Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lagadeild Allar upplýsingar í síma 525 4386 og á www.hi.is. Umsóknarfrestur er til 6. júní. Laganám í Háskóla Íslands: Metnaður, gæði og árangur. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á fimmtugs- aldri í tveggja ára fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot gegn fimm stúlkubörnum á árunum 1995–2005. Auk þess var hann sakfelldur af ákæru fyrir barnaklám vegna 210 barnaklám- mynda sem fundust í tölvu hans en hann var sýknaður vegna 16 mynda. Hafði hann ljósmyndað tvær telpn- anna í klámfengnum tilgangi og var hann dæmdur til að greiða börnun- um fimm alls 2,3 milljónir króna í skaðabætur, þar af voru hæstu bæt- urnar 800 þúsund krónur til telpu sem þá var níu ára og hann braut gegn á Þingvöllum árið 1998 en yngsta barnið var þriggja ára þegar ákærði braut gegn því árið 1999. Börnin tengdust flest manninum einkum í gegnum börn hans sjálfs og taldi dómurinn að brot hans væru al- varleg trúnaðarbrot, sem beindust að stúlkum er honum var beint og óbeint treyst fyrir þegar þær voru litlar. Atvikin voru þannig að ein telpan hafði gist hjá dóttur ákærða þegar hann braut gegn henni og önnur var nágranni hans í útilegu með honum og börnum hans þegar hann braut gegn henni. Af einni tók hann ljós- myndir í afmæli barna sinna og skeytti myndinni saman við aðra mynd af berum karli svo úr varð klámmynd. Af annarri telpu tók hann myndir þegar hún var nakin úti í garði heima hjá honum ásamt dóttur hans. Taldi dómurinn þessar mynda- tökur hafa valdið börnunum miska. Ákærði neitaði sök að mestu en var sakfelldur fyrir brotin, utan sýknu fyrir nokkrar myndir og eitt ákæruatriði varðandi Þingvallaferð- ina. Í skýrslu félagsráðgjafa vegna telpunnar sem hæstar bæturnar fékk, kom fram að sjálfsmynd henn- ar væri mjög veik og taldi dómurinn að þó svo hún byggi við aðra röskun í lífi sínu hefði brot ákærða gagnvart henni vissulega verið til þess fallið að valda henni miska. Um yngsta barnið sagði félagsráðgjafi að hún væri óvenjulega uppstökk, kvíðin og grát- gjörn, hefði átt erfitt með að slaka á og sífellt verið að kvarta undan magaverkjum. Þessa líðan mætti rekja til háttsemi ákærða. Um aðra telpuna sem ákærði ljós- myndaði sagði félagsráðgjafinn að atburðurinn sækti mjög á barnið og truflaði daglegt líf hennar. Brotin hefðu haft í för með sér neikvæð áhrif á geðheilsu og félagslega aðlög- un og hefðu jafnframt leitt til nei- kvæðrar sjálfsmyndar hennar og lít- ils sjálfstrausts. Óvissa um hvort myndunum hefði verið dreift á net- inu væri stúlkunni óbærileg. Gríðarleg áhrif og röskun á lífi telpunnar Brot gegn þeirri telpu sem gisti heima hjá dóttur ákærða taldi fé- lagsráðgjafi þá að hefðu haft gríðar- leg áhrif og röskun á líf og líðan hennar. Hefði hún fengið sífelldar martraðir og slæm kvíðaköst í kjöl- far atburðanna og gæti hún þurft að fá frekari meðferð til að takast á við afleiðingarnar þegar hún yrði full- orðin. Það framferði ákærða að ljós- mynda eina telpuna í barnaafmælinu taldi dómurinn mjög ófyrirleitið og til þess fallið að valda henni tjóni. Málið dæmdu héraðsdómararnir Símon Sigvaldason dómsformaður, Þorgerður Erlendsdóttir og Jónas Jóhannsson. Sá síðastnefndi skilaði séráliti í málinu og vildi dæma ákærða í 15 mánaða fangelsi í stað 24 eins og meirihluti dómsins. Sagðist hann sammála niðurstöðum dóm- enda um sakfellingu ákærða, þó þannig að brot ákærða á Þingvöllum teldist ekki fullsannað. Þá setti dóm- arinn fyrirvara um sakfellingu sam- kvæmt þeim köflum í ákærunni sem fjölluðu um brotin gagnvart telpunni sem gisti heima hjá dóttur ákærða og um barnaklámmyndirnar. Sagðist dómarinn hins vegar ósammála rök- semdafærslu fyrir sakfellingu, sem og fjárhæð dæmdra miskabóta sem hann vildi að yrðu 1,3 milljónir í stað 2,3 milljóna. Verjandi ákærða var Guðrún Sess- elja Arnardóttir hdl. og sækjandi Ragnheiður Harðardóttir vararíkis- saksóknari. Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm telpum ÍSLENSK erfðagreining og banda- ríska fyrirtækið Illumina greindu frá því í gær að komist hefði á samstarf um að þróa og markaðssetja DNA- greiningarpróf fyrir algenga sjúk- dóma. Tæknin mun auðvelda vísinda- mönnum Íslenskrar erfðagreiningar vinnu sína og hugsanlega skapa fyr- irtækinu tekjur. Í samstarfinu felst að tækni sem Illumina hefur þróað til að skima breytileika í erfðamenginu verður notuð við þróun greiningarprófa. Prófin snúa að erfðabreytileika sem vísindamenn Íslenskrar erfðagrein- ingar hafa sýnt fram á að tengist auknum líkum á fjölda algengra og alvarlegra sjúkdóma, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrir- tækjunum. Samstarfið mun í fyrstu taka til þróunar og mögulegrar markaðs- setningar á prófum til að greina breytileika í þremur erfðavísum sem tengjast hjartaáföllum, sykursýki af gerð 2 og brjóstakrabbameini. Þró- unarkostnaði og hugsanlegum tekj- um af sölu greiningarprófa verður deilt á fyrirtækin. Tæknibúnaður frá Illumina verð- ur settur upp í höfuðstöðvum Ís- lenskrar erfðagreiningar, sem gerir fyrirtækinu kleift að bjóða viðskipta- vinum sínum á sviði arfgerðargrein- inga upp á víðtæka þjónustu við slík- ar skimanir auk þess sem vísindamenn fyrirtækisins munu einnig nota þessa aðstöðu til að framkvæma mjög nákvæmar skim- anir á öllu erfðamenginu í erfðarann- sóknum sínum á algengum sjúkdóm- um. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, seg- ir að fyrirtækið sé mjög ánægt með þá tækni sem Illumina leggur til samstarfsins og að það sé spennandi að hefja samstarf um þróun og markaðssetningu nýrrar kynslóðar DNA-greiningarprófa. ÍE og Illumina þróa saman DNA- greiningarpróf „ÞETTA leggst alveg rosalega vel í mig,“ sagði Bjarki Birgisson í gær- morgun rúmum tveimur tímum eft- ir að hann og Gyða Rós Bragadóttir lögðu af stað í hringferð sína á hjóli í kringum landið, en þau hjóla til styrktar Barna- og unglingageð- deild LSH. Bjarki sagði að þau reiknuðu með að taka hringinn á um það bil 78 dögum og bjóst við því að Kjalar- nes yrði þeirra fyrsta stoppistöð á leiðinni. Að sögn Bjarka munu þau hjóla norður og fara bæði Vestfirði og Austfirðina alla og ætla þau að skipta hjólatúrunum í 50–100 km dagleiðir. Auk þess að safna fé fyrir BUGL vilja þau með þessu sýna að allt sé öllum fært ef viljinn er fyrir hendi en Bjarki gekk ásamt Guð- brandi Einarssyni hringinn í kring- um landið í fyrra í verkefninu „Haltur leiðir blindan“. Morgunblaðið/ÞÖK Bjarki og Gyða lögð af stað hringinn RÁÐSTEFNA breska tímaritsins The Economist um íslensk efna- hagsmál var haldin á Hótel Nordica í gær og kom nokkur hópur mótmæl- enda saman fyrir utan hótelið. Eins og sjá má á myndinni voru mótmælendur með borða þar sem frekari álversframkvæmdum var mótmælt en einnig mátti hjá mót- mælendum sjá slagorð eins og „Ís- land er ekki til sölu“ auk þess sem merki Landsvirkjunar var teiknað á borða með titlinum „Illvirkjun“. Mótmælendur vildu meðal annars vekja athygli á því hvernig upplýs- ingar um Ísland og orkufram- leiðslugetu landsins voru settar fram í tengslum við ráðstefnuna. Morgunblaðið/RAX Mótmæltu álversframkvæmdum FUGLALÍFIÐ er afar fjölbreytt í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Hægt er að ganga að því vísu að sjá þar endur, álftir og mófugla. Ljós- myndari rakst einnig á þessa fal- legu rjúpu sem var að spígspora í dalnum. Eins og sjá má er rjúpan enn í vetrarlitunum og því áberandi í landslaginu. Morgunblaðið/Ómar Rjúpan enn í vetrarlitum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.