Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UNNIÐ hefur verið að lagningu reiðvegar meðfram Leirvogsá við Mosfellsbæ, og til að umferð fari ekki yfir þjóðveginn verður farin sú leið að byggja reiðbrú undir brúna á Vesturlandsvegi. Leirvogsá er ein allra besta laxveiðiá landsins og sú gjöfulasta síðustu árin, ef litið er til afla á stöng, með yfir 800 laxa, en veit er með tveimur stöngum í ánni. Strax neðan brúar er gjöfulasti hyl- ur árinnar, Brúarhylur, sem gefur allt að helmingi aflans. Þegar Tryggvi Jónsson, bæjar- verkfræðingur í Mosfellsbæ, er spurður hvort hagsmunir skarist ekki við að setja reiðveg að hluta yfir og við einn besta laxveiðistað lands- ins, sagði hann þær raddir hafa heyrst. „Stjórn veiðifélagsins var ekki alltof hrifin af þessu og lagði til að sett yrðu undirgöng undir Vest- urlandsveginn, en það er ekki á áætlun hjá Vegagerðinni.“ Segir hann farið í framkvæmdina þar sem umferð hestamanna yfir Vest- urlandsveginn skapi hættu. „Horft hefur verið til þess að þetta fer yfirleitt ekki mikið saman, reiðumferð og laxveiðin. Mest er um útreiðar fram í júní, laxveiðin er að byrja um miðjan júní, þá er reiðum- ferð mikið til hætt. Menn féllust á að það væri öryggisatriði að koma þessu fyrir og þetta væri skásti kost- urinn í stöðunni.“ Tryggvi segir að framkvæmdin hafi átt að vera komin vel á veg og jafnvel lokið. „Einhverra hluta vegna hefur þetta dregist. Þetta er á vegum Stóru reiðveganefndarinnar, sem sér um reiðstíga á Reykjanes- svæðinu. Við samþykktum þetta, enda er í samræmi við aðalskipulag hjá okkur, að þarna sé brú. En við leggjum áherslu á að annað hvort komi brúin upp nú fyrir veiðitímann eða ekkert fyrr en að veiðitíma lokn- um.“ Lögðust gegn framkvæmdinni Í bréfi, dagsettu 5. nóvember 2005, gerði stjórn Veiðifélags Leir- vogsár verulegar athugasemdir við tillöguna um reiðveginn undir brúna á þjóðveginum. Lagðist stjórnin gegn framkvæmdinni og taldi að með henni væri teflt í tvísýnu veiði- skap í ánni. Þar segir m.a.: „Við brú- arstöpulinn í Leirvogsá er einn feng- sælasti veiðistaður á suðvesturhorni landsins … Óttumst við að brúar- framkvæmdin og aukinn umgangur á þessum viðkvæma stað komi til með að trufla veiðiskap og skiptir þá engu hvort umferð er lítil eða mikil yfir veiðitímann.“ Ennfremur segir að á komandi sumri séu veiðimenn að borga allt að 100 þúsund krónum fyrir eina dagsstöng og sé veiði- mönnum áskilinn réttur til að fara yfir lönd veiðiréttarhafa og hafa frið og ró til veiða. Óttast að umferð styggi veiðimenn „Það var ekki á aðalskipulagi að fara með þessa reiðbrú undir brúna við ána, en Vegagerðin segir und- irgöng ekki vera á áætlun og því hafi þeir sótt fé í svokallaðan neyðarsjóð, til að bæta öryggi vegfarenda, og setja veginn þarna,“ segir Guð- mundur Magnússon formaður Veiði- félags Leirvogsár. Hann er ekki sáttur við þessa lausn mála, segir að hagsmunaðilum hafi verið tjáð að þetta sé bráðabirgðalausn en hann eigi eftir að sjá það. „Við óttumst að umferðin geti styggt veiðimenn og skemmt veiðistaði.