Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 52
LEITIN að Pétri Þorvarðarsyni, 17 ára pilti frá Egilsstöðum, hefur enn engan ár- angur borið þrátt fyrir mikinn viðbúnað í gær og nótt en m.a. voru þyrlur frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og danska sjóhernum kallaðar út. Alls hafa um fjögur hundruð manns tekið þátt í leit- inni og nokkrir spor- og leitarhundar og voru um 160 manns við leit í nótt. Leitin hefur staðið frá því um miðjan dag á sunnudag. Að sögn lögregl- unnar á Húsavík verður staðan metin í dag og tekin ákvörðun um framhaldið. Síðast sást til Péturs um klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags en hann var þá staddur í gleðskap í Grímstungu, skammt frá Grímsstöðum á Fjöllum. Svo virðist sem hann hafi ákveðið að ganga til síns heima á Egilsstöðum og hélt hann af stað nokkuð léttklæddur. Sú vegalengd er um 120 km. Allir möguleikar kannaðir Umfangsmikil leit hófst á sunnudag en aðstæður voru björgunarmönnum ekki í hag og slæmt skyggni þar helsti ókostur- inn. Aðfaranótt mánudags snjóaði yfir leit- arsvæðið og fennti þá í öll hugsanleg spor Péturs. Þá var ekki hægt að beita þyrlu danska sjóhersins fyrr en eftir hádegi í gær vegna slæmra aðstæðna á svæðinu og þá aðeins í stuttan tíma því hún var elds- neytislítil og flutningabifreið sem flytja átti eldsneyti á svæðið bilaði á leiðinni. Þegar aðstæður löguðust var einnig kallað eftir þyrlu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og hjálpaði hún til við leitina. Hún sneri við í gærkvöldi en áhöfnin er tilbúin að koma aftur í dag. Leitarsvæðið er gríðarstórt og leitað var í um þrjátíu kílómetra radíus frá Gríms- tungu. Í gærdag voru um 170 björg- unarmenn að störfum á 32 bílum og nítján fjór- og sexhjólum. Landhelgisgæslan ferj- aði tuttugu björgunarsveitarmenn með flugvél sinni á svæðið á sjötta tímanum í gærmorgun og síðdegis í gær var önnur ferð farin þar sem fleiri leitarmenn komu á svæðið og fóru einhverjir með henni til baka. Þar að auki voru óþreyttir spor- hundar sendir með áætlunarflugi til Egils- staða og voru þeir komnir á svæðið um kvöldmatarleytið. Að sögn sviðsstjóra hjá Landsbjörg voru í gærkvöldi engar vísbendingar um ferðir Péturs sem björgunarsveitarmenn gátu gengið út frá og var því öllum möguleikum haldið opnum. Óvíst var m.a. hvort piltur- inn hefði yfirhöfuð gengið um svæðið sem leitað er á, og var ekki hægt að staðfesta það. Þegar Morgunblaðið fór í prentun var enn verið að leita á svæðinu. Leit að pilti kringum Grímsstaði á Fjöllum ber enn engan árangur Engar vísbendingar um ferðir Péturs Pétur Þorvarðarson Á fjórða hundrað manns tók þátt í leitinni að Pétri Þorvarðarsyni í gær og nótt en leitarsvæðið er mjög stórt og erfitt yfirferðar. Snjóað hefur á svæðinu. Eftir Andra Karl andrik@mbl.is ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. endurskoðun reikningsskil skattar / ráðgjöf www.ey.is FLEIRI en Silvía Nótt hafa vakið athygli í aðdraganda Evróvisjón í Aþenu en finnska hljómsveitin Lordi hefur fengið sinn skerf af umfjöllun. Silvía Nótt segist hrifin af þessum búningaklæddu Finnum, sem hún hitti í fyrsta sinn í gær. Hennar fyrstu viðbrögð voru þó að taka fyrir nefið. Eftir fundinn brast íslenska Evróvisjón-stjarnan í grát og hafði á orði að þetta væri eflaust í fyrsta skipti sem fallegasta kona veraldar hitti ljót- asta fólk í heimi. Keppnin fer fram á fimmtudag. | 48 Morgunblaðið/Eggert Silvía tók fyrir nefið STÓRLEIKARARNIR