Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÚ ER aðeins hálfur annar mán- uður til Alþingiskosninga og á tíu dögum fjölgaði framboðum um tvö. Þjóðin mun því velja milli sjö lista- bókstafa þegar hún gengur að kjör- borðinu í vor. Íslandshreyfingin hef- ur hafist handa við að kynna málefni sín um landið en enn er heimasíða hreyfingarinnar óvirk. Vonandi verður bætt úr því fljótlega. Skemmtileg samsuða varð til þeg- ar Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja og Höfuðborgarsamtökin tilkynntu sameiginlegt framboð. Þó kann sumum að þykja erfitt að sjá eitthvað líkt með baráttumálum hreyfinganna tveggja; að ellilífeyr- isþegar fái að vinna án þess að bæt- ur þeirra skerðist og að Reykjavík- urflugvöllur verði fluttur á Hólmsheiði hið fyrsta (í næsta ná- grenni við Morgunblaðið!). Þá verð- ur áhugavert að fylgjast með því hvernig flokki með Höfuðborg- arsamtökin innanborðs reiðir af á landsbyggðinni. Framboð sem einblína á ákveðin málefni verða oft til þess að einmitt sömu málefni eru tekin á dagskrá hjá öðrum flokkum. Málefni aldr- aðra og umhverfismál verða því kosningamál í vor, þótt undirrituð ætli að fara varlega í að fullyrða að Reykjavíkurflugvöllur verði eitt af stóru málunum. En hvaða mál eru aðalkosningamálin? Svarendur í skoðanakönnun Capacent settu samgöngumál efst á blað en það eitt og sér er talsvert merkilegt. Þegar samgöngumál eru rædd á þingi vilja flokkslínur nefni- lega oft þoka fyrir kjördæmalínum. Þess vegna má leiða líkur að því að samgöngumál séu einn auðveldasti málaflokkurinn þegar kemur að störfum Alþingis enda ekkert fyr- irfram ákveðið um að stjórnarand- staðan styðji ekki tillögur stjórnar og öfugt. En eru samgöngur virki- lega mesta byggðamálið? Munu samgöngur skera úr um hvort byggðir lifa eða deyja? En að öðru. Ósk Vilhjálmsdóttir, frambjóðandi Íslandshreyfing- arinnar, gaf ekki mikið fyrir skipt- ingu í hægri og vinstri í í Silfri Egils sl. helgi. Íslandshreyfingin skil- greinir sig engu að síður hægra megin við miðju en ætla má að það sé til að forðast básinn sem Vinstri græn skipa. Þessi þáttur Egils bar þess greini- leg merki að kosningar eru í nánd og hefði einn og sér getað verið efni í langan pistil. Egill spurði m.a. Jón Magnússon, frambjóðanda Frjáls- lynda flokksins, hvort flokkurinn væri að koma inn í pólitíkina sem kristilegur repúblikanaflokkur og Jón svaraði: „Ég væri út af fyrir sig ánægður með það en ég held ég ráði því ekki einn.“ Nú ber ekki að oftúlka ummæli Jóns enda þótt hann hafi áhuga á slíkum flokki er alls óvíst að félagar hans í Frjálslynda flokkinum hafi það líka. Eitt er þó víst og það er að kristilegur repúplíkanaflokkur myndi sannarlega breyta flokkaflór- unni á Íslandi! Síðar í þættinum þegar rætt var um innflytjendur vakti Jón athygli á háu hlutfalli útlendinga í íslenskum fangelsum miðað við fjölda útlend- inga í landinu. Hvað er Jón að fara? Meirihluti þeirra útlendinga sem eru í íslenskum fangelsum, nánar til- tekið 70%, hefur verið handtekinn við innkomu til landsins og hefur aldrei haft búsetu hér. Árið 2005, þegar innflytjendur voru 4,6% af íbúum landsins, voru þeir aðeins gerendur í 3% brota á hegning- arlögum. Já, einn og hálfur mánuður til kosninga og baráttan er sannarlega orðin lífleg. Það verður gaman að fylgjast með