Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 48
Það er ekki bara Silvía Nóttsem vekur athygli í Aþenuþessa dagana, en finnskahljómsveitin Lordi hefur einnig fengið sinn skerf af umfjöll- un, enda sérstök hljómsveit þar á ferð. Þegar sveitin kemur fram minna hljómsveitarmeðlimir helst á persónur úr Hringadróttinssögu eða Star Trek, enda leggja þeir vægast sagt mikið upp úr búningum og förðun. Þá hafa hin ýmsu um- mæli þeirra vakið mikla athygli að undanförnu, en á blaðamannafundi á föstudaginn voru þeir til dæmis spurðir hversu langan tíma tæki að farða sig og koma grímunum á sig fyrir tónleika. „Hvaða grímur? Hvaða farði? Svona lít ég út í raun og veru,“ sagði Mr. Lordi, söngvari sveitar- innar. „Nei, nei, það tekur um það bil þrjá tíma að gera þetta. Andlitið eitt og sér tekur um tvo tíma. Í morgun varð ég til dæmis að vakna klukkan 5,“ sagði hann. „En Lordi mun aldrei koma fram á sviði án farðans. Mér finnst að áhorfendur verði alltaf að fá eitthvað til þess að horfa á. Ég þoli ekki að borga mig inn á rokktónleika og sjá svo hljóm- sveitarmeðlimi í gallabuxum og bol,“ bætti Mr. Lordi við. „Ég hugsa að okkur muni ganga vel. Finnar voru mjög ánægðir með okkur, eða að minnsta kosti 42% þeirra. Þetta er eins og með hroll- vekjur, sumir eru hrifnir af þeim, aðrir ekki,“ sagði hann, spurður hvernig hann telji að finnska laginu „Hard Rock Hallelujah“ muni ganga í keppninni. Þá var hann spurður hvort hann ætti fjölskyldu. „Nei, ég er ekki í hjónabandi og ég á ekki börn. Mér finnst að börn eigi ekki að eignast börn og fyrir mér er ég 15 ára gamall. Ég á þrjá hunda og tarantúlu. Það er nóg. Ég átti einu sinni börn en ég borð- aði þau í morgunmat,“ sagði hann, viðstöddum til mikillar undrunar. Það voru miklir fagnaðarfundir þegar þeir félagar hittu Silvíu Nótt í Aþenu í gær, en Silvía hefur lýst því yfir að hún kunni vel að meta Finnana furðulegu. Hennar fyrstu viðbrögð í gær voru hins vegar að taka fyrir nefið, en svo virðist sem henni hafi þótt vond lykt af þeim fé- lögum. Þegar þeir höfðu yfirgefið svæðið brast Silvía Nótt hins vegar í grát og hafði á orði að þetta væri eflaust í fyrsta skipti sem fallegasta kona veraldar hefði hitt ljótasta fólk í heimi. Evróvisjón | Silvía Nótt hitti finnsku rokkarana í Lordi Fríða og dýrin Morgunblaðið/Eggert Silvía Nótt fór ekki á Star Trek-ráðstefnu heldur hitti finnsku rokkarana í Lordi. Það urðu fagnaðarfundir þegar Silvía og Romario hittust áður en stjarnan fór í sjónvarpsviðtöl í gær eftir stuttan aðskilnað. 48 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN SÝND Í SAMBÍ ÓUNUM KRING LUNNI ee ee - SV, M BL „Pottþ étt skem mtun“ ee ee LIB, To pp5.is MI:3 kl. 6 - 8 og 10 B.I. 14 ÁRA SHAGGY DOG kl. 6 - 8 og 10 SCARY MOVIE 4 kl. 6 B.I. 10 ÁRA FIREWALL kl. 5:45 og 8 B.I. 16 ÁRA V FOR VENDETTA kl. 10:10 B.I. 16 ÁRA VERÐUR HANN HUND- HEPPINN EÐA HVAÐ! TIM ALLEN ( THE SANTA CLAUSE/ TOY STORY) SKIPTIR UM HAM Í GRÍNVIÐBURÐI ÁRSINS. SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK SHAGGY DOG kl. 6 - 8 MI : 3 kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára SCARY MOVIE 4 kl. 10 B.i. 10 ára MI : 3 kl. 8 - 10:20 B.i. 14 SHAGGY DOG kl. 8 - 10 eee JÞP blaðið eeee VJV, Topp5.is eee H.J. mbl S.U.S. XFM Skjöldur puntar Silvíu Nótt uppi á hótelherberginu. Grísk sjónvarpsstöð fékk Silvíu Nóttmeð sér í gær á skemmtistaðinn SalonOriental og brá hún auðvitað á leikfyrir myndavélarnar. Ekki dugði minna en að taka fyrir nefið þegar Evróvisjón- stjarna Íslands hitti búningaklæddu Finnana í Lordi. Ekkert minna en Ferrari dugar til að koma alþjóðlegu súperstjörnunni milli staða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.