Morgunblaðið - 16.06.2006, Side 20

Morgunblaðið - 16.06.2006, Side 20
♦♦♦ Arnarfjörður | Hátíðardagskrá verður á Hrafnseyri við Arnarfjörð á þjóðhátíðar- daginn, eins og venja er. Dagskrá hátíð- arinnar á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta er þó glæsilegri en oft áður vegna þess að þann dag hefst sumarháskólinn á Hrafnseyri í fyrsta sinn en hann er sam- starfsverkefni Háskólaseturs Vestfjarða og Safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Dagskrá sumarháskólans hefst að morgni 17. júní með ávarpi formanns stjórnar Háskólaseturs Vestfjarða, og síð- an taka við fyrirlestrar og pallborðsum- ræður. Allir fyrirlestrar dagana 17. og 18. júní eru opnir almenningi, en umfjöllunar- efni sumarháskólans að þessu sinni er safnahönnun og sýningargerð. Sumarháskólinn hefst á þjóðhátíð Akranes | Framkvæmdum við Akranes- höllina, fjölnota íþróttahúsið á Akranesi, er ekki lokið. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir útlit fyrir að húsið verði tilbúið um næstu mánaðamót. Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar ákvað á síðasta ári að láta byggja fjölnota íþrótta- hús á íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum. Að undangengnu útboði var samið við Svein- björn Sigurðsson ehf. um byggingu húss- ins. Átti verktaki að skila því fyrir fyrsta þessa mánaðar. Stefnt hefur verið að vígslu hússins á þjóðhátíðardaginn en Gísli segir ljóst að það gangi ekki eftir. Enn sé eftir nokkur vinna við lokafrágang. Sam- kvæmt upplýsingum sem hann fékk í gær- morgun má búast við að verktaki geti skil- að af sér um næstu mánaðamót. Gísli tekur fram að hægt sé að byrja að nota hluta hússins fyrir þann tíma. Samningsupphæð verktaka og bæjarins var 375 milljónir kr. fyrir húsið sjálft en jafnframt var samið um fleiri verk. Gísli segir enn ekki unnt að segja til um end- anlegan kostnað enda sé vitað um tilteknar breytingar og aukaverk. Í Akraneshöllinni sem er óupphitað hús verður stór gervigrasvöllur og áhorfenda- stæði fyrir 500 manns. Þar verður einnig frjálsíþróttaaðstaða, meðal annars mikil hlaupa- og göngubraut í kringum allan völlinn. Gísli segir að því verði fylgt eftir að þetta verði fjölnota íþróttahús sem iðkend- ur ýmissa greina fái aðgang að ásamt al- menningi. Höllin tekin í notkun um mánaðamót Davíð Hjálmar Har-aldsson flutti vís-ur á Hlíð, dval- arheimili aldraðra á Akureyri, og fékk yrk- isefnið sinueldar. Gam- almennunum stökk ekki bros þegar hann flutti vís- una: Þótt tímabil hættu á bruna sé búið, bloti í haga og vætusöm tíð, þá logar allt glatt sem er feyskið og fúið svo forðumst að kveikja í sinu við Hlíð. Vísa hans um sorp- haugana vakti hins vegar mikla kátínu: Sorpinu ég sjálfur kem í lóg svipað og hann afi forðum daga. Gekk þá karlinn gjarna út í skóg, gróf þar holu, skeit – og búin saga. Hjálmar Freysteinsson flutti vísu sama kvöld um kosningaskjálftann: Margur pési mér er sendur sem mark er ekki á takandi. Skrítnir fuglar „frambjóðendur“ flögra um bæinn kvakandi. Af sorpi og sinueldum pebl@mbl.is Vátryggingafélag Ís-lands hefur gertsamstarfssamn- inga við Íþróttafélagið Völsung á Húsavík og Hvalasafnið á Húsavík. Samkvæmt þeim veitir VÍS félögunum fjárstyrki og annan stuðning. Mynd- in var tekin eftir und- irritun, f.v. Jóhann Krist- inn Gunnarsson og Linda Baldursdóttir frá Völ- sungi, Ásbjörn Björg- vinsson, Hvalasafninu og Ásgeir Baldurs og Magn- ús Þorvaldsson frá VÍS. Samningur VÍS og Völsungs er til þriggja ára og nýtist öllum deild- um félagsins, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Keppn- istreyjur allra flokka Völ- sungs verða merktar VÍS. Framlag fyrirtækisins felst í fjárstyrk, gjöfum og verðlaunum vegna móta og bónusgreiðslum ef lið félagsins kemst upp um deild. Einnig styrkir VÍS sérstaklega vímu- varnarstefnu Völsungs. Hvalasafnið hefur að undanförnu verið að leita samninga við stórfyr- irtæki um styrki vegna lokauppbyggingar safns- ins. VÍS er fyrsta fyr- irtækið sem gerir slíkan