Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AUSTURLAND SUÐURNES Egilsstaðir | 48 konur útskrifuðust á laug- ardag frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst úr rekstrarnáminu Mætti kvenna. Austfirskar konur voru þar í miklum meirihluta. Máttur kvenna er þriggja mánaða langt námskeið sem bæði var kennt á Bifröst og í fjarnámi. Er það ætlað konum sem hafa áhuga á að bæta rekstrarþekkingu sína. Áður hafa 105 konur útskrifast úr sama námi. „Þetta var afar frambærilegur hópur og myndaðist frábær stemning hjá konunum þessa þrjá mánuði sem þær stunduðu nám- ið,“ segir Geirlaug Jóhannsdóttir, verk- efnastjóri símenntunar hjá Viðskiptaháskól- anum á Bifröst. „Við áttum frábærlega skemmtilega helgi saman í Borgarfirðinum, heimsóttum Hvanneyri, fórum í hádegisverð að Fossa- túni hjá Steinari Berg og héldum til á Hótel Hamri, fyrsta og eina golfhóteli á Íslandi. Konurnar í útskriftarhópnum komu víðs- vegar af landinu, flestar frá Austfjörðum eða 31 talsins. Útskriftarathöfnin var hátíðleg eins og aðrar útskriftir við skólann og flutti Ólöf Nordal hátíðarræðu. Kristjana Björnsdóttir frá Borgarfirði eystri flutti afar skemmti- legt ávarp fyrir hönd austfiskra kvenna en þar lagði hún út af reynslu sinni af náminu og tæknilegum hindrunum sem hún þurfti að glíma við.“ Geirlaug segir námið hafa verið konunum mikil hvatning til áframhaldandi náms og sé stór hluti hópsins að velta fyrir sér fram- haldsnámi við Viðskiptaháskólann á Bifröst og nokkrar umsóknir hafi þegar borist. Ljósmynd/Bifröst Kátar konur Útskriftarhópurinn úr Mætti kvenna ásamt kennurum og verkefnisstjóra. Rúmlega 30 austfirskar konur útskrifuðust úr rekstrarnámi frá Bifröst um helgina Fjarnám skapar tækifæri Fljótsdalshérað | Reiknað er með að öll þau börn sem voru á biðlista eftir leikskólaplássi á Fljótsdalshéraði og fædd eru árið 2004 verði komin í leikskóla í haust. Þetta eru rúmlega 90% þeirra barna sem fædd eru árið 2004 og búa í sveitarfélaginu. Árgangur 2004 var óvenju fjölmennur og eru börn fædd það ár 50% fleiri á Fljótsdalshéraði en í öðrum árgöngum. Fjöldi þeirra samsvarar þremur leikskóladeildum. Þau börn á biðlista eftir leikskólaplássi, sem fædd eru árið 2005 og náð hafa eins árs aldri í ágúst næstkomandi eru einnig búin að fá pláss á leikskóla í haust en það eru um 60% barna af 2005 árganginum í sveitarfé- laginu. Með þessu er ekki lengur virkur bið- listi eftir leikskólaplássi á Fljótsdalshéraði. Öll börn fá leikskólapláss Engir listar í Fljótsdal og Borgarfirði | Óbundnar kosningar verða í Fljótsdals- og Borgarfjarðarhreppum, þar sem engir fram- boðslistar komu fram fyrir tilskilinn frest. Hef- ur þessi háttur verið hafður á í sveitarfélög- unum tveimur og ekki vitað til að kosið hafi verið um lista þar í sveitarstjórnarkosningum. Óbundnar kosningar eru persónukosningar, þar sem kjör er ekki bundið framboðum og allir kjósendur í kjöri, nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því. ♦♦♦ Vogar | Hulda Hrönn Agnarsdóttir sundkona var útnefnd Íþróttamaður ársins í Sveitarfélaginu Vogum á há- tíð sem haldin var um helgina í bæn- um. Hún er í sundlandsliði fatlaðra. Þrír einstaklingar voru tilnefndir við kjör Íþróttamanns ársins í Vog- um. Haukur Harðarson knatt- spyrnumaður hefur skarað fram úr á sínu sviði, segir í frétt um kjörið, var meðal annars valinn í úrtakshóp fyr- ir íslenska landsliðið á síðasta ári. Íris Ósk Hafsteinsdóttir sundkona vann flestar greinar á þeim sund- mótum sem hún tók þátt í á síðasta ári. Hún komst meðal annars inn á afrekaskrá Sundsambands Íslands. Íþróttamaður ársins í Vogum, Hulda