Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að er svolítið sérstök tilfinning að fá að taka þátt í að bæta ein- hverjum litum við ís- lenskt samfélag með skoðunum sínum. Ég ber virðingu fyrir því og hef mikla unun af því. Nú stend ég á tímamótum og velti fyrir mér framtíðinni, bæði minnar eigin, dóttur minnar og fólksins í kringum mig. Margt blasir við og annað er hulið. Til dæmis blasir það við að dóttir mín á aldrei eftir að fá að sjá landið sem fer undir aur norðan Vatna- jökuls. Ég hef ekki heldur fengið tækifæri til að sjá það, enda verið að byrja að koma undir mig fót- unum og framfleyta fjölskyldu út úr verstu námsskuldunum þegar framkvæmdirnar stóðu yfir. Ég ætla að reyna að komast þangað í sumar. Kannski ég reyni að ná dótturinni með, sýna henni hverju verður fórnað fyrir stundargróða nokkurra manna, en stórtap þjóð- arinnar. Hafið þið, lesendur góðir, spáð í því hversu dýru verði hvert starf í álverinu á Reyðarfirði er keypt, bara frá hendi íslenskra skatt- greiðenda? 250 milljónir kostaði hver staða í 400 manna álverinu, ef við reiknum með að kostnaður við Kárahnjúkavirkjun fari í um 90– 100 milljarða. Ætti ég 250 milljónir í vasanum er ég viss um að ég gæti skaffað meir en einum manni vinnu. Svona er það þegar ríkið ætlar að gera svona hluti. Ég vil benda þeim lesendum sem ekki hafa enn gert það, hvaða stjórnmálaskoðun sem þeir aðhyll- ast, á að kaupa bókina Drauma- landið – sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, eftir Andra Snæ Magnason. Þetta er gæðarit sem dregur fram gallana í orðræðunni undanfarin ár. Hversu oft hefur maður ekki lent á rabbi við sæmilega gáfað fólk sem heldur því fram að Háls- lón og Elliðavatn séu sams konar fyrirbæri. (Hálslón er jökuls- ármiðlunarlón sem sveiflast um 70 metra upp og niður á ári, sem gerir tugi ferkílómetra af drullu- ströndum, en Elliðavatn er stöðugt bergvatnslón sem haldið er stöð- ugu fyrir útivistargildi þess.) Hversu oft hefur maður ekki heyrt að Hálslón verði „falleg tjörn og jafnvel bara útivistarparadís“? Ekki einu sinni hörðustu verk- fræðingar Landsvirkjunar myndu skrifa undir slíkar sárasóttar- fantasíur. Þá segja sumir að landið sem fer undir Hálslón sé bara eyði- mörk og vísa í ferð sem þeir fóru undir leiðsögn starfsfólks Lands- virkjunar, sem gaf þeim menntað- an fyrirlestur um ágæti virkjunar- innar. Að vísu var ferðin bara um framkvæmdasvæðið og ekkert annað. Sjálft landið sem fer undir drullu er marga kílómetra í burtu og Landsvirkjun gætir sín að sýna engum það land í hallelújatúrum sínum. Sumir ganga jafnvel svo langt að saka mann um að líta niður á verkafólk og verksmiðjustarfsfólk. Hafandi unnið á sjó og í fiski, ver- andi stoltur bróðir vélsmiðs og sonur bónda og sjómanns, veit ég ekki hvort ég ætti að hlæja framan í opið geðið á slíku fólki eða heilsa því að sjómannasið. Manni hefur meira að segja verið eignuð sú firra að vera illa við Austfirðinga og framfarir. Margir vísa í velsældina fyrir austan og segja þar allt í blóma. Vissulega er þar allt frábært. Ég er viss um að ég væri líka kátur ef kastað væri 100 milljörðum í litlu heimabyggðina mína, þangað til timburmennirnir loksins kæmu, en timburmenn eftir slíkar „framfar- ir“ geta orðið