Morgunblaðið - 16.06.2006, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 16.06.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 49 ÓLÖF Arnalds býður til list- viðburðar í Tjarnarbíói í dag, föstu- dag. Hún byrjar dagskrá kvöldsins með flutningi eigin laga en eftir hlé sýnir Ólöf verkið Eins og sagt er. „Þetta eru frekar stutt lög sem hafa verið að mótast hjá mér í tölu- verðan tíma, dúkka upp í kollinum. Ég nota þetta tækifæri til að hleypa þeim úr sekknum og koma í fastara form,“ segir Ólöf sem mun í fram- haldinu taka upp lögin og gefa út með haustinu hjá 12 Tónum. „Þetta á að vera alþýðutónlist, eitthvað sem fólk á auðvelt með að njóta, án þess að vera beinlínis arg- asta popp,“ útskýrir Ólöf um það sem tónleikagestir mega eiga von á. Ólöf annast sjálf undirleik á gítar og perúvískan charanga-smágítar. Á átján tungum Myndbands- og tónlistarverkið Eins og sagt er hefur vakið mikla at- hygli en verkið vann Ólöf sem út- skriftarverk frá tónsmíða- og ný- miðlunardeild Listaháskóla Íslands. Í verkinu skeytir Ólöf saman níu myndrömmum þar sem hún leikur á fjölda hljóðfæra og syngur texta á 18 tungumálum alls: Textunum sem sungnir eru safnaði Ólöf á ferðum sínum um New York-borg, þar sem hún komst í kynni við 17 manns af ólíkum þjóðernum. Hún tók við fólk- ið viðtöl um uppruna þeirra, mik- ilvægi móðurmáls þeirra og tónlist- arinnar. „Samtalið leiddist alltaf út í að ég fékk þau til að skrifa eitthvað um tónlist á sínu eigin tungumáli og lesa það fyrir mig. Ég nótnasetti textana og byggði á hrynjandi og tíðni talaðs máls á hinum ólíku tungumálum.“ Tónlist | Ólöf Arnalds í Tjarnarbíói Myndbands- og tónlistarverk Ólafar hefur vakið mikla athygli. Hugmyndunum hleypt úr sekknum Tónleikarnir í Tjarnarbíói hefjast kl. 20. Aðgangseyrir er 500 kr. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn græn tónleikaröð í háskólabíói SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Hljómsveitarstjóri ::: Vladimir Ashkenazy Einleikari ::: Bryndís Halla Gylfadóttir Í KVÖLD, FÖSTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 Þorkell Sigurbjörnsson ::: Sumartónar Edward Elgar ::: Sellókonsert í e-moll Pjotr Tsjajkovskíj ::: Sinfónía nr. 4 FL Group er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands Ashkenazy stjórnar Opið hús að Selfossi 5, Sunnudaginn 18. júní frá kl. 15-17. Upplýsingar á fasteignasölunni Bakka í síma 482 4000 Einbýlishús byggt 1981. 4 herbergi, 2 stofur. Stærð 214,1m2. Stærð bílskúrs 47,8m2. Stórt, vandað og fallegt einbýl- ishús á tveimur hæðum ásamt stórum bílskúr. Húsið stendur á eignarlóð á einum albesta stað bænum og útsýnið gerist ekki öllu betra. Neðri hæðin er öll flísalögð. Þar er forstofuherbergi, gestasnyrting, þvottahús, borðstofa, eldhúsið og stofan og út úr henni er nýr mjög vandaður sólskáli. Uppi er rúmgott sjóvarpshol, baðherbergi og svefnherbergin. Þessi eign hefur fengið mjög góða umhirðu. Verönd nánast í kringum húsið. Húsið er í einkasölu hjá Bakka þar sem nánari upplýsingar eru gefnar. Verð 49 millj. Sólstöðuhátíð víkinga í Hafnarfirði 16.- 25. júní 2006 Fjörukráin þakkar eftirtöldum aðilum fyrir stuðninginn: Fjörukráin Sími 565-1213 www.fjorukrain.is Föstudaginn 16. júní kl.17.00 hefst víkingahátíð við Fjörukrána í Hafnarfirði. Bardagamenn og bogaskyttur, glímumenn og útskurðarmenn, steinhöggvarar og járnsmiðir, sögumenn og seiðkonur, tónlistarmenn og galdramenn. Sænski sögumaðurinn Jerker Fahlström rifjar upp ævintýri Ása og hinna fornu goða er hann segir okkur frá Ásaþór, Loka og þeim félögum. Jerker er orðinn fastur liður og segir sögur sínar á íslensku. Rimmugýgur, hafnfirski bardaga- og handverkshópurinn sér um bardagana ásamt Jómsvíkingunum alþjóðlegum hópi úrvalsvíkinga. Annar íslenskur víkingahópur, Hringhorni frá Akranesi sýnir leiki fornmanna. Fjöldi handverksmanna, íslenskra sem erlendra verða á markaðnum. Norska víkingahljómsveitin Skvaldr og hin dansk-íslenska Kráka munu skemmta gestum alla dagana. Dansleikir öll kvöld, Hollenska raggea hljómsveitin Five-4-vibes og hljómsveit Hilmars Sverrissonar. Opið verður alla daga frá 16. til 18. júní og aftur 23. til 25. júní. Kynnir hátíðarinnar er Steinn Ármann Magnússon. ATH: Dagskrá Sólstöðuhátíðarinnar er á heimasíðunni: fjorukrain.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.