Morgunblaðið - 16.06.2006, Side 12

Morgunblaðið - 16.06.2006, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Var þetta góð Listahátíð? á morgun HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins, lét af embætti forsætisráð- herra á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Þar með lauk samtals rúmlega nítján ára ráð- herraferli hans. Hann sagði aðspurður við fréttamenn eftir fundinn að tilfinningin væri góð og að hann væri fyrst og fremst þakk- látur á þessari stundu; þakklátur m.a. fyrir þau tækifæri sem hann hefði fengið. Halldór hyggst afsala sér þingmennsku eft- ir flokksþing framsóknarmanna þriðju helgina í ágúst, en þá lætur hann einnig af formennsku í flokknum. Hann gaf ekkert upp um það við fréttamenn í gær hvað hann hygð- ist taka sér fyrir hendur eftir það. Hann kvaðst aðspurður þó ekki vera á leið í Seðla- bankann. „Nei, ég fer ekki í Seðlabankann, ég get fullvissað ykkur um það að ég er ekk- ert á leiðinni þangað.“ Inntur eftir því hver væri raunveruleg ástæða þess að hann hygðist hverfa af vett- vangi stjórnmálanna sagði hann að ástæð- urnar væru margar: „Það er mín ákvörðun að það sé rétti tíminn fyrir mig núna að stíga til hliðar. Það gæti verið efni í nokkurra daga viðtal að fjalla um það af hverju nákvæmlega. Ég ætla ekki að fara út í það núna.“ Mikið af efnilegu fólki Þegar Halldór var spurður hvað honum fyndist standa upp úr á ferli sínum sagði hann: „Það er svo margt, fyrst og fremst sá árangur sem íslenskt þjóðfélag hefur náð. Þegar ég var ungur maður og var að klára gagnfræðaskóla var ekki sjálfsagt að fá frek- ari menntun. Núna þykir það hins vegar sjálf- sagt að nánast allt ungt fólk fari í háskóla. Við eigum mikið af efnilegu ungu fólki, og ég tel að Íslendingar hafi aldrei haft jafnmikla möguleika inn í framtíðina og einmitt nú. Ég hef fengið tækifæri til þess að vera með í þessu og taka þátt í þessu og er þakklátur fyrir það.“ Spurður áfram hvort kvótakerfið hefði ekki sett sitt mark á feril hans svaraði hann því til að margt hefði orðið til þess að bæta hag Íslendinga. Kvótakerfið væri þar á með- al. „Þegar ég kom í sjávarútvegsráðuneytið 1983 var sjávarútvegurinn nánast gjaldþrota og það þurfti að endurskipuleggja hann.“ Sú endurskipulagning, þ.e. kvótakerfið, hefði lagt grundvöllinn að efnahagslegum stöð- ugleika. Halldór var einnig spurður hvort hann væri enn sáttur við stuðning ríkisstjórn- arinnar við innrásina í Írak. „Ég tel að það hafi verið rétt á sínum tíma, við erum miklir bandamenn bæði Breta og Bandaríkjamanna á sviði öryggis- og varnarmála. Hins vegar fengum við rangar upplýsingar – það liggur fyrir – þannig að það má vel vera að við hefð- um tekið aðra ákvörðun ef við hefðum haft þær upplýsingar.“ Hann bætti því við að hann vonaðist einlæglega til þess að friður kæmist á í Írak. Framtíð flokksins björt Halldór sagði aðspurður að framtíð Fram- sóknarflokksins væri björt. Flokkurinn ætti mikið erindi við þjóðina. Í honum væri sömu- leiðis mikið af ungu og efnilegu fólki. „Þegar ég fer af vettvangi skapast svigrúm fyrir þetta unga fólk,“ sagði hann og bætti því við að það væri ánægjulegt að sjá þetta unga fólk taka við. Halldór kvaðst ennfremur að- spurður vonast til þess að sem mestur friður yrði um kosningu nýs formanns flokksins. Spurður um komu Jóns Sigurðssonar inn í ríkisstjórnina, og hvort hann væri með því að styðja hann til formennsku í flokknum, sagði hann: „Koma Jóns Sigurðssonar inn í rík- isstjórnina er að mínu mati mjög af hinu góða. Ég tel að það styrki ríkisstjórnina. Jón Sigurðsson hefur yfirburðaþekkingu að mínu mati. Hann hefur gífurlega reynslu á nánast öllum sviðum þjóðfélagsmála. Við Jón Sig- urðsson höfum þekkst frá því við vorum sam- an í gagnfræðaskóla og höfum haldið sam- bandi síðan, þannig að ég tel að það sé mikill styrkur fyrir Framsóknarflokkinn að fá hann til starfa. Hver framtíð hans verður innan flokksins ætla ég ekki að fullyrða, en hann er maður sem bæði ég og ég held nánast allir aðrir í Framsóknarflokknum hafa mikla trú á.