Morgunblaðið - 16.06.2006, Síða 47

Morgunblaðið - 16.06.2006, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 47 MENNING GRAFÍKMYNDIR Ragnheiðar Jónsdóttur frá áttunda áratugnum sem fjalla um stöðu og ímynd kon- unnar eru nú þegar orðnar mik- ilvægur hluti af myndlistarsögu Ís- lendinga. Í nútímalistasögu vestrænna þjóða þar sem hver „isminn“ rekur annan er kvenna- baráttan og sú myndlistarsköpun sem henni fylgdi á sjöunda og átt- unda áratugnum einn af horn- steinum sögunnar hvernig svo sem hún birtist á hinum ýmsu stöðum. Þótt róttækni verka Ragnheiðar hafi á sínum tíma að hluta til falist í því að vinna grafíkverk þá er það samspil myndefnis og miðils sem nú þrjátíu árum seinna skilar enn þeirri róttæku sýn sem Ragnheiður miðlar með verkunum. Vægi verk- anna felst ekki síst í því að Ragn- heiður skoðar stöðu konunnar út frá persónulegri reynslu móður og húsmóður þar sem hið augljósa er dregið fram, hvað sem allri kvenna- baráttu líður þá er hið líffræðilega ástand þungunar veruleiki sem ekki verður umflúinn ef nýr ein- staklingur á að verða til. Óléttub- umbur einar sér í kjól á stól í út- færslu Ragnheiðar þarf ekki að skoða sem ádeilu á þetta hlutverk kvenna heldur má alveg eins skoða þær sem ádeilu á það hvernig er lit- ið á þetta hlutverk eða ástand. Prjónuð grisjan í kjólunum minnir óneitanlega á grisjur sem notaðar voru utan um kjötskrokka og seinna endurnýttar sem borðtuskur á þessum árum. Verkin eru súrreal- ísk um leið og þau hafa sterka raunsæislega skírskotun til veru- leikans þar sem húmorinn verður kaldhæðninni yfirsterkari. Ungu listakonurnar Tanja Hall Önnudóttir og Ragnheiður Þor- grímsdóttir sýna ljósmyndir sínar, lokaverkefni sín frá Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ, innan um graf- íkverk Ragnheiðar Jónsdóttur. Þemað í ljósmyndunum er oftast ung kona (sjálfsmyndir) í tilbúinni leikmynd þar sem hluti af heimilinu hefur verið færður út í náttúruna eða náttúran inn í samfélagið. Þannig sjáum við unga, „frjálsa“ og vel til hafða konu með stóran vindil sitja við saumavél, strauja úti í hrauni eða arka um stórmarkað með lifandi hænu undir hendi. Myndirnar eru fallegar, svolítið fyndnar og vel gerðar og standa vel fyrir sínu sem útskriftarverkefni af listabraut í menntaskóla. Hins vegar eru þau líkindi eða samsvörun sem sýningarhaldarar hafa ætlað á milli þessara mynda og mynda Ragnheiðar Jónsdóttur ekki til staðar. Það er ekki hægt að bera þær saman á þeim forsendum að um mismunandi sýn listakvenna með þrjátíu ára millibili sé að ræða eða út frá titli sýningarinnar, „Kvenfrelsi – fyrr og nú“. Það er gaman ef Grafíkfélagið vill sýna verk svo ungra listamanna eins og hér um ræðir en það hefði verið betra að gera það á þeirra eigin forsendum. Að sama skapi hefði verið mun áhugaverðara að hafa einkasýningu með þessum verkum Ragnheiðar Jónsdóttur en það er löngu kominn tími til að skoða þau í fullri alvöru og lesa þau upp á nýtt í ljósi tímans sem liðið hefur við gerð þeirra. Morgunblaðið/Eggert Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Tanja Halla Önnudóttir og Ragnheiður Jóns- dóttir, í sýningarsalnum, en samsýningu þeirra lýkur um helgina. Tertukona eða vindlakona? MYNDLIST Salur Íslenskrar grafíkur Hafnarhúsið Sýningin stendur til 18. júní Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18 Ragnheiður Jónsdóttir, Tanja Hall Önnudóttir, Ragnheiður Þorgrímsdóttir Þóra Þórisdóttir Heildarnafnverð flokksins er 7.500.000.000 kr. Skuldabréf 3. flokks 2006 eru gefin út til 5 ára og endurgreiðist verðbættur höfuðstóll skuldarinnar með fimm jöfnum afborgunum, einu sinni á ári, fyrst 11. apríl 2007 og síðast 11. apríl 2011. Vextir greiðast á sömu dögum og afborganir. Útgáfudagur bréfsins er 11. apríl 2006. Skuldabréfið ber 5,00% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður LAIS 06 3 Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 20. júní 2006. Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Verð- bréfamiðlun Landsbankans, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Skráningarlýsingu og önnur gögn sem vitnað er til í lýsingunni er hægt að nálgast hjá Lands- bankanum. NAFNVERÐ ÚTGÁFU: SKILMÁLAR SKULDABRÉFA: SKRÁNINGARDAGUR: Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 31 71 06 /2 00 6 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 31 71 06 /2 00 6 Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands Landsbanki Íslands hf. 7.500.000.000 kr. 3. flokkur 2006 ANDRÉS Þór Gunnlaugsson hefur sent frá sér nýjan geisladisk með frumsaminni djasstónlist sem hef- ur hlotið nafnið Nýr dagur. Djass- kvartett Andrésar leikur á disk- inum, en auk Andrésar sem leikur á gítar skipa kvartettinn Sigurður Flosason á altsaxófón, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontra- bassa og Scott McLemore á trommur. Nýr dagur er fyrsti geisladiskur Andrésar í eigin nafni og eingöngu með frumsömdum verkum hans, en fyrir tveimur árum kom út disk- urinn It Was a Very Good Year með hollensk-íslenska tríóinu Wijnen, Winter & Thor. Á þeim diski var m.a. verkið Þórdísardans eftir Andrés, en það var tilnefnt til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna 2004 sem djasstónsmíð ársins. Nýr dagur var hljóðritaður í hljóð- veri FÍH. Upptökumaður var Stefán Örn Gunnlaugsson, en um hljóð- blöndun og hljómjöfnun sá Gunnar Smári Helgason. Hönnun umslags var í höndum Kristjáns Freys. Dimma ehf. gefur Nýjan dag út og dreifir í verslanir. Nýjar plötur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.