Ryan Gosling og Tom Waits munu leika í nýjustu kvikmynd leik- stjórans Dags Kára Péturssonar, The Good Heart, en tökur á myndinni hefjast í San Francisco í nóvember. Stór hluti mynd- arinnar verður hins vegar tekinn upp hér á landi og munu leikararnir koma til landsins fyrir þær tökur. Tom Waits er fyrst og fremst þekktur sem tónlistarmaður, en hann hefur þó leikið í fjölmörgum kvikmyndum, og má þar meðal annars nefna Coffee and Cigarettes og Dracula. Ryan Gosling er ung- ur að árum en hann er trúlega hvað þekktastur hér á landi fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Notebook. | 47 Ryan Gosling og Tom Waits í mynd Dags Kára Dagur Kári Pétursson HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á ráðstefnu breska stjórn- mála- og viðskiptatíma- ritsins The Economist, sem var haldin hér á landi í gær, ljóst að það væri al- mennur skortur á þekk- ingu á íslensku efnahags- lífi erlendis. „Það er ein helsta lexían sem óróleik- inn að undanförnu getur kennt okkur og það er lexía sem við tökum ekki létt á. Við höfum tekið mikilvæg skref til að auka upplýsingarnar um íslenskt efna- hagslíf erlendis. Þetta á jafnt við um íslensk fyrirtæki sem starfa á alþjóðamarkaði, bank- ana og stjórnvöld.“ Halldór sagði að þegar upplýsingarnar hefðu skilað sér og ró hefði komist á í um- ræðunni, þá kæmi í ljós að íslenskt efnahags- líf væri eitt það auðugasta og samkeppnis- hæfasta í heimi og þar sem vöxtur væri hvað mestur. Þá ítrekaði Halldór ummæli um fjárfest- ingar útlendinga í íslenskum sjávarútvegi, sem hann hefur áður viðhaft, að það væri rétt að breyta lögum sem koma í veg fyrir slíkar fjárfestingar. Hann sagðist hafa verið ann- arrar skoðunar fyrir tíu árum. Þá hefði hann talið áhættusamt fyrir Ísland að útlendingar ættu hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum lands- ins, en það teldi hann ekki lengur. Þekkingu á íslensku efna- hagslífi skort- ir erlendis Halldór Ásgrímsson  Efnahagslífið | 14 ÚRVALSVÍSITALA hluta- bréfa í Kauphöll Íslands hækk- aði í gær um 0,13% en viðskipti voru minni en oft áður, fyrir rúma fimm milljarða króna. Á sama tíma átti sér stað lækkun á verði hlutabréfa í flestum kauphöllum heims, einkum á Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu. Lítils háttar hækkun varð á Dow Jones vísi- tölunni í Bandaríkjunum en Nasdaq-vísitalan lækkaði. Við upphaf viðskipta í kaup- höllinni í London í gær féll FTSE-vísitalan um 156 punkta en í lok dagsins hafði vísitalan lækkað um 1,2%. Lækkun þar var m.a. rakin til verðfalls á hrávöru eins og gulli, silfri og kopar. Hlutfallslega varð lækkun á vísitölunum mest á Norðurlöndunum, t.d. varð mesta lækkun á einum degi í kauphöllinni í Ósló síðan í des- ember árið 2002, eða rúm 5%. Það var lækkun á bréfum Norsk Hydro og Statoil sem leiddi þá þróun, en í Hálffimm- fréttum KB banka er bent á að hráolía lækkaði í verði í gær. Þannig hafi hráolía, sem fer í dreifingu í júní, lækkað um rúm 3% á markaði í gær. Í Morgunkorni Glitnis er talað um að lækkun hluta- bréfaverðs almennt megi rekja til væntinga um aukið aðhald peningastefnu í stærstu hag- kerfum heims. Hækkun um 75 punkta? Þess má geta að Seðlabanki Íslands tilkynnir breytingar á stýrivöxtum sínum nk. fimmtudag og spá greiningar- deildir bankanna allt að 75 punkta vaxtahækkun. Gangi það eftir fara stýrivextir Seðla- bankans í 12,25%. Lækkun víðast nema á Íslandi  Hækkun | 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.