Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Á LÆKJARTORGI, Austurvelli og í Fógetagarði stendur Ljós- myndasafn Reykjavíkur fyrir veg- legri útisýningu sem ber yfir- skriftina „Miðbær í myndum – Reykjavík í 100 ár“. Sýningin er jafnframt afmælissýning Ljós- myndasafnsins en um þessar mundir eru tuttugu og fimm ár liðin frá stofnun þess. Alls eru til sýnis um sjötíu ljósmyndir á sex- tíu spjöldum sem skiptast niður á sýningarsvæðin þrjú og spannar sýningin um hundrað ár. Á hverj- um stað verða myndir af svipuðum slóðum þannig að hægt er að virða fyrir sér viðkomandi svæði mið- borgarinnar eins og það leit út fyrr á tímum og samstundis bera það saman við umhverfi nútímans. Ljósmyndirnar sýna meðal annars skoskt sauðfé á beit á Austurvelli, standklukkuna eilífu á Lækjar- torgi auglýsandi Persilþvottaefni, fyrsta almenningssímann í Reykjavík og unga leðurjakkatöff- ara við gamla silfurreyninn í Fógetagarði. Ljósmyndasafn Reykjavíkur var stofnað árið 1981 og var upp- haflega rekið sem einkafyrirtæki en árið 1987 eignaðist Reykjavík- urborg safnið. Árið 2000 flutti Ljósmyndasafnið í Grófarhúsið á Tryggvagötu ásamt Borgar- bókasafni og Borgarskjalasafni Reykjavíkur þar sem það hefur verið með reglulegt sýningahald á 6. hæðinni allt árið um kring. „Starfsemin hefur breyst í gegnum árin að því leyti að hún er meira í takt við nútímann,“ segir María Karen Sigurðardóttir safn- stjóri Ljósmyndasafns Reykjavík- ur. „Við erum með það nýjasta í skráningartækni og núna er hægt að skoða hluta myndeignarsafns- ins á heimasíðu safnisins. Þjón- ustuþátturinn hefur sérstaklega verið endurskoðaður og allt það sem snýr út á við. Aftur á móti er safnastarfið í grunninn alltaf það sama, þ.e.a.s að safna, varðveita, skrá, rannsaka og sýna ljós- myndir.“ Elstu myndir safnsins eru frá því í kringum 1880 og að sögn Maríu Karenar bætist stöðugt við safnkostinn sem nú telur hátt í aðra milljón ljósmynda. Ljós- myndirnar fara í gegnum ákveðið umpökkunar- og skráningaferli og eru síðan varðveittar í geymslum sem eru hannaðar samkvæmt ströngustu kröfum um varðveislu- skilyrði. Ljósmyndasýningin í miðborg- inni er liður í Listahátíð og munu vegfarendur geta notið hennar í allt sumar. „Það er búið að fara mikill und- irbúningur í sýninguna, bæði hvað varðar fjármögnun og að velja myndirnar og útbúa þær,“ segir María Karen. Hugmyndin er að færa myndeign Ljósmyndasafns Reykjavíkur nær íbúum og gest- um borgarinnar og bjóða til stórr- ar ljósmyndaveislu í tilefni afmæl- is safnsins og jafnframt 220 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Ljósmyndun | Afmælissýning Ljósmyndasafns Reykjavíkur í miðborginni Sauðfé á beit á Austurvelli Morgunblaðið/ÞÖK Gestir á opnun sýningarinnar virða fyrir sér Reykjavík liðinnar tíðar. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is „ÁRIÐ 1958 skrifaði ég eftirfarandi: „Það eru engin skörp skil milli þess sem er raunverulegt og þess sem er óraunverulegt. Ekkert er endilega satt eða logið; það getur verið hvort tveggja.“ Ég held að enn sé vit í þessum fullyrðingum og þær séu enn nothæfar við rannsókn á veruleikanum í gegnum listina. Ég get því staðið við þær sem rit- höfundur, en ekki sem þjóðfélagsþegn. Sem þegn hlýt ég að spyrja: Hvað er satt? Hvað er logið?“ Þannig er upphaf þeirrar ræðu, í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur, er breska skáldið Harold Pinter hélt við móttöku Nóbelsverðlaunanna árið 2005. Og Þjóðleikhús okkar er vakandi fyrir straumum evrópskar menningar, það lætur sér ekki nægja að hylla þennan Nóbelsverðlaunahafa með því að halda málþing um skáldið í samvinnu við Listahá- tíð, það frumflytur nýjasta leikverk hans, leyfir okkur að skoða síðustu listrænu rannsókn hans á veruleikanum, og einnig mun það eftirleiðis bjóða okkur að sýningu lokinni (hún tekur bara klukku- tíma) að ganga niður í kjallarann og horfast þar í augu við Harold sjálfan flytja Nóbelsverðlauna- ræðuna sem vakið hefur mikla eftirtekt, heyra þá skoðun hans að það sé grundvallarskylda okkar manna „að skilgreina