Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 41 DAGBÓK Það er gott að rækta garðinn sinn ... Glæsilegur blaðauki um garðinn fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 2. júní. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Meðal efnis er: • Garðhúsgögn • Heitir pottar • Sólpallar og girðingar • Styttur og gosbrunnar í garðinn • Nýjar trjátegundir • Góð ráð við garðvinnu • Gróðurhús og plöntur • Umfjöllun um mosa og fífla Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 þriðjudaginn 30. maí. 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. d4 b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Rc3 c6 8. e4 d5 9. e5 Re4 10. Bd3 Rxc3 11. Bxc3 c5 12. dxc5 Bxc5 13. De2 dxc4 14. Be4 cxb3 15. Dd2 Rd7 16. axb3 Bb5 17. b4 O-O 18. bxc5 Rxc5 19. Bc2 Dc7 20. Bd4 Hfd8 21. De3 Hd5 22. Bxc5 Hxc5 23. De4 Hc8 24. Dxh7+ Kf8 25. Dh8+ Ke7 26. Dh4+ Ke8 27. Dh8+ Ke7 28. Dh4+ f6 29. exf6+ Kf7 30. Hd1 Hxc2 31. Dh5+ Kxf6 32. Dxb5 Dc3+ 33. Rd2 Hd8 34. Db3 Dxb3 35. Rxb3 Hxd1+ 36. Kxd1 Hxf2 37. Rd2 Ke5 38. He1+ Kf5 39. h3 Hh2 40. g4+ Kf4 41. He4+ Kg3 42. Rf1+ Kf3 43. He3+ Kf4 44. Ha3 Hf2 45. Ke1 Hf3 46. Ha4+ Ke5 47. Hxa7 Hxh3 48. Hxg7 Kf4 49. Kf2 b5 50. Kg2 Hc3 51. Rh2 Hg3+ 52. Kf2 Hb3 53. Hf7+ Kg5 54. He7 Hh3 55. Kg2 He3 56. Hb7 Hb3 57. Hb6 e5 58. He6 Kf4 59. Hf6+ Ke4 60. g5 Ha3 61. g6 Ha7 62. Rg4 Hg7 63. Rh6 b4 64. Rf5 Hg8 65. Re7 Hg7 66. Hf7 b3 Staðan kom upp á Sigeman mótinu sem lauk fyrir skömmu í Málmey í Sví- þjóð. Sigurvegari mótsins, Jan Timm- an (2616), hafði hvítt gegn Emanuel Berg (2539). 67. Hxg7 b2 68. Rd5! og svartur gafst upp þar eð eftir 68... b1=D 69. Rc3+ hefur hvítur gjörunnið tafl og ef svartur tekur riddarann þá fer hvítur með hrókinn undir b-peð svarts og kemur í veg fyrir að það renni upp í borð. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Jan Timman (2616) 7 vinninga af 9 mögulegum. 2.-3. Tiger Hillarp-Persson (2524) og Suat Atalik (2632) 6 v. 4.-5. Daniel Stellwagen (2543) og Emanuel Berg (2539) 5½ v. 6. Alexei Federov (2614) 4½ v. 7.-8. Pontus Carlsson (2433) og Igor Khenkin (2602) 3 v. 9. Slavko Cicak (2506) 2½ v. 10. Jonny Hector (2514) 2 v. Parakeppnin. Norður ♠D6 ♥– N/Allir ♦K1098542 ♣DG106 Vestur Austur ♠G1073 ♠K985 ♥Á952 ♥KG874 ♦D3 ♦G7 ♣432 ♣Á5 Suður ♠Á42 ♥D1063 ♦Á6 ♣K987 Hjördís Sigurjónsdóttir og Kristján Blöndal unnu Íslandsmótið í paratví- menningi, sem fram fór um helgina með þátttöku þrjátíu para. Spilið að of- an kom upp á fyrri keppnisdegi og gaf sigurvegurunum hreinan topp. Hjördís var í norður, Kristján í suð- ur, en í AV voru Grethe Iversen og Gunnlaugur Sævarsson: Vestur Norður Austur Suður Grethe Hjördís Gunnlaugur Kristján – 3 tíglar 3 hjörtu 3 grönd Pass Pass Pass Út kom smátt hjarta upp á kóng og hjarta til baka á tíu og ás. Grethe spil- aði hjartaníu í þriðja slag og Kristján átti slaginn á drottninguna. Hann hafði hent þremur laufum úr borði og haldið eftir öllum tíglunum og D6 í spaða. Þegar tígullinn féll 2-2 voru níu slagir í húsi, en Kristján fékk tíunda slaginn með þrefaldri þvingun í lokastöðunni, því austur lenti í óvígum vanda með laufás, hæsta hjarta og spaðakónginn. Það breytir svo sem litlu ef vestur heldur í hjartaníuna – austur neyðist til að fara