samning við safnið. Veitir það Hvalasafninu árlegt fjárframlag. „Þessi mik- ilsverði stuðningur VÍS skiptir verulegu máli fyr- ir Hvalasafnið sem nú er að ljúka uppbyggingu á nýjustu sýningu safnsins, Ferðalagi um lífríki sjáv- ar,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Hvalasafninu. Morgunblaðið VÍS styður Völsung og Hvalasafnið á Húsavík Fuglinn gæfur í Vigur | Eyjan Vigur á Ísa- fjarðardjúpi var opnuð fyrir ferðamönnum 10. júní, eins og undanfarin ár. Lítill snjór er í Vigur en mikið af fugli. Vesturferðir skipuleggja ferðir frá Ísafirði alla daga vikunnar á sumrin. Það vakti athygli heimilisfólks í vor hvað fuglabyggðin er þétt í kringum gönguleið ferðamanna og hvað fuglinn er gæfur, segir í frétt frá Vesturferðum. Hretið sem kom seinni- hluta maí virtist ekki hafa teljandi áhrif á varp fuglanna en lundi, teista og æðarfugl eru helstu tegundirnar í Vigur.    Skrúðganga í Keflavík | Hátíðarhöldin á þjóðhátíðardaginn í Reykjanesbæ hefjast á hátíðarguðsþjónustu í Keflavíkurkirkju kl. 12.30. Að henni lokinni verður skrúð- ganga undir stjórn félaga úr skátafélaginu Heiðabúum í skrúðgarðinn þar sem fram fer hefðbundin þjóðhátíðardagskrá. Síðan verður skemmtidagskrá sem íþrótta- félögin Keflavík og Njarðvík sjá um og loks kvöldskemmtun.    Gjafmildur bæjarstjóri | Ólafur Örn Ólafs- son bæjarstjóri hyggst fljúga yfir Grinda- vík á þjóðhátíðardaginn, 17. júní og varpa karamellum til þegna sinna. Ef veður leyf- ir svífa karamellurnar niður á Lands- bankatúnið um klukkan 14.20. Annars er dagskráin hefðbundin. Hún hefst með há- tíðarguðsþjónustu í Grindavíkurkirkju kl. 13.30 og skrúðgöngu að Saltfisksetrinu þar sem efnt verður til fjölbreyttrar dag- skrár.    Frítt í sund | Nýkjörin bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti á fyrsta fundi sínum að börn og unglingar í Hvera- gerði fái frítt í sund í sundlauginni Lauga- skarði frá og með næstu mánaðamótum. Í greinargerð fulltrúa meirihluta sjálfstæð- ismanna sem fluttu tillöguna er lögð áhersla á mikilvægi aukinnar útivistar og hreyfingar barna og unglinga. Tillagan var samþykkt samhljóða með atkvæðum allra bæjarfulltrúa.    Oddviti í Gautlöndum | Margrét Hólm Valsdóttir á Gautlöndum var kjörin odd- viti Skútustaðahrepps á fyrsta fundi ný- kjörinnar sveitarstjórnar. Á Gautlöndum hafa áður setið oddvitar sveitarinnar og má minnast þess að Jón Gauti Pétursson var oddviti í 48 ár eða til ársins 1966. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Mínstund frett@mbl.is Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Minnstaður Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Ólafsvík | Þegar sólin loksins skín þyrpast menn út í garða til að fjarlægja illgresi og taka til. Þótt Jón Steinn Halldórsson í Ólafsvík sé kominn hátt á áttræðisaldurinn lætur hann ekki sitt eftir liggja og tekur til hendinni í garði sínum. Jón Steinn er gamall skipstjóri og útgerð- armaður en er sestur í helgan stein fyrir nokkrum árum. Hann var þó á skaki í fyrrasumar með vini sínum. Hann hefur því betri tíma til að sinna garð- inum en áður. Jón Steinn hefur alltaf verið ann- álað snyrtimenni og ber garður hans þess merki. Jón Steinn var að tína rusl og trjágreinar í poka og hafði jafnframt til taks dagblað til að slá í burtu flugurnar sem sóttu að honum í blíðunni. Morgunblaðið/Alfons Tími til að taka til í garðinum Vorið Stjórn Samvinnulífeyrissjóðsins boðar til aukaársfundar á Grand Hóteli í Reykjavík föstudaginn 30. júní kl. 12 á hádegi. Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt. Stjórn Samvinnulífeyrissjóðsins Aukaársfundur Samvinnulífeyrissjóðsins Kynntar verða, og bornar undir atkvæði, tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins vegna sameiningar Samvinnulífeyrissjóðsins og Lífiðnar og einnig viðauki við samrunasamning sjóðanna. Strax að loknum aukaársfundinum verður stofnfundur nýs sameinaðs lífeyrissjóðs Samvinnulífeyrissjóðsins og Lífiðnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.