Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 31 MINNINGAR ✝ Ólafur ÞórðurFriðriksson Hjartar fæddist á Suðureyri í Súg- andafirði 15. októ- ber 1918. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 4. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrik Hjartar skólastjóri, f. 15.9. 1999 í Arnkötludal í Steingrímsfirði, og (Kristín) Þóra Jóns- dóttir, f. 19.12. 1896 á Suðureyri í Súgandafirði. Systkini Ólafs eru: Sigríður, f. 4. nóv. 1914, látin, maki Þorleifur Bjarnason, látinn; Jón Hjartar, f. 15. ágúst 1916, látinn, eftirlifandi kona hans er Ragna Hjartar; Svav- ar, f. 7. júlí 1923, d. 12. feb. 1933; Guðrún, f. 24. mars 1926, látin, eft- irlifandi maki Adam Þór Þorgeirs- son; og Ingibjörg Hjartar, f. 9. apríl 1928, maður hennar er Þorgils Stefánsson. Þau eru búsett á Dalvík. Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1939 og kennaraprófi frá Kennaraskól- anum 1942. Hann stundaði nám í bókasafnsfræði við School of Librarianship, Univ. College, London 1946–1947. Hann lauk BA- prófi frá Háskóla Íslands í ensku og dönsku 1954. Hann var kennari við barnaskólann í Vestmannaeyjum 1942–1943, barnaskólann á Siglu- firði 1943–1944, gagnfræðaskól- ann á Akranesi 1944–1946 og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1954–1955. Hann var starfsmaður Fjármálaeftirlits skóla 1955–1956, bókavörður við Háskólabókasafn 1947–1953, og bókavörður við Borgarbókasafn Reykjavíkur 1957–1958, við Landsbókasafn Ís- lands frá 1958, og deildarstjóri þar frá 1973. Hann kenndi einnig sem stundakennari bókasafnsfræði við Háskóla Íslands í nokkur ár. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Stórstúku Íslands, var m.a. organisti stúkunnar Einingarinnar nr. 14 í áraraðir. Ólafur var í stjórn Bókavarðafélags Íslands á árunum 1960–1964 og 1969–1973. Útför Ólafs verður gerð frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hinn 27. desember 1947 kvæntist Ólafur Jóhönnu Sigríði Sig- urðardóttur verslun- armanni, f. 22.7. 1927 á Akranesi. Foreldr- ar hennar voru Sig- urður Guðmundsson smiður, f. 9.7. 1897 í Stóra-Lambhaga í Borgarfirði, og Guð- laug Ólafsdóttir, f. 9.7. 1897 á Hamra- endum í Borgarfirði. Börn Ólafs og Sig- ríðar eru: 1) Svavar, f. 2.2. 1951, kvæntur Ullu Britt Söderlund, f. 9.4. 1946. Þau eru búsett í Svíþjóð, dóttir þeirra er Jóhanna Iris, f. 20.6. 1985, búsett í Svíþjóð. 2) Sverrir, f. 29.6. 1955, kvæntur Marianne Blomberg, f. 14.7. 1947. Þau eru búsett í Svíþjóð. 3) Þóra, f. 18.12. 1960, gift Magnúsi Gamalíel Gunnarssyni. Börn þeirra eru: Gunnar Örn Magnússon, f. 8.7. 1988, Svavar Þór, f. 21.5. 1992, og Sigríður Harpa, f. 19. júní 2001. Mágur minn Ólafur F. Hjartar er látinn. Við vorum jafnaldra. Kynni okkar höfðu staðið í 60 ár eða jafn- lengi og samband okkar Ingibjarg- ar systur hans, sem er ein eftirlif- andi barna þeirra Þóru Jónsdóttur og Friðriks S. Hjartar, skólastjóra. Hann eins og þau öll systkinin nutu þess ríkulega að hafa alist upp í því menningarlega umhverfi sem skapaðist fljótt á heimili þeirra Þóru og Friðriks, fyrst á Súganda- firði, lengst á Siglufirði og að lokum á Akranesi. En þau systkinin urðu með vaxandi þroska, ekki aðeins þátttakendur heldur