niður á laufásinn blankan til að valda spaðann, en þá má spila hon- um þar inn og fá slag á spaðadrottn- ingu. Þrír aðrir sagnhafar spiluðu þrjú grönd. Tveir fóru niður eftir útspil í spaða, en sá þriðji fékk níu slagi. Þau Hjördís og Kristján hlutu 58,7% skor. Í næstu sætum urðu: Ljósbrá Baldursdóttir og Sverrir Ármannsson (57,5%), Dröfn Guðmundsdóttir og Ás- geir Ásbjörnsson (56,1%), Esther Jak- obsdóttir og Guðm. Sv. Hermannsson (54%), og Sigrún Þorvarðardóttir og Jón Þorvarðarson (54%). BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Ótti við breytingar Í UMRÆÐUNNI um færslu Ár- bæjarsafns til Viðeyjar hefur eitt sjónarmið verið ákaflega áberandi. Það er að ekki megi hreyfa við neinu, breytingar séu af hinu illa. Þetta minnir mig mikið á sams konar umræðu sem tvívegis kom fram í borginni um Hljómskálann í Hljómskálagarðinum. Sú fyrri átti sér stað þegar fólk byrjaði að viðra hugmyndir um hljómskála í garð- inum. Fólk stökk upp á nef sér og kvartaði sáran yfir fáránlegum hug- myndum sem yrðu til þess eins að eyðileggja garðinn. Nokkru síðar fór fólk að tala um að fjarlægja Hljóm- skálann úr garðinum. Viðbrögðin voru hin sömu og áður; fólk hrópaði upp að án Hljómskálans myndi garð- urinn missa sitt helsta einkenni, hann yrði einskis nýtur og þar fram eftir götunum. Íslendingar eru ávallt hræddir við breytingar og yfirleitt mótfallnir þeim, oftast án tillits til hverjar þær eru. Svo líða nokkrir mánuðir og þeir gleyma hvernig ástandið var fyrir breytingar. Viðey er lítið notuð nú til dags, helst að skólahópar fari þangað og grilli hugsanlega um leið og þeir læra um sögu hennar. Árbæjarsafn er mun meira notað, aðallega þó af skólahópum sem læra sögu þjóð- arinnar. Af hverju er ekki hægt að samnýta þetta. Ég hugsa að Dagur B. Eggertsson og félagar hafi hugs- að sér að fjölga ferðum í Viðey sam- fara breytingunum og því kemur það ekki að sök. Ég man að á yngri árum þótti mér afskaplega gaman á báð- um stöðum. Mér hefði ekki þótt verra að fara á bát í Árbæjarsafn. Tal um að safnið geti ekki haldið nafni sínu í Viðey þykir mér ekki há- fleygt. Nafn safnsins skiptir ekki öllu máli, heldur starfsemi þess og þann fróðleik sem þar er að finna. Agnar. Nýtt Mongoose-hjól hvarf í Fossvogi AÐEINS mánaðargamalt Mongoose Tyax Comp blátt karlmanns-fjalla- hjól hvarf fimmtudaginn 10. maí úr blokk í Marklandi 14 í Fossvogi. Hjólsins er sárt saknað. Ef einhver rekst á hjólið hafið samband við Elvu í 862 9999 eða Ágúst í 897 6695. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Þjóðfundur um þjóðarátak í málum aldr-aðra“ er yfirskrift fundardagskrár í Há-skólabíói kl. 20 í kvöld. Að fundinumstanda Landssamband eldri borgara og Aðstandendafélag aldraðra, AFA. Reynir Ingi- bjartsson er formaður AFA: „Mikið hefur verið skrifað og rætt um málefni aldraðra, og nú er mál að skilaboð almennings í landinu verði fullur salur af fólki á þessum fundi,“ segir Reynir. „Það fer vel á því að Landssamband eldri borg- ara og AFA standi saman að fundinum, því við lít- um á okkur sem hálfgerða yngri-deild félagsins, og höfum í gegnum ættingja okkar fengið að læra ýmislegt um ástand mála í dag,“ segir Reynir. Fundurinn hefst með erindi Stefáns Ólafssonar