Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁRANGURSLAUS LEIT Leitin að Pétri Þorvarðarsyni, 17 ára pilti frá Egilsstöðum sem hvarf frá Grímstungu aðfaranótt sunnu- dags, hafði engan árangur borið í gærkvöldi. Um 400 manns hafa tekið þátt í leitinni, nokkrir spor- og leit- arhundar og þyrlur frá Keflavíkur- flugvelli og danska sjóhernum hafa aðstoðað við leitina. Stjórnmálatengsl á ný Bandaríkjamenn og Líbýumenn hafa ákveðið að taka á ný upp stjórn- málasamband en því var slitið árið 1980. Hafa Bandaríkjamenn árum saman talið Líbýu styðja hryðjuverk og jafnframt reyndi stjórn Muamm- ars Gaddafis forseta að koma sér upp gereyðingarvopnum. Gaddafi sneri við blaðinu fyrir þrem árum, afhenti öll gögn um vopnasmíðina og er nú umbunað. Of lélegt fæði unglinga Fjórðungur orku sem 15 ára ung- lingar fá úr fæðu kemur úr „drasl- fæði“ á borð við gosdrykki og sykr- aða svaladrykki, sælgæti, kökur og kex. Ný könnun Rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ og Landspít- alans á mataræði barna og unglinga leiddi þetta í ljós. Þá borða börn og unglingar lítið grænmeti. Þjóðvarðlið að landamærum George W. Bush Bandaríkja- forseti ætlar að senda þúsundir þjóðvarðliða til að gæta landamær- anna að Mexíkó. Þau eru um 3.000 km að lengd. Er markmið Bush að reyna að stöðva straum ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna. Talið er að með aðgerðinni vilji forsetinn reyna að tryggja sér stuðning íhaldssamra repúblikana við ákveðnar tilslakanir á innflytj- endalöggjöfinni. Óttast truflun á veiði Verið er að leggja reiðveg með Leirvogsá í Mosfellsbæ og verður hengd upp reiðbrú við Brúarhyl, gjöfulasta veiðistað árinnar. Að- standendur árinnar og veiðimenn óttast að þetta trufli veiðarnar í þessari einni allra bestu laxveiðiá landsins. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 25/30 Fréttaskýring 8 Forystugrein 26 Úr verinu 12 Viðhorf 28 Viðskipti 14/15 Minningar 31/37 Erlent 16/17 Dagbók 40/43 Minn staður 18 Víkverji 40 Akureyri 19 Velvakandi 41 Landið 19 Staður&stund 42/43 Suðurnes 20/21 Af listum 45 Austurland 20/21 Ljósvakamiðlar 50 Daglegt líf 22/23 Veður 51 Menning 24, 44/49 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %        &         '() * +,,,                 GUÐNI Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, hefur ákveðið að aflétta tímabundnum varnaðaraðgerðum vegna fuglaflensu. Því er aftur komið á viðbúnaðarstig I vegna fuglaflens- unnar. Í fréttatilkynningu frá Landbún- aðarstofnun segir að vegna þess að ekki hefur verið staðfest tilvik fugla- flensu (af H5N1 stofni) á Íslandi hafi landbúnaðarráðherra, að fengnum tillögum Landbúnaðarstofnunar, ákveðið að aflétta þeim ráðstöfunum sem mælt var fyrir um í auglýsingu nr. 268/2006 um tímabundnar varn- aðaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglaflensa bærist í alifugla. Með því að aflétta þessum ráðstöfunum er m.a. ekki lengur gerð krafa um að hýsa alla alifugla. „Ákvörðun Landbúnaðarstofnun- ar byggist á því að nú liggur fyrir að fuglaflensa hefur ekki greinst í yfir 240 sýnum sem tekin hafa verið úr villtum fuglum hér á landi. Þá hafa niðurstöður úr greiningu fjölda sýna úr villtum fuglum á Bretlandseyjum ekki gefið tilefni til að ætla að fugla- flensa hafi náð þar fótfestu. Í sam- ræmi við þessar niðurstöður er það mat Landbúnaðarstofnunar að rétt sé að færa viðbúnað vegna fugla- flensu aftur á áhættustig I. Stofn- unin mun hins vegar halda áfram sýnatökum, greiningum og öðrum viðeigandi ráðstöfunum til að fylgj- ast með þróun mála varðandi út- breiðslu fuglaflensu.“ Þá vekur Landbúnaðarstofnun at- hygli alifuglaeigenda á því að þær aðgerðir, sem mælt var fyrir um í auglýsingunni, kunna að verða end- urvaktar með skömmum fyrirvara ef stjórnvöld telja ástæðu til vegna hættu á smiti. Jafnframt skal forðast að handleika dauða fugla. Dregið úr viðbúnaði vegna fuglaflensu ÞAÐ vissi enginn að hann var ósyndur og hann áttaði sig heldur ekki á dýptarmuninum þegar hann gekk eftir botni grunnu laugarinnar út í dýpri endann. Síðan sást til hans þar sem hann sökk.