og mótendur í heimilisbragnum. Þar sveif hinn bjartsýni andi aldamótakynslóðar- innar, andi ungmennafélaganna, Góðtemplarareglunnar og sam- vinnuhreyfingarinnar yfir vötnum, andi söngs og glaðværðar, dugn- aðar og ósérhlífni með þátttöku í hvers konar mannbætandi fé- lagsstörfum samtímans. Ofangreind viðhorf mótuðu systkinahópinn til lífstíðar. Ég rek ekki farsælan mennta- og starfsferil Ólafs. En hann var hvar- vetna mikils metinn starfsmaður. Hógvær, samviskusamur og vand- virkur, ekki framagjarn en einstakt prúðmenni til orðs og æðis alla tíð. Hann var skoðanafastur, en kunni að virða viðhorf annarra. Ég minnist hans sérstaklega vegna starfa hans í þágu Góðtempl- arareglunnar, en þar áttum við samleið. Hann var mikilvirkur í for- ystusveit reglunnar í Reykjavík um árabil einkum í bst. Æskan og st. Einingin. Margvísleg ritstörf hans í þágu reglunnar verða ekki upptalin hér. En sérstaklega vil ég þakka honum fyrir ritstjórn hans við út- gáfu Vorblómsins sem kom út um árabil í bókaformi. Það var okkur sem unnum að barnastarfi reglunn- ar ómetanlegur stuðningur. Það var mjög fjölbreytt að efni: sögur, kvæði, skrítlur, leikir, að ónefndum leikritum, sem börnin settu sjálf upp á fundum, þeim mikið gleðiefni og þroskandi. Allt efni ritsins var framsett á smekklegan hátt og á góðri íslensku. Myndefni á sama máta. Ólafur kynntist konu sinni Sigríði Sigurðardóttur á Akranesi. Hún reyndist honum traustur lífsföru- nautur. Þau eignuðust þrjú börn. Á vináttu okkar Ólafs og fjölskyldna okkar bar aldrei skugga. En vík var milli vina. Þau í Reykjavík en við úti á landi. Hann var hjá mér í vegavinnu í sumarleyfi sínu 1953. Þar kynntumst við vel. Hann var hvers manns hugljúfi í vinnuflokkn- um og skapaði skemmtilegan anda með glettni sinni og þó sérstaklega vísnagerð um strákana og þeirra margvíslegu háttsemi. Hann kom mér á lagið við vísnagerð, sérstak- lega ferskeytluna. Það hefur oft verið mér dægradvöl síðan, en þó einkum að safna völdum vísum. Báðir fundum við okkar takmörkun á því sviði og höfðum ekki hátt um það föndur. Ekki auðnaðist Ólafi að njóta lengi ellinnar að starfslokum. Heila- bilun svipti hann hæfni til þess. Síð- ustu átta árin dvaldist hann á hjúkrunarheimilinu í Skógabæ, þar sem hann naut frábærrar umönn- unar starfsfólks og daglegra heim- sókna konu sinnar, sem ekki geng- ur þó heil til skógar. Hann þekkti sína nánustu lengst af og virtist njóta augnabliksins með þeim, en frumkvæði til sam- ræðna hvarf fljótlega. Minnisstætt verður hve lengi hann gat sungið gömlu sálmana á helgistundum í Skógabæ, en hann var söngmaður góður og organisti. Síðustu árin gat hann lengst tjáð sig og heilsað gesti með einu sálmversi: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig Jónsson.) Undarlegt – en efni þessa erindis segir e.t.v. allt um hugarheim hans síðustu árin. Blessuð sé minning hans. Þorgils V. Stefánsson og fjölskylda. Í fyrstu Árbók Landsbókasafns, Árbók 1964, er ég annaðist um eftir að ég kom að safninu á því ári, seg- ir svo m.a. í yfirliti um starfsemi safnsins á árinu: Ásgeir Hjartarson samdi á árinu skrá yfir íslenzk rit 1963 og þær skrár aðrar, er birtar eru í þessari árbók … Ólafur F. Hjartar