Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 23 DAGLEGT LÍF Í MAÍ H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Magi og melting Acidophilus FRÁ www.nowfoods.com SKÝR tjáskipti eru lykillinn að góðu kynlífi, að því er m.a. kemur fram á heilsuvef MSNBC. Niðurstöður könnunar sem vefurinn stóð fyrir benda til þess að feimni eða blygð- unarkennd komi einmitt í veg fyrir það að fólk gefi skýr skilaboð í rúm- inu jafnvel þótt rekkjunautarnir hafi verið hjón í mörg ár. Fjórir af hverjum tíu reyndust hafa beðið elskhuga sinn um eitthvað í rúminu undanfarinn mánuð. Donald S. Strassberg, sálfræðingur og pró- fessor við Háskólann í Utah, telur að hinir sex af hverjum tíu þori bara ekki að segja hvað þeir vilja. Ástæð- una telur hann að slíkt sé ekki við- urkennt og það sé fólk alið upp við. Fólk sé hrætt við að móðga, verða dæmt eða sýna veikleika. Strassberg segir fólk þurfa að hafa í huga að einföld beiðni eða spurning getur hljómað eins og gagnrýni og rithöfundurinn Lou Paget segir við MSNBC að sumum konum finnist eitthvað vera að ef elskhugi þeirra vill prófa eitthvað nýtt. Bæði leggja áherslu á að fólk þurfi að koma að kynlífinu með opnum huga því gott kynlíf geri sambandið betra. Góð tjáskipti og gott kynlíf Reuters Margir eru feimnir við að segja frá því ef þá langar að prófa eitthvað nýtt í kynlífinu með maka sínum.  KYNIN Margir eru að dytta að viðarhúsgögn-unum í garðinum sínum þessa dag-ana. Helgi Sigurðsson málarameist-ari hjá Byko er sérfróður um allt sem lýtur að almennu viðhaldi á viðarhús- gögnum. „Ef húsgögnin eru upprunalega vönduð, úr gegnheilum við og þau ekki máluð heldur olíu- borin þá á að vera hægt að halda þeim við með tiltölulega lítilli vinnu. Þau eru þá þrifin að vori með sérstöku hreinsi- efni fyrir tréhúsgögn og síðan er borin á þau harðviðarolía sem þýðir að flögnunarhætta er lítil sem engin. Á eftir er þurrkað yfir með mjúk- um klút. Það á aldrei að bera mikið á, bara eins og viðurinn tekur við og því er umfram olían fjarlægð með bómullarklút.“ Ef átt er við húsgögn úr við sem hefur verið bæsaður eða litaður með olíu sem ekki myndar filmu nægir að þvo þau vel á vorin og bera á olíu með lit til að viðhalda litnum og þurrka svo yfir með klút. Ef litur er í olíunni grána húsgögnin síður. Ljós viður Margir eiga viðarhúsgögn sem upprunalega voru úr ljósum við en hafa verið máluð með filmumyndandi efni sem farið er að flagna af. Helgi segir að besta ráðið sé í slíkum tilfellum að hreinsa allt af húsgögnum með málningar- leysi. „Þá er farið eftir leiðbeiningum og máln- ingin skafin af þegar leysir hefur fengið að vinna á efninu sem fjarlægja á. Síðan er pússað yfir með sandpappír. Þegar búið er að hreinsa allt efni af þá er hægt að byrja upp á nýtt og bera á olíu sem síðan er þurrkuð af með klút. Ágætt er að gera það tvisvar ef búið er að fjarlægja með leysiefnum allt af húsgögnunum. Þetta tekur tíma en margborgar sig þegar til lengri tíma er litið. Viðarolía með smá lit í forðar því að geislar sólar valdi gráma í viðinn. Liturinn í viðarolíunni er hinsvegar ekki þekjandi. Á vorin tekur það ekki nema dagspart að hreinsa húsgögnin, ber á þau olíu og þurrka síð- an af. Ef grámi hefur sest á húsgögnin er hægt að pússa hann af með sandpappír áður en olían er borin á. Létta leiðin Þeir sem vilja ekki eyða tíma í að gera upp við- arhúsgögnin á veröndinni geta farið léttu leið- ina. Þá er fjarlægt það sem hægt er af málning- unni en svo eru húsgögnin einfaldlega máluð í einhverjum lit. Kosturinn er að þetta tekur ekki mikinn tíma en ókosturinn að þá flagnar máln- ingin líklega að vori og þá þarf að mála upp á nýtt. Viðarhúsgögnin tekin í gegn  SUMAR Morgunblaðið/Ómar Helgi Sigurðsson málarameistari segir að ef vönduð viðarhúsgögn séu þrifin að vori og borin á þau góð olía geti þau enst ár eftir ár. Það þarf alls ekki að henda húsgögnum á haugana þótt þau séu farin að láta á sjá. Með smávinnu er hægt að láta þau líta út sem ný. Með hækkandi sól og góð-viðrisdögum freista hjól-reiðar margra enda eru hjól vinsæl leiktæki meðal barna. Hjólin eru tekin fram um leið og vorið ilmar í lofti og hjólað er gjarnan af krafti langt fram á haust. En ánægjustundum þessum fylgja oft slys og því eru reiðhjóla- hjálmarnir nauðsynleg öryggis- tæki til að koma í veg fyrir alvar- leg höfuðhögg við fall af hjóli. Þó allir ættu að tileinka sér notkun hjálma ef sest er upp á hjól, er börnum yngri en 15 ára skylt að nota hjólreiðahjálma við hjólreið- ar, samkvæmt umferðarlögum. Við kaup á hjólreiðahjálmi er vert að ganga úr skugga um að hjálmurinn sé CE-merktur, en auk þess að henta til notkunar á reiðhjóli, henta reiðhjólahjálmarnir einnig vel til notkunar á línuskautum, hlaupahjóli, hjólabretti, sleða og skautum, segir m.a. á heimasíðu Lýðheilsustöðvar, þaðan sem leið- beiningar um rétta stillingu hjálm- anna eru fengnar. Hjálmarnir þurfa að sitja rétt Þegar stillingu er lokið er hugað að því hvort hjálmurinn sitji vel á höfði barnsins með því að taka um hann. Hjálmurinn situr rétt þegar hann færist aðeins um nokkra millimetra þegar prófað er að hreyfa hjálminn fram og aftur á höfði barnsins. Aftara bandið mætir fremra band- inu. Staðsetning spennunnar, sem tengir böndin saman, þarf að vera fyrir neðan kjálkaliðinn. Bandið, sem fer undir hökuna, á að falla það þétt að henni að einungis 1–2 fing- ur komist þar á milli. Aftan á hjálm- inum er skrúfa. Hún er til að herða bandið, sem er inni í hjálminum, að höfðinu þannig að hjálmurinn sé vel skorðaður. Hjálmurinn ver enni barnsins og mikilvægt er að hjálmurinn sé sett- ur beint niður á höfuð barnsins. join@mbl.is Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.