Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Beitukóngurinn unninn á Grundarfirði Úr verinu á morgun ÚR VERINU Grundarfjörður | Í aprílmánuði dvöldu í Grundarfirði fjórir meist- aranemendur frá Alþjóðlegu um- hverfisstofnuninni við Lundarhá- skóla í Svíþjóð ásamt kennara sínum. Ráðgjafarfyrirtækið Alta sem rekur útibú í Grundarfirði átti frumkvæðið að því að koma á sam- vinnu sjávarútvegsfyrirtækja og sveitarfélags um skoðun meistara- nemanna á frárennslismálum í Grundarfirði. Nemarnir skiluðu síðan skýrslu í Sögumiðstöðunni fyrir skömmu og settu þar fram ýmsar hugmyndir um lausn fráveitumála. Meðal helstu niðurstaðna nemanna má nefna að æskilegast væri að að- skilja fráveitu frá fiskvinnslu frá veitu sveitarfélagsins til að draga úr umfangi skólphreinsistöðvar. En magn skólps frá fiskvinnslu er gróf- lega áætlað a.m.k. fjórfalt magn húsaskólps. Þá fjölluðu nemarnir um möguleika á nýtingu lífræns úr- gangs til framleiðslu ýmissa auka- afurða, svo sem dýrafóðurs, einnig var mælt með því að skoða nánar möguleikann á nýtingu slíks úr- gangs, t.d. í jarðgerð og eða gerjun til framleiðslu á metangasi. Hugmyndum háskólanemanna var vel tekið af samstarfsfyrirtækj- unum í Grundarfirði en þau voru, auk Grundarfjarðarbæjar, Djúpi- klettur ehf., Fisk – Seafood hf., Guðmundur Runólfsson hf., Soff- anías Cecilsson hf. og Sægarpur ehf. en SSV – þróun og ráðgjöf lögðu til aðstoð starfsmanns við verkefnið. Samstarf mikilvægt Að sögn Stefáns Freys Einars- sonar, ráðgjafa hjá Alta, er æski- legt að skoða sérstaklega hvort og hvernig hægt sé að beita fyrir- byggjandi aðgerðum í matvælaiðn- aði, til að draga úr umfangi sameig- inlegrar skólphreinsunar og þar með kostnaði sveitarfélaganna við að uppfylla opinberar kröfur. Að hans mati er mikilvægt að samstarf sé milli sveitarfélaga og iðnaðar við mótun lausna í fráveitumálum og það sé ánægjulegt hve samstarfið hafi gengið vel í þessu verkefni. Þá gæti verið hagkvæmt með tilliti til núverandi samstarfs sveitarfélaga á Snæfellsnesi með Green Globe- verkefnið að skoða sameiginlegar lausnir varðandi fráveitu og með- höndlun lífræns úrgangs. Dýrafóður, jarðgerð eða metangas úr frárennsli sjávarútvegsfyrirtækja Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Rannsóknir Fulltrúar samstarfsaðila í aftari röð en fyrir framan frá vinstri eru: Håkan Rodhe, Svíþjóð, prófessor, Stefán Freyr Einarsson, ráðgjafi hjá Alta, Felix Mensah-Yeboah, Ghana, Sandra Lopez, Kólumbíu, Lisa Isles, Ástr- alíu, og Ana Shubitidze, Georgíu. Þau segja samstarfið hafa verið ánægjulegt og hafa gefið mikið af sér. Í NÝLIÐNUM apríl voru seld 7.994 tonn sem er 13,8% minna en sama mánuð í fyrra. Verðmæti sölunnar var tæpir 1,2 milljarðar sem er aftur á móti meira en í fyrra eða 18%. Meðalverð í apríl 2005 var 109,06 kr., en apríl 2006 var það 149,26 sem er 36,9% hærra. Seld voru 41.187 tonn fyrstu 4 mánuði þessa árs fyrir 5.150 millj- ónir. Meðalverð 125,07 kr. Þrjá fyrstu mánuðina 2005 voru seld 41.490 tonn fyrir 4.561 milljónir. Meðalverð 109,93. Þetta er 0,7% minnkun í magni, 12,9% aukning í verðmætum og 13,75% hækkun á meðalverði. Mikil aukning hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar Sala fyrstu fjóra mánuði ársins hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar var 812 tonn sem er tæplega þrefalt meira en á sama tíma í fyrra (271 tonn). Verðmæti sölunnar var 29,6 millj- ónir á sama tímabili í fyrra, en 100,4 milljónir á þessu ári sem er 340% aukning.                    