hafði umsjón með bóka- skrám safnsins og vann að endur- skoðun þeirra og samræmingu, en einnig að skráningu erlendra bóka. Í árbókinni næstu á undan, Árbók 1962–1963, hafði birzt Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga, prent- aðar og óprentaðar, 1666–1963, er Bendikt S. Benedikz og Ólafur F. Hjartar höfðu tekið saman. Sú skrá, er var hin fyrsta sinnar tegundar, var aukin fram til 1980 og gefin út í Árbók 1981 (Reykjavík 1982). Framhald þeirrar skrár birtist síð- an sem Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga 1981–85 í Árbók 1986 (Reykjavík 1988), og var hvor tveggja þessara skráa sérprentuð. Kári Bjarnason vann að þessu verki ásamt Ólafi F. Hjartar. Gera þeir í inngangi skrárinnar nánari grein fyrir henni allri. Ólafi F. Hjartar lét mjög vel greinargerð af þessu tagi, og kom það fram m.a. í grein hans í Árbók Landsbókasafns 1967 um ís- lenska bókaútgáfu 1887–1966, en hún var enn aukin sem skýrsla hans um íslenzka bókaútgáfu 1888–1962, er stjórn Bóksalafélags Íslands hafði birt í afmælisriti félagsins 1964. Skýringar Ólafs á töflu þeirri, er fylgir árbókargreininni, eru einkar fróðlegar þótt hann geri sér grein fyrir, að ekki geti verið um fullnaðartölur að ræða. En nýr tími kallar nú á nýja yfirsýn yfir ís- lenzka bókaútgáfu. Ólafur F. Hjart- ar birti nokkrar góðar fróðleiks- greinar í árbók safnsins, meðan hans naut við. En hann lét fyrir heilsu sakir með fyrra falli af starfi sínu við safnið og var þar mjög saknað. Hans er nú minnzt með þakklæti af þeim sem samleið áttu með honum á þeim vettvangi. Finnbogi Guðmundsson. Látinn er Ólafur F. Hjartar á 88. aldursári, félagi okkar í stúkunni Einingunni í IOGT, en þar hafði hann verið félagi í tæplega 60 ár. Ólafur hafði um árabil átt við van- heilsu að stríða, en við eldri félagar hans eigum góðar minningar um ákaflega gott samstarf um áratuga- skeið, því Ólafur var sérstaklega traustur, fjölhæfur og virkur félagi. Þegar Ólafur gekk til liðs við Eininguna árið 1949 hafði hann áð- ur verið félagi í góðtemplararegl- unni sem ungur maður og féll því strax vel inn í hópinn. Þátttaka hans og hans ágætu konu, Sigríðar, setti góðan svip á félagslífið, sér- staklega á söngþáttinn, en Ólafur bæði lék á hljóðfæri og æfði og stjórnaði oft minni sönghópum sem komu fram í dagskrá á fundum Ein- ingarinnar. Ólafur gegndi ýmsum stjórnar- störfum í stúkunni, var m.a. æðsti- templar. Þá lagði hann um skeið lið barnastúkunni Æskunni sem gæslumaður hennar, en Einingin er verndarstúka Æskunnar. Þá starf- aði hann auk þess fyrir Unglinga- regluna, með setu í ritstjórn Vor- blómsins um árabil, en Vorblómið var lítil bók sem gefin var út árlega um langt skeið. Ólafur var gerður heiðursfélagi í Einingunni 1985 sem þakklætisvottur fyrir hans góðu störf í þágu hennar. Á kveðjustund leiðir maður hug- ann að því hversu góður félagi Ólaf- ur var sem lagði bindindismálinu mikilvægt lið með framlagi sínu í fjölþættu starfi Bindindishreyfingar til fróðleiks og skemmtunar. Um leið og við eldri félagar í Ein- ingunni minnumst með þakklæti ljúfra og góðra stunda með Ólafi sendum við Sigríði og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ólafs