Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 19 MINNSTAÐUR Fréttir í tölvupósti AKUREYRI LANDIÐ Flúðir | Það er svo sannarlega hægt að segja að íþrótta- og æskulýðs- starf hafi breyst í Hrunamanna- hreppi með tilkomu íþróttahússins á Flúðum sem var byggt 1991. Þar eru stundaðar margskonar íþróttir, svo sem frjálsar íþróttir, blak, fimleikar og knattspyrna en mest fer þó fyrir körfuboltanum. Hrunamenn eiga marga afreks- menn í körfuknattleik, sem hafa unnið sæta sigra innan HSK á liðn- um árum, einnig víðar svo sem á Ís- landsmótum. Má nefna að fjórar stúlkur, sem ólust upp með bolt- anum hér urðu nú fyrir nokkru Ís- landsmeistarar í körfubolta kvenna en þær kepptu með Haukum í Hafn- arfirði. Vert er að geta þess að Freyja Fanndal Sigurjónsdóttir sem á heima hér í sveitinni var verðlaun- uð á dögunum af liði sínu, Breiða- bliki, sem mikilvægasti liðsmaður í kvennaliði þess í körfubolta. Nú á dögunum gáfu þau Helga Karlsdóttir og Guðjón Birgisson, garðyrkjubændur á Melum, nýja keppnisbúninga sem ætlaðir eru yngstu iðkendum körfuknattleiks- deildarinnar og vildu með því leggja sitt af mörkum til að styrkja það mikilvæga æskulýðsstarf sem fram fer í íþróttahúsinu. Keppnislið frá Hrunamönnum hafa náð góðum ár- angri í vetur, t.a.m. hlaut 9. flokkur kvenna silfurverðlaun í Íslandsmóti, auk þess sem 10. flokkur kvenna hlaut sömu verðlaun í Bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands. Magga heiðruð Margir hafa lagt hönd á plóg til að svo vel tækist til í körfuboltastarfinu á undanförnum árum en hlutur Möggu Brynjólfsdóttur, bónda í Túnsbergi, er þó hvað stærstur og var hún heiðruð í lokahófi körfu- knattleiksdeildarinnar fyrir skömmu. Enginn vafi er á að bygging íþróttahúsa er einhver arðsamasta framkvæmd sem við Íslendingar getum gert. Það sjáum við best í gróskumiklu íþróttastarfi, yngri og eldri. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Íþróttir Krakkarnir í yngstu flokkum körfuboltans í íþróttahúsinu á Flúðum ásamt gefendum nýju búninganna. Árangursríkt uppeldisstarf fer fram í íþróttahúsinu Eftir Sigurð Sigmundsson F A B R IK A N 2 0 0 6 SKIPULAGSMÁL Í NÝJU LJÓSI RSE boðar til málfundar í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 17. maí kl. 15.00 Framsöguerindi: Rökin fyrir einkaframtaki í skipulagsmálum Dr. Mark Pennington, lektor í stjórnmálafræði við University of London Pallborðsumræður Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR Egill Helgason, blaðamaður Fundarstjóri: Birgir Tjörvi Pétursson, framkvæmdastjóri RSE Fundurinn verður haldinn í stofu 131 b í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2 og stendur frá kl. 15.00-16.30 Dr. Mark Pennington er lektor í stjórnmálafræði við Queen Mary College, University of London. Hann hlaut doktorsgráðu við London School of Economics. Dr. Pennington hefur birt fjölda greina um stjórnmálahagfræði á sviði umhverfismála í blöðum og tímaritum og hefur ritað tvær bækur um skipulagsmál. Nánar á www.rse.is Allir velkomnir! Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna boðar hér með til sjóðfélagafundar, sem haldinn verður þriðjudaginn 20. júní nk. kl. 17 á Grand Hóteli, Sigtúni 38, Reykjavík. Dagskrá fundarins: Gerð grein fyrir tillögu stjórnar til breytinga á samþykktum sjóðsins. Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á fundinum. Tillaga stjórnar liggur frammi á skrifstofu sjóðsins auk þess sem hægt er að nálgast hana á heimasíðu sjóðsins www.live.is. Reykjavík 16. maí 2006 Stjórn Lífeyrissjó›s verzlunarmanna Sími: 580 4000 • Netfang: skrifstofa@live.is Sjóðfélagafundur Öxnadalur | Veitinga- húsið Halastjarnan, sem er til húsa á bænum Hálsi í Öxnadal, hóf um síðustu helgi sumar- starfsemi sína, en þetta er þriðja sumarið í röð sem veitingahúsið er starfrækt. Að sögn Guð- veigar Eyglóardóttur, veitingakonu, hófst sum- arið á Halastjörnunni í byrjun mánaðarins með helgaropnun en síðan verður opið frá hádegi á hverjum degi frá og með 1. júní næstkomandi. Guðveig sagði að kapp yrði lagt á að bjóða upp á fallegan og góðan mat unninn úr íslensku gæðahráefni, s.s. lamba- kjöti, mjólkurvörum, fiski, grænmeti og ávöxt- um. Auk kokkanna á Halastjörnunni munu fjölmargir gestakokkar leggja sitt af mörkum við matseldina. Um síðustu helgi var t.a.m. hinn víð- frægi kokkur Rúnar Marvinsson við pottana. Bryddað verður upp á fleiri nýj- ungum í sumar, en Halastjarnan hefur hafið samstarf við verslunina Frúin í Hamborg á Akureyri. Mun samstarfið ganga út á það að versl- unin mun sjá fyrir húsgögnum í eitt herbergja veitingastaðarins og munu gestir geta keypt þá húsmuni um leið og borðað er. Því er tilvalið að koma á Halastjörnuna og fá sér dýrindis máltíð og jafnvel kaupa nokkra stóla eða borð með. Í júlí og ágúst mun verða starf- ræktur markaður á jörð Halastjörn- unnar þar sem ræktendum gefst kostur á því að selja uppskeru sína. Guðveig sagði að þar væri upplagt tækifæri fyrir stóra sem smáa rækt- endur til að koma afurðum sínum á framfæri sem og að njóta uppskeru annarra. Einnig væru markaðs- gestir hvattir til að koma með teppi og yrðu nestiskörfur seldar á staðn- um. Geta keypt húsgögn á meðan borðað er Halastjarnan Guðveig Eyglóardóttir með nikk- una fyrir utan Halastjörnuna. UNGLIÐAR allra framboða á Ak- ureyri taka höndum saman og boða til umræðufundar um málefni ungs fólks. Fundurinn verður haldinn á Parken í dag, þriðjudag- inn 16. maí kl. 20. Birgir Guð- mundsson kennari í fjölmiðlafræði mun stýra fundi. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem ungliðahreyfingar taka höndum saman á Akureyri og er stefnt á frekari samvinnu á komandi ári og fyrir alþingiskosningar. Ætlunin er að ungt fólk myndi sér skoðanir á eigin forsendum og taki afstöðu í málefnum bæjarins og samfélags- ins í heild, segir í frétt frá fund- arboðendum. Umræðu- fundur unga fólksins ALMENNUR íbúafundur verður haldinn á vegum Hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis í dag, þriðjudaginn 16. maí kl. 20, í Lund- arskóla. Markmið fundarins er að kalla eft- ir hugmyndum íbúa hverfisins að verkefnum sem nefndin mun vinna að. Verkefnin snerta öll hag íbúa hverfisins. Einnig verða opnar um- ræður um tengibrautir í hverfinu. Fundarstjóri er Óskar Þór Halldórs- son. Íbúafundur í Lunda- og Gerðahverfi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.