ansi miklir. Þá er sérstaklega fyndið að hlusta fólk talandi um allt álið sem fer í þot- urnar og hvað það sé mikil mót- sögn að umhverfisverndarsinnar ferðist með flugvélum og bílum. Það ál sem færi í að endurnýja all- an flugflota Bandaríkjanna yrði að mér best vitandi framleitt á hálfu ári á Reyðarfirði. Það hefur tíðkast skoðanakúgun á Íslandi í umræðunni um virkj- anir. Margir vilja halda því fram að svo hafi aldrei verið, en það er eins og að afneita helförinni. Vissulega er auðvelt að afneita einhverju sem ekki kom fyrir mann sjálfan. Þeir sem harðast tala með virkjunum hafa engu þurft að kvíða í íslensku samfélagi. En þeim sem mæltu mót slíku hefði án efa verið hollast að halda kjafti. Blaðamönnum og ljósmyndurum hefur verið hótað kærum, ærumissi og ofbeldi. Fræðimenn hafa misst styrki og stöður, verið gert lítið úr þeim og hermdarverk verið framin á ferli þeirra. Listamenn hafa fengið snautlegar móttökur og svo mætti lengi telja. Þá var fjárhagslegum grundvelli kippt undan Land- vernd, hógværustu og málefnaleg- ustu umhverfisverndarsamtökum Íslands, vegna þess að hún gegndi sínu hlutverki. Skemmst er líka að minnast þess þegar Skipulags- stofnun var vængstýfð eftir að hún lagðist gegn Kárahnjúkavirkjun vegna umhverfisáhrifa. Saga Kárahnjúkavirkjunar er sorgarsaga lýðskrums, lýðræð- isbrests og flaðurs stjórnmála- manna við alþjóðleg stórfyrirtæki. Hún er saga þess hvernig valdið þröngvar sinni sýn upp á þjóðina í krafti fjármagns og stjórnvalds. Hún er saga þess hvernig tókst að blekkja stóran hluta þjóðarinnar til að trúa því að ekkert nema álver gæti bjargað henni frá yfirvofandi kreppu. Að enginn geti gert neitt nema ríkið komi með steinsteypu og stórvirkjanir. Það er lygi að jökulsárvirkjanir framleiði hreina og endurnýj- anlega orku. Bergvatnsvirkjanir gera það og geta gengið næstum endalaust, en jökulsárvirkjanir fyllast af aur og drullu og endast stuttan tíma. Virkjanalón í jökuls- ám Skagafjarðar munu fyllast af aur á nokkrum áratugum. Erum við til í að fórna náttúruverðmæt- um fyrir nokkurra áratuga strípi- námuvinnslu? Ekki fyrir mig og ekki fyrir dóttur mína. Sorgar- saga Faðir minn átti fagurt land sem margur grætur. Því ber ég hryggð í hjarta mér um daga og nætur. svavar@mbl.is VIÐHORF Svavar Knútur Kristinsson (Íslensk þjóðsaga.) FÁTT hefur verið jafn vinsælt fréttaefni á síðustu misserum og fasteignamarkaðurinn. Umfjöll- unin hefur verið ærið misjöfn og svo virðist sem fjölmiðlafólk hafi oft ekki mikið fyrir því að kynna sér málin að neinu marki og búi oft til reyksprengjur úr engu. Gott dæmi um þetta var sam- anburður á sölutölum á höfuðborgarsvæðinu fyrir apríl í ár og í fyrra þar sem stórar ályktanir voru settar fram um mikla sölu- minnkun. Allir vita hins vegar að pásk- arnir voru í mars í fyrra og í apríl í ár og tölurnar því í rauninni alls ekki samanburð- arhæfar. Sé litið til kirkjuársins kemur í ljós að veltan í kring um páskana var í raun meiri í ár en í fyrra eins og með- fylgjandi tafla sýnir. Stóru álykt- anirnar voru því á misskilningi byggðar. Mikil umræða hefur líka farið fram um væntanlegar og mögu- legar verðlækkanir á fasteignum. Sú umræða er líka á talsverðum villigötum vegna þess hvernig