hvernig flokkarnir fimm sem fyrir eru reyna að treysta sig í sessi, hugsanlega sigla á ný mið, og hvernig nýju framboðin tvö reyna að skapa sér trúverðugleika og mynda raunverulegan valkost við flokkana sem fyrir eru. Samgöngur og útlenskir fangar 12. MAÍ 2007 Halla Gunnarsdóttir halla@mbl.is VIÐBRÖGÐ stjórnmálamanna eru nokkuð mis- jöfn við þeim hug- myndum sem Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra greindi frá í ræðu á fundi Samtaka um vest- ræna samvinnu og Varðbergs í fyrradag. Þar lagði hann m.a. áherslu á að öryggis- og varnarmál væru nú frekar en áður innanríkismál og áherslan væri á heimavarnir í aukn- um mæli. Þá greindi hann frá hug- myndum um stofnun 240 manna varaliðs lögreglunnar. Varnarmálin tengd aðildinni að Atlantshafsbandalaginu Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra segist ekki skilja ummæli Björns um varaliðið á þann veg að hann sé að tala um her í þessu sam- bandi. „Enda væri ég mótfallin því ef svo væri,“ segir hún. „Hann er þarna að tala um varalið lögreglu sem hefði þá valdheimildir á við lögregluna og ekkert umfram það,“ segir hún. Spurð um áherslu dómsmálaráð- herra á heimavarnir og að öryggis- og varnarmál væru enn frekar en áð- ur innanríkismál fremur en utanrík- ismál bendir Valgerður á að Ísland sé Atlantshafsbandalagsþjóð og það setji svip sinn á okkar varnarmál. „Þar sem við erum NATO-þjóð þá eru okkar varnarmál mjög tengd því. Það leiðir af aðild okkar að Atlants- hafsbandalaginu að þetta er ekki bara innanríkismál, heldur miklu meira en það, þó ég geri ekki lítið úr mikilvægi öryggismála innanlands,“ segir Valgerður. „Út af fyrir sig skil ég það að við þurfum að sjálfsögðu að hafa ein- hvern viðbúnað sem við getum kallað heimavarnir eða viðlagalið sem hægt er að kalla til ef eitthvað fer alvarlega úr böndunum,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Hann tekur h.v. fram að hann hafi ekki séð hugmyndirnar út- færðar og geti því ekki tjáð sig ná- kvæmlega um þær á þessu stigi. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, setur spurningarmerki við hugmyndir um stofnun 240 manna varaliðs lögreglunnar og spyr hvort ekki sé skynsamlegra að efla þá lög- gæslu sem fyrir er í landinu, fjölga löggæslumönnum og bæta starfsað- stæður áður en ráðist er í stofnun „einhvers varaútkallsliðs“. Steingrímur tekur fram að honum hafi ekki gefist tóm til að kynna sér hugmyndir dómsmálaráðherra ná- kvæmlega. Hann segir að megn óánægja sé með það í byggðum landsins hversu takmörkuð almenna löggæslan er í dag. „Má ekki frekar efla þá almennu löggæslu og björg- unarþætti sem fyrir er í landinu?“ spyr hann og bætir við að hugmyndir í þá veru að stofna varalið lykti af áhuga Björns Bjarnasonar á að koma á fót vísi að her eða sérsveitum. Spurður um ummæli Björns um aukna áherslu á heimavarnir og að borgaralegar stofnanir komi meira til sögunnar, sagðist Steingrímur geta tekið undir þær upp að ákveðnu marki. „Menn hafa í talsverðum mæli endurskilgreint öryggishugtakið á síðustu 10 til 15 árum og ég hef alltaf haldið því fram að verkefni okkar eru borgaralegs eðlis. Við erum með þær stofnanir í landinu sem við þurfum til þess, þ.e. a.s. löggæsluna, tollgæsl- una, landamæraeftirlitið og björgun- arsveitirnar. Það er enginn þörf fyrir her eða hervarnir. Ef Björn Bjarnason er að átta sig á þessu þá er það gott. Þetta hef ég sagt í tíu ár, nú er herinn farinn og kannski er Björn bara að endurmeta sín viðhorf í þessu. Hann var áður fyrr mikill talsmaður hervarna og sýnilegra loftvarna eins og það hefur verið kallað.