Hrönn Agnarsdóttir, varð í þriðja sæti á Nýárssundmóti fatl- aðra barna og unglinga og vann til verðlauna á sundmóti í Malmö. Hulda er í sundlandsliði fatlaðra og keppir þar í unglingaflokki. Hulda hefur þrisvar sinnum unnið Íslands- meistaratitil. Hulda Hrönn íþróttamaður ársins Reykjanesbær | Fjöldi manns tók þátt í Frí- stundahátíð í Reykjanesbæ á laugardag en hátíðin er haldin ár hvert að vori. Markmið hátíðarinnar er að kynna það mikla hand- verks- og tómstundastarf sem þrífst í Reykjanesbæ og nágrannasveitafélög- unum. Tómstundabandalag Reykjanesbæjar hélt utan um hátíðina. Það sem einkennir Frí- stundahátíðina fyrst og fremst er að gestum verður ljóst að það er hægt að stunda mjög fjölbreytt tóm- stundastarf, hvort sem áhugasviðið krefst spennu og áhættu, sköpunar, hug- vits eða hreyfingar. Á Frí- stundahátíð finna líka allir aldurshópar skemmtun við sitt hæfi. Unga fólkið var sér- staklega hrifið af fjarstýrðu bílunum sem Smábílaklúbb- ur Íslands var að kynna og fisvélarnar sem stóðu utan við Reykjaneshöllina heill- uðu, enda mátti setjast und- ir stýri eftir að hafa fengið leyfi. „Vá, lyklarnir eru í,“ kallaði einn en var góðfús- lega bent á að fikta alls ekki. Ekki minni lukku gerðu mótorhjólin sem stóðu í röðum í húsakynn- um Íþróttaakademíunnar og marga klæjaði í puttana af löngun eftir að taka í. Meðlimir í Bifhjólaklúbbn- um Erni, sem stóðu að sýn- ingunni, notaðu tækifærið og minntust félaga síns John Joseph Cramer sem lést í mótorhjólaslysi á dög- unum og rituðu margir nöfn sín í minningabók. Í tilefni Frístundahátíðar efndi Byggðasafn Reykja- nesbæjar til opins dags í nýju húsnæði safnsins við Njarðarbraut. Þar er aðal munageymsla safnsins og er opnun geymslunnar til- raunaverkefni til að víkka út rekstur byggðasafnsins í átt til tómstunda almenn- ings. Kynning safnkostsins hefur eflaust orðið mörgum áhugasömum uppspretta hugmynda eins og vonir stóðu til. Rúnturinn lá svo um fleiri söfn sem einnig voru opin þennan dag, ný- vígða Vatnaveröld í Sund- miðstöð Reykjanesbæjar og handverkssýningu eldri borgara í Selinu, sem einn- ig verður opin næstu daga. Engan þarf að vanta tómstundaiðju Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Gaman að taka í Fisfélagið Sléttan sýndi fisvélar sem vöktu lukku hjá ungu kynslóðinni. Sumir vildu komast lengra á vélinni eftir að hafa rekið augun í lyklana í kveikjulásnum. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ekkert mál að „joggla“ Leikfélag Keflavíkur bauð gestum og gangandi að prófa margskonar sirkuslistir. Það virtist ekkert mál að „joggla“ við fyrstu sýn en reyndist erfiðara þegar keilurnar voru komnar í hendurnar. Það fengu margir að reyna í Reykjaneshöllinni. Leikhúsfólkið var þó þaulreynt eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Reykjanesbær | Um 50 manns mætti á opinn fræðslufund foreldra- félaga í Heiðarskóla í Reykjanesbæ með Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni SÁÁ. Þar kom fram að ein helsta vá er steðjar að unglingum í dag er neysla á kannabisefnum. Hún kem- ur af stað mikilli fíkn, kvíða, þung- lyndi og gerir ungt fólk vanvirkt í líf- inu, segir í fréttatilkynningu. Fram kom hjá Þórarni að ef svo fer fram sem horfir, verða afleiðingar kannabisneyslu að alvarlegu geð- heilbrigðisvandamáli á Íslandi. Tals- verðar umræður sköpuðust og var m.a. rætt um spilafíkn, hvort hægt væri að tala um tölvufíkn, hvernig fullorðnir ættu að umgangast áfengi í námunda við börn og unglinga o.fl. Kannabisneysla að verða alvarlegt geð- heilbrigðisvandamál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.