raunverulegan sannleika lífs okkar og samfélags“, rjúfa það lyganet sem við er- um flækt í, viljum við endurheimta okkar mann- legu reisn. Stefán Jónsson leikstýrir þessu vandasama verki sem ef til vill er best lýst sem nokkur konar gátu fyrir leikhúsunnandann. Eins og oftar neglir Pinter persónurnar niður á einum stað, á veit- ingastað fyrir efnafólk. Börkur Jónsson lætur okkur í byrjun (best að sitja í miðjum sal) horfa í grámósku kringlótts ops sem í mjúkri lýsingu breytist „mjög hægt úr skugga yfir í birtu“ í lang- an snjóhvítan sívalning, últranútímalegan veit- ingastað, geimskip eða „móðurkviðinn“ sem þjónninn talar síðar um í verkinu – fremst tvö hvít kringlótt plastborð og stólar fyrir gestina, aftast lítið vínborð, annað ekki. Þetta rými heldur utan um, lokar persónurnar af frá umheiminum og leyfir þeim að teikna sig skýrt í þeim fáum drátt- um sem þær eru dregnar úr. Og í lokaatriði, þar sem Birni Bergsveini gefst aftur kostur á að leika sér með ljós og skugga, er sköpuð ein fallegasta mynd sem ég hef lengi séð á þessu sviði. Við stærra borðið sitja tvenn miðaldra hjón, ráðgjafarnir eða glæponarnir og bræðurnir, Lambert og Matt sem kvæntir eru systrunum Julie og Prue en þær dunda sér í þeim mikla bissness góðgerðarstarfsemi. Þau eru „að fagna“ brúðkaupsafmæli Lamberts og Julie. Við hitt borðið situr ungur bankamaður Russel sem einnig er að fagna framgangi sínum innan bankans og kona hans Suki og tala fram hjá hvort öðru. Þegar líða tekur á borðhaldið rekur Lambert augun í Suki sem hann segist hafa áður haft náin kynni af og hann býður hjónunum að borði sínu. Drukkin, köld, klúr, ruddaleg, sambandslaus og laus við alla mannlega reisn híma þessir gestir – en báðir að- ilar höfðu byrjað kvöldið á sýningum í óperu og ballett sem þeir muna ekki lengur hvað heita, hafa gleymt!– og minnast, brotakenndar eru þær minningar og örstuttar og oftast snúa þær um kynlíf. Gegn hversdagslegum raunveruleika þeirra er svo teflt þjónaliði hússins, eigandanum Richard, yfirþjóninum Sonju og lykilpersónu verksins Þjóninum sem öll nálgast villidýrin á fág- aðan undarlegan hátt. Það er í andstæðunum milli klúrs innantóm- leika efnuðu gestanna og fágaðrar undarlegrar framkomu þjónustuliðsins (þau eru líkt og frá annarri öld) sem galdur verksins og húmor sprett- ur. En þjónninn sem eilíflega vill skjóta inn minn- ingum af afa sínum, afrekssögum og nöfnum á öllu því merka fólki sem hann þekkti er „sá utan- aðkomandi“ sem eins og oftar í verkum Pinters ógnar á einhvern óræðan og dularfullan hátt öllu samkvæminu, leysir það að lokum beinlínis upp. Ólafur Egill Egilsson sem ólánlegur, heldur ósnyrtilegur þjónninn, sýnir undarleikann vel og það að eiga en geta ekki haldið aftur af drýldninni yfir afrekum afans og gott að sjá hann svona kyrr- an og þurfa að nota fá meðul. Hjálmar Hjálm- arsson teiknar af leikni upp ógeðfelldan ruddann Lambert sem er með augum á hverjum kven- mannsrassi, veður í peningum, og klossstífnar í innbyrgði valdsmannslegri gremju geti hann ekki öskrað á þann sem ögrar sólóleik hans í tilverunni. Eldri bróðirinn, Matt, Ólafur Darri Ólafsson er í hlutverki hins undirokaða trúðs, sem yfirgengur eða breiðir yfir með grófum fíflalátum, en verður svo ósköp lítill þegar hin ódannaða, kjaftagleiða kona hans Prue fer að reyna við eigandann og mikið leikur líka Edda Arnljótsdóttir hana vel. Guðrún S. Gísladóttir sem hin þrautpínda, fúl- lynda eiginkona Lamberts sem fyrir löngu er búin að fá sig fullsadda fær ekki mikinn texta til að moða úr og þar vantaði einhvern herslumun til að persóna lifnaði. Jón Páll Eyjólfsson dregur upp nákvæma stúdíu af Russel, hugmyndasnauðum, kaldlyndum manni lokuðum inni í sjálfum sér og útreikningum sínum. Og Nanna Kristín Magn- úsdóttir er flott sem kona hans Suki, einhvers konar stöðugt brosandi útstillingarhlutur á varð- bergi, þvingaður í hreyfingum en þó ótrúlega mjúkur og eftirlátur í nálægð karlmanna. Kristján Franklín er fágaður, kurteis eigandinn sem reynir stöðugt að halda fjarlægð sinni líkt og hann búist við að