F. Hjartar. Einar Hannesson. Ólafur Hjartar var einn af frum- kvöðlum í stétt bókavarða sem menntuðu sig til starfans. Eftir stúdentspróf og kennarapróf fór Ólafur til náms í bókasafnsfræði við School of Librarianship við Uni- versity College í London 1946 og var þar einn vetur. Ólafur hefur sagt frá dvöl sinni í London þar sem lífið var býsna erfitt svona stuttu eftir stríð og mikill skortur á öllum nauðsynjavörum. Einkum var það kuldinn sem var slæmur. Það var kalt jafnt úti og inni og hann segist hafa þurft að fá sent ull- arteppi að heiman sem tengdamóðir hans prjónaði handa honum til þess að hann króknaði ekki alveg. Eftir þennan fyrsta vetur voru pening- arnir búnir og ráðamenn á Íslandi synjuðu honum um fjárstyrk til frekara náms. Heim komst Ólafur með togara frá Hull og vann fyrir farinu með kolamokstri fyrir kynd- arann. Þegar heim kom var hann lausráðinn í hlutastarf á Háskóla- bókasafni því safnið hafði ekki fjár- veitingu til að fastráða hann eða til að hann gæti fengið fullt starf. Ólaf- ur varð því að drýgja tekjurnar meðfram bókavarðarstarfinu með kennslu t.d. í Stýrimannaskólanum, hjá Námsflokkum Reykjavíkur og víðar. Þetta ástand var viðloðandi allt til ársins 1957. Það ár fékk Ólafur sitt fyrsta fasta bókavarð- arstarf en það var í Borgarbóka- safninu þar sem hann varð útibús- stjóri í Hólmgarði. Ári seinna losnaði staða á Landsbókasafni og flutti Ólafur sig þá um set. Þar fékk hann það verkefni að sjá um flokk- un og skráningu erlendra bóka sem þangað bárust. Ólafur fékk síðan deildarstjórastöðu í Landsbókasafni 1973 og gegndi þeirri stöðu allt þar til hann fór á eftirlaun. Ólafur varð fyrsti stundakennari í bókasafnfræði við Háskólann og hóf kennslu í skráningu og annarri safnfræði árið 1960, en Björn Sig- fússon, háskólabókavörður hafði stofnað til kennslu í greininni árið 1956. Ólafur sinnti fagi sínu af alúð og metnaði. Hann skrifaði um bóka- safnsfræði og bókfræði, gaf út Bókasafnsrit I með Birni Sigfús- syni, sá um skrá um doktorsritgerð- ir Íslendinga árum saman, setti saman skrá um Vesturheimsprent og skrá um íslenska bókfræði sem var kennslubók í bókasafnsfræði um árabil. Auk þess var hann í hópi bókavarða sem gaf út bók um flokk- un árið 1970. Hann var allra manna fróðastur um bókmerki, átti merki- legt safn bókmerkja sem hann gaf Landsbókasafni. Ólafur var einn af stofnendum Bókavarðafélags Ís- lands árið 1960, en það voru fyrstu samtök bókavarða í íslenskum bókasöfnum og gegndi hann mörg- um trúnaðarstörfum fyrir það félag. Hann varð heiðursfélagi Bóka- varðafélags Íslands árið 1985 á 25 ára afmæli félagsins. Bókavarða- þing sótti hann, innan lands og er- lendis, og fylgdist vel með í sínu fagi. Ólafur var mikill bindindis- maður og á unga aldri gekk hann í barnastúku. Heiðursfélagi varð hann í stúkunum Æskunni nr. 1 og Einingu nr. 14 og í Stórstúku Ís- lands. Við, sem kynntumst Ólafi, minn- umst hans með virðingu og þökk sem frumkvöðuls og fagmanns í bókasafnsfræði. Eiginkonu hans og aðstandendum öllum færum við innilegar samúðarkveðjur. Sigrún Klara Hannesdóttir, landsbókavörður. ÓLAFUR F. HJARTAR ✝ Sigrún Eiríks-dóttir fæddist á Syðri-Sýrlæk í Vill- ingaholtshreppi í Árn. 23. febrúar 1918. Hún lést á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund við Hringbraut í Reykjavík 7. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Eiríkur Magnússon bóndi og smiður, f. 29. ágúst 1883, d. 20. desember 1957, og Þorkelína Sigrún Þorkelsdótt- ir húsfreyja, f. 22. október 1891, d. 7. ágúst 1982. Systkini hennar eru Jóhanna, f. 3. september 1915, d. 1. febrúar 1998; Magnús, f. 27. júlí 1916, d. 29. apríl 2006; Gíslína Guðrún, f. 10. febrúar 1919; Krist- ján, f. 29. júní 1920; og Þóra, f. 19. febrúar 1923, d. 5. október 2002. Maður Sigrúnar var Páll Rósin- kranz Pálsson bryti, f. 18. maí 1909, d. 21. september 1997. Kjörsonur þeirra þeirra er Óskar Pálsson bifvéla- virki, f. 9. desember 1952. Kona hans var Hrefna N. Guðna- dóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Páll Pósinkranz, f. 18. janúar 1974, kvæntur Sigríði M. Ólafsdóttur. 2) Jó- hannes, f. 19. sept- ember 1975, unnusta Valgerður Guðsteinsdóttir. 3) Sigrún, f. 3. ágúst 1982, gift Hannesi S. Sig- urðssyni. 4) Erna Elísabet, f. 2. ágúst 1992. Sigrún vann lengst af við af- greiðslu- og þjónustustörf. Útför Sigrúnar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elsku amma. Takk fyrir allar þessar góðu og yndislegu minn- ingar sem ég á um þig. Ég man þegar ég kom í pössun til þín og afa á Eiríksgötuna, það var margt brallað, t.d. settar upp alls kyns verslanir milli rennihurð- anna í borðstofunni. Oftast var það skartgripabúð þar sem allir skart- gripirnir þínir voru til sölu og þú og afi voruð dyggir viðskiptavinir. Síðan var alltaf farið í sund í Sundhöllina. Ég gæti talið upp fullt af góðum minningum en ég geymi þær allar í hjarta mínu. Hjartans þökk fyrir alla umhyggj- una. Hittumst seinna hinum megin. Sigrún litla. Það er með söknuði en líka með miklu þakklæti sem ég set nokkur kveðjuorð á blað. Sigrún Eiríksdóttir mín yndis- lega vinkona er farin heim til Drottins sem hún þjónaði og elsk- aði meðan hún lifði. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að hafa mátt kynnast og verða samferða henni í svo mörg ár. Öll hennar kærleiksverk sem hún sýndi mér og mínum get ég aldrei endurgoldið – ég fel Drottni að launa henni það allt. Páll postuli hvetur okkur til þess að virða fyrir okkur líf þjóna Drottins sem á undan eru gengnir. Aðalsmerki Sigrúnar voru hóg- værð, nægjusemi og óendanleg fórnfýsi sem hún sýndi þeim sem hún elskaði og einnig í verki Drottins. Hún elskaði samfélagið við vin- ina í Hörgshlíð 12 og orð Guðs geymdi hún í hjarta sínu til hinstu stundar. Um jólin heimsótti ég hana sem oftar og ég mun aldrei gleyma því þegar hún hélt í hönd mína og fór með jólaguðsspjallið. Tárin trítluðu niður kinnar okk- ar beggja – þetta var yndisleg stund. Ég kveð hana með versi úr sálmi sem ég trúi að hún syngi núna heima í dýrðinni hjá Guði: Dýrð ég flyt þér, Drottinn mildi. Dýrð fyrir að þú heyrir bæn. Dýrð fyrir hjálp er dimma vildi. Dýrð fyrir hnoss þín mild og væn. Dýrð fyrir gleði’í dulum barmi. Dýrð fyrir veginn himins til. Dýrð fyrir tár sem drupu af hvarmi. Dýrð fyrir það sem ég ei skil. (Þýð. Á.E.) Guð geymi þig. Hrefna. SIGRÚN EIRÍKSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.