Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 47 Leikarinn Matthew Perry er orð-inn dauðleiður á því að vera beð- inn um að leika persónur líkar Chandler Bing, sem hann lék í þátta- röðunum um Vini (Friends). Leik- arinn hefur látið lítið á sér bera frá því hætt var að framleiða Vini árið 2004 og segist frekar sleppa því að leika en að þurfa að leika sömu per- sónuna aftur og aftur. „Hlutverkin sem mér voru boðin voru ýmsar útgáfur af Chandler Bing. Þetta er áhættan sem fylgir því að leika í 10 ár í einni vinsælustu gamanþáttaröðinni í sjónvarpi – það vill enginn að maður geri neitt annað,“ segir Perry. Honum hefur þó tekist að landa hlutverki við sitt hæfi í þátt- unum Studio 60. Perry segir í viðtali við banda- ríska dagblaðið New York Post, að þættirnir taki á því hversu lélegt sjónvarpsefni er orðið. Þar er NBC sjónvarpsstöðin m.a. gagnrýnd en hún framleiðir Studio 60. Perry segir þættina alvarlega, ekki grín. Hann leiki þar snilling sem eigi í mikilli glímu við sjálfan sig og fjallað sé um málefni sem skipta miklu máli. Fólk folk@mbl.is LEIKARARNIR Ryan Gosling og Tom Waits munu leika aðal- hlutverkin í nýjustu kvikmynd Dags Kára Péturssonar, The Good Heart. Tökur á myndinni hefjast í San Francisco í nóvember, en stór hluti myndarinnar verður tekinn upp hér á landi. „Það eru þrjú aðalhlutverk í myndinni, karlhlutverkin Jacques og Lucas. Tom Waits mun leika Jacques og Gosling fer með hlut- verk Lucasar. Svo eigum við eftir að tilkynna hver leikur aðalkven- hlutverkið, April,“ segir Skúli Malmquist hjá Zik Zak kvikmynd- um, en fyrirtækið framleiðir mynd- ina ásamt Sigurjóni Sighvatssyni. Skúli segir að lögð hafi verið sérstök áhersla á að fá þá Waits og Gosling til að taka hlutverkin að sér. „Þeir voru það sem er kall- að „first choice“ hjá okkur,“ segir Skúli, og bætir því við að samn- ingaviðræður hafi staðið yfir í nokkurn tíma. „Já, við byrjuðum að berjast við þá í janúar árið 2005.“ Skúli segir ekki beint hægt að segja að það sé kostnaðarsamt að fá svo þekkta leikara til liðs við sig. „Það er nú allt afstætt, hvort þetta sé dýrt eða ekki. En þeir eru ekki á einhverjum stúdíó-taxta,“ segir hann. Koma til Íslands Tom Waits er trúlega þekktari sem tónlistarmaður en leikari, en hann hefur þó leikið í myndum á borð við Coffee and Cigarettes og Short Cuts. Þá muna eflaust marg- ir eftir honum í hlutverki Renfield í kvikmyndinni Dracula sem Francis Ford Coppola gerði árið 1992. Ryan Gosling er hvað þekkt- astur fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Notebook sem naut mikilla vinsælda hér á landi, en hann hef- ur einnig leikið í myndum á borð við The United States of Leland og Murder by Numbers. Skúli segir að Dagur Kári hafi hitt þá Waits og Gosling, og að ákvörðun um samstarfið hafi verið tekin í framhaldi af því. Eins og áður segir hefjast tökur í San Francisco í nóvember, en innitökur munu fara fram hér á landi og því munu þeir Waits og Gosling koma hingað til lands. Að sögn Skúla munu einhverjir ís- lenskir leikarar leika í myndinni, sem er á ensku. Skúli er á leið á kvikmyndahátíðina í Cannes þar sem hann mun kynna myndina, en hann segir að fjármögnun sé að mestu frágengin. Stefnt er að því að frumsýna myndina á næsta ári. The Good Heart fjallar um Lucas, ungan mann sem gerir mis- heppnaða tilraun til sjálfsmorðs, og er lagður inn á spítala í kjölfar- ið. Þar kynnist hann Jacques, bar- eiganda sem á stutt eftir. Jacques ákveður að fela Lucasi rekstur barsins eftir sinn dag, og á það eftir að hafa mikil áhrif á líf Lucasar. Kvikmyndir | Ryan Gosling og Tom Waits leika í The Good Heart Stórleikarar í nýjustu kvikmynd Dags Kára Tom Waits Ryan Gosling Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmynd með með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! Sýnd kl. 8 og 10:20 B.i. 14 ára Sími - 551 9000 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu eeee VJV, Topp5.is „...einn útsmognasti, frumlegasti og vitrænasti spennutryllir ársins“ eeee- SV, MBL „Pottþétt skemmtun“ eeee-LIB, Topp5.is „...gleðitíðindi fyrir unnendur góðra trylla.“ - FGG, Fréttablaðið Sýnd kl. 8 og 10:20 B.i. 16 ára eeee -MMJ kvikmyndir.com „Pottþétt skemmtun“ eeee -LIB, Topp5.is eeee -MMJ kvikmyndir.com eee H.J. mblEins og þú hefur aldrei séð hana áður Sýnd kl. 6 ÍSL. TAL eee JÞP blaðið -bara lúxus Bandidas kl. 6, 8 og 10 B.i. 10 ára Cry Wolf kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 6, 8 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 6 Prime kl. 5.45 og 8 The Hills Have Eyes kl. 10.10 Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU 500krVERÐ Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 10 ára EFTIRSÓTTUSTU BANKARÆNINGJAR VILLTA VESTURSINS ERU MÆTTIR Salma hayek pénelope cruz S.U.S. XFM FRÁBÆR GRÍNSPENNUMYND FRÁ SNILLINGNUM LUC BESSON ÐA Í FULLUM GANGI • HEIMSFRUMSÝND 19. MAÍ • BÍÓ.IS Sýnd kl. 6 íslenskt tal BYGGT Á METSÖLUBÓK ASTRID LINDGREN Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU FRÁBÆRT ÆVINTÝRI FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 500krVERÐ ÍSLENSKT TAL ÍSLENSKT TAL TÍMI TIL AÐ BYGGJA MISLÆG GATNAMÓT Á MÓTUM MIKLUBRAUTAR OG KRINGLUMÝRARBRAUTAR Skipulagsstefna Sjálfstæðisflokksins og önnur stefnumál á betriborg.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.