fasteignamarkaðurinn er mældur, sem er reyndar með dálítið und- arlegum hætti. Í fyrsta lagi koma ekki allar eignir inn í verðmæl- ingu. Til þess að hægt sé að verð- mæla eign þarf hún að vera fullbú- in og samanburðarhæf við aðrar eignir. Þetta þýðir að stór hluti af nýju húsnæði sem er selt á ýmsum byggingarstigum kemur alls ekki inn í mælingu við fyrstu sölu. Nýj- ar íbúðir sem eru seldar tilbúnar undir tréverk koma þannig ekki inn í opinberar verðmælingar. Annar annmarki á verðmæling- unni er að einungis þær eignir sem eru seldar og verðmældar eru notaðar til þess að ákvarða hækk- un fasteignaverðs á öllum markaðnum. Eins og staðan er í dag er fasteigna- markaðurinn mjög tvískiptur. Stór hluti eigna sem er til sölu hreyfist lítið sem ekk- ert og kemur því ekki inn í neinar mæl- ingar. Lítill hluti markaðarins, sá eftir- sóttasti, er hins vegar á mikilli hreyfingu, þar ganga sölur vel og verð hækkar. Þær verðhækkanir eru notaðar til þess að ákvarða verðhækkanir á öllum markaðnum. Á öðrum mörkuðum, t.d. á launamarkaði, er þessu allt öðru vísi farið. Fái einn hópur á markaðnum, sem við skulum segja að telji 10% launafólks, 10% launa- hækkun mælist hækkun launa- vísitölunnar ekki 10%, heldur ein- ungis 1%. Það er auðvitað vegna þess að 10% launahækkun fyrir 10% hópsins gefur 1% að meðaltali fyrir allan hópinn. Á fast- eignamarkaði þýðir 10% hækkun á þeim 10% eigna sem seljast að fasteignaverð í landinu er talið hækka um 10%. Ætla má að um 1.500 íbúðir hafi verið til sölu á höfuðborgarsvæð- inu í mars, sem nemur u.þ.b. tveggja mánaða sölu m.v. að ekkert bæt- ist í stokkinn. Hins vegar er verið að byggja mikið og það bætist sífellt við stokkinn. Töluverður hluti þessara íbúða hreyf- ist næstum ekkert og hefur verið lengi í sölu. Hins vegar er lifandi markaður fyrir ákveðnar eignir á ákveðnum stöð- um og þar bítast margir um hituna, verðið hækkar og það er mælt. Niðurstaðan er sú að verð heldur áfram að hækka á fasteignamarkaði, og þar með verðbólgan, þrátt fyrir tilfinningu manna um að markaðurinn hafi kólnað mikið. Kólnunin og sölu- tregðan er hins vegar hvergi mæld og lítill hluti eigna er not- aður til mælinga. Nú hefur þrengt að í efnahags- lífinu og ekki er ólíklegt að staða einhverra byggingarfyrirtæka sé erfið. Einhver þessara fyrirtækja kunna að íhuga að lækka verð á íbúðum sem þau eiga til þess að leysa vandamál sín. Ef þessar íbúðir eru hins vegar ekki full- búnar og verða seldar á lægri byggingarstigum munu þessar verðlækkanir hvergi nokkurs stað- ar mælast. Þessar íbúðir koma ekki inn í verðmælinguna fyrr en þær eru seldar fullbúnar í næstu eða þarnæstu sölu. Það er því mikilvægt að átta sig á því í allri umræðu um fast- eignamarkaðinn að allur sam- anburður er vandasamur og erf- iður og það ber að varast að draga snöggar ályktanir af fáum mæl- ingum. Þá er langt frá því að mæl- ingarnar séu fullkomnar og gefi mynd af því sem menn halda. Það er alls ekki þannig að það sé verið að mæla verð á öllum íbúðum sem seljast og þar að auki er það ein- ungis sá hluti markaðarins sem er lifandi sem er látinn gefa mynd af ástandinu. Staðan er því sú að svo lengi sem lítill hluti fasteigna- markaðarins er vel lifandi munum við halda áfram að sjá hækkanir á fasteignaverði í opinberum tölum. Ari Skúlason fjallar um fasteignamarkaðinn ’… að allur saman-burður er vandasamur og erfiður og það ber að varast að draga snöggar ályktanir af fáum mælingum.