“ Steingrímur tók fram að hann vildi ekki fella dóma yfir þessum hugmyndum fyrr en hann hefði kannað þær betur og í heild sinni. „Ég hef ekki heyrt neinn rök- stuðning fyrir því hvaða þörf er á þessum liðsafla og hvaða hætta steðjar að okkur innan- lands, sem gerir að verkum að við þurfum að koma upp svona liði,“ seg- ir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, um hug- myndir um stofnun 240 manna varaliðs lögreglunnar. „Mér leikur forvitni á að vita hvaða hættugrein- ing og þarfagreining liggur að baki þessari niðurstöðu í dómsmálaráðu- neytinu.“ Finnst þessi hugmynd fráleit Þórunn segir þessa hugmynd koma eins og skrattinn úr sauðar- leggnum. ,,Nú halda aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni því fram að varnir okkar séu að fullu tryggðar,“ segir hún og bætir við að auk þess sé rætt um aukið samstarf við önnur Norð- urlönd á N-Atlantshafi. „Ég velti því fyrir mér hvar þessar hugmyndir Björns Bjarnasonar passa inn í þessa heildarmynd sem ég hélt að ríkis- stjórnin hefði reynt að teikna upp af stöðunni,“ segir Þórunn. Hún tekur fram að hún hafi ekki haft tækifæri til að kynna sér þessar hugmyndir til hlítar og þekki ekki hvaða vinna liggi þarna að baki. En fram hafi komið í svörum dómsmála- ráðherra í fjölmiðlum að verkefni varaliðs gætu m.a. komið til ef um náttúruhamfarir eða aðrar hamfarir innanlands yrði að ræða. Hún bendir á að hér sé til staðar öflugt almanna- varnakerfi og mjög öflugar björgun- arsveitir. Því sé þeirri spurningu ósvarað hvað heimavarnalið eigi að gera. Auk þess vanti rökstuðning fyr- ir því að setja mörg hundruð milljónir í að stofna svona lið og reka það. „Mér finnst því þessi hugmynd frá- leit.“ Misjafnar skoðanir á heimavörnum og varaliði Valgerður Sverrisdóttir Steingrímur J. Sigfússon Guðjón A. Kristjánsson Þórunn Sveinbjarnardóttir FIMM lögregluþjóna þurfti til að yf- irbuga trylltan mann í annarlegu ástandi sem gekk í skrokk á roskn- um manni við hús á Miklubrautinni í gær. Auk árásarinnar braut maður- inn útidyrahurð að sögn lögreglu. Í fyrstu var talið að árásarmennirnir væru tveir en síðar kom í ljós að einn maður var að verki. Beita varð piparúða á manninn og var farið með hann á slysadeild til þess að hreinsa augu hans. Var hann látinn gista fangageymslur lögreglu áður en yfirheyrslur hæfust. Sá sem varð fyrir árásinni var einnig fluttur á slysadeild en hélt meðvitund. Yfirbugaður með piparúða ÁRNI Stefánsson, forstjóri Vífilfells, segir að nýhafin kynningarherferð á Coke Zero hafi skilað góðum árangri. „Við erum mjög ánægð með árangurinn,“ segir hann. Coke Zero er sykurlaus kóla- drykkur og er auglýsingaherferðin samræmd í markaðslöndunum. Árni Stefánsson segir að bæði jákvæðar og neikvæðar athugasemdir hafi borist vegna herferðarinnar og hafi verið tekið tillit til sumra þeirra og nokkrum slagorðum breytt. Her- ferðin hafi gengið mjög vel og sjáist það vel á sölunni. „Hún er í samræmi við væntingar,“ segir hann. Ánægðir með herferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.