Lítil sala í apríl Bleikjan lét lítið fara fyrirsér í Breiðdalsá eftiropnunina 1. maí en þann11. var hún mætt er Jón Sigurðsson setti í 30 á skömmum tíma við Ytri-Grjóttanga. Tök- urnar voru grannar og náði hann einungis að landa átta þeirra. All- ar tóku þær nýja flugu sem Jón kallar Snædísi. Setið um Þingvallaurriðann Meðal stangveiðimanna er tals- vert rætt þessa dagana um urriða- veiði í Þingvallavatni og ólíkar skoðanir um aðferðirnar sem beitt er við veiðarnar. Bleikjuveiði er varla hafin í vatninu svo nokkru nemi. Þótt veiðimenn hafi staðið við síðustu vikur, hefur kalt vorið líklega séð til þess að bleikjan er ekki komin að landi í þjóðgarð- inum að ráði. Hinsvegar hafa sum- ir fluguveiðimenn verið að fá urriða á flugurnar, suma yfir tíu punda þunga. Á sama tíma gera aðrir út á urriðann, sem sam- kvæmt rannsóknum vísindamanna sem vinna að vexti hans í vatninu, er helst í yfirborðinu og aðgengi- legur á þessum tíma árs. Eru sumir veiðimenn að veiða vel á makríl sem beitu, en urriða sem tekur slíkt agn verður vart sleppt aftur út í vatnið. Ástæða er til að hvetja veiðimenn til að ganga af virðingu um bráðina, og jafn merkur stofn, sem jafn mikil vinna hefur verið lögð í að endurreisa og raunin er með ísaldarurriðann í Þingvallavatni, á skilið að gengið sé um hann af nærgætni. Full ástæða er til að hvetja veiðimenn, sem eru það lánsamir að fá að tog- ast á við þessi tröll, til að sleppa þeim aftur að viðureign lokinni. Fullyrt er að sumir veiðimenn á Þingvallavatni, sem veiða af bát- um, notist við fiskisjár, nýja bandaríska tækni sem gerir þeim kleift að finna stóra fiska í vatn- inu. Spurt er hvort það samræm- ist lögum og hvað þá siðareglum um veiðiskap á stöng. Varðandi Þingvallavatn, þá hvetur Veiðimálastofnun veiði- menn til að skrá allan afla úr vatninu, en á því hefur verið mikill misbrestur. Veiðibók liggur frammi í þjónustumiðstöðinni og einnig má senda upplýsingar beint til stofnunarinnar. Fisklaust í Soginu Góð urriðaveiði hefur verið í Elliðaánum í vor, betri en í fyrra þegar vorveiði á urriða var leyfð í ánum í fyrsta sinn. Hinsvegar fara veiðimenn ítrekað úr Soginu með öngulinn í rassinum, þar fæst eng- in bleikja til að taka. Stangaveiðifélag Reykjavík tók upp þá ágætu þjónustu í fyrra, að skrá veiðibækur helstu laxveiði- ánna á vef félagsins og fylgdust margir með skráningunni á net- inu, þótt skráningunni væri misvel sinnt í veiðihúsunum. Nú hefur Pétur Pétursson, leigutaki Vatnsdalsár, fært veiði- bók síðasta sumars á vefinn vatns- dalsa.is. Er þar að finna hefð- bundnar upplýsingar um veidda fiska og er hægt að leita í bókinni eftir stærð laxa, þyngd og veiði- stöðum. Til stendur að færa enn- fremur inn á hvaða tíma dags fisk- arnir eru veiddir. STANGVEIÐI Bleikjuskot í Breiðdalnum Morgunblaðið/Golli Veiðimaður togast á við urriða fyrir landi þjóðgarðsins á Þingvöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.