prófessors um lífskjör aldraðra á Íslandi: „Hann hélt fyrir stuttu erindi á ráðstefnu um skattamál eldri borgara sem vakti verðskuldaða athygli. Stefán hefur ekki síst vakið athygli á að aukin líf- eyrisréttindi fólks á næstu árum og áratugum skerðir um leið þær bætur sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir. Þeir sem greiða í lífeyrissjóði í dag munu eiga inni hærri greiðslur en lífeyris- þegar hljóta í dag, en það sem margir vænta að verði kjarabót í ellinni mun margt hverfa í skatta og skerðingu bóta,“ útskýrir Reynir. „Sem dæmi má nefna að heildarbætur Trygg- ingastofnunar til þessa hóps eru í dag um 20 millj- arðar á ári, og lífeyrissjóðirnir greiða svipaða upphæð. Eftir 25 ár eru líkur á að hækkaður líf- eyrir muni spara Tryggingastofnun 20 milljarða með skertum bótagreiðslum,“ segir Reynir og bætir glettinn við að kalla megi ríkið stærsta líf- eyrisþegann. Eftir erindi Stefáns verða pallborðsumræður og hefur fulltrúum stjórnmálaflokka, ríkis, sveitarfélaga og lífeyrissjóða verið boðið til um- ræðunnar. Fyrir svörum standa Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins, Hrafn Magnús- son framkvæmdastjóri Landssambands lífeyris- sjóða, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar, Siv Friðleifsdóttir heil- brigðisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon for- maður Vinstri-grænna, Steinunn Valdís Óskars- dóttir borgarstjóri og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands sveitarfélaga. Fundarstjóri er Ragnar Aðalsteinsson hrl. Lagðar verða fyrir pallborðið spurningar sem valdar voru til að snerta á sem flestum hliðum málefna aldraðra: „Spurningarnar varða hús- næðismál, skattamál, lífeyrismál og lífeyrissjóði. Þá er spurt um umönnun á hjúkrunar- og dvalar- heimilum, hvort tími sé kominn fyrir stjórnmála- flokk sérstaklega helgaðan málefninu, og fjallað um hugmyndir um flutning málefna aldraðra alfarið til sveitarfélaganna,“ segir Reynir. „Við vonum að síðasta spurningin, um þörf þjóðar- átaks, verði til þess að þeir sem þátt taka í pall- borðsumræðunni gangi út sameinaðir um að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Við erum bara rétt að byrja.“ Nánari upplýsingar má finna á www.hjaafa.is. Velferðarmál | Pallborðsumræður í Háskóla Íslands í kvöld kl. 20 um málefni aldraðra Þjóðarátak í málefnum aldraðra  Reynir Ingibjartsson fæddist 1941 og ólst upp á Snæfellsnesi. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum 1963. Reynir starfaði í tvo áratugi hjá sam- vinnufélögum vítt og breitt, meðal annars að félagsmálum. Reynir hefur verið formaður Aðstandendafélags aldraðra, AFA, frá stofnun. Kona Reynis er Ritva Jouhki og eiga þau þrjú börn. SKÁK Hvítur á leik. Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, 16. maí,verður sjötugur Viðar Arthúrs- son, Blásölum 24, Kópavogi. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í gær, 15. maí,varð sextugur Per Dover Petersen, ræðismaður Íslands á Malaga, Spáni. Hann hefur unnið mik- ið og óeigingjarnt starf í þágu Íslands og var gerður að ræðismanni árið 1994. Á afmælisdaginn var Per Dover stadd- ur á Íslandi í tengslum við utanríkis- ráðstefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.