Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 18
Húsavík | Helgi Héðinsson fylgist hér með Óðni Sigurðssyni blóðga hákarl sem þeir félagar fengu um helgina á hákarlalínu Helga. Hún liggur í sjó á Skjálfanda. Línuna drógu þeir á vélbátnum Fram ÞH sem Óðinn Sigurðsson á bátinn og gerir hann út frá Húsavík. Helgi Héðinsson, sem er mikill veiði- maður, er með tvær línur í sjó og hefur fengið þrjá hákarla á þær í vor og verkar hann þá sjálfur. Samvinna þeirra er greinilega til fyrirmyndar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hákarl blóðgaður Á bryggjunni Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Þrír framboðslistar eru í kjöri í Bolung- arvík fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 27. maí nk. A-listi, Afls til áhrifa, en fyrsta sæti hans skipar Anna Edvardsdóttir, D-listi sjálfstæðisfélaganna í Bolungarvík, fyrsta sæti hans er skipað Elíasi Jónatanssyni og K-listi þar sem Soffía Vagnsdóttir skipar fyrsta sætið. Nú er væntanlega að renna upp lokasprettur framboðanna enda kosn- ingaskrifstofurnar farnar að flagga og bæj- arbúar geta stungið sér inn í kaffi og rætt málin við frambjóðendur. Það hefur heldur lifnað yfir umræðunni um bæjarmálin hina síðustu daga enda nú sá tími þegar upp- skeran síðustu fjögurra ára er skoðuð og metin.    Í vetur og vor hafa staðið yfir rannsóknir til undirbúnings jarðganga á Óshlíð en rík- isstjórnin ákvað á fundi sínum í september sl. að bregðast við þeirri hættu sem að veg- farendum stafar á þeirri leið með því að ráðast í gerð 1.220 metra jarðganga undir Óshyrnu. Í kjölfar rannsóknanna og fyrir áeggjan Bolvíkinga og nágranna þeirra hef- ur Vegagerðin nú ákveðið að hefja rann- sóknir á þremur öðrum kostum en það eru göng frá Bolungarvík og í Seljadal og mun þá vegurinn liggja áfram fyrir Búðarhyrnu sem skilur að Seljadal og Hnífsdal. Annar kostur sem skoðaður verður er jarðgöng frá Bolungarvík og inn í Hnífsdal og í þriðja lagi verður kannað um jarðgöng frá Syðri- dal og í Tungudal við Skutulsfjörð. Reiknað er með að þessar rannsóknir hefjist í júní næstkomandi og áætlar Vegagerðin að þeim verði lokið með haustinu.    Því er ekki að neita að mikill áhugi er fyr- ir framvindu þessara mála hér í Bolung- arvík þar sem eina samgönguleiðin við byggðarlagið er um Óshlíðarveg þar sem öryggi vegfarenda er ekki ásættanlegt sök- um hættu á grjóthruni á veginn auk þess sem að leiðin er þekkt snjóflóðasvæði á vetrum. Annars horfa Bolvíkingar bjart- sýnir fram á veginn. Aflabrögð hafa verið með ágætum og aukning á lönduðum afla í öllum mánuðum það sem af er kvótaárinu nema í aprílmán- uði. Atvinna hefur að sama skapi verið stöð- ug hjá fiskvinnslunum tveimur, Bakkavík og fiskvinnslu Jakobs Valgeirs. Að sögn grásleppukarla hefur aflinn á vertíðinni verið mjög góður en verðið á hrognunum hins vegar ekkert til að hrópa húrra yfir eins og einn þeirra orðaði það. Úr bæjarlífinu BOLUNGARVÍK EFTIR GUNNAR HALLSSON FRÉTTARITARA Guðrún Sigfúsdóttir, kaupmaður íGrímskjörum í Grímsey, bauðviðskiptavinum sínum nýbakað brauð, snúða, kringlur og fleira gott. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Grímseyingar geta labbað út í búð og fengið bakkelsi, nýkomið úr bakaraofn- inum, rétt eins og aðrir landsmenn. Sérstakur ofn og efni frá Myllu- bakstri í Reykjavík gerir Guðrúnu kaupmanni þetta kleift. Nú má sjá unga og eldri koma brosandi úr búðinni, berandi nýbakað brauðmeti heim í húsin. Morgunblaðið/Helga Mattína Nýbakað Guðrún Sigfúsdóttir kaupmaður við bakaríshornið í Grímskjörum. Í fyrsta sinn nýbakað bakarísbrauð Séra Hjálmar Jóns-son orti á ælupokaí flugvél. Rúnar Kristjánsson orti: Hjálmar orti á ælupoka, atgervið í loftið bar. Andagiftarleiðsluloka leit ei nokkur maður þar. Prestar ýmsir ættu því, út á kosti drjúga, að una meira upp við ský svo andinn megi fljúga! Hafsteinn Stefánsson þakkaði fyrir góðan há- degisverð: Sæt er soðin ýsa satt er það. Er þetta ekki vísa eða hvað? Hann virðist hafa verið matmaður, þakkaði góð- an kvöldverð á Hrafnistu: Að kokkarnir fagið sitt kunni hvort það nú er. Ljúffengur mígur í munni maturinn hér. Ort á ælupoka pebl@mbl.is Akranes | Akraneskaupstaður, Leirár- og Melahreppur, Skilmannahreppur, Hval- fjarðarstrandarhreppur og Innri-Akranes- hreppur hafa gert nýja samninga um sam- starf á ýmsum sviðum. Sveitarfélögin fjögur sem standa að samkomulaginu við Akranes sameinast í eitt eftir komandi sveitarstjórnarkosningar. Sveitarfélögin síðasta haust starfshóp til að endurskoða samstarfssamninga á milli sveitarfélaganna, skoða nýja samstarfs- fleti og endurskoða skipulagsskrár tveggja sameignarstofnana, Dvalarheimilisins Höfða og Byggðasafnsins í Görðum. Starfshópurinn skilaði tillögum sínum til sveitarstjórnanna í mars mánuði sl. og hafa sveitarfélögin nú samþykkt samn- ingana og skipulagsskrárnar og voru þeir undirritaðir í Safnaskálanum að Görðum 12. maí sl. Gerður var samstarfssamningur um brunavarnir og eldvarnareftirlit, ýmis málefni á sviði félags- og íþróttamála, fé- lagsstarf aldraðra, bókasafnsþjónustu, samningur um meðferð og eyðingu sorps, samkomulag um rekstur tónlistarskóla og skipulagsskrár fyrir Dvalarheimilið Höfða á Akranesi og Byggðasafnið í Görðum. Einnig var undirrituð viljayfirlýsing um skoðun á frekara samstarfi sveitarfélag- anna, m.a. á sviði almenningsíþrótta og útivistar, barnaverndar- og félagsmála og safnamála. Akurnesingar og nágrannar endurnýja samstarf Stykkishólmur | Íslenska vitafélagið stendur fyrir norrænni ráðstefnu í Stykk- ishólmi dagana 25. og 26. maí næstkom- andi. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Vitar og strandmenning á Norðurlöndum 2006“. Markmið ráðstefnunnar er að fylgja eft- ir þeim árangri sem náðst hefur frá því norræna ráðstefnan „Fyr for folk i Norden 2003“ var haldin í Noregi. Í kjölfar hennar og stofnunar Íslenska vitafélagsins voru fyrstu vitar landsins friðaðir og nú er fólk smám saman að vakna til vitundar um þann auð sem er falinn við strendur lands- ins og hvernig hægt er að nýta vita og aðr- ar strandminjar til atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar, segir í fréttatilkynningu. Á ráðstefnunni er ætlunin að vinna áfram með menningararfinn og gefa þátttakend- um kost á að læra hver af annars reynslu. Ráðstefna um vita og strand- menningu ♦♦♦ Önglaverksmiðja Höfum til sölu einu önglaverksmiðju landsins. Eins og flest- ir vita þá er þorskurinn þjóðlegur og vill helst bíta á íslenska öngla. Að sjálfsögðu. Verksmiðjan er staðsett á höfuðborg- arsvæðinu en getur hæglega verið staðsett hvar sem er á landinu. Frambjóðendur: Vantar ykkur ekki kosningaloforð sem getur eflt atvinnuástandið í heimabyggð? Verð aðeins kr. 12 millj. með hráefni sem fylgir. Hafið samband við Reyni, 896 1810 eða við skrifstofuna. Næstu daga verða að- eins framleiddir kosningaönglar með loforðabeitu fyrir alla flokka. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, ekki í síma eða á netinu. Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is Elsta fyrirtækjasala á landinu Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl. Elsta fyrirtækjasalan á landinu. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.