‘ Ari Skúlason Höfundur er forstöðumaður greininga á fyrirtækjasviði Landsbanka Íslands. Sölutölur á höfuðborgarsvæðinu miðað við kirkjuárið 2005 2006 Vikan fyrir páska 186 179 Páskavikan 127 214 1. vika eftir páska 208 190 2. vika eftir páska 233 214 Samtals 754 797 Heimild: Fasteignamat Ríkisins, www.fmr.is Fasteignamarkaður, skrýtnar fréttir og ófullkomnar mælingar BRESKA fjölmiðlafyrirtækið The Economist hélt ráðstefnu um íslensk efnahagsmál á Nordica- hótelinu í gær undir fyrirsögninni „Raun- verulegur stormur, eða stormur í vatns- glasi?“ Meðal þeirra sem styrktu ráðstefn- una fjárhagslega var alþjóðafyrirtækið Al- coa, sem er að byggja álver í Reyðarfirði. Ástæða þess að Al- coa styrkti ráðstefn- una er að okkur þótti það mikil lyftistöng fyrir land og þjóð að fyrirtæki, sem gefur út eitt virtasta viðskiptatímarit heims, skyldi hafa áhuga á að koma hingað og fjalla um íslensk efna- hagsmál. Það er tímanna tákn og sýnir að Íslendingar eru að hasla sér völl á alþjóðavettvangi og að ís- lenskir athafnamenn hafa vakið verðskuldaða athygli langt út fyrir landsteinana. The Economist hefur haldið sam- bærilegar ráðstefnur víða um heim. Fyrirtækið ákveður hvernig dag- skrá þeirra er háttað og útbýr upp- lýsingaefni ráðstefnunnar. Það ákveður einnig ráðstefnugjaldið. Fyrirtækin sem styrkja viðkomandi ráðstefnu hafa þar enga aðkomu. Þau fá hins vegar hvert um sig að bjóða 15–20 gestum. Fyrirkomulag ráðstefnunnar er þannig að þar gefst gestum tækifæri til að koma sínum sjón- armiðum á framfæri og ræða málin við stjórnmálamenn, er- lenda og innlenda stjórnendur úr við- skiptalífinu og fleiri. Alcoa ákvað að bjóða til þessarar ráðstefnu á Hótel Nordica breiðum hópi fólks. Meðal þeirra sem við buðum voru gestir frá náttúru- verndarsamtökum, háskólafólk, þingmenn úr Norðausturkjördæmi bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, fulltrúar frá litlum sveitarfélögum á landsbyggðinni og fleiri. Með því vildum við stuðla að því að sem flest sjónarmið heyrðust í umræðunni. Okkur þótti eðlilegt að bjóða þér sem alþingismanni kjördæmisins þar sem Alcoa Fjarðaál starfar og sem leiðtoga stjórnmálaflokks. Þar með gæfist þér tækifæri til að koma skoðunum þínum á framfæri. Þú hefur ítrekað afþakkað boðið í fjöl- miðlum og það hefur komist ágæt- lega til skila. Það er að vitaskuld þeirra sem boðið er að ákveða hvort þeir þekkjast boðið. Við virðum það grundvallarsjónarmið þitt að þiggja ekki boð einkafyrirtækja á kostn- aðarsamar ráðstefnur þar sem fjallað er um íslensk efnahagsmál og þjóðmál. Best afþakkaða boð Íslandssögunnar? Tómas Már Sigurðsson svarar opnu bréfi Steingríms J. Sigfús- sonar, formanns Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs ’… okkur þótti það mikillyftistöng fyrir land og þjóð að fyrirtæki, sem gefur út eitt virtasta við- skiptatímarit heims, skyldi hafa áhuga á að koma hingað og fjalla um íslensk efnahagsmál.‘ Tómas Már Sigurðsson Höfundur er forstjóri Alcoa Fjarðaáls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.