á hann verði ráðist og Margrét Kaaber er yfirþjónninn og útlendingahatarinn Susie, hjá- rænuleg og varfærin og miklar eru framfarir hennar hér frá Túskildingsóperunni. Búningar Ragnheiðar Gylfadóttur eru fínlega unnir í litum og styðja persónurnar vel. Þetta er skýr, hrein, falleg, fyndin sýning, tón- list Sigurðar Bjólu styður það og þýðing Elísabet- ar Snorradóttur hljómar vel, persónusköpun ágæt. Þó þykir mér gátan hefði mátt vera flókn- ari, þagnirnar lengri og í þögnunum meira að ger- ast, í sambandsleysi persónanna meira samband. Hreinlega meira sem ég hefði þurft að velta fyrir mér um sannleikann og lygina. Hvað er satt? Hvað er logið? LEIKLIST Þjóðleikhúsið Eftir Harold Pinter í þýðingu Elísabetar Snorradóttur. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Rannveig Gylfadóttir. Lýsing: Björn Berg- steinn Guðmundsson. Hljóðmynd: Sigurður Bjóla. Leik- arar: Hjálmar Hjálmarsson, Jón Páll Eyjólfsson, Ólafur Darri Ólafsson, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún S. Gísladótt- ir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Kristján Franklín Magn- ús, Ólafur Egill Egilsson og Margrét Kaaber Stóra svið, sunnudagur 14. maí kl. 20. Fagnaður „Þetta er skýr, hrein, falleg, fyndin sýning,“ segir m.a. í umsögn um Fagnað Harolds Pinters. María Kristjánsdóttir DÍVAN og djassmaðurinn var yfirskrift óvenjulegra ljóðatónleika sem haldnir voru í Iðnó seint á laug- ardagskvöldið. Að vísu var dagskráin í sjálfu sér ekkert óvenjuleg, þarna gat að heyra lög eins og Kossavísur Páls Ísólfssonar, Draumaland Sig- fúsar Einarssonar og Mamma ætlar að sofna eftir Sigvalda Kaldalóns. En það sem var sérstætt við tónleikana var að enginn píanóleikari „annaðist undirleik“ – svo ég bregði fyrir mig ógeðfelldum frasa – heldur var Sigurður Flosason meðleikari söngvarans. Og hann er ekki píanóleikari, hvað þá klassískur píanóleik- ari; nei, hann spilar á saxó- fón. Söngvarinn var hins vegar úr klassíska geiranum, Sól- rún Bragadóttir sópran. Hlutverk hennar sem díva var undirstrikað með óperu- legum, gamaldags, dökk- rauðum kjól. Djassmaðurinn var aftur á móti í hversdags- legum jakkafötum og hann sveiflaði hljóðfærinu sínu á afslappaðan máta á meðan hann spilaði. Í rauninni voru þau tvö eins miklar and- stæður og hugsast getur og skapaði það spennu í túlk- uninni sem maður á ekki að venjast á íslenskum ljóða- tónleikum. Það skal játast að hug- myndin er góð. Íslensku ein- söngslögin eru flutt hvað eftir annað og sjálfsagt er að gera tilraunir með að setja þau í nýjan búning. Stundum var þessi umgjörð fyndin; kossa- vísur Páls voru kostulegar og sömuleiðis dýrahljóðin við Hani, krummi, hundur, svín, sem Sigurður framkallaði úr saxófóninum. Almennt talað skapaði djassleikurinn íhug- ult andrúmsloft; það var eins og djassarinn, sem fulltrúi nútímamannsins, væri að horfa um öxl og meta það hvort gamla tónlistin kæmi okkur við eða ekki. Og miðað við þá alúð sem einkenndi spilamennskuna var auðheyrt að niðurstaðan var jákvæð. Saxófónninn var afar hljóm- fagur; hver einasti tónn var mótaður af nostursemi en virkaði að sama skapi frjáls- legur og spontant; maður vissi aldrei hvað kæmi næst. Rödd Sólrúnar hljómaði líka fallega á tónleikunum, hún var þétt og fókuseruð, skær, en jafnframt notalega mjúk. Hins vegar einkenndist túlkunin af heldur mikilli til- finningasemi; það var eins og söngkonan væri að reyna að skapa eins ríkuleg hughrif með hverri setningu og framast var mögulegt, og það gerði tónlistina fremur til- gerðarlega og ósannfærandi. Mörg laganna koma betur út þegar þau eru flutt af lát- leysi, þau þurfa ekki geig- vænlegt drama. Ég hvet Sól- rúnu til að leyfa flæðinu í lögunum að njóta sín meira næst þegar hún flytur þessa dagskrá. Ég veit að hún get- ur það, svo oft hef ég heyrt hana syngja. Einn með dívu TÓNLIST Iðnó Íslensk einsöngslög í nýstárlegum búningi. Flytjendur voru Sólrún Bragadóttir sópran og Sigurður Flosason saxófónleikari. Laugar- dagur 13. maí. Listahátíð í Reykjavík Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.