Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 45 MENNING Skattskrár vegna álagningar 2005 sem og virðisaukaskattsskrár vegna tekjuársins 2004 verða lagðar fram í öllum skattumdæmum þriðjudaginn 16. maí 2006. Framlagning skattskráa er samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 og 46.gr laga nr 50/1988. Skrárnar liggja frammi hjá skattstjórum í hverju umdæmi, hjá umboðsmönnum skattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum í hverju skattumdæmi dagana 16. maí til 29. maí 2006 að báðum dögum meðtöldum. 16. MAÍ 2006 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl S. Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi Tómas Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. Það er ágætis menningarlíf íReykjavík. Þó hún sé enginstórborg geta listunnendur alltaf fundið eitthvað nýtt og ferskt, sérstaklega þær fáu góðu vikur þegar allskyns menningar- og listahátíðir standa yfir. En ein er sú list sem mér þykir frekar lítið sinnt hér á landi, og það er matargerðarlistin. Reykja- vík verður seint kölluð mikil mat- arborg. Nú er ég ekki að segja að hér megi ekki að finna marga ágætis veitingastaði – þvert á móti býr borgin að nokkrum heimsklassa „rístóröntum“. En úrvalið er tak- markað, og góðu, fínu veitinga- staðirnir elda aðallega á evrópska vísu. Sumir kokkarnir teygja á forminu og gera tilraunir, en þeir eru samt bundnir við þann ramma sem hver staður hefur markað sér.    Það eru fjöldamargar gloppur ííslensku veitingaúrvali og þeir staðir sem helgaðir eru matar- menningu framandi landa eru flestir óspennandi, að ég jafnvel kalli þá sjoppulega. Þeir myndu frekar kallast skyndibitastaðir en geta borið með rentu titilinn veit- ingastaðir. Svo ég nefni nokkur dæmi um ástandið: hér á landi er ekki að finna neinn arabískan veitingastað, þó finna megi takmarkað úrval af skyndibita. Landinn fer á mis við óviðjafnanlega matarmenningu mið-austurlanda, sem spannar svo mikið meira en „shawarma“. Leit- un er að Íslendingi sem smakkað hefur „pachlava“ (baklava), það himneska bakkelsi, og drukkið með því almennilegt te eða kaffi á arabíska vísu.    Kínversku veitingastaðirnirstandast engan samanburð við það sem gerist úti í heimi. Aft- ur er það skyndibitinn sem ræður ríkjum og má líkja úrvalinu við það opnaður væri „íslenskur veit- ingastaður“ í Peking sem seldi bara bæjarins bestu. Enn er ekki hægt að fá ekta pek- ing-önd hér á landi og marga aðra öndvegisrétti kínverskrar mat- argerðarlistar. Það segir kannski sína sögu að íslenskir Kínverjar sjást sjaldan borða sjálfir á þessum stöðum, því þeir eru betra vanir. Eitthvað eru taílenskri mat- argerðarlist gerð skárri skil, og indverskri sömuleiðis, en samt má gera betur og auka úrvalið svo gott geti talist. Ég man ekki eftir neinum aust- ur-evrópskum veitingastað í Reykjavík. Hér er ekki hægt að finna „borsht“ eða „soliönku“ þær öndvegissúpur, akfeitar spægipyls- ur og flennistórar pönnukökur sem einkenna rússneska matargerðar- list. Hvergi er alvöru styrjukavíar hafður til sölu og vodkaúrvalið hér á landi er afskaplega dapurlegt fyrir þann sem vit hefur á.    Og hverjum er svo um að kenna,að matarmenningin er eins og hún er? Það er dýrt að fara út að borða hér á landi, en að sama skapi frekar fáir munnar að metta. Það getur hæglega kostað eins eða tveggja daga meðallaun fyrir par að eiga huggulega kvöldstund á veitingastað. Stundum gantast ég með að evrópskir veitingastaðir græði á góðu orðspori og hag- stæðu verði og laði að flæði við- skiptavina, á meðan íslenskir veit- ingastaðir græði með því að rukka þá fáu sem gesti sem villast inn um nógu mikið til að standa undir rekstrinum. Er það ekki skrítið, að hjá svona menningarlega sinnaðri og auð- ugri þjóð skuli það ekki vera vani hjá vísitölufjölskyldunni að skreppa út að borða einu sinni eða tvisvar í viku? Það þarf að brjóta vítahring, og þá kannski að verðin lækki, veit- ingahúsagestum fjölgi og Reykja- vík eignist loksins litríka mat- armenningu.    Einn bankanna tók sig til fyrirskemmstu og sendi höfð- inglegan afsláttarmiða til bóka- kaupa inn á hvert heimili. Bank- arnir, blessaðir séu þeir, hafa verið duglegir að styðja við listirnar. Kannski þeir geti gert matarmenn- ingunni sama greiða, leikið sama leik og þeir gerðu með bóksöl- unum, bara í þetta skiptið með veitingastöðunum? Matarmenningarleysið ’Er það ekki skrítið, aðhjá svona menningarlega sinnaðri og auðugri þjóð skuli það ekki vera vani hjá vísitölufjölskyldunni að skreppa út að borða einu sinni eða tvisvar í viku?