Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 16
Moskva. AP. | Vladímír Ústínov, einn helsti saksóknari Rússlands, hvatti í gær þarlend yfirvöld til að herða barátt- una gegn skipulagðri glæpastarfsemi, sem hann telur ógn við þjóðaröryggi landsins. Enn fremur telur Ústínov nauðsynlegt að lögreglan og saksókn- arar leggi aukna áherslu á að hafa hendur í hári glæpaforingja, með þeim orðum að slíkar handtökur séu alltof fá- tíðar. „Í dag verðum við að horfast í augu við þá staðreynd að útbreiðsla og um- fang skipulagðrar glæpastarfsemi í Rússlandi hefur þróast í þá átt að vera ógn við öryggi landsins,“ sagði Ústínov í gær. Að hans sögn eru skipulögð glæpa- gengi útbreidd „í öllum stórum borgum án undantekningar, ásamt því að hafa náð fótfestu í flestum bæjum“. Þá sagði hann endurskipulagningu hjá tollstjóra ríkisins, þar sem nokkrum hátt settum aðilum var vikið frá störfum nýlega, sýna ítök glæpagengja í tollheimtu landsins. Í kjölfar ákvörðunar Pútíns Gagnrýni Ústínovs kemur í kjölfarið á þeirri ákvörðun Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta að fyrirskipa endur- skipulagningu hjá ýmsum ríkisstofnun- um, í því skyni að draga úr ítökum glæpahringja í stjórn landsins. Segir Pútín tíðni fjármálamisferla í Rússlandi „óásættanlegt“ vandamál, sem verði að leysa með herferð stjórnarinnar gegn spillingu. Segir glæpi ógna öryggi Rússlands 16 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hyggst senda þúsund bandarískra þjóðvarðliða til að gæta landamæranna að Mexíkó en markmiðið með ákvörðuninni er að stöðva flæði ólöglegra innflytjenda norður til Bandaríkjanna. Gert var ráð fyrir að Bush myndi tilkynna þetta í sjónvarpsávarpi eftir miðnætti í gær að ís- lenskum tíma sem allar helstu sjónvarpsstöðv- ar í Bandaríkjunum sendu út. Talið er að Bush vilji með ákvörðun sinni reyna að tryggja stuðning við umbætur á inn- flytjendalögum meðal þeirra íhaldsmanna sem vilja að hart sé tekið á ólöglegum innflytj- endum. Er meiningin sú að senda þjóðvarðliða tímabundið til að gæta landamæranna að Mexíkó, sem eru ríflega 3.000 km löng, á með- an verið er að efla hina eiginlegu landamæra- vörslu. Þá hugðist Bush leggja áherslu á mik- ilvægi þess í ræðu sinni að innflytjendur lærðu ensku og bæru sig eftir því að aðlagast bandarískri menningu vilji þeir verða banda- rískir ríkisborgarar. Sem fyrr segir hafði Bush ekki flutt ræðu sína þegar Morgunblaðið fór í prentun en þessar fregnir hafði AP-fréttastofan fyrr í gær eftir tveimur embættismönnum í Hvíta húsinu. Ákvörðunin um að senda þjóðvarðliðið á vettvang er umdeild í röðum fulltrúa á Banda- ríkjaþingi. Óttast sumir að verið sé að leggja of mikið á sveitirnar, álagið verði of mikið sé haft í huga að margir þjóðvarðliðar hafa þurft að sinna herþjónustu í Írak síðustu mánuði og ár. Vicente Fox, forseti Mexíkó, hefur einnig áhyggjur af málinu og hringdi hann í Bush á sunnudag til að ræða stöðuna sem komin er upp. Það væri ekki jákvæð þróun að vopnaðir hermenn stæðu gráir fyrir járnum við landa- mæri ríkjanna. Vill tryggja stuðning repúblikana Dan Bartlett, ráðgjafi Bush, sagði hins vegar í gær að ekki væri um „hervæðingu landamæranna“ að ræða. Þjóðvarðliðar myndu aðeins fá það hlutverk að styðja við bak landamæravörðum, þeim yrði ekki falið löggæsluhlutverk. Áður hafði Maria Tamb- urri, talsmaður Hvíta hússins, greint frá því að Bush hefði lagt mikla áherslu á það í sam- tali hans og Fox að Bandaríkin litu á Mexíkó sem vinaþjóð sína. Bush vonast til þess að ákvörðunin, sem hann tilkynnti um í nótt, verði til þess að tryggja stuðning þorra repúblikana við inn- flytjendalöggjöf sem hann hefur beitt sér fyrir; en forsetinn vill að margir ólöglegir innflytjendur fái tímabundið landvistar- og atvinnuleyfi og jafnframt að þeir geti á end- anum, ef þeir standast kröfur, fengið rík- isborgararétt. Repúblikanaflokkurinn hefur verið klofinn í þessu máli; aðilar í viðskipta- lífinu vilja gjarnan hafa aðgang að ódýru vinnuafli, á meðan aðrir vilja taka upp harð- ari stefnu gagnvart ólöglegum innflytjend- um. Kosningamál í haust? Talið er að allt að um tólf milljónir ólög- legra innflytjenda séu í Bandaríkjunum og koma þeir langflestir frá Mexíkó eða öðrum ríkjum Rómönsku Ameríku. Málefni þeirra hafa verið ofarlega á baugi nýverið, enda fara fram þingkosningar í Bandaríkjunum síðar á árinu þar sem öll þingsæti í fulltrúadeildinni eru undir. Jafnframt verður kosið um þriðjung sæta í öldungadeildinni og mörg ríkisstjóra- embætti. Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deild- um þingsins en óvinsældir Bush hafa verið slíkar undanfarið, að jafnvel hefur verið talið hugsanlegt að demókratar næðu meirihluta í annarri eða báðum þingdeildum eftir kosning- arnar. Ekki lá fyrir í gærkvöldi hversu marga þjóðvarðliða Bush hygðist senda til landamær- anna, aðeins að þeir yrðu nokkur þúsund en þó færri en 10.000. Þjóðvarðliðar gæti landa- mæranna að Mexíkó Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is George W. Bush Bandaríkjaforseti ræddi innflytjendamál í sjónvarpsávarpi í nótt ÞÚSUNDIR manna sem búa í nágrenni eldfjallsins Merapi í Indónesíu hafa þurft að yfirgefa heimili sín, vegna hættu á að eldgos kunni að brjótast út í fjallinu. Á sama tíma hefur hins vegar lítill hópur bænda, sem búa í hlíðum fjallsins, neitað að færa sig um set. Segjast bændurnir byggja afkomu sína á búskap og að þeir muni ekki fara fet fyrr en stjórnvöld hafa boðið þeim fjár- hagslegar bætur. Þá eru aðrir sem telja að andar búi í toppi fjallsins og bíða þess nú að þeir gefi merki um að gos sé að brjótast út. Eldfjallið er á miðju eyjarinnar Jövu, fjölmennustu eyjarinnar í eyjaklasanum Indónesíu. Sérfræðingar hafa fylgst með fjallinu að undanförnu og á laugardag ákváðu þeir að hækka viðbúnaðarstigið, sem er nú á hæsta stigi. Að minnsta kosti eitt þorp, sem er í þriggja kílómetra fjar- lægð frá fjallinu, er þakið í ösku. Er talið að allt að 34.000 manns kunni að vera í hættu brjótist eldgos út í fjall- inu. Alls er vitað um 68 eldgos í fjallinu, sem er 2.914 metra hátt, frá árinu 1548 og hafa þúsundir manna látið lífið af þeirra sökum. Reuters Þúsundir yfirgefa heimili sín Washington, London. AP. | Hugo Chavez, forseti Venesúela, skoð- aði sig um í miðborg London í gær ásamt borgarstjóranum, Ken Liv- ingstone, en Chavez var í tveggja daga einkaheimsókn til Bretlands. Hann átti fund með verkalýðs- leiðtogum í London í gær og á sunnudag talaði hann yfir kvöld- verði sem Livingstone hélt honum til heiðurs. Chavez var einnig til umræðu hinum megin við Atlantshafið í gær, því að stjórnvöld í Wash- ington ákváðu að banna vopnasölu til Venesúela, vegna skorts á sam- vinnu forsetans í hinni alþjóðlegu baráttu gegn hryðjuverkum. Engir fundir voru fyrirhugaðir með Chavez og fulltrúum breskra stjórnvalda en Chavez hefur verið upp á kant við Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands. Hefur Chavez m.a. kallað Blair „peð heimsvaldastefnunnar“ vegna bandalags hans og George W. Bush Bandaríkjaforseta, en Bush hefur Chavez líkt við Adolf Hitler. Hann hélt svo uppteknum hætti í gær, þegar hann sakaði Bush um að hafa framið þjóðarmorð og að alþjóðlegur dómstóll ætti að dæma Bandaríkjaforseta til fang- elsisvistar. Þá varaði Chavez við því að verðið á olíu ætti eftir að fara yfir 100 dollara fatið yrði ráð- ist gegn Írönum vegna kjarn- orkuáætlunar þeirra. Livingstone tók vel á móti Chavez AP Vel fór á með Chavez og Livingstone í gær. Bagdad. AFP. | Saddam Hussein, fyrrver- andi forseti Íraks, neitaði í gær að leggja fram málsvörn, eftir að yfirdóm- ari lagði fram formlegar kærur á hendur leiðtoganum fyrrver- andi að loknu þriggja vikna hléi á réttar- höldunum yfir hon- um. Rauf Rasheed Abdel Rahman, yfir- dómari í réttarhöld- unum, las upp kær- urnar í gær, en í þeim er forsetinn fyrrverandi m.a. sak- aður um aftökur á 148 íbúum sjíta- þorpsins Dujail árið 1982, eftir mis- heppnað banatilræði á hendur honum. Saddam, sem á yfir höfði sér dauða- dóm verði hann fundinn sekur, líkt og sjö meðsakborningar hans, var ósáttur við kærurnar. „Ég get ekki svarað kær- unum með jái eða neii,“ sagði Saddam í gær. Hann taldi listann með ákærunum of langan. Þá sagði hann það vera vilja Íraka að hann væri leiðtogi þeirra og að óviðeig- andi væri að slíkar kærur væru lagðar fram gegn forseta landsins. Búist við að vitnaleiðslur geti hafist á mánudag Eftir að ákærurnar vegna morðanna í Dujail hafa verið lagðar fram er búist við að Saddam og sex aðrir sakborning- ar verði ákærðir fyrir aðild sína að Anfar-herferðinni svokölluðu, sem áætl- að er að hafi leitt til dauða yfir 100.000 Kúrda. Samkvæmt írösku réttarkerfi leggja saksóknarar fyrst fram kærur á hendur sakborningi, áður en dómari velur hvaða kærur skuli teknar til formlegrar efnis- meðferðar. Í kjölfarið fá verjendur svo tækifæri til að svara ákærunum. Í þess- um þætti réttarhaldanna mun hefjast önnur umferð vitnaleiðslnanna. Búist er við að þær geti hafist þegar á mánudag. Neitaði að leggja fram málsvörn Saddam Hussein ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.