, bæjarverkfræðingur í Mosfellsbæ, segir farið í framkvæmdina þar sem umferð ríðandi fólks yfir Vesturlands- veg skapi hættu. Morgunblaðið/Einar Falur Reiðbrúin verður hengd undir brúna á Vesturlandsvegi vinstra megin, yfir Stólpahyl. Strax fyrir neðan tekur við Brúarhylur, gjöfulasti hylur Leirvogsár. Reiðvegur við gjöfulasta veiði- stað Leirvogsár  Reiðbrú | 10 Teheran, Brussel. AFP. | Utanríkis- ráðherra Írans, Manouechehr Mottaki, vísaði í gær á bug nýjum tillögum Evrópusambandsins þar sem Írönum verður heitið aðstoð af ýmsu tagi ef þeir hætta að auðga úran. „Sérhvert ákall um að við hættum eða frestum [auðgun úr- ans] er órökrétt og óviðunandi,“ sagði ráðherrann. Mottaki sagði að ESB-ríkin hefðu sýnt að þau væru ekki ein- læg þegar þau segðust vilja leysa deiluna um kjarnorkutilraunir Ír- ana með friðsamlegum aðferðum. Evrópuríkin hyggjast að sögn bjóða Írönum hátækniaðstoð við að nýta kjarnorku til rafmagnsfram- leiðslu og hugsanlega einnig trygg- ingar fyrir því að ekki verði ráðist á landið. „Við erum að undirbúa heildarlausn og það verður erfitt fyrir þá að segja nei ef það sem þeir vilja er í reynd orkufram- leiðsla,“ sagði Javier Solana, aðal- talsmaður ESB í utanríkismálum. Hafna til- lögum ESB Íþróttir í dag Blikum spáð velgengni í kvenna- boltanum  Ballack fer til Chelsea  Nýliðar Breiðabliks lögðu Val

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.