“ Þá segir Guðmundur að veiðileyfi í Leirvogsá hafi aldrei verið jafn dýr og í sumar og þessi framkvæmd vegi að þeim verðmætum sem felast í veiðinni. Hann óttast jafnframt að vegurinn verði ekki einungis fyrir reiðmenn heldur muni bifhjólamenn nota hann, en þeir fari mikinn á reið- og göngustígum svæðisins með til- heyrandi ónæði. Að sögn Sigurðar Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Veiðimálastofn- unar, var ekki leitað eftir umsögn stofnunarinnar um framkvæmdina. Morgunblaðið/Einar Falur Brúarhylur í Leirvogsá, við Vesturlandsveginn, er einn gjöfulasti laxveiðistaður landsins. Reiðbrúin kemur undir brúna hægra megin, yfir veiðistað sem kallast Stólpahylur. Reiðbrú við einn besta laxveiðistað landsins Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is SKOTTÚRAR með börnin í frí- stundastarf um kvöldmatarleytið heyra brátt sögunni til í Grafarvogi og fjölskyldum verður gert mögulegt að eyða matartímanum saman. Með þessu vill Grafarvogur skapa for- dæmi fyrir samfelldum skóla- og frí- stundadegi barna en borgarráð sam- þykkti fjárveitingu til verkefnisins á dögunum. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Miðgarðs, bendir á að allar rannsóknir sýni að börnum sem eru í góðum tengslum við foreldra sína vegni almennt betur. Góðar samverustundir séu ein helsta for- senda þess. Eins og staðan er í dag reynist hins vegar oft erfitt að ná fjölskyldunni saman. Þegar foreldr- arnir koma heim á daginn fer tíminn þeirra í að keyra börnin í frístunda- starf. Hugað að þörfum fatlaðra Ingibjörg segir að hugmyndin sé að tómstundastarf 6 og 7 ára barna færist að mestu leyti inn í frístunda- heimilin. 8–9 ára börn myndu hins vegar fá aðstoð frá starfsmönnum frístundaheimila við að koma sér milli staða og gætu síðan við 10 ára aldur ferðast sjálf á milli. Með þessu móti gætu börnin verið komin heim á svipuðum tíma og foreldrarnir í stað þess að vera kannski ein heima eða í reiðileysi milli tvö og fimm á daginn. Til þess að þetta takist þarf að nýta íþróttaheimilin betur á daginn og bæta samgöngur og segir Ingi- björg að vilji sé til að ná samningi við Strætó bs. um að vagn gæti gengið milli helstu tómstundasvæða Grafar- vogsins. Með sameiningunni er einnig stefnt að því koma til móts við þarfir fatlaðra barna sem oft á tíðum geta ekki verið ein heima þannig að þau fengju kannski aðstoð við að komast milli staða og við að taka þátt í tóm- stundastarfi. Mikill áhugi er fyrir þessu verk- efni í Grafarvogi og nú þegar hafa íþróttafélögin, tónlistarskólarnir, skátafélagið, skautafélagið, frí- stundaheimilin og allir grunnskól- arnir fundað um málið. Gert er ráð fyrir að verkefnið hefj- ist strax í vor og standi yfir í til- raunaskyni til 15. júní 2007. Reykjavíkurborg gerir tilraun í Grafarvogi með samfelldan skóla- og frístundadag Stefnt að því að börn og foreldr- ar ljúki deginum á sama tíma Morgunblaðið/ÞÖK Stefnan er að Grafarvogur verði fyrirmynd í samfelldu skóla- og frístunda- starfi. Frá vinstri: Jóhanna S. Vilbergsdóttir, skólastjóri Engjaskóla, Helgi Viborg, deildarstjóri Miðgarðs, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmda- stjóri Miðgarðs, og Stefán Jón Hafstein, formaður hverfisráðs. Eftir Höllu Gunnarsdóttur og starfsnemana Karenu Knútsdóttur og Stellu Sigurðardóttur halla@mbl.is Jóhann Sólberg Þor- steinsson fyrrverandi mjólkurbússtjóri á Sauðárkróki lést á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi 12. maí sl. Jóhann Sólberg var fæddur í Stóru-Gröf í Skagafirði 6. mars 1910. Hann