“ Morgunblaðið/RAX „Ég fer ekki í Seðlabankann, ég get fullvissað ykkur um það að ég er ekkert á leiðinni þangað,“ sagði Halldór í gær. Segir að nú sé rétti tíminn til að stíga til hliðar Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Halldór Ásgrímsson lætur af ráðherradómi og hyggst afsala sér þingmennsku eftir flokksþingið Tillögur um hækkun skattleysismarka RÍKISSTJÓRNIN telur að hækka megi skattleysismörkin verulega í núverandi skattkerfi, en telur óskynsamlegt að skipta um kerfi, að því er fram kom í máli Halldórs Ásgrímssonar, fráfarandi forsætis- ráðherra, í gær. Ríkisstjórnin væri sömuleiðis tilbúin til þess að fallast á tillögur verkalýðshreyfingarinnar varðandi barnabætur og vaxtabæt- ur. Halldór kvaðst telja að þetta gæti liðkað fyrir samkomulagi um framlengingu kjarasamninga. „Ég hef talað við mjög marga í verka- lýðshreyfingunni á undanförnum dögum og vona það og trúi því að það muni gerast, enda er það öllum fyrir bestu.“ Hann kvaðst sömuleiðis vona að samhliða viðræðunum um fram- lengingu kjarasamninga yrði hægt að ná samkomulagi við fulltrúa eldri borgara um kjör þeirra. „Ég átti langan fund með Ásmundi Stefánssyni í gær og við gerum okkur miklar vonir um það að í tengslum við kjarasamningana geti tekist að ná niðurstöðu með fulltrú- um eldri borgara um kjör þeirra.“ Ásmundur stýrir nefnd um mál- efni eldri borgara, en í nefndinni eru fulltrúar stjórnvalda og eldri borgara. Ásmundur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nefndin hefði fundað vikulega að undan- förnu. Hann gæti þó ekki sagt til um það hvenær líklegt væri að hún myndi komast að niðurstöðu. Fundur var haldinn í gær og er ráðgert að halda annan fund í næstu viku. Varnarviðræður í Reykjavík 7. júlí NÆSTI fundur Íslendinga og Banda- ríkjamanna um framtíðarvarnir Ís- lands verður haldinn 7. júlí nk. í Reykjavík. „Ég geri mér vonir um að við getum lokið því máli áður en langt um líður,“ sagði Geir H. Haarde for- sætisráðherra í gær, en hann mun hafa forystu í viðræðunum fyrir Ís- lands hönd. Bandaríkjamenn hafa til- nefnt sérstakan aðalsamningamann. Halldór Ásgrímsson sagði við fréttamenn í gær, eftir að hann lét af ráðherradómi, að hann væri ekkert sérstaklega bjartsýnn um framvindu varnarviðræðnanna. Halldór kvaðst nýverið hafa rætt varnarmálin við Anders Fogh Rasm- ussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem hefði rætt þau við Bush Banda- ríkjaforseta. Síðan sagði Halldór: „Hins vegar er ég ekkert sérstaklega bjartsýnn á framvindu þess máls. Varnarliðið er að fara og það eru breyttir tímar. Við verðum einfald- lega að sætta okkur við það og reyna að byggja upp okkar öryggiskeðju meira á eigin forsendum.“ Geir H. Haarde og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra munu funda með Jaap de Hoop Schef- fer, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, NATO, í ráðherrabú- staðnum í dag. Halldór kvaðst binda miklar vonir við þann fund.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.