‘ Morgunblaðið/Einar Falur Matsali á götuhorni í Wuhan-borg: Mikið vantar í litróf íslenskrar matar- menningar og það litla sem er á boðstólum frá framandi slóðum spannar oft lítið og einhæft svið matargerðar hvers lands. asgeiri@mbl.is AF LISTUM Ásgeir Ingvarsson ÞAÐ ER mögulegt að einhver í Reykjanesbæ eða þar um kring hafi náð útsendingu á bandaríska útvarpsþættinum A Prairie Home Companion sem væntanlega hefur verið sendur út til herstöðvarinnar í hrauninu. Að öðru leyti hefur þessi þáttur og höfundur hans, Garrison Keillor, ekki náð eyrum landsmanna hingað til. Annað kvöld mun verða breyting á því en þá mun Garrison Keillor og hans teymi taka upp útvarpsþáttinn í Þjóðleikhúsinu og verður honum jafnframt útvarpað beint á Rás 2 klukkan 20.00. Það eru eflaust margir hér á landi sem þekkja til þáttarins A Prairie Home Companion en hann er einn vinsælasti skemmtiþáttur í bandarísku útvarpi og fór fyrst í loftið fyrir rúmum þrjátíu árum. Kvikmynd Roberts Altman, A Prairie Home Companion, sem forsýnd var í gær í Háskólabíói, byggist á þessum útvarpsþætti en Garrison Keillor skrifar handritið að myndinni og leikur þar auk þess sjálfan sig. Þátturinn er sendur út vikulega til u.þ.b. 4,5 milljóna hlustenda og hann er ávallt sendur út í beinni á laugar- dagskvöldum nema í örfáum til- vikum og er þátturinn í Þjóðleik- húsinu eitt af þeim. Ætlunin með þessu verkefni er að kynna hlust- endum í Bandaríkjunum fyrir Ís- landi og menningu hér og munu nokkrir íslenskir tónlistarmenn koma þar fram, þar á meðal Diddú og karlakórinn Fóstbræður. Auk þeirra verður þarna sérstök hljóm- sveit þáttarins og Garrison Keillor mun einnig fá til sín nokkra gesti til viðtals. Diddú og Fóstbræður syngja fyrir banda- ríska hlustendur Útvarpsmaðurinn Garrison Keillor. HÓPUR listamanna stendur fyrir spjalli og öðrum uppákomum í Skaftfelli menningarmiðstöð í dag kl. 15. Listamennirnir eiga það sameig- inlegt að hafa nýlokið tveggja ára vinnustofudvöl hjá Rijksakademie í Amsterdam og heimsóttu allir Ís- land fyrir ári síðan. Rijksakademie er heimsþekkt listastofnun sem er orðin eins konar samkomustaður ungra listamanna úr öllum heims- hornum, þar sem þeir geta átt sam- félag, unnið að tilraunum og sett upp sýningar. Þau eiga framtíðina fyrir sér og því sérlega áhugavert að fylgjast með þessum hópi í framtíð- inni. Hópurinn er framlag Nýlista- safnsins til Listahátíðar í Reykjavík í ár og mun sýningarstjórinn Amaia Pica kynna sýninguna fyrir Aust- firðingum ásamt því sem listamenn- irnir munu spjalla um list sína og hugmyndafræði og sýna brot úr verkum. Listamennirnir eru Amalia Pica, Geirþrúður Hjörvar, Tine Meltzer, Mieke van de Voort, Ryan Parteka. Í dag kl. 16 verður einnig opnuð sýn- ingin Sýning fyrir allt á síðustu stundu, þar sem gestum og gang- andi gefst tækifæri á að koma með sín eigin verk á sýninguna og bæta þeim við. Einnig má senda verk til Skaftfells á Austurveg 42, 710 Seyð- isfirði. Annað kvöld kl. 20 mun Andri Snær Magnason rithöfundur síðan fjalla um bók sína Draumalandið, sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Erindi og uppákomur í Skaftfelli á Seyðisfirði LISTAHÁSKÓLI Íslands, Listahá- tíð í Reykjavík og Leiklistarsam- band Íslands bjóða í dag og á morgun upp á „Norðurlanda- hraðlestina“ – sviðsetta leik- lestra á Litla sviði Borgarleik- hússins. Lesin verða þau verk sem til- nefnd voru til Norrænu leiklist- arverðlaunanna í ár og er lesturinn í höndum leikara Borgarleikhússins og útskriftarhóps leiklistardeildar LHÍ. Norrænu leiklistarverðlaunin verða afhent 31. júlí næstkomandi og er það finnska leikskáldið og rit- höfundurinn Kari Hotakainen sem hreppir verðlaunin í ár fyrir verk sitt Punahukka sem á íslensku út- leggst sem Rauðir úlfar. Hotakain- en hlaut árið 2004 bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs fyrir bók sína Juoksuhaudantie sem kom út í íslenskri þýðingu Steinunnar Guð- mundsdóttur sem Skotgrafarvegur. Leiklist | Verkin sem tilnefnd voru til Norrænu leiklistarverðlaunanna Norðurlandahraðlestin Í dag, þriðjudag, verða flutt verkin Svefn eftir Jon Fosse frá Noregi í leikstjórn Guðjóns Peder- sen og Kynlíf, eiturlyf og ofbeldi eftir sænska skáldið Mathias And- erson í leikstjórn Péturs Einars- sonar. Á miðvikudag verða flutt Aska Gosa eftir Danann Jokum Rohde í leikstjórn Steinunnar Knútsdóttur og Rauðir Úlfar Hotakainens í leik- stjorn Guðjóns Pedersen. Aðgangur að lestrunum er ókeypis og hefst dagskráin kl. 17 báða dagana. Kari Hotakainen VALSKÓRINN heldur sína árlegu vortónleika í Háteigskirkju í dag, 16. maí. Efnisskrá kórsins er jafnan fjölbreytt blanda af íslenskum og erlendum lögum. Stjórnandi er Bára Grímsdóttir og undirleikari Jónas Þórir. Kaffi- veitingar verða í safnaðarheimilinu eftir tónleika. Allir velkomnir og frír aðgangur. Vortónleikar Valskórs- ins í Háteigskirkju ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.