lauk námi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1930. Hann lærði mjólkurfræði í Noregi og brautskráð- ist frá Statens Meieri- skole í Þrándheimi sumarið 1938. Eftir heimkomuna hóf hann störf við Mjólkursam- lagið í Borgarnesi, en hélt síðan til Akureyr- ar og starfaði þar við Mjólkursamlagið í fjögur ár. Árið 1945 tók hann við starfi mjólkurbústjóra á Sauðárkróki og gegndi því til ársloka 1982. Eftirlifandi eigin- kona hans er Áslaug Ester Sigfúsdóttir og eiga þau þrjár upp- komnar dætur og átta barnabörn. Andlát JÓHANN SÓLBERG ÞORSTEINSSON RANNSÓKNIR hafa sýnt að líkurnar á því að einstaklingur muni glíma við áfengissýki, minnki um átta prósent með hverju ári sem ung- lingur frestar því að hefja drykkju. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem SAMFO – Samstarf um forvarnir hélt í Rimaskóla í gær. Á fundinum var meðal annars kynnt for- varnarátaksins Ég ætla að bíða, en það hefur staðið yfir frá því haust- ið 2005. Ætla að bíða Síðasta vetur hafa verið sýndar sjónvarpsauglýsingar þar sem unglingar hafa lýst því yfir að þeir ætli að bíða með að hefja áfengis- og vímuefnanotkun þangað til nægum þroska hafi verið náð og mun þeirri herferð verða haldið áfram á næstunni. Verkefnið hef- ur verið stutt af Reykjavíkurborg, KB banka og 365 miðlum, og sagði Marsibil Sæmundsdóttir, vara- borgarfulltrúi R-listans og for- maður forvarnarnefndar, að mik- ilvægur þáttur í forvarnarstarfinu væri að halda umræðunni gang- andi. Birta Baldursdóttir og Ástrós Kristinsdóttir, nemendur í 8. t í Rimaskóla sögðust báðar ætla að bíða með að hefja áfengisneyslu, ekki væri tími til þess að byrja strax og þær vildu eiga góða fram- tíð fyrir sér. Þær töldu að við- horfið til herferðarinnar væri al- mennt gott og að krakkar væru meðvitaðri um skaðsemi vímu- efnaneyslu en áður. Líkur á áfengis- misnotkun minnka um 8% með hverju ári sem drykkju er frestað Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu- miðstöðvar í fíknivörnum, kynnir niðurstöður rannsóknar á unglingadrykkju. BJÖRGUNARÞYRLUR Landhelg- isgæslunnar voru ekki til taks við leitina að ungum manni, Pétri Þor- varðarsyni, sem leitað var að á Mý- vatnsöræfum í gær og á sunnudag. Nutu björgunarsveitir aðstoðar þyrlu danska sjóhersins og síðar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Minni þyrla gæslunnar, TF-Sif, er í Stafangri í Noregi, í nauðsyn- legum endurbótum, og hefur verið þar frá því fyrir páska. Sif er vænt- anleg aftur til landsins 21. eða 22. maí nk. Stærri þyrla gæslunnar, TF-Líf, er í viðgerð en við athugun á henni fyrir helgi kom í ljós bilun í drifbúnaði. Búist er við að hún verði flugfær á ný á morgun. Þegar ljóst var að gæslan hafði engar þyrlur til taks var óskað eftir þyrlum í viðbragðsstöðu, bæði hjá danska sjóhernum og varnarliðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var ekki ákveðið að fá björgunarþyrlu frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli fyrr en um miðjan dag í gær þar sem viðbragðstími björgunarþyrlu danska sjóhersins var skemmri. Gæslan er með gagnkvæman samn- ing við danska sjóherinn um aðstoð við björgun. Þyrlu varnarliðsins hélt til leitar eftir hádegi í gær. Þyrlur gæslunnar ekki til taks fyrir leit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.