“ Þetta segir Edda Lóa Philipp, sundlaug- arvörður í sundlauginni á Húsavík, um björgunaratvik í lauginni þegar karlmaður á þrítugsaldri var nærri drukknaður á föstudag. Fyrir snar- ræði hennar og fyrrverandi starfs- manns laugarinnar tókst að bjarga lífi mannsins á síðustu stundu. „Ég var ofan í pottinum og kom hlaupandi og stakk mér ofan í til hans og dró hann upp með aðstoð sundlaugargests sem jafnframt er fyrrverandi starfsmaður laugarinn- ar,“ segir Edda Lóa. „Við náðum að blása í hann lífi og síðan var hann lagður í læsta hliðarlegu á meðan beðið var eftir sjúkrabíl sem kom fimm mínútum eftir að hringt var í Neyðarlínuna.“ Var maðurinn síðan fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík. Það kann að vekja athygli að Edda Lóa hafi verið ofan í lauginni þegar atvikið varð, en sundlaugar- verðir á vakt í lauginni fara líka of- an í laugarnar til að fylgjast með öryggi sundlaugargesta þaðan og sú var staðan hjá Eddu Lóu þegar atvikið varð. Bjargaði barni í vor Edda Lóa hefur farið á skyndi- hjálparnámskeið á vegum Rauða kross Íslands fyrir starfsfólk sund- lauga Húsavíkur og Ólafsfjarðar og er þetta í annað skipti í vor sem hún beitir kunnáttu sinni. Í fyrra skiptið stökk hún út í laug vegna barns sem var hætt komið en þó ekki eins alvarlega og sundlaug- argesturinn á föstudag. Edda Lóa segir engan vafa leika á mikilvægi skyndihjálpar og enn segist hún ekki vera búin að átta sig fyllilega á hlutunum eftir atburði föstudags- ins. „Ég er ekki búin að ná þessu. Ég veit ekki hvað ég gerði, en ég gerði rétt,“ segir hún. „Það eiga að vera opin og reglu- leg skyndihjálparnámskeið fyrir alla, því þetta þurfa allir að læra.“ Sundlaugarvörður á Húsavík bjargaði karlmanni frá drukknun með skyndihjálparkunnáttu „Þetta þurfa allir að læra“ Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Edda Lóa segir að engu hafi mátt muna þegar hún bjargaði mann- inum frá drukknun. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins hafði farið ellefu sinnum í sinubrunaútköll um áttaleytið í gær. Sinueldarnir loguðu m.a. við Kaplakrika og kirkjugarðinn í Hafnarfirði, ofan við Fylkisvöll- inn í Grafarvogi, við Reykjanesbraut, Álfaskeið, Jörfabakka, Kópavogsbraut, Sunnuhlíð og í Elliðaárdal, Öskjuhlíð og Heiðmörk. Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar að Rósaselsvötnum milli Flugstöðvarinnar og Keflavíkur, upp úr kl. 17.00 í gær. Þar logaði í sinu en nokkur trjágróður er á svæðinu. Reynt var að verja trjágróðurinn og taldi varðstjóri að hann hefði sloppið að mestu undan eldinum. Slökkvistarfið tók tvo og hálfan klukkutíma. „Það er þurrkurinn sem veldur þessu. Við þyrftum eina góða vætutíð, þá fer þetta að grænka,“ sagði Jóhann Viggó Jónsson, varð- stjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ljósmynd/Pálmi Guðmundsson „Við þyrftum eina góða vætutíð“ KARLMAÐUR á sjötugsaldri fannst látinn á Fjarðarheiði á tólfta tímanum í fyrrakvöld. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitarmönnum varð maðurinn bráðkvaddur en hann hafði verið á gönguskíðum. Fannst hann skammt frá þeim stað er hann hafði lagt bifreið sinni. Einungis leið um hálf klukku- stund frá því að tilkynning barst þar til lík mannsins fannst, enda var mikill mannskapur til taks vegna leitar að ungum manni á Mý- vatnsöræfum. Ekki er unnt að birta nafn mannsins að svo stöddu. Fannst látinn á Fjarðarheiði UNGI MAÐURINN, sem fannst á gangi hruflaður og marinn eftir lík- amsárás aðfaranótt sunnudags, er ekki enn úr allri hættu, að sögn vakthafandi læknis á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi í gær- kvöldi. Pilturinn reyndist vera með inn- vortis blæðingu sem reyndist tals- vert alvarleg. Ástand hans var stöð- ugt í gærkvöldi og líðan